Færsluflokkur: Bloggar
Laugardagur, 8. mars 2008
Minningar...
Mig langar svo að deila smá með ykkur ...
Þessi stúlka hér Linda Björk Rafnsdóttir og var hálfsystir Ragnsars... hún lést í bílslysi fyrir 1 1/2 ári síðan... Linda var yndisleg stúlka og var tekin frá okkur í blóma lífsinns... því miður náðum við mæðginin ekki miklum tíma með hanni en sá tími sem hún átti með okkur gleymum við alldrey. Ég veit að henni þótti MJÖG vænt um litla bróður sinn og vildi allt fyrir hann gera. Mér er það líka ljóst að hún er við hlið hans núna í þessum veikindum. Elsku Linda mín þú varst ljós á jörðu sem ég gelymi alldrey og ljós ertu á himnum sem lýsir okkur réttu leiðirnar. Guð geymi þig og í hjarta okkar verðru ætíð.
Ég var að vinna einu myndina sem ég á af henni sem var tekin á sýrnardagi Ragnars þar sem hún hélt á hnonum undir skýrnina. Mér brá í rauninni smá þegar ég fór að skoða hana svona náið að þau systkinin eru nær alveg eins...
Sjáið þið það... þótt að þau sú bara hálfsystkyni... gætu þau alveg verið bæði mín...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 8. mars 2008
Laugardagurinn... okkar...
Sælt veri fólkið...
Já við viljum hafa lukkuna og gleðina með okkur í dag...
Við komum snemma heim af sjúkrahúsinu og gerðum okkur morgunmat... kako og ristað brauð...Svo þegar Anna hjúkka kom í lyfjagjöfina hans Ragnar bakaði ég pönnukökur fyrir liðið...
Þegar lyfjagöfin var búinn ákváðum við mæðginin að fara smá út á svalir til að fá smá frískt loft í lungun... Þar undi sonurinn sér vel... en greinilega hafði hann ekki mikið úthald en fannst þessi stutta stund góð... hann kom inn löðursveittur og er núna lagstur inní hebergið sitt að horfa með pönnukökur og kakó... þessi elska ... það er augljóst að lyfin eru farin að taka kraft frá honum en samt er hann svo jákvæður og góður.
Hér er mynd af honum á svölunum áðan...
Mér tókst að ná einu augnabliki í gær... þegar bílinn minn náið þessari tölu í akstri... hann verður reyndari og reyndari greiið... litli Getzinn minn..
Jæja... ætli ég láti þetta ekki nægja í bili...
Knús til ykkar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 7. mars 2008
Frábært...
Þetta er frábært framtak... og ef ég man rétt þá er FÍT (sem voru fyrir stuttu að veita mér viðurkenningu) eitt þeirra félaga sem eiga hlut í þessari Hönnunar miðstöð...
jæja þá er komið nýtt markmið ... að vera presenteruð eða til sýnis í Hönnunarmiðstöð Íslands í framtíðinni... hehehe... já maður verður að eiga sér drauma.. er það ekki...???
![]() |
60 milljónir lagðar í hönnunarmiðstöð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 7. mars 2008
Lífið eins og það gegnur...
Halló mitt kæra fólk...
Hér á bæ eru svosem ekki mikið að frétta ... við erum bara í okkar ferli og nýtum dag hvern til að verða betra fólk. Ég er komin á fullt í lokaverkefnið og finnst þetta allt voða spennandi... Það er regin munur að vera gera verkefni sem kemur frá hjartanu... verkefni sem maður fær að stjórna alveg sjálfur...Auðvitað er það meiri pressa... og væntingar til manns..en iss ég massa það...
Rangnar er góður í dag... ljúfur, rólegur og stilltur... sem segir mér að hann sé slappur... því að hann er jú vaur að vera uppum allt og útum allt... hann kemur með reglulegu millibili fram til mín og vefur sér utan um mig... knúsar mig eins fast og hann getur og fær knús til baka... svo snýr hann sér bara við og heldur áfram sínu... við þurfum eingin orð til að lýsa þessu sambandi okkar mæginanna... það er órjúfanlegt. Það er soldið skrítið að hugsa aftur til þess tíma þegar ég var með fæðingarþunglyndið og fannst þetta nú ekkert skemmtilegt...fannst ég hafa lennt í kringumstæðum sem ég vildi ekki. En svona breitist fólkið og nær að þroska sig í lífinu... ég var lengi með samviskubit yfir líðann minni á sínum tíma en ég veit í daga að fæðingaþunglyndi er mjög ervitt að vinna með og bara það að hafa náð mér uppúr því ein og óstudd... klappa ég sjálfri mér á bakið fyrir...
Lífið er svo merkilegt ferðalag... og enn merkilegra þegar maður getur litið til baka og náð að fyrirgefa sjálfum sér og öðrum fyrir það sem liðið er og snúið sér brosandi að framtíðinni.
Kæra fólk ég ætla að hætta þessari væmni... í bili allavega...
Guð geymi ykkur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 4. mars 2008
Kerfið virkar að lokum...
Góða kvöldið...
Já það má orða það þannig að kerfið í borg óttans hafi hrokkið í gang í dag... þetta er nú búið að vera meiri hringavitleysan þarna fyrir sunnan útaf uppskurðinum sem Ragnar þarf að fara í . En eftir að 3 mismunandi ritarar sem þekkja ekkert inná málið voru búnir að hringja í mig síðustu daga og segja mér allskonar hluti varðandi málið sem áttu eingann verginn við t.d. að hann þyrfti ekkert lyfin og ætti ekki að vera innlagður og önnur eins vitleysa... ein vissi meira að segja ekki að við værum á Akureyri... missti ég mig endanlega við eina í dag og vísði málunu til viðeigandi aðila og sagðist ekki svara neinu, ég væri ekki læknirinn sem stjórnaði málum barnsinns... klukkustund síðar hringdi læknirinn af FSA og sagði mér að það væri búið að ákveða allt... Við förum semsagt 12.mars suður og verðum innlögð á Barnaspítala hringsinns, skurðlækningadeild... og aðgerðin stóra verður framkvæmd á fimmtudeginum 13.mars... Við verðum líklega í nokkra daga fyrir sunnan... en ég veit ekkert um það í raun... ætli maður verði ekki sendur við fyrista tækifæri heim... sem er bara fínt því að þjónustu stigið hér er 270% betra en þarna fyrir sunnan... allavega miðað við síðustu reynslu... en sjáum nú til ... gefum greyjunum séns... en þið vitið líka hvar ég kem til með að missa mig ef þetta verður ekki betra en þá...
Annas var ég að kenna áðan.. það er svo góð tilbreyting að hugsa um eitthvað annað í smá tíma og er ég ekki eins þreytt og meir eins og í síðustu viku... núna er ég bara hér ein heima og fæ að sofa út á morgun... sem verður kærkomið...
Ég verð að segja ykkur eitt... vitið þig hvað sonur minn gerði í morgun... nei... jæja... það var komið inn á herbergið okkar kl. 7 til að gefa honum lyfið sitt eins og vanalega... en munurinn núna var að það var ein gamalreynd hjúkka sem sá um það og fór mjög varlega að þannig að ég náði greinilega ekki að vakna alveg... sem er í lagi því að ég á ekkert að gera... jæja... þegar lyfjagjöfin var búinn röllti gutti sér fram í leikherbergi að leika sér ( hélt ég ) og með því sofnaði ég aftur... þangað til hann ruddist inn í herbergið um 9 og sagði... mamma, mamma sjáðu verðlaunin mín... ég hrökk upp og sá að hann var með plástu í olbogabotinni ... og mér brá og spurði hvað hefði komið fyrir ... "ekkert ég fór bara sjálfur í blóðprufu og ég fann ekkert til..." þá hafði minn bara skellt sér án aðstoðar í blóprufu einn síns liðs... er minn orðinn heimavanur á spítalun eða hvað...??? !!! ég er enn að jafna mig á þessu... en ekkert smá duglegur og eiithvað svo fullorðinslegt...
Jæja..ég ætla að koma mér í háttinn...
Guð geymi ykkur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mánudagur, 3. mars 2008
Lokaverkefnið hafir...
sælt veri fólkið...
Já núna er ég byrjuð á lokaverkefnun mínu ... ég var að senda frá mér uppkast af greinargerðinni sem segir hvað mið langar að vinna með og langar mig að deila henni með ykkur...
Í gegnum tíðina hef ég haft mikinn áhuga á íslensku handverki og lærði Textílhönnun í MHÍ til að fá haldbærari þekkingu á því. Þessi áhugi minn hefur ekkert dvínað þótt að kunnátta mín hafi aukist á hönnun almennt. Eftir því sem árin líða þá finnst mér alltaf meira og meira af þessum gömlu aðferðum og hefðum vera að tínast. Við íslendingar eigum mjög stórann fjársjóð í gömlu handverki og hverjum hlut fylgir sagar um líf og tilveru okkar á hverjum tíma fyrir sig. Mæður okkar og margir ættliðir á undan þeim fóru í húsmæðraskóla og lærðu það t.d. að prjóna, vefa, hekla og sauma út. Það eru til mörg heðbundin og óheðbundin munstur sem hafa gegnið á milli ættliða og segir hvert þeirra einhverja sögu.
Nú í dag eru þessi verk geymd á háaloftum og í geymslum, tíminn máir út þessa arfleifð okkar smátt og smátt þetta þykir ekki fínt lengur.
Það er einn hönnuður sem hefur aðeins farið þessa leið í húsgagna hönnun og það er Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir. Verkið hennar Crochet Steel er verk sem hún hannaði útfra milliverki sem amma hennar heklaði og finnst mér sú hilla frábærlega útfærð. Guðrún Lilja er mikill áhrifavaldur í minni hönnun og langar mig að ná þeim hughrifun og sýn sem henni tekst að ná í verkum sínum.
Í lokaverkefni mínu langar mig að grafa upp þessi gömlu heðbundnu prjóna, vefnaðar, heklu eða saumamunstu og útfæra þau á þann hátt að nútíma fólk geti notið þessara arfleifðar um komandi framtíð. Mig langar að vekja fólk til umhugsunar um hvaðna við komum og fyrir hvað við stöndum sem þjóð með mikinn menningararf úr handverki. Það er heill fjársjóður af munstrum, formum og línum sem er gaman að skoða og nota til að skapa nýja hluti og sýn.
Ég þarf að rannsaka þessi munstur og velja úr þeim einhverja tiltekna línu. Ég kem til með að nota smá tíma í að rannsaka þau og kynnar mér bakgrunn og hefðir þeirra. Síðann kem ég til með að teikna þessi munstur upp í tölvu, vinna þau og setja þau saman ef við á.
Hvernig ég kem til með að útfæra verkið er ég ekki með á hreinu þessa stundina en ég veit að ég vil presentera þau í þannig miðil sem nýtíma samfélag skilur. Þá á ég við að finna leið í nútímahönnun sem hentar og liftir þessari hefð á annað plan. Ég vil leifa verkin að þróast og stjórna svolítið sjálfu í hvaða miðli eða miðlum ég kem til með að presentera það. Ég veit að þetta bíður uppá óteljandi möguleika.
Hluti af lokaverkefninu verður að koma upp virkri heimasíðu þar sem þetta verk og munstur kemur til með að vera í aðalhlutverki. Heimasíðan verður einnig kynning á mér og verkum mínum.
Ég kem til með að gera prenntað efni sem kynnir fyrir áhofendanum verkið, söguna og hugsunina á bakvið það.
Jæja... hvað finnst ykkur..??? ég hlakka mikið til að takast á við þetta... og sé útkomuna á vissan hátt fyrir mér... en hlakka til að þróa þetta áfram...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 2. mars 2008
Tilbreiting á sunnudegi...
Já það má segja að í dag sé tilbreiting í lífi okkar mæðgina... við eru heima... Við fáum heimahjúkrun í dag hingað heim... þannig að Ragnar fær lyfin sín í mömmuholu þennan fallega sunnudag... svo förum við aftur uppeftir í kvöld.
Þegar við vorum að koma heim þá sá ég vin hans Ragnars úti fyrir framan húsið sinn og við fórum að tala við hann og hann ver sko meira en til í að koma með okkur... Þannig að þessa stundina eru þeir félagar inní herbergi að dunda sér saman...og það er svo falleg hljóð sem koma frá þeim.. gleði og heilbrigðar samræður tveggja 6 ára drengja...
Þetta er svo góð tilfinning...næstum því eins og það var áður...
og verður aftur þegar yfir líkur.
góð áminning um það hvað við eigum gott heimili og stöðugt líf hér... "heima er best"
Ég þakka fyrir þessa stund... og ætla að reyna að koma einhverju í verk varðandi lokaverkefnið á meðann við erum í þessu öryggi... ég þarf víst að halda vel á spöðunum fyrir það á næstunni...
Jæja... nóg í bili... Guð geymi ykkur öll...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 1. mars 2008
Jón, séra Jón,vinir eða ekki...
Góðann daginn kæra fólk...
Þá er komin helgi enn eina ferðina... þótt að dagarnir hjá okkur séu ekkert öðruvísi þá en aðra daga þá er skemmilegri sjónvarpsdagskrá ... hehehhee...
Það hefur spunnist upp umræða í kringum mig síðustu daga sem hefur haft þau áhrif að maður fer að hugsa... og það vandlega... Ég ætla ekkert að fara neitt í smáatrið um þessa umræðu hér enda eingin þörf á því en mig lagnar að koma með smá hugleiðingu um þau áhrif sem hún hefur haft á mig og huga minn...
Já eins og fyrisögnin segir þá getið þið líklega getið ykkur til um hvað málið snýst...
Mér er að verða það betur og betur ljóst hvernig fólk lítur mig og mitt líf... Þegar lífið veitir manni verkefni eins og ég er að vinna að þessa dagana þá kemur alltaf vel í ljós hverjir þekkja mann almennilega og hverjir eru vinir manns í raun... Því miður þá hefur það vanalega verið þannig að í hvert skipti sem lífið hefur veitt mér verkefni þá verð ég alltaf fátækari og fátækari af vinum... kannski er það ég sem fæli fólk svona frá mér... eða kannski er ég ósanngjörn eða óþolandi... en ég get ekki breitt neinu í mínu fari ef maður fær ekki að vita hvað það er em veldur því að maður verður allat fátækari af vinun við hvert verkefni... Sumir vilja meina að ég fæli frá mér því að ég sé svo sterk... en ég trúi því ekki svo glatt.. mér finnst ég bara mannlega og viljug til að gera allt sem ég get fyrir vini mína og þeirra... en eins og ég segi þá hefur vinum mínum fækkað núna undanfari virðist vera því að það eru örfáir sem maður heyrir í og enn færri sem maður sér... það hefur t.d. einginn látið sjá sig hér á spítalanum hjá okkur þann tíma sem við höfum veri hér... ég á smá ervitt með að skilja það... Kannski hljómar þetta illa og inní mér finnst mér ég óréttlát að yfir höfuð að leifa þessari hugsun að koma upp...
Vinátt er svo vanmetið hugtak finnst mér... vinátta snýst ekki um peninga eða stöðu fólks.. hún snýst um umhyggju, skilning, virðingu, tillitsemi og hjálpsemi.
Ég hef lesið það á fleiri en einum stað að þegar maður fellur frá þá man maður ekki eftir peningunum eða hlutunum sem við höfum átt... heldur fólkið sem maður hefur átt að og notið samveru með.
Vinir sem maður getur átt samskipti við án skilirða eru sannir vinir...
Guð geymi vini mína og fjölkyldu mína.. og ykkur hin líka..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fimmtudagur, 28. febrúar 2008
5.sæti á vinsældarlistanum... hehehe
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 28. febrúar 2008
Betri dagur...
Halló...
Já þetta er betri dagur í dag en í gær... það er augljóst að ég þurfti bara aðeins og leifa mér að hafa tilfingar og leifa þeim að flæða, þá stend ég vanalega upp aftur fljótt.
Ragnar fór í aðgerð í morgun þar sem þeir skiptu um lyfjabrunninn og það lítur út eins og það hafi tekist núna að koma honum almennilega fyrir ... Svæfingin fór mun bertur í hann í dag... og er það ekki skrítið að hann skildi vera svona brjálaður í fyrradag... það GLEYMDIST að gefa honum verkjalyf og kæruleysislyfin áður en hann fór í aðgerðina... þannig að hann vaknaði með VERKIIIII... en í dag var þetta gert rétt og kem ég til með að sjá til þess að þetta verði gert rétt í framtíðinni.
En við erum glöð í dag þrátt fyrir allt... njótum þess að vera saman og njóta þess að vera á lífi.
Guð geymi ykkur... frá FSA-barnadeild herb.2
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)