Færsluflokkur: Bloggar

Ekki misskilja mig...

Elsku bloggvinir, vandamenn og vinir....

ekki misskija mig... í síðustu færslu átti ég alls ekki við  ykkur...InLove

Það sem er farið að fara svona í mig er að t.d. ALLIR í skólanum vita um málið og meira að segja fólk sem ég hef í rauninni ALLDEY talað við er farið að hrúast í kringum mann og vilja spjalla um málið, það liggur við að ég þurfi bara að halda blaðamannafund þá daga sem ég mæti í skólann... ég má ekki fara inn á neina heilbrygðisstofnun án þess að allir þar viti um málið og vilja vorkenna okkur...á öllum stofnunum er einhver sem ég þekki ekkert svo vill tala líka... skólanum hans Ragnars, tryggingastofnun og svo framvegis...

Ég veit mjög vel að málið er bara að fólk vill vera almennilegt og hjálpa...og ég verð að segja að ég hef ALLDREY fengið eins góða þjónustu hjá hinu opinbera síðann Ragnar veiktist...og fyrir það er ég mjög þakklát... MJÖG... það sem þreytir mig að að allir vilja smáatriðin... og ég er bara orðinn þreytt að segja söguna aftur og aftur... ég hef bara einga þörf fyrir það... 

Hér inni þekkja allir málið frá upphafi of ég þarf ekki að segja alla mína sögu líka... hehehe.. ef þið skiljið hvað ég á við... hér inni get ég skrifað það sem mér liggur á hjarta og fólk hlustar og sýninr huglægann og orðlægann stuðning sem mér dugara fyllilega með því að hafa mína nánustu með mér í málinu... 

Við mæðginin tókum allt til hjá okkur í dag og bökuðum köku og gerðum hrístoppa... á morgun ætlum við að baka pönnsur og bjóða nokkrum í kaffi til okkar til að halda uppá að "okkur líður vel saman".

Þannig kæra fólk ég vona að ég hafi ekki móðgað ykkur á neinn hátt... það var ekki meiningin og byðst hér með fyrirgefningar á því ef þannig fór... þið eruð mér MIKILL stuðningur ...

Guð geymi ykkur...Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart


10 dagar liðnir...

Já í dag eru 10 dagarnir liðnir sem var settur sem hámarkstími á niðurstöður og utann... en enn eingin svör...þannig að í okkar tilfelli er greinilega lengri tími...

Það sem róaði mig í dag var að það var augljóst í tali og svörum læknanna á FSA að þeir eru ornir mjög órólegir útaf þessu "eingin svör" máli. Ég veit að sýklasérfræðingur Landspítalans var fengin líka í málið og hann bað um tékk á honum í dag og ef hann væri hress þá ættum við að vera róleg yfir helgi.  Ragnar var sendur í lúngnamyndatöku og allskonar skoðanir sem auðvitað komu súper út... Mér skilst að ef sýkillinn er látinn vera á hann það til að leita í lungun eins og heðbundnar Berklaveirur... en hann er með  flott og hrein lungu ekkert á leiðinni þangað. Ragnar er samt orðinn þreytulegur með bauga undir augun og pirraður í skinninu sínu, stöðugir hausverkir og almenn vanlíðann... það furðar eingann miðað við hvað er í gangi hjá þessari elsku. Hetjan mín ... stendur sig auðvitað eins og hetja...

En ég er að pæla að hætta þessu núna.. ég verð líka að viðurkenna að ég er orðinn smá þreytt á því að tala endalaust um þetta... ég get ekki farið útúr húsi eð eitt þá eru alltaf einhverjir sem hafa heyrt um málið og vilja tala um málið... Mér þykir rosalega vænt um þá sem skilja málið og líðann mína á meðann þessu stendur.. ekki miskilja mig... það sem truflar mig er að það er svo mikið af fólki sem ég þekki ekkert sem vilja allt í einu vera mínir bestu vinir og fá að vita allt... það hjálpar mér ekkert... meira að segja vill algerlega ókunnugt fólk ræða við mig...  merkilegt...

Vonandi miskilur mig einginn... þetta er ekkert persónulegt... bara orðinn þreytt og nett stressuð og illa sofinn ...  og langar bara að fá lausnir á þessu og geta haldið áfram með okkar venjulega líf.

Jæja ... núna er kominn háttatími.

Guð geymi ykkur 


Tli hamingju með nýja fyrirtækið.

Ég verð að segja ykkur frá...

Ég á góða vinkonu sem var loksinns að láta drauminn sinn rætast og ég er svo óheirilega stolt af henni og og þeirri sem er með henni í þessu.

Vinkona mín heitir Kristín Þöll Þórirsdóttir og er klæðskeri að mennt (lærði hjá Spakmannsspjörum í RVK.) fyrir utann þessa menntun er hún frábær stíllisti og hönnuður.

Kristín mín og önnur Kristín... létu drauma sína endalega rætast fyrir svona mánuði og stofnuðu sitt eigið fyrirtæki  og hlotnaðist mér sá heiður að hann fyrir þær lógóið og útlit framan á húsnæðið. Saumakompan er staðsett í Kaupangsstræti 10 og er alhliða saumastofa, viðgerðir, búningaleiga, merkingar og allt sem hugann gyrnist í þessum málum. Færari fagaðila í saumum, hönnun og fagmennsku þekki ég ekki og mæli ég eindregið með því ef ykkur langar í flott, góð og falleg föt.. talið við hana.

logo-aumakompan

 Hér er lógó fyrirtækisinns...

Fyrir utann elju og vija til að láta þetta fyrirtæki blómstra þá var þeim veittur styrkur frá Viðskyptaráðuneytinu uppá verulega fjárhæð til að ná að koma þessu fyrirtæki á kopinn almennilega.

Kristín mín kæra ég er svo stolt af þér að láta drauminn þinn rætast og hann fer greiniega á flug á fyrstu metrunum...

KNús.. þú ert frábær. 

 

 

 


Nett móðursyki farinn að láta kræla á sér...

já það skal viðurkennast að í þessari stöðugu þögn að utann er farinn að myndast nett móðursýki... hver klukkutími er eins og einn dagur... og síminn má ekki hringja þá fera hjartað á fullt og adrenalínið verður hæ sky... Dagarnir snúast um það að bíða eftri svörum að utan.. ég meyra að segja bauðst til að hringja sjálf út og tala við þá því að ég tala jú dönskuna vel... en auðvitað er það ekki mitt starf... '

Ég sef ekki nema örfá tíma á nóttu... vaki af mér svefntöflur og allt... þannig að ég veit að ég þarf að reyna að slaka betur á... en á einhvernhátt er mér ekki að takast það ennþá... en það kemur... Guð gefðu mér æðruleysi... en það sem ég endurtek daginn út og daginn inn ...

Semsagt ekkert nýtt að frétta... bara endalaus bið...

kær kveðja... Magga og GULLIÐ ...Heart


Smá nýtt... en ekki mikið...

Við fórum í tölvu sneiðmyndatöku í morgun... og það lítur út fyrir það að sýkingin hafi ekki dreyft meira úr sér síðann fyrir mánuði síðann... sem eru góðar fréttir ... en hún er enn þarna eins og síðast...

Það eru ekki enn komanr niðurstöður að utann... þannig að við bíðum bara enn meira..

Ég hef reyndar upplifað í dag svo mikla hjálp frá stofnunum... fjölskyldudeildinni, skólanum og trygginganstofnun...svo má ekki gleyma Höldur bílaleigu sem ætlar að styrkja okkur með bílaleikubíl á meðann við erum í Reykjavík svo að ég þurfi ekki að keyra suður. Hér í bæ eru hellingur af yndislegu og hjálpsömu fólki...það kemur mér skemmtilega á óvart... takk allir sem hluta að eiga...

Jæja ég ætla að reyna að sinna skólanum núna... ég skrifa strax þegar nýjar fréttir koma... Heart

P.S... ég vil bjóða nýja bloggvini velkoman í hópinn... Grin


Þau sem ég elska ...

þau sem eg elska

Það eru 2 manneskjur í lífi mínu sem ég elska óendalega mikið... og mér finnst ég ekki segja það nógu oft eða nógu skýrt... og í raunninn finnst mér ég ekki geta tjáð það á nógu sterkann hátt...

Það er ekkert í lífinu sem ég myndi ekki gera fyrir þessi tvö, þau erum mér allt og lífið sjálft væri miklu, miklu snauðara ef þau væru ekki í því.  Það er mér ómetanlegt hvað þau hafa kennt mér og sýnt... þær gleði stundir sem við höfum átt saman og allur sá lærdómur sem við höfum gengið í gegnum saman... Við 3 erum skytturnar þrjár... við getum sigrast allt bara á vitneskjunni um ást okkar á hvort öðru... óskylirt og hrein... 

Mamma... þú ert sú manneskja sem ég lít mest upp til af öllum á þessari jarðkringlu... þú ert sterk, næm, skynsöm, heiðarleg, ætíð viljug til að hjálpa, elskar frá rótum hjartanns, dugleg, og ert mamma mín. Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart

Ragnar... þú er ljósið sem gafst lífi mínu gildi, bjartsýnari og sterkari sál hef ég ekki kynnst, þú elskar eins og amma frá hjartarótum og maður finnur það endalaust. Þú ert svo mikil hetja og ert þessa dagana að kenna mér þolinmæði og æðruleysi sem alldrey fyrr... Þú kenndir mér að elska skyliðislaust og sýndir mér að lífið er þess virði að lifa því eins og ég er með öllum mínum kostum og göllum... Það er mér heiður að vera móðir þín ... ætíð...  Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart

Guð geymi ykkur á fallegasta stað sem til er... verndi ykkur og geymi... 


Marður verður nú varla mikið flottari... hehehe...

Já ... ég hf eitt tímanum mínum undanfari í það að taka myndri af GULLINU mínu...maður er nú bara fallegastu... hehehe...þetta er mömmu hjartað að tala...  Þetta er klypping sem hann hefur sjálfur viljað hafa í gegnum síðustu árin og er orðið hanns einkenni ... þótt hann fái komment á það í skólanum þá stendur minn fars á því að kamburinn fer ekkert..... Mér finnst það æði það sýnir að hann stendur mér sjálfum sér... hetjan mín... Hann er svo góður núna og stendur sig vel í þessu öllubíður núna bara að það verði eitthvða gert hjá þessum læknunum... 

 ragnar-feb.08

Við mæðginin ákváðum að fara smá út í dag og svalirnar voru fyrir valinu... þar mokuðum við í klukku stun og endaði það með því að það var byggt stærðarinnar virki... þetta var frábær hreinsun á svölunum og skemmtilegur tími hjá okkur. 

 Hugur minn í dag er búinn að vara eitthvað skrítinn ég er ekki döpur og ekki stressuð og á full í öllu... ég er kannski bara nokkuð róleg núna... er þetta tilfingin að vera róleg??? 
ég kann ekki að slaka á því þá fer mér bara leiðsat... það er þá nýbreitni fyrir mig... 

 Jæaj... þá er kominn háttatími...  Góða nótt... 


Biðin...

Sælt veri fólkið...

Það sem einkennir daga okkar núna er bið... endalaus bið... Hver klukkutími er á við marga. 

Við bíðum eftir niðurstöðum frá Danmörku um hvaða lyf virkar á þessa leiðindar veiru. Uppskurðurinn sem Ragnar fór á þriðjudaginn hepnaðist ekki vegna bógu í eyrarganginum, þannig að það er eingin loftun á svæðið sem hefði verið gott til að vinna á þessari veiru... því að hún lifir best í vökva og raka... Hann er búinn að missa jafnvægisskynið og á það til að rekast á ótrúlegustu hluti, það tengist sýkingu eða skemmdum í miðeyranu. 

Áætlunin næstu daga er þannig að þegar niðurstaðan kemur að utann þá þarf hann að fá lyf í æð í vikutíma áður en við verðum send til Reykjarvíkur í uppskurðinn stóra. Svo er framtíðin óráðinn. Hann er að fara í Tölvusneiðmyndatöku á mánudagsmorguninn og þá kemur í ljós hvernig staðan er þarna inni... hvort þetta hefur versnað mikið frá því síðast.   

EN jæja.. það er vídókvöld hjá okkur í kvöld og þarf ég að fara að undirbúa það...

Kærar þakkir fyrir innlitin og falleg orð og hlíhug í okkar garð.

Guð geymi ykkur ... 


Myndræn hugleiðing

bók-lifsinns

Lífið í dag...

Sælt veri fólkið...

Ég vil byrja á því að þakka öllum þeim sem hafa sennt mér falleg og hughreystandi orð og hugsanir. Það skiptir mann miklu máli að finna stuðninginn í þessu ferli okkar mæðginanna, og það skal líka viðurkennast að maður finnur líka almennilega hverjir eru vinir mann í raun þegar svona sendur á, TAKK FYRIR ÞAÐ KÆRA FÓLK.

Það skal viðurkennast að ég er ennþá í þoku og í rauninni hafa tilfingarnar gagnvart þessu ekki náð inn ennþá. Ég sef illa og lítið, ég borða annaðhvort ekkert eða allt of mikið og svo flögra ég á milli verka. Ég átta mig á því að ég verð að hleipa tilfingunum af... og ég kem til með að gera það þegar þær banka uppá. 

Ragnar fór í fyrsta uppskurðinn í dag... þar sem rörið var tekið og reynt var að gera stórt gat á hljóðhimnuna til að lofta um svæðið og hleipa út... en það gekk víst ekki nógu vel að opna þarna því svæðið er svo bólgið og illa farið. Þannig  að núna er bara biðstaða þangað til á föstudaginn þá verður tékk aftur ef Ragnari hrakar ekki (fær hita og þannig). Það er veriðað bíða eftir niðurstöðunum úr þolnisprófinu frá DK áður en hægt verður að gera nokkuð meira.

Ragnar tekur þessu öllu með sínu yndislega æðruleysi og gleði... og skilur ekkert í því að hann fái hausverk eftir að hafa verið að hoppa um og skoppa. Ef eitthvað er núna þá er það að hemja hann og fá hann til að slaka á... hehehee... þessi elska... er á meðann er... Því ég veit að það sem er frammundan verður ervitt og þá þurfum við á öllum okkar kröftum.

Ég hef heyrt ýmsar sögur varðandi svona sýkingar ... lyfjagjöfin eftir aðgerð getur farið uppí ÁR allavega nokkra mánuði.  Lænirinn okkar sagði allavega 3 vikur... sem er það minnsta sem ég hef heyrt... flestir segja nokkrir mánuðir. Þannig að ég ákvað það að taka bara einn dag í einu og gera mitt besta með hvern dag fyrir sig.

Jæja... ég ætla að láta þetta nægja í bili.Heart

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband