Færsluflokkur: Bloggar
Mánudagur, 4. febrúar 2008
Niðurstaðan... að nokkru leiti... ENNSTÆRRA ÁFALL... Berklar í beinum
Já... Ég ætla að reyna að koma þessu frá mér hér inni en þið verðið að afsaka ef þetta kemur á einhvern hátt ruglingslega út...
Niðurstaða dagsinns er sú að við erum í raun á núllpúngti eða núllpungtur +3vikur... þannig að við erum í mínur.
Það er komið úr ræktuninni og niðurstaða málsinns er sú að sonurinn minn er með eina týpu af berklum... Ekki samatýpa og veldur lunglaberklum heldur svona sýkingum í beini. Þeir geta ekki greint þetta betur hér á landi þannig að sýnin voru send til Danmekur í svokallað næmnispróf til þess að komast að því hvaða lyf virka á þetta. En það er óumflíjanlegt að fara suður í stóra aðgerð á þessu svæði til þess að hreynsa út alla sýkingu og svo verður það lyfjagjöf í æð allavega í 3 vikur eftir það...
Þannig að núna bíðum við bara að eftir því að fá að vita hvort við förum fyrst í litla aðgerð hér fyrir norðann í fyrramálið og svo suður eða hvort við förum suður strax í stóru aðgerðina... Mikið ætla ég að vona að mótaka fyrir sunnan verði betri heldur en síðast...
En við mæginin erum búinn að ákveða það að "LÁTA ÞETTA BATNA" þannig að við getum farið í fínu skemmtiferðina okkar til Danmerkur í sumar... VIÐ ÆTLUM að láta þetta batna... ákváðum við
Hetjan mín tekur þessu bara með jafnaðar geði eins og honum einum er lagið... eina sem honum fannst leiðinlegt er að þurfa aftur að fá krana í hendina... en ef að það verður búið fyrir sumarfrí þá er hann sáttur... hehehe.. hann er ótrúlegur og hefur miklu meira æðruleysi en ég nokkruntímann og ég óska þett að hann nái að halda sínum styrk áfram því það gerir þetta allt svo miklu auðveldara fyrir mig þótt undir niðri kraumi alltaf alvarleikinn í huga mér. Þetta er nátturulega mjög alvarlegt mál en við ætlum að láta þetta lagast.
Guð geymi ykkur og okkur líka...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Sunnudagur, 3. febrúar 2008
Áfall...
Já ég skal viðurkenna að ég er vonsvikinn og er á fullu að reyna að finna æðruleysið mitt.
Það kom í ljós í dag að sýkingin hjá Ragnari er búinn að taka upp aftur og við erum að fara inn á sjúkrahús í fyrramálið. Það sem er svo ervitt við þetta er að læknarnir hafa ekki einn einasta grun um hvað þetta er og strákurinn er á hrossaskammti af sýklyfjum núna... það er augljóst að þau virka ekki á þetta því að það vellur gröftur útúr eyranu á banrinun núna... og allir eru bara eitt stórt ????
Ég sem var orðin svo bjartsýn á að þetta væri búið... og að loksinns gætir sonurinn farið að lifa eðlilegu barna lífi aftur... en... greinilega ekki....
Þetta ferli er minn stóri skóli í þolinmæði... og æðruleysi...
Jæja.. ég ætla að taka út stressið og óvissuna í því að prjóna og slaka á...REYNA ÞAÐ ALLAVEGA...
Guð geymi ykkur .... og Son minn...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 2. febrúar 2008
Loksinns... ég brosi eins og börnin...
Já ég veit að þetta hljómar barnalegt en ég er jú bara eitt stórt barn.. hehehehe...
Það er loksinns komi SNJÓR...
eins og ég man eftir því sem krakki... Þá þurftir maður að labba á götunni því að gangstéttirnar voru fullar... og maður fór með sjnóþotuna alla sínar leiðir... Ruðningarnir urðu að alltkonar snjóhúsum og göngum... þetta er svo æðislegt...
Það eins sem ég óskaði mér þessa dagan er að eiga aðeins stærri bíl en Gezin minn... þótt ég sé frábær "jeppabílstjóri" á honum.. og hefur það vakið furðu margra hvað ég kemst... Jeppakallinn sem horfði á mig á kol ófæru bílaplani áðann þegar ég snér bílnum og gaf svo vinkonu minni rafmagn átti lítið annað eftir en að slega niður á gallann sinn þegar hann gláfti á mig... ehhehehehe.e... svo náttúrulega kom ég útúr bílnum skælbrosandi og kallaði upp yfir mig "ooohhh... þetta er svo gaman"
þá mistti hann aldlitið... hehehheee... karlmenn eru svo yndislegir þegar þeir trúa því ekki að konur geti haft gaman að svona hlutum...
Svona er útlítandi útum stofugluggan hjá mér... YNDISLEGT....
Kærar snjókveðjur... og knús...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 30. janúar 2008
Spennufall og frammhaldið...
Sælt veri fólki...
Hér á bæ er spennufall í gangi...
... Ragnar fór í blóðprufu í morgun og niðurstaðan er mjög góð... hvítu blóðkornin komin í frábært lag og allt í góður þar, læknirinn var mjög sáttur við allt. Ragnar er farinn að fara í skólan aftur og þetta er allt að komast í betra lag hér og þá fæ ég spennufall.
Ég var meira að segja svo búinn á því í dag að ég lagðist út á skrifborðið mitt í skólanum og sofnaði... það hefur ekki gerst á allri minni skólagöngu í gegnum ævina. En einhverntímann er allt fyrst... ekki að ég hafi sofið lengi en ég datt úr í nokkrar mínútur...
Ég fékk líka einkun í dag fyrir súkkulaðiverkefnið mitt og ég er mjög sátt... 9,5... MJÖG SÁTT...
Ég ætla að fara að sofa á sama tíma og barnið í kvöld og sjá hvernig ég verð á morgun... og þessvegna ætla ég ekki að hafa þetta mikið lengra en það kemur meira næst...
Guð geymi ykkur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 27. janúar 2008
Geðveilkttttt..................
Mín þjóð eru Evróðu meistarar.... hehehehe... Geggjaður leikur... ég fékk gæsa húð að horfa á hann...
Litla hjartað mitt hoppaði og fékk fiðrildi í hjartað... Danmörk hefur alltaf árr stað í hjarta mínu... allt það góða fólk sem ég þekki þar... uuummm yndislegt fólk... og mér mjög kært...
Við vinirnir erum að skipuleggja ferð í fallega landið Danmörk í sumar... Barnaferð... það verður geggjað...
Nóg í bili....
Jibbíjibbí jey... við urðum Evrópumeistarar....
![]() |
Danir Evrópumeistarar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 26. janúar 2008
Siðferði, póletík og landið okkar...
Já ... ég er er búinn að pæla í því hvort ég hefi einhvern áhuga á því að ræða þessi mál hér inni... ég er ekki vön að tjá mig mikið um póitík, því mér finnst ég ekki vita nógu mikið um hvernig þetta allt virkar... en ég veit hvað mér finnst vera siðferðilega rétt og hvernig fólk á að koma fram við hvert annað.
Það er margt sem mér hefur ofboðið síðustu daga í heimi póletíkarinnar... og það er rétt nefni... tíkarinnar... Mér finnst menn koma hrillilega illa fram við hvern annan, þeir eru tilbúnir að segja og gera hluti til að særa og stinga hvern annan í bakið. Auðvitað finnst mér að þegar menn ákveða að vera í pólitík þá verða líf þeirra opin fyrir almenningi og þeir komast lítið hjá því að þeirra persónulegu mál séu byrt eða umtöluð í fjölmiðlum. Það liggur samt í augum uppi að það varntar einhverja siðferðislega línu í samskiptum óvina í leikvelli þeirra. Eitt sem mér hefut fundist í þessu öllu og ekki síður í landsmálunum er að hér geta menn endalaust gert "mistök" og alltaf eru þeir velkomnir á leikvöllin aftur... Hvað með hann í Vestmannaeyjum... sem sat inni ... er hann ekki kominn aftur..., Villi er búinn að viðurkenna að honum urðu á mistök varðandi Rei... Björn Ingi versalar föt... Erlendist hafa leireglurnar verið skýrar... þú segir af þér og ferð að vinna á öðrum vetvangi... Rauða spjaldið þíðir að þú ferðu útaf... fall á lyfjaprófi þýðir að þú ferð í leikbann... Ég tók ofann fyrir Byri Inga að segja af sér... það sýndi hann fordæmi... sem mér finnst ALLIR stjórmálamenn ættu að taka sér til fyrirmyndar...
Ég ákvað í morgunn að kaupa DV því þar er Ólafur á forsíðu með líf sitt.. en viti menn ég var ekkert fróðari um hans líf nema að hann hefði átt sálufélgaga sem labbaði á fjöll með honum áður en hann skildi við konuna sína... og já að hann tekur ekki í hendurnar á fólk heldur gefur því opal... því í ósköpunum getur maðurinn ekki bara sagt eins og er... hann á við geðrænan vanda að etja... það er ekkert að skammast sín fyrir ... ég á það líka ... og líklega mörg þúsund annara íslendinga... com on... væri ekki bara ráð að tala um málið og hjálpa þá öðrum í leiðinni. Ekki koma með svona lásí vital í DV ... og halda að það hjálpi... neee... held ekki... Annað hvort er hann með hlutina uppá borðum og getur unnið heilt í stjórmálum.. eða þá finnst mér hann eigi að halda sér við aðra stafsgrein...
Mér finnst líka stjórnmála-menn og konur þurfi ALLIR að líta í eiginn barm og ákveða að hætta að leggjast svona lágt gagnvart þeim sem hafa aðrar skoðanir en þeir...
Hér er eitt dæmi sem mér finnst fyrir neðann allar hellur...
Auðvitað finnst mér líka útí hött að kaupa svona mikið af fötum en það skal einginn segja mér að það hafi ekki verið gert áður... sem dæmi má nefna öll þau föt sem þulur og frétta menn sjónvarpstöðvanna fá gefinns eða greidd frá fyrirtækjum sínum... ég veit að þetta er ekkert smá magn og mikil verðmæti... Er þetta ekki bara hluti af því að samfélagið snýst endalaust um útlit...?
Það er alger óþarfi að særa fólk viljandi með skítkasti í fjölmiðlum.... mér finnst það allt svo fyrir neðann allar hellur... Uppbyggileg gagnríni er nauðsinleg svo að við getum bætt okkur... en skítkast er bata útaf því að sá sem hendir er vanmáttugur og kann ekki að bera virðingu fyiri öðrum, öfundsýki og reiði yfir velgengni andstæðingsinns.
Ég vona að það komi fram póletíkur-menn eða konur sem sýna heiðvitr vinnubrögð og framkomu því þá skal ég kjósa... það er einginn sem mér finnst þess virði að stiðja því að það virðist að spilling og leynimakk sé hluti af persónuleika flestra stjórmála manna hér á landi... það þarf bara að hafa sterkari siðferðisreglur hér á landi í stjórnmálum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 25. janúar 2008
Svona var vikan...
Góða kvöldið kæru lesendur.
Já það var kominn tími á blogg
það er víst
en hér á bæ er búið að vara mikil keyrsla á mér síðustu daga.
Í dag losnaði Ragnar við æðalegginn og er líklega laus við að fá meiri lyf í æð um sinn
sem við ákváðum að halda uppá með því að taka vídeó og panta pizzu. Hann er á vissri bataleið en þessi lyf eru þannig að þau drepa líka góðar frumur líkamans þannig að staðan núna er orðin þannig hjá honum að hvítu blóðkornunum hefur fækkað og það líst mér illa á. Læknarnir eru nú samt nokkuð vissir á því að líkamin hans nái að bæta úr því núna þegar hann er hættur á þessum stóra skammti af þessum rót sterku lyfjum. Þetta er nú samt ekki búið því að hann á eftir að fá stóran skammt af töflum næstu 2 vikurnar allavega
Hann verður senndur aftur í tölvusneiðmyndatöku eftir 2 vikur og þá kemur betur í ljós hvernig þetta lítur allt út og í millitíðinni eigum við að mæta í blóðprufur og vitöl
en við sleppum við að fara uppá spítala daglega núna, sem er okkur mikill léttir.
Síðustu 2vikurnar hefur verið mjög góður og fær hönnuður frá Yew York að kenna okkur ( www.skaggsdegsign.com ) þannig að ég hef gert allt sem ég get til að sjúa í mig allan þann fróðleik sem hún hefur uppá að bjóða varðandi hönnun. Þessi Íslenska kona hefur lært og er búsett í USA og á þar 2 stórar hönnunar skrifstofur sem vinna fyrir helling af heimsþekktum fyrirtækjum og var koma henna frábær viðbót við námið hjá mér. Það skal viðurkennast að, það að vilja standa sig 110% í skólanum OG vera með svona veikt barn hverur ekki gengið en ég gerði mitt allra besta. Mitt allra besta þýðir að síðustu 3 sólahringa hef ég sofið kannski 6 tíma
ég hef unnið eins og skempan á nóttunni og kvöldin til að ná þessu saman. Ég er mjög sátt við verkefnið mitt því ég veit að mér var lífsinns ómögulegt að gera betur í þessum aðstæðum sem ég er búinn að vera í undan farnar vikur. Hver vill ekki gera sitt besta fyrir svona færa og góðan hönnuð eins og kennarinn er.
Verkefnið var að hanna útlit
mode-bord, lógó, pakkningar, bréfsefni, nafnspjöld, límmiða, merkimiða, poka/umbúðir, litapæligar, útlit á húsnæði, bæklinga og kynningarefni fyrir vistvæna en hágæða súkkulaði framleiðslu. Hér fyrir neðann eru myndir af mínu verki sem ég vann útfrá minni sýn á súkkulaði sem er kvennlegt, erotískt, mjúkt, unun, hlíja, frjósemi, upplifun, nautn, ást og umhyggja. Ég endurnotaði Seríoskassana og bjó til konfegt öskjur, ég notaði endur unnin pappír með silkiþráðum og handþrykkti allt munstur, saumaði umbúðirnar, skar út og föndraði allt sjálf.
Hér er uppsetningin hjá mér í morgun þegar við áttum að skila af okkur.
Hér eru pakkningarnar utanum 5 mismunandi súkkulaðistykki... blanck, milk, nero, goodess og hot.
Hér sést bréfsefni og nafnspjöld... þau eru nú skemmtilegri í raunveruleikanum því þetta er tvöfalt og saman myndaat lógóið en inní eru allar upplísingar.
Hér sjást konfegt kassarnir... en þeir eru fóðraðir að innan með háglans silki... og inní kössunum er líka bæklingur um konfegtið og fyrirtækið...
Jæja.. ég vona að þið hafið það sem allra best um helgina...
Guð geymi ykkur öll.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 20. janúar 2008
Nú gef ég mér tíma í að skrifa smá...
Jæja... kæru lesendur, vinir og vandamenn...
Á þessum sunnudagsmorgni tók ég ákvörðun að setjast smá niður og skrifa ykkur línu. Ragnar var hjá mömmu í nótt svo að ég er hér bara í róleg heitum ein heima að vakna .
Staðan hér er þannig núna að Ragnar er ennþá með æðalegginn í henndinni... eins og boxhanski bra með allskonar krönum og slöngum. Hann er skráður inná sjúkrahúsið en annas í svokölluðu leyfi sem þýðir það að við förum uppá spítala daglega í tékk og lyfjagjöf í æð, það verður endur skoðana eftir vikur... en eftir lyfjagjöfina í æð þá bíður allavega 2vikna meðferð á lyfjum í töflu formi. Þannig að hann hefur ekkert farið í skólann eða má ekkert vera úti. Það sem gerir þetta ferli mér mun betra er að barnið mitt virðist vera svo mikill hraustmenni og duglegur að hann hefur ekkert orðið svona "veikur ... veikur" skiljið þið... ekki setið í móki, með brjálað hita, eða fundið brjálað til ... hann er búinn að vera svo líkur sjálfum sér allan tímann... haldið mataliystinni, sungið, verið frekur og hávær, á hlauðum og hoppað og skoppað uppum alllt... eins og hann er ALLTAF og er eitthvað er þá hefur það aukist á tímabilun... Lyfin sem hann er að fá eru breiðvirkustu sýklalyf sem til eru í heiminu og er mér sagt að þessi lyf séu í raun góð-vond því þau eigi það til að drepa góðar frumur líka... þannig að ég átti að fylgjast vel með matarlystinni og allt það á meðann þessu stendur... en það virðist ekki hrjá honum.
ÞESSI HETJA... hann er búinn að standa sig... það er ekki spurning... endlaust kukl í skurðinum og það að vera með þennan æðarlegg endalaust... ( ég þekki það sjálf að þurfa að vera með þannig lengi... óþolandi) hann kvartar ekki...
En eitt skal ég láta ykkur vita að eftir þessa törn hjá okkur þá tek ég ofann fyrir foreldru langveikra barna... þetta er svo ervitt fyrir mann að sjá barnið manns svona og vita hvað líka þess er að berjast við... Andlega parturinn er töff... og það að halda skiðulagi á heimilinum og með allt annað sem þarf að gera... ég hef þurft að minka við lífið bara útaf þessu... núna er það bara BARNIÐ, 20% ég og skólinn í rest.... það kemst ekkert annað að í lífi okkar núna... og það er ervitt... ég hef líka þurft að reyða mik miklu meira á mömmu en oft áður... og það er eitthvað sem mér þykir ervitt... því í hausnum mínum Á ég er sjá um mitt...
Jæja.... kæra fólk... ég byð Guð um að geyma ykkur og vernda einnig bið ég um styrk til að þroskast á þessu ferli sem er í gangi og ljós til að leiðbeina mér í rétta átt.... og þakka ykkur fyrir allan stuðninginn í þessu ferli.. Þið eruð perlur... TAKK
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 15. janúar 2008
vorum send aftur heim með
já... gærdagurinn var eins og að vera á þeysingi í stórri skopparakringlu... ég er að ná áttum núna... við semsagt fórum suður með fyrstu vél í gær... ekkert mál... Svo fórum við með fastandi barnið beint í Fossvoginn klyfjuð farangri og pirruðu barni... og þá tók "STOFNUN" greinilega við okkur... %683@..!!$$$ANSSKOTANS... STOFNANARBRAGUR sem fólk í heilbrygðisgeiranum er búinn að tileinka sér þarna fyrir sunnan... jújú... þeir mundu eftir að hann væri að koma... EN sérfræðingurinn var greinilega það merkilegur að þeir létu okkur í biðröð hjá NEMA... sem átti að skoða þetta fyrst... ég lét nú í mér heyra... að það hefði bara einn maður átt að hitta hann og það væri þessi sérfræðingur... Jæja... efrir nærri 2tíma bið, mjög argann svangan snúð... kallaði "neminn" á okkur. þá var að drösla öllu dótinu úr biðstofuni með okkur inná einhverja smá stofu... það er ekkert boðið uppá að létta á manni og leyfa manni að geyma dótið einhverstaðar. neinei.. þeir eru ekki mannlegir þarna greinilega... Neminn... starði bara og vissi auðvitað EKKERT um drenginn... "ætli ég nái ekki í Sérfræðinginn" ... sgaði hann skömmustulega... ég hreitti útúr mér "já ... gerðu það endilega". aaaaaaaaaaaarrrrrrrrrgggg...........
Hurrðu... hann kemur þarna ... fjall myndalegur með brúnku og collgeit hvítar tennur og breitt bros... og þikist vera hin sætasti... ég læt nú ekki útlit trufla mig þegar ég er kominn í svona ham... Þeir birja að rífa og þá meina ég rífa ( barnið er eitt stórt fllakandi sár eftir þetta) af honum umbúðirnar... og svarið vart ..."ÓÓjá... þið meinið"... kannski við lítum á myndirnar sem ég var með á diski með mér því að tæknin á þessum blessuðu sjúkrahúsum er nú ekki betri en það í dag að það var ekki hægt að senda myndirnar suður á undan okkur. Jæja... þeir skoða og ráðfæra sig og koma svo um hádegið þegar barnið er farið að gráta af svengd.... og segja... "það er ekkert sem við getum gert meira.." ?????????????????????? WHAT!!!! já þið megið fara heim með næstu vél og já fá ykkur að borða...
Við vorum semsagt send suður með myndirna sem EKKI var hægt að senda ... og snúið við aftur... semsagt baninu var snúið svona framm og til baka eins og póstburðardýri...
Staðan er semsagt þannig að við erum komin heim aftur og snáði fer núna daglega á spítalann til að fá sýklalyf í æð og í tékk... svo er framhaldið ekki vitað... Mér hefur heyrst að þetta ferli geti tekið frá 1 viku uppí 5... þannig að við reynum núna að gera okkar besta til að halda geði... og sofa.
Jæja nógur pirringur í bili frá mér...
Guð geymi ykkur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 13. janúar 2008
Jæja... þá er það bara Reykjavík næst...
Sælt veri fólkið...
Núna sit ég hér í gamalli PC-tölvu uppá Barnadeild og ákvað að setja hér inn smá færslu... úff hvað þetta er skrítið umhverfi... þetta PC dót... hehehee... ég er ekkert smá sátt við MACann minn núna... reyndar er ég búinn að fá lánaðan MAC-book PRO til að taka með mér suður... það er svo gott að eiga góða vini... sem eru tilbúnir að lána manni fartölfurnar sína í svona ferðalög.
Við fengum leyfi til að halda veislu hér áðann á deildinni... og mamman pantaði pizzu og allt sem tilheyrir því svona til að tryggja að GULLIÐ borði nú eitthvað... það var eingin smá gleði... en því miður er lyfjaskammturinn sem hann er á svo stór að hann hefur nærri einga list... en aðeins meiri þegar það er pizza... Lína vinkona kom í dag með stelpurnar sínar og léku þær við Ragnar sem var æði fyrir hann því hér eru eingin önnur "börn" núna.. bara eldir krakkar... Þannig að heimsókn þeirra var mjög kærkomin.
Við förum suður eldsnemma í fyrramálið þurfum að vakna um 6 leitið... því mætingin er rétt um 7... svo verður farið beina leið uppá Fossvog þar sem sérfræðingurinn bíður okkar. Ragnar á að vera fastandi á morgun þannig að ég reykna með því að hann fari beint í uppskurðinn stór. Núna er hann með skurð við eyrað sem eru 6 spor og dren ( hehhee.... já eins og á húsum... ) svona svo að sýkinginn geti lekið út en eiðileggi sem minnst meira...
Hvernig þetta verður í Rvk. veit einginn... jújú... þeir reikna með að hann verði lagður inn í nokkra daga... og þá er ég auðvitað með þar... annas verða þeir að redda mér húsnæði ef við þurfum að vera undir eftirliti þarna... Minn kæri bróðir ætlar að lána mér bíl á meðann við erum í þessu standi... hehehe... Magga fær annaðhvort BMW-jeppa eða breittan LandCrúser til að þvælast um í borginni... en ég verð nú líklega ekki mikið í því... þótt ég voni að það sú aðilar sem séu tilbúir að leisa mig af þarna... svo ég verði ekki lögð beint inn á gedeild þegar ég kem heim... annas er þetta allt búið að ganga vel núna því að hér fyrir norðann hef ég auðvitað mína kæru móðir sem er óendanlega góð og hjálpsöm okkur hér. Ég veit ekki hvernig þetta er með föðurinn og hans fjölskyldu hvort þau verði eitthvað til staðar, það kemur allt í ljós... allavega ætlar pabbinn að ná í okkur á flug á morgun og keyra okkur í Fossvoginn sem er frábært fyrir Ragnar...
Jæja ég ætla að ná í fréttirnar... læt heyra frá mér aftur fyrr eða seinna....
Guð geymi ykkur öll.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)