Svona var vikan...

Góða kvöldið kæru lesendur.
Já það var kominn tími á blogg… það er víst… en hér á bæ er búið að vara mikil keyrsla á mér síðustu daga.
Í dag losnaði Ragnar við æðalegginn og er líklega laus við að fá meiri lyf í æð um sinn… sem við ákváðum að halda uppá með því að taka vídeó og panta pizzu. Hann er á vissri bataleið en þessi lyf eru þannig að þau drepa líka góðar frumur líkamans þannig að staðan núna er orðin þannig hjá honum að hvítu blóðkornunum hefur fækkað og það líst mér illa á. Læknarnir eru nú samt nokkuð vissir á því að líkamin hans nái að bæta úr því núna þegar hann er hættur á þessum stóra skammti af þessum rót sterku lyfjum. Þetta er nú samt ekki búið því að hann á eftir að fá stóran skammt af töflum næstu 2 vikurnar allavega… Hann verður senndur aftur í tölvusneiðmyndatöku eftir 2 vikur og þá kemur betur í ljós hvernig þetta lítur allt út og í millitíðinni eigum við að mæta í blóðprufur og vitöl … en við sleppum við að fara uppá spítala daglega núna, sem er okkur mikill léttir.
Síðustu 2vikurnar hefur verið mjög góður og fær hönnuður frá Yew York að kenna okkur ( www.skaggsdegsign.com ) þannig að ég hef gert allt sem ég get til að sjúa í mig allan þann fróðleik sem hún hefur uppá að bjóða varðandi hönnun. Þessi Íslenska kona hefur lært og er búsett í USA og á þar 2 stórar hönnunar skrifstofur sem vinna fyrir helling af heimsþekktum fyrirtækjum og var koma henna frábær viðbót við námið hjá mér. Það skal viðurkennast að, það að vilja standa sig 110% í skólanum OG vera með svona veikt barn hverur ekki gengið en ég gerði mitt allra besta. Mitt allra besta þýðir að síðustu 3 sólahringa hef ég sofið kannski 6 tíma… ég hef unnið eins og skempan á nóttunni og kvöldin til að ná þessu saman. Ég er mjög sátt við verkefnið mitt því ég veit að mér var lífsinns ómögulegt að gera betur í þessum aðstæðum sem ég er búinn að vera í undan farnar vikur.  Hver vill ekki gera sitt besta fyrir svona færa og góðan hönnuð eins og kennarinn er.
Verkefnið var að hanna útlit… mode-bord, lógó, pakkningar, bréfsefni, nafnspjöld, límmiða, merkimiða, poka/umbúðir, litapæligar, útlit á húsnæði, bæklinga og kynningarefni fyrir vistvæna en hágæða súkkulaði framleiðslu. Hér fyrir neðann eru myndir af mínu verki sem ég vann útfrá minni sýn á súkkulaði sem er kvennlegt, erotískt, mjúkt, unun, hlíja, frjósemi, upplifun, nautn, ást og umhyggja. Ég endurnotaði Seríoskassana og bjó til konfegt öskjur, ég notaði endur unnin pappír með silkiþráðum og handþrykkti allt munstur, saumaði umbúðirnar, skar út og föndraði allt sjálf.
 
Chocolatier-1

Hér er uppsetningin hjá mér í morgun þegar við áttum að skila af okkur.

 Chocolatier-2

Hér eru pakkningarnar utanum 5 mismunandi súkkulaðistykki... blanck, milk, nero, goodess og hot.

 Chocolatier-3

Hér sést bréfsefni og nafnspjöld... þau eru nú skemmtilegri í raunveruleikanum því þetta er tvöfalt og saman myndaat lógóið en inní eru allar upplísingar. 

Chocolatier-4

 Hér sjást konfegt kassarnir... en þeir eru fóðraðir að innan með háglans silki... og inní kössunum er líka bæklingur um konfegtið  og fyrirtækið...

 

Jæja.. ég vona að þið hafið það sem allra best um helgina...

Guð geymi ykkur öll.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Gott að Ragnar er á batavegi, þetta fer allt vel vertu viss og já til hamingju með vel unnið verk elskan......gangtu samt ekki frá þér, það er allt í lagi að vera ekki 150% ,þú ert frábær samt.

 ég er nú samt fan no 1.......

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 26.1.2008 kl. 02:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband