Færsluflokkur: Bloggar
Laugardagur, 12. janúar 2008
smá fréttir... á hlaupum...
Kæru vinir...
Núna er ég hér heima að setja í þvottavél og pakka niður fyrir suðurferðina sem er enn á dagskrá á mánudagsmorguninn ( sem eru í raun góða fréttir því þá hefur snúðnum ekki hrakað) en það sem gerði það að verkum var að hann fór í aðgerð í morgun þar semvar skorið á kílið og drullunni hleypt út... og það var víst ekkert smá... Ég á svosem ervitt með að útskíra hér á hlauðpum hvar er í gangi því að læknar hafa ekki séð svona áður... en hann fær víst "rosa" skamt af sýkladrepandi lyfi í æð og förum svo í þessa aðgerð fyrir sunnan... en það sem þarf að gera þar er að opna svæðið og heynsa allt út og setja svo styrkingu í beinið þarna á bakvið eyrað því sýkingin hefur étið það allt upp. Við þökkum fyrir að þetta skildi éta sig útávið ekki inní... því þá hvði farið mun verr... þannig að það er hægt að finna eitthvað gott við hverja aðstæður... við stöndum þetta saman ... ekkert mál. tengir okkur mun betur saman ...
Hann er svo mikil hetja þessi elska... annaðeins er ekki til ... hehhee.. að mínu mati ... allavega er mamman búinn að ákveða að hann fái ipot í verðlaun fyrir hugrekki... þessi elska..
Ég set inn orðsendingu hér inná milli þegar ég get... TAKK kæru vinir fyrir bænir ykkar og stuðning... þið eruð perlur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 11. janúar 2008
símtalið og næstu dagar...
Já símtalið kom og núna liggur snúðurinn minn inná barndeildinni og við verðum að öllu óbreittu send suður á mánudag í aðgerð... ef honum hrakar er það bara sjúkraflug suður og aðgerð strax... Málið er sýking í beininu sem hefur étið það upp og er á leiðinni uppí höfuðkúbubeinið... þannig að það þarf að skera hann upp og hreinsa út og bæta beinið... það er spurning hvort hann sé búinn að missa heyrnabeinin líka... en tíminn leiðir það eitt í ljós...
ég læt vita þegar tími gefst... takk fyrir falleg orð...
Guð geymi ykkur... og snúðinn minn...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 11. janúar 2008
Biðin...
Sælt veri fólkið...
ég sit hér við tölvuna og bíð eftir símtali...símtal sem ég er upp og ofan með hvernig verður.
Þannig er mál með vexti að á þriðjudaginn byrtist stærðarinnar kúla fyrir aftan veika eyrað á syninum ... kúla á vi hálfa golfkúlu... síðann höfum við verið í tékki 2 á dag uppá sjúkrahúsi og núna áðann var hann í tölvusneiðmyndatöku. Hann fékk helling af síklalyfum sem viraðast ekki slá á þetta... og hann er að verða slappari og slappar núna í dag... kemur fram ná fölur og segist líða illa og kvartar undan hausverk... Friðrik "frændi" eins og við erum farinn að kalla háls nef og eyrnalækninn okkar ætlaði að skoða myndirnar og ráðfæra sig við kollega sína og hringja svo í mig... og það er símtalið sem ég bíð eftir... Hvað er að gerast hjá GULLINU MÍNU...??? Ég er búinn að halda haus í þessu núna en finn að ég er ekki í rónni núna og get lítið annað en beðið.
Þannig að ég sest niður og skrifa um það... kannski hjálpar það!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 6. janúar 2008
Þá kemst maður af stað í daglegt líf..
Þetta var síðasti dagur í leti... hehehe.. já .. núna eru þessi blssuðu jól liðin, þótt ég tími ekki að taka ljósin niður strax... ekki á meðann skammdegið er svona dimmt. Ragnari finnst hræðilegt að þau skulu bara alltí einu að þau séu bara búin... en núna förum við bara að sinna öðru tildæmis að fara að sauma grímubúning... Obe On Kanóbi eða ... svarthöfða... hehehe..
Skólinn hefst hjá mér í fyrramálið sem varður svaka gaman... ég er kominn á fullt í pælingum varðandi lokaverkefni fyrir vorið... ég svitna samt smá við þetta því að ég þyrfti eigilega að stofna til söfnunar svo að ég eigi fyrir lokaverkinu.. hehehe.. OKEY þeir sam vilja styrkja frammbærilegann framtíðar hönnuð vinsamlegast látið mig vita...
Það er slatti í gangi þessa dagan... eins og ég kom miður á hér síðast...t.d. er ég að byrja á morgun í átakinu "líkami fyrir lífið"... huummm ...við erum 3 sem ætlum af stað í þetta og verður það bara gaman... því við erum alltar mjög kappsamar... hehehe... Reyndar komst ég að því að sterkasta kona Englands og Evrópu tekur bara 15kg. meira en ég í bekkprssu.. hehehhe... smá áskorun.. neinei...segi bara svona... fyrir þetta átak þá vil ég hætta að drekka D-kók sem ég er búinn að vera háð í langann tíma... þannig að dagurinn í dag hefur farið í hausverk... hehehe.. frákvarfseinkenni... en það er svona gott vont... sem ég er sátt við...
jæja... ég segi ykkur meira seinna..
Guð gefi ykkur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 1. janúar 2008
Gleðilegt nýtt ár...
Kæru vinir, fjölskylda, blogg heimur og lesendur...
Mig langar að óska þér og þínum gleðilegsa nýs árs og óska ykkur
farsældar á því nýja sem hefur aðeins sínt sinn fyrsta dag.
Þótt ég hafi varið á daprari nótunum hér í enda síðasta árs þá er ekki þar með sagt að ég sé það ennþá. Ég er þannig að ég þarf að gefa sjálfri mér "time out" frá öllu, gefa mér tíma til að hugsa og ná áttum í tilvarunni. Ég vil meina að maður er betri manneskja ef maður gefur sér tíma á liðinni stundu til að skoða þær tilfiningar sem eru að berjast innra með manni í staðinn fyrir að loka það inni og vinna á forsendum annara en sjálfsíns. Það er margt sem mig langar að ná á þessu nýja ári sem er að ganga í garð... margar vonir og margar óskir. Ég veit að mér tekst mikið af þeim en ég hef ekki í huga að vera með stór orð um fyirheit hér en ég skal segja ykkur frá því þegar hverju markmiði er náð... mér hefur reyns betur að taka einn dag í einu og láta hann vera sigur fyrir sig.
Njótið tímans með þeim sem ykkur þykir vænt um og Guð blessi ykkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 30. desember 2007
táraflóð frá Guði...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 29. desember 2007
Hér er eitt sem mig langar að deila með ykkur...
... á þessum ófriðartímum í heiminum sem sembetur fer ná ekki inní stofu til mín þá hugsa ég til þeirra sem eiga ervitt og eiga við sárt að binda á þessum tíma.
Hér er lag sem ég hef haft mikið í kringum mig síðustu daga til að ná áttum í mínu eigin lífi ...
Guð geymi ykkur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 29. desember 2007
Völvuspáin mín...
Ég varð að setja þetta hér inn...
Svona hugsa minn yndislegi blogg vinur til mín... hann heitir Hólgeir Karlsson... ein sjaldgæfasta perla sem ég hef kynnsa... bloggið hans...
"Magga fer inní árið með frið í hjarta og leggur sig fram sem aldrei fyrr. Skólinn verður bara vinna og útkoman glæsilegri en hana hefur nokkurn tíma dreymt um. Völvan skynjar einnig atvinnutilboð sem birtist nokkru áður en skóla lýkur, en er ekki viss um hvort Magga taki því þar sem hún verður komin með sjálfstraustið í hæstu hæðir miðað við það sem verið hefur. Sköpun og meiri sköpun er það sem birtist og einhver list, sennilega auglýsingar frekar en málverk birtast hér sem ekki verður aðeins dáðst að heldur keypt og notuð. Löngun til frekari mennta gerir vart við sig áður en skólanum er lokið þar sem Magga er í raun löngu búin með skólann, en á bara efir að vinna þessi verkefni sem öll eru eins og fyrirfram sköpuð, en kalla bara á tíma og meiri tíma til að verða að veruleika. Smá bakslag (og þá meinar völvan bakverk) gerir vart við sig í enda mars mánaðar, en það er ekkert til að hafa áhyggjur af þar sem þar er bara verið að hnippa í og segja að búið sé að leggja meir en nóg í hlutina, því það verði ekki þess virði að reyna að fá meir en 10 í sumum fögunum í skólanum. Fjölskyldulífið blómstrar með vorinu hjá þessari kærleiksríku manneskju, sem þá fer óheft á vit ævintýranna."
Takk kæri blogg vinur þú ert PERLA...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 29. desember 2007
Hamingja dagsinns...
Loksinns rann upp sá dagur að við kæmumst á skíði aftur... Það var farið í gær og skíðinn hans Ragnars endurnýjuð, hann þurfti skíði sem voru 20cm. lengri ... hann hefur semsagt stækkað um það á einu ári... úff... en ánægjulegt... Ragnar fékk ný skíði og byndingar.... svakalega flott og pró skíði líka... svona eins og fagmennirnir nota...
Núna langar mig líka að endurnýja mín... ég hef ekki efni á því núna... það eina sem ég keypti mér var hjálmur svo að ég slasi mig ekki. Þetta er svo góð tíska... manni líður eins og asna ekki með hjálm... enda hugsaði ég þetta þannig... ég er með hjálm á mótorhjóli, ég er með hjálm á reiðhjóli og línuskautum afhverju í ósköpunum er maður ekki með það líka á skíðum... þannig að ég fjárfesti í þannig...
Ragnar stóð sig frábærlega og hoppaði upp um 2 stig þrátt fyrir að hann væri á mun legnri skíðum og annari tegund... hann er farinn að stjórna sér alveg og fór í næstu lyftu með kennaranum. Við skráðum hann aftur á morgunn í skíðaskólann og þá vildi hann vera lengur... 10-14... En í dag rukum við snemma á fætur og vorum kominn í fjallið kl 10... yndislegt veður, frost og smá gola...
Ef veður leifi á morgun förum við eld snemma og njótum dagsinns saman...
þetta er frábær endir á árinu ... úti í frísku lofti og saman.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 25. desember 2007
kertin réðu ríkjum...
Gleðin og tilhlökkunin voru mikil... en samt var snúðurinn rólegri dag aðfangana...
Kertaljós réð ríkjum hér hjá mér... lág og róleg tónlist..
Jólaborðið leit svona út...
Líka á baðinu...
Svona hófust jólin hjá okkur... falleg og hlí... í róg og næði.
Því miður tókst einum aðilar sem var boðið hingað í mat að róta friðnum í hjart okkar mæðgna með því að mæta með áfengi í blóði sínu... það er nokkurð sem ég vil ekki hafa innan minna dyra um jólin í kringum barnið mitt... Ég ákvað að reyna að halda haus og segja ekkert... en þetta truflaði róann mikil, það finn ég núna þegar ég hugsa til baka.
Með því að skoða þessar fallegu myndir aff heimilinu mín þá er ég að reyna að ná í gleðina og rónna aftur... ég held að ég fari núna í það að taka til hér eftri gærkvöldið svo að ég geti upplifað þessa ró hér aftur í kvöld.
Kæru vinir... gleðilega hátíð...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)