Áfall...

Já ég skal viðurkenna að ég er vonsvikinn og er á fullu að reyna að finna æðruleysið mitt.

Það kom í ljós í dag að sýkingin hjá Ragnari er búinn að taka upp aftur og við erum að fara inn á sjúkrahús í fyrramálið. Það sem er svo ervitt við þetta er að læknarnir hafa ekki einn einasta grun um hvað þetta er og strákurinn er á hrossaskammti af sýklyfjum núna... það er augljóst að þau virka ekki á þetta því að það vellur gröftur útúr eyranu á banrinun núna... og allir eru bara eitt stórt ????

Ég sem var orðin svo bjartsýn á að þetta væri búið... og að loksinns gætir sonurinn farið að lifa eðlilegu barna lífi aftur... en... greinilega ekki....

Þetta ferli er minn stóri skóli í þolinmæði... og æðruleysi...

Jæja.. ég ætla að taka út stressið og óvissuna í því að prjóna og slaka á...REYNA ÞAÐ ALLAVEGA...

Guð geymi ykkur .... og Son minn...  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Þetta eru ömurlegar fréttir, vonandi finna þeir sem fyrst út úr þessu, æ Magga mín þið eigið alla mína samúð og ég skil vel að þú skulir vera orðin stressuð yfir öllu saman

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 3.2.2008 kl. 22:11

2 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Sendi ykkur hlyjar hugsanir elsku bloggvinur og vona að þetta fari nú að lagast

Hólmgeir Karlsson, 3.2.2008 kl. 22:22

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég meina það

Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.2.2008 kl. 22:28

4 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Æii... þakka ykkur fyrir... það hlíjar mér um hjartarætur að sjá commentin frá ykkur...

Ég sit hér núna við tölvuna og þvælist á milli alls og get ekkert einbeitt mér ... bíð bara eftir því að klukkan veði 9 á mánudags morgni...svo að ég geti tala betur við læknana...

mér finnst ég svo ráðalaus... sem ég er ... og þá er að finna æðruleysið... Ég er búinn að gera allt rétt í þessum málum... og get ekkert annað en það.

ÆÆiii.. ég er svo ringluð og skrítinn núna...

Takk kæru vinir.. þið eruð perlur... Öll sömun... 

Margrét Ingibjörg Lindquist, 3.2.2008 kl. 23:51

5 Smámynd: Guðný Jóhannesdóttir

HÆ hæ ef ég man rétt þá er þetta ekki í fyrsta sinn sem Ragnar þinn lætur þig hanga á sjúkrahúsi, gerði það strax í móðurkviði....

En þetta eru hreint ekki nógu góðar fréttir og ég vona að þetta gangi vel hjá ykkur núna í morgunsárið og kannski girða þessar elskur sig nú í brók og sinna honum almennilega en senda hann ekki bara til baka eins og gerðist fyrir sunnan um daginn.

Risa stórt knús og góðar hugsanir héðan af Krók

Guðný

Guðný Jóhannesdóttir, 4.2.2008 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband