Spennufall og frammhaldið...

Sælt veri fólki...

Hér á bæ er spennufall í gangi... 

... Ragnar fór í blóðprufu í morgun og niðurstaðan er mjög góð... hvítu blóðkornin komin í frábært lag og allt í góður þar, læknirinn var mjög sáttur við allt. Ragnar er farinn að fara í skólan aftur og þetta er allt að komast í betra lag hér og þá fæ ég spennufall.

Ég var meira að segja svo búinn á því í dag að ég lagðist út á skrifborðið mitt í skólanum og sofnaði... það hefur ekki gerst á allri minni skólagöngu í gegnum ævina. En einhverntímann er allt fyrst... ekki að ég hafi sofið lengi en ég datt úr í nokkrar mínútur...

Ég fékk líka einkun í dag fyrir súkkulaðiverkefnið mitt og ég er mjög sátt... 9,5... Wink MJÖG SÁTT... 

Ég ætla að fara að sofa á sama tíma og barnið í kvöld og sjá hvernig ég verð á morgun... og þessvegna ætla ég ekki að hafa þetta mikið lengra en það kemur meira næst... 

Guð geymi ykkur... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ, hæ...

Gott að lesa um að Ragnar sé allur að koma til...er mjög glöð í hjartanu mínu yfir því!

Til hamingju með góðan árangur í skólanum...

Nýjasta framleiðslan er auðvitað stúlka sem mætti í heiminn 21.sept. á afmæli Andreu Ylfu...hún er s.s rúmlega 4 mán...hún heitir Brynja Sif...

Bestu kveðjur til ykkar!

Guðrún (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 14:57

2 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Þetta eru allt "súkkulaðisætar" fréttir að lesa  ... Gangi ykkur vel áfram

Hólmgeir Karlsson, 1.2.2008 kl. 20:09

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gott að heyra...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.2.2008 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband