Færsluflokkur: Bloggar
Þriðjudagur, 1. apríl 2008
Til hamingju BLOG.IS
Já bloggið okkar er 2 ára... þannig að ég fór eftur í tímann og gáði hvað ég er búinn að blogg lengi hér og það eru allt 2 ár 32 dagar.... hummmm segir líklega einhver... en ég ver ein að þeim fyrstu sem fékk prufu útgáfuna af þessu bloggi áður en það var gert opinberlegt... þannig að ég er líklega ein af þeim sem er búinn að vera hér lengst... hehehhee... hugsið ykkur 2 ÁR... vonandi heldur maður þessu áram þannig að það þurfi ekki að gefa út ævisögu manns þegar maður er orðinn 100 ára... hahaha...
TIL HAMINGJU ALLIR MEÐ DAGINN.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 30. mars 2008
Hreinsun á sál og líkama...
Já svona breitingar eins og ég gerði á hebergjaskipan, verður náttúrulega bolti sem vinndur uppá sig ... Þetta ýtti náttúrulega undir allsherjar tiltekt sem er kærkomin... því þegar mannður er órólegur innra með sér með lífið og tilverunar þá er það besta sem maður gerir er að taka til hjá sér og fara í gegnum dótið sitt...Maður er í leiðinni að taka til í sálinni og mín sál er 5 ruslapokum léttari núna eftir þessa törn...mikill léttir og búið að losa sig við helling að minningum sem þjóna eingum tilgangi eins og líf mitt er í dag. Maður lokar hægt og rólega dyrum fortíðar með svona tiltektum.
Ég er búin að koma mér fyrir í minna herberginu og búinn að gera mér notalega og fallegan náttstað með þekgluggan fyrir ofann höfðagaflinn þannig að ég horfi á stjörnurnar eða sólarlagið á meðann ég rósat inní svefninn... Jenni frændi kom með flotta máltæki hér í commentum ... þegar það er orðið nógu dimmt þá sér maður stjörnurnar... takk Jenni þetta var falleg hugsun frá þér og svo mikill sannleikur í henni.
Mikið á ég gott að eiga svona fallegt heimili sem er vel verndað af góðum öndum. Guð hefur gefið mér gjafir sem eru ómetanlegar og er sonurinn sú stæðsta... mikið verður hann glaður þegar hann kemur heim í fyrramálið og sér allt hreint og fínt... hann var orðin svolítið leiður á því að geta ekki komist leiðar sinnar með lyfjadæluna hér heima við...en núna getur hann rúntað um allt með hana í eftir dragi þegar á lyfjagjöf stendur, hún er farinn að vera um 2-3 tímar í senn þannig að hann liggur nú ekki alveg kjurr og horfir allan þann tíma... þótt að hann hafi nú verla farið úr herberginu sínu. Hann vaknaði klukkan 6 í morgun og vildi fara heima... þessi elska... Heima er best... Við nótum þess bara betur þegar þessu yfir líkur. Við bæði erum farinn að meta heimilið okkar á allt annan hátt eftir að við þurftum að færa okkur uppá sjúkrahús.
jæja það er víst kominn háttatími á mig...
Guð geymi ykkur öll...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 30. mars 2008
Til hamingju Laufey...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 29. mars 2008
Gamla herbergið, vinnslan og nýja herbergið...
Já... það er búið að vera svakalega gaman hjá okkur mæðginunum þrátt fyrir það sem gekk hér á í gær... Á einu og hálfum sólahring er okkur búið að takast að umturnar hluta að íbúðinni sem snýr að prinsinum... Við erum semsagt búin að skipta um herbergi.
Hér eru myndir af því hvernig gamla herbergið hans var... svona undir það síðasta...
Þröngt og endalaust af...
... drassssllllliiiiiiiii.......
.... og lítið pláss til að leika sér.
Þannig að það var öllu hennt úrtúr mínu herbergi ...
...fyrst rúmminu og síðann restina af dótinu líka...
... og því öllu hrúgað inní stofu þannig að hún varð eins og stríðsvöllur....
SVO VAR HAFIST HALDAR....
VERKLEGUR ... þessi elska... og váá... hvað var gaman hjá okkur... brúnn litur er víst ekki í uppáhaldi hjá 6ára gæjum þannig að hann var fljótur að fjarðlægja hann...
Þegar veggirnir voru ornir hvítir var hafist handar við að grunna og lakka sérsmíðaða skrifborðið sem þeir hjá Tréborg smíðuðu eftir teiknngu frá mér .... svaka flott vinna hjá þeim... og mikil gleði með það...
Á meðan gullmolinn grunnaði borðið þá málaði ég loftið blátt að ósk þess stutta og hafði hann valið litinn gaumgæfilega fyrr um daginn... þetta er allt eftir pöntun hans og með smá leiðbeiningu frá mömmunni...
Þegar snúðurinn fór á sjúkrahúsið í gærkvöldi slóg ég loka hnútinn á verkið og hér er niðurstaðan...
Herbergi með ÖLLU eins og hann orðaði það sjálfur...
...stórt og flott skrifborð með tölvu ...
Blátt loft með skýjum og sjálflýsandi stjönum... og kúrihorni undir rúmminu þar sem vinir geta fengið gistingu ef þeir vilja.
... sjónvarp, dvd og palystatione... og svo að það sé nefnt nóg páss til að leika sér með allan þann haug af legókubbum sem snúðurinn á.
Ein hjúkkan spurði hvort að hefði verið að ferma hann... hehehee... nei tölvan er notuð, dvd var í stofunni og ég nota hann mjög lítið þannig að það er alveg eins gott að Ragnar fái að hafa hann... svo átti hann Playstationin og sjónvarpið fyrir... en þetta er ekkert smá flott og ég á glaðasta barn í heimi núna... Ég held að hann hafi knúsað mig í tættlur allaveg hef ég ekki verið knúsuð svona mikið og fast áður...
Kær kveðja frá alsælum strák og enn sælari mömmu...
P.s. við getum ekki beðið eftir því að komast heim til að prófa að sofa í nýja herberginu...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 29. mars 2008
Látum verkin tala... og njótum þessa stutta lífs.
Lífið er allt of stutt og dýrmætt til að vera eiða tímanum í svona orðaleiki. Að mínu mati eru það verkin sem tala frekar og gerðir okkar. Mitt líf kemur til með á næstunni að snúast um það að gera allt sem í mínu valdi stendur til að gera líf og tilveru sonarinns það besta sem hægt er og ef fólk vill tala þátt í því þá er það frábært og guð velkomið. Hluti af því að auðvelda líf sonarinns var tildæmis þá hætti ég í síðustu vinnunni minni í gær og ætlum við að njóta samverunnara í staðinn það er mikilvægara en að geta veitt okkur fleiri hluti. Ég ætla að útskrifast úr skólanum í vor svo að í framtíðinni geti ég séð okkur farborða án hjálpar banka. Þetta tvennt er það eina sem ég kemt til með að einbeita mér að núna. Það eru betri staðir og réttari tímar til að útkljá önnur mál þegar líðann sonarinnr er ráðinn.
Guð geymi ykkur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 28. mars 2008
Á ég að taka þessu???
Hér á eftir fer færsa sem ég setti hér inn daginn sem ég kom heim að sunnan, úrvinda á sál á líkama... þar á eftir kemur innlegg föður ömmunar í gestabók mína frá því í gær. Ég vil taka fram að síðann við komum heim hefur ekki borist eitt einasta símtal frá þeim þar sem spurt er um líðann GULLMOLANNS míns. Á ég að taka þetta til mín??
Þriðjudagur, 18. mars 2008
Með erviðustu dögum lífsinns...
Núna er ég í þeirri stöðu að langa að gefast upp... búin á því andlega... þessi vika eru búnir að vera með þeim erviðustu dögum sem ég hef lifað. Það hefur verið spilað á tilfingaskalann minn frá A-Ö, og því miður var það í raunninni óhjákvæmlegt á saman tíma og að ég sé að ganga í gegnum erviðasta tímann með barninu. Ferðin semsagt suður var dýrkeypt tilfingalega fyrir mig.
Við erum semsag komin heim að sunnan... sonurinn kominn á sama stað uppá FSA með uppáhalds hjúkkunum sínum. Í gær fékk hann nóg af poti, stungum og veseni og trilltist þegar átti að taka umbúðir af höfðinu á honum, þannig að það varð að grópa til þess ráðs að svæfa hann til þess... ég hafði vit á því að byðja um að það yrði skipt um lyfjabrunn í honum í leiðinni... þannig að við vorum ekki kominn frá Fossvogsspítaa niður á Barnaspítala fyrr en um 22:30 í gær kvöldi og þá var okkur keyrt með sjúkrabíl þangað. En hann kemur heim með heyrn á öðru eyra, 15 spor á bakvið eyrað og líklega föðurlaus... já ég sagði föðurlaus... því að það fór allt í bál og brand gagnvart föðurnum fyrir sunnan. Mér semsagt ofbauð Það hvað faðirinn synnti synum lítið á meðann við vorum fyrir sunnan...(alls 3-4 tíma á heilli viku) og lét í mér heyra hærra en nokkurntímann fyrr. (þó tími hefði verið kominn á það fyrir lögu að sögn margra). og núna er ég versta manneskja í heimi í huga föðurfjölskyldunar og meiri hluti hennar búinn að moka yfir mig skít og drullu síðasta sólahringinn, en það endaði með að ég benti "föðurnum" á sýslumann. Hann gat ekki tekið sér frí 1 dag frá vinnunni til að vera með stráknum... og fyrir það að finnst það lákúrulegt er ég búinn á því andlega núna. Það var ekki til tillitsemi, skilningu eða vilji til að láta þetta ganga upp eins og hjá heilbrygðu fólki.
Ég veit að ég var hörð en þegar mér er ekki sýndur skilningur eða tillitsemi gerið ég það ekki til baka og alls ekki þegar er sparkað í mann þegar maður er á lægsta og erviðasta pungti lífsinns...
jæja.. ég ætla svosem ekki að væla um þetta hér en vá hvað ég dái þá feður sem sinna börnunum sínum og setja tilveru þeirra framar en vinnu og veraldlega hluti, þið eigið heiður skilið.
Kveðja...
Færsla úr gestabók...
skítkast
Sæl Margret .Ekki veit ég hvað þú meinar með því að það hafi verið mokaður skítur yfir þig frá föðurfólki Ragnars ogfl Ég veit ekki betur en að ég eigi þessa sneið þar sem enginn af föður fólkinu hitti ykkur og nennir ekki að tala við þig, en hef ég reint að halda góðu sambandi.Það er kannski mottóið hjá þér að drulla yfir feður yfirleitt eins og þinn eigin.Ég get ekki seð að við séum verri en þú .Það varst þú sem óskaðir eftir þessu barni og skalt þakka fyrir það og þú valdir föðurinn sjálf .Mér þykir leitt að þurfa að sitja undir þessum óþverra ,finnst ég ekki eiga það skilið .Ragnar er mitt barnabarn og ég vil hafa gott samband við hann eins og verið hefur ,en gallinn er sá að hann er svo langt í burtu.Ef þú vilt ræða við mig þá ertu með síma númerið mitt.og vil ég fá að vita hverjir mokuðu skít yfir þig og hvers vegna. Knús og koss til Ragnars .AmmaP
magga (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 27. mars 2008
Ég hef ekki orku né vilja til að svara svona einelti...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Fimmtudagur, 27. mars 2008
Bakslag aftur um 4-6 vikur....
Já ég sagði það... það kemur uppúr kafinu að lyfin sem Ragnar er búinn að vera á síðustu vikurnar eru ekki að gera sitt gagn... þannig að ... núna á að bæta við lyfi 2 og bæta við magni af því sem er fyrir... þannig í rauninni ættum við að vera í lyfjagjöf 7 sinnum á dag... en það á víst eitthvað að laga þetta til þannig að hann fer 3 á dag en þá er lyfjagjöfin líklega um 3 tíma í senn... og það á að vera í 4-6 vikur héðann í frá...
Þannig að ... já ég segi bara pass... núna... reyndar sökkti ég mér bara í það í dag að taka til í skápum hjá mér og færa fötin mín í skápana hjá Ragnari og öfugt ... og á morgun ætla ég að byrja að mála stóraherbergið svo að við getum fært DUGLEGA strákinn minn í stærra herbergið.... hann verður ekkert smá glaður... ég lét sérsmíða skrifborð í herbergið, fékk gefinns hillu frá Elínu kennara Ragnars og fór í dag og keypti hellings málingu til að mála það... Já ég veit að ég á að vera í lokaverkefnu mínu en ég er að bíða eftir smá prufu að sunnan annas á ég mjög ervitt með að einbeita mér en ég sest niður inná milli þegar ég fæ hugmyndir á meðann ég er að gera fínt fyrir GULLIÐ mitt.
Guð geymi ykkur....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 26. mars 2008
Holy Diver...
Hér fáið þið að sjá nýja hlið á mér en þetta lag segir allt um líðan mína í dag...
Þráinn eitt í þínum stíl...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 25. mars 2008
Ekki eins og það á að vera...
Góða kvöldið...
Núna sit ég hér heima eins á meðann mamma er með guttan á sjúkrahúsinu... ég var að kenna í kvöld eins og ég geti á þriðjudagskvöldum... og er það í rauninni mín stund að gera eitthvað annað, komast út á meðal fólks og tala um annað en sjúkdóma og líðann... það er æði.
Það sem er að frétta að gutta núna er að þetta er víst ekki allt að ganga eins og reiknað var með. Í gær kvöldi fór að vella gröftur útúr eyranu á honum og úr báðum skurðunum á bak við eyrað... en þetta á allt að vera farið að þorna og gróa en það virðist ekki gerast í hans tilfelli enn allavega... Það voru tekin sýni og blóðprufur úr honum og svo er bara að bíða og vona því í rauninni er ekkert meira sem læknisfræðin getur gert fyrir barnið mitt... Þannig að ég greip til þess ráðs í gær að ákalla alla þá óheðbundnu lækna sem ég kannast við til aðstoðar, með bænum og hugleiðslu... og ég veit að það var eitthvað gert því það bar endalaus umgangur í sjúkrastofunni okkar í nótt en eingin sýnilegur... Svo núna eru það bara bænir sem gilda því allt mannlegt er búið að reyna...
Jæja... ég er á einhvern hátt orðlaus núna en ekki búinn að gefast upp ... bara ekki skrafinn núna...
Guð geymi ykkur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 24. mars 2008
Páskarnir okkar...
Góðann daginn kæra fólk...
Við mæðginin höfum síðustu daga reynt að stytta okkur stundir á listrænann hátt... svona til að næra sköpunargyðjuna í okkur og slaka á vidóglápiu og tölvuleikjum...
Það er gott fyrir samstarf okkar og líðann saman að gera svona hluti saman...
Það þarf nú samt þolinmæði til að gera listaverk og það er nokkuð sem kútur þarf að læra að þróa með sér og svosem skiljanlegt að hann hafi hana ekki núna þessa dagann...
En samt hefur ýmislegt fallegt komið útúr þessu sem ég sýni ykkur þegar það er alveg tilbúið...
ég er búinn að ákveða að hengja það uppí nýja herberginu hjá honum þegar það er komið... Núna er bara að heyra í læknunum hvernær þessu fer að linna svo að við Lína vitum hvenær við eigum að láta til skara skríða... mig hlakkar mikið til...
Vonani hafið þið geta notið páskanna með ykkar nánustu... Guð geymi ykkur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)