Færsluflokkur: Bloggar

Dagurinn sem kom á óvart...

Já sumir dagar koma meira á óvart en aðrir...  og þessi dagur var einn af þeim.

Ég var niðursokkin í egin hugsanir á þeysingi á milli búða á Glerártorgi í dag þegar ég sá 2 kunnulega andlit sem var langt síðann ég hafði sér síðast og enn lengra síðann ég sá þau á sama stað... þetta voru Marja Jesp. og Hanna Karlsdóttir... tvær úr gamla gengunu mínu síðann ég var í VMA á sínum tíma. Þarna á miðjum ganginu á gleráártorgi urðu fagnaðarfundir og mikil faðmlög, það var yndisleg gleðitilfinning sem læddist í hjarta mitt eftir að hafa staðið í smá stund og spjalla við þær... það eru ekki margir aðilar sem ég á svona langa sögu með eins og þær...reyndar vorum við 5 þegar við vorum uppá okkar besta... þarna vantaði bara Siggu Rósu og Sigga Helga...  Jæja en þá var dagurinn ekki búinn við ákváðum að ég skildi fá mömmu til að fara með guttan á sjúkrahúsið og gista með honum og við skildum fara á tónleika saman í kvöld... og einginnir betri urðu fyrir valinu heldur en Ljótu hálvitarnir ... sem við þekkjum allar eitthvað til...  ég hringdi í Sigga Helga einn úr gegniu og tók hann með sem suprise og við sáðum í kvöld og hlógum og ryfjuðum upp gamla tíma og hlustuðum á snilldar tónleika... Frábær tilbreiting fyrir mig og yndislegir endurfundir... Við komumst að því að það eru 15 ár síðan við vorum öll á sama stað síðast...og það var í partýi sem var haldið heima hjá mér... hehehe...

Jæja... ég verð líklega vakinn klukkan 8 í fyrramálið af snúð sem hlakkar til að leita að páskaeggi hér heima...  

góða nótt og Guð geymi ykkur... 


Langur dagur...

Þótt að þetta sé lengsti dagur ársinns þá varð nú ekki mikið úr honum hér á þessu heimili...eða þessari sjúkrastofu... Mig langaði svo út að labba í góða veðrinu, en Ragnar vildi ekki út og í raun má hann það ekki þannig að við sátum inni í allan dag og létum sólina trufla okkur í gegnum gluggan... Það kemur góður dagur eftir þennan. Ég komst aðeins áfram í lokaverkefninu mínu.. í rauninni ákvað ég að byrja á byrjun aftur því að ég náði ekki tenginu þar sem frá var horfið fyrir suðurferð, það gekk ágætlega... þótt ég eigi en langt í land og komin nærri 2 vikur eftir áætlun núna, en ég er ekki hætt enn... hehhee... tek einn dag í senn með þetta líka. Lína vinkona kom og bjargaði geðheilsu okkar mæðgna áðan með því að fara með guttaling í bíltúr og svo uppá sjúkrahús í lyfjagjöf... sonurinn er orðinn svo skapstyggur þessa dagana við mömmu sína þótt eingann undri það, hann er farinn að skella hugðum og rífa kjaft... eitthvað sem ég hef alldrey séð í barninu áður... en... ég skil hann líka mjög vel... hverjum þykir gamna að hanga með mér alltaf... úff... fyrir utann allt annað.

Það skal viðurkennast að mér finnst þessir páskar ekkert spennandi... ekkert páskalegt hjá okkur því að við höfum ekki verið neitt heima að föndra eða þannig ... eingar páskagreinar þetta árið... einginn hátíðarmatur skipulagður eða neitt... það þarf að reyna að bæta úr þessu... þetta hefur líka eitthvað með það að gera að við fáum einga heimahjúkrun þessa dagana... og þurfum þessvegna að vera alveg uppá sjúkrahúsi nema kannski 2-3 tíma á milli gjafa hér heima... eylíft flakk... en það er samt voða gott að vera kominn hingað "heim" á svæðið ...

Eftir hamfarirnar fyrir sunnan um daginn get ég ekki hugsað mér að fara þangað nokkurtímann aftur... þótt að það sjóti skökku við varðandi vinnu í framtíðinni... en það leisist... mér hrillir við hugsunina um þetta svæði... hugsði ykkur hvað ein manneskja getur eiðilegt mikið fyrir manni... jæja.. ég er á fullu að reyna að gleyma þessu og láta þetta ekki trufla mig.

Nóg í bili...Guð geymi ykkur... 


við erum komin í ró hér heima ...

Það sem sannar að róin er kominn á er að áðann var sonurinn inní herbergi að raula... InLove

og núna er hann svona...

 snúður20.032008

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Er hann ekki fallegur þessi elska... þótt að hann sé orðinn fölur og lúinn... þá er ekkert eins fallegt og hugljúft og þessi perla mín... HeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeart

Mig langaði líka til að sýna ykkur skurðinn hans...  

eyrað

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er flott gert... finnst ykkur það ekki...??? 


Hætt við að hætta við...

Já það er merkilegt hvað góður nætursvefn og smá hlátur með góðum vini getur hjálpað mikið. Ég var á því í gær að hætta við að útskrifast í vor og sluffa kennslunni minni í miðju kafi og gefast bara upp á öllu... en núna er ég enn að "hugsa málið" en er samt hætt við að hætta við... Kennarinn minn sagðiskt skilja mig vel en að ég væri ein af fáum manneskjum sem hann vissi að gæti þetta, semasgt að útskrifast í vor, og sagðist ekki þekkja mig sem "kvitter"... hehehe.. nei ég er alls ekki þekkt fyrir það... það yrði þá saga til næsta bæjar ef ég gæfist upp. Þannig að ég tók upp símann og fékk tilboð í framleiðsluna á lokaverkefninu mínu... hehehe.. líkt mér. Og virðist vera kominn á fullt í hausnum aftur..

Ragnar er sáttur við að vera kominn heim og farinn að una sér vel inní herbegi á milli lyfjagjafa... ég og Lína vinkona mín sátum áðann og vorum að skipuleggja það að koma gutt á óvart með því að svissa herbergjunum okkar mæðgina, þannig að hann fái stóra herbergið og allt ný málað og flott...  með skrifborði og öllu... ef einhver þarna úti á einmanna skrifborð eða hillur sem hann vill arfleiða mig að þá væri það vel þegið... Svo ætlum við að mála fígúrur á veggina... hengja upp sjónvarpið hans og gera þetta að flottasra heberginu í bænum... þannig að daginn sem hann kemur heim af sjúkrahúsinu þá fær hann líka nýtt herbergi... oooo.. ég hlakka svo til að gleðja hann...

jæja nóg í bili...knús í blogg heim... Guð geymi ykkur og enn og aftur takk fyrir falleg orð og hugsanir.. 


Með erviðustu dögum lífsinns...

Núna er ég í þeirri stöðu að langa að gefast upp...  búin á því andlega...  þessi vika eru búnir að vera með þeim erviðustu dögum sem ég hef lifað. Það hefur verið spilað á tilfingaskalann minn frá A-Ö, og því miður var það í raunninni óhjákvæmlegt á saman tíma og að ég sé að ganga í gegnum erviðasta tímann með barninu. Ferðin semsagt suður var dýrkeypt tilfingalega fyrir mig.

Við erum semsag komin heim að sunnan... sonurinn kominn á sama stað uppá FSA með uppáhalds hjúkkunum sínum. Í gær fékk hann nóg af poti, stungum og veseni og trilltist þegar átti að taka umbúðir af höfðinu á honum, þannig að það varð að grópa til þess ráðs að svæfa hann til þess... ég hafði vit á því að byðja um að það yrði skipt um lyfjabrunn í honum í leiðinni... þannig að við vorum ekki kominn frá Fossvogsspítaa niður á Barnaspítala fyrr en um 22:30 í gær kvöldi og þá var okkur keyrt með sjúkrabíl þangað. En hann kemur heim með heyrn á öðru eyra, 15 spor á bakvið eyrað og líklega föðurlaus... já ég sagði föðurlaus... því að það fór allt í bál og brand gagnvart föðurnum  fyrir sunnan. Mér semsagt ofbauð Það hvað faðirinn synnti synum lítið á meðann við vorum fyrir sunnan...(alls 3-4 tíma á heilli viku) og lét í mér heyra hærra en nokkurntímann fyrr. (þó tími hefði verið kominn á það fyrir lögu að sögn margra). og núna er ég versta manneskja í heimi í huga föðurfjölskyldunar og meiri hluti hennar búinn að moka yfir mig skít og drullu síðasta sólahringinn, en það endaði með að ég benti "föðurnum" á sýslumann. Hann gat ekki tekið sér frí 1 dag frá vinnunni til að vera með stráknum... og fyrir það að finnst það lákúrulegt er ég búinn  á því andlega núna. Það var ekki til tillitsemi, skilningu eða vilji til að láta þetta ganga upp eins og hjá heilbrygðu fólki.

Ég veit að ég var hörð en þegar mér er ekki sýndur skilningur eða tillitsemi gerið ég það ekki til baka og alls ekki þegar er sparkað í mann þegar maður er á lægsta og erviðasta pungti lífsinns...

jæja..  ég ætla svosem ekki að væla um þetta hér en vá hvað ég dái þá feður sem sinna börnunum sínum og setja tilveru þeirra framar en vinnu og veraldlega hluti, þið eigið heiður skilið.

Kveðja... 


Reykjavík og uppskurðurinn...

Jæja ég náði núna að komast í tölvu sem er nettengd til að segja ykkur smá af okkur.

Við erum á Barnaspítala Hringsinns núna... Uppskurðurinn á fimmtudaginn tókst bara ágætlega, hann tók 3,5 tíma og virtist vera soldið flókinn fyrir læknana... þeir þurftu að taka hljóðbeinin því þau voru orðinn að mauk... þannig að það er orðið öruggt að hann missti heyrina alveg á hægra eyra, Reyndar er séns fyrir hann í framtíðinni að fá heyrnatæki sem gæti hjálpað eitthvað til. Læknarnir voru lengi framm á fimmtudaginn hræddir um að sykingin hafi náð að eyðileggja taugina sem stjórnar andlitun... og voru þeir hræddir um að hann yrði lamaður hægrameginn fyrir vikið... en það gekk til baka og þeir eru nokkuð öryggir núna um að hann sleppi...þeir gátu ekki notað fyrri skurðinn og er hann núna með tvo stóra skurði bakvið eyrað... þessi sem var gerður á fimmtudaginn er mjög vel gerður... það lítur út fyrir að þeir hafa skorið í kringum eyrað allt nema þann hluta sem snýr framm þannig að hann kemur til með að fela sig sjálfur.  Ragnar er búinn að vera mjög kvalinn síðustu daga og eru lyfina og allt farið að taka sinn toll á hann núna... hefur lítið sem ekkert borðað síðustu daga...og ældi öllu í nótt og hefur sofið lítið. Við eigum að hitta sérfræðinginn á morgun og þá kemur í ljós hvenær við komum heim... og erum við kominn með mikla heimþrá...

Takk allir fyrir fallegar hugsanir og hlýhug... Guð geymi ykkur öll...

'Eg skrifa meira seinna...


Þá er að suðurferðin langþráða....

ég veit að ég var búinn að skrifa ekki hér inn undir áhrifumm svefntaflna en ég gerið það nú samt núa til að segja ykkur að við mæðginin erumá leiðinn suður í fyrrammáli ssvo að hann geti mætt í uppskurð á fimmtudagsmorguninn á Gransársspitalanum... þannig að núna er bara að klára að pakka og koms sé í háttinn...

ég veri ekki hvaensg verður með blogg þarna fyrir sunnan.. en ég reyni samt...

Leifið GUÐI leiðbeins ykkur með ljósi hans í lísinu...


Ég veit ekki hvar ég væri ef ég hefði ekki bloggið...

Mér finns þetta merkileg frétt því að satt besta að segja þá hefur bloggið hjálpað mér sem einstæðri móðir með þörg fyrir mannleg samskipti mikið. Ég tala nú ekki um á tímum eins og núna að fá öll þau fallegu orð,hugsanir og stuðning sme þetta samfélag veitir manni það er ómetanlegt... ég hef nota blloggið til að spegla mig í fólki útí um heim allan og hefur það gefið mér mikinn styrk og stuðning í mínu lífi...

Til allra sem líta hér við TAKK FYRIR ALLA ÞÁ HJÁLP SEM ÞIÐ VEITIÐ MÉR DAGLEGA...

GUÐ GEYMI YKKUR... 


mbl.is Blogg gegn þunglyndi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

misskilningur...

ég átti ekki afmæli í gær... en takk samt fyrir kvðjurnar... Smile ég þarf greinilega að passa mig á því að blogga ekki mikið þegar ég er komin undir áhrif svefnlyfja....hehehe.. sko þannig er má með vexti að Jessica Alban er ófrísk... og er skrifuð inn á sjúkrahús til að eiga barnið ... á afmælisdginn minn 8.juní....

Á afmælisdaginn minn...

Þótt þessi frétt sé nú merki um gúrkutíð... fyrir utan það að hún er skrifuð inn á afmælisdaginn minn...Smile étli ég gæti orðið fræg fyrir það eitt og sér... heheheheh... neinei...segi bara svona.
mbl.is Hakkar í sig skinkusamlokur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband