Færsluflokkur: Bloggar

Að sýna sitt rétta andlit...

Góða kvöldið...

Ég sit hér og tilfinningin sem ég hef í hjarta mér núna er léttir...ró og það að vera sátt... Það er búið að vera mikið í gangi í kringum mig annað en þetta með Ragnar... Það er satt að þegar lífið reynir á hjá manni þá sýnir fólk sitt rétta andlit gagnvart manni... og maður sýnir líka sjálfann sig berskjaldaðan...

Það er svo merkilegt sem ég hef komist að síðustu daga... Núna í þessu ferli sem hefur núna tekið 221 dag þá er ég fyrst núna að fatta soldið sem hefur gerst hjá mér.. Það er augljóst að þegar ég tekst á við lærdóma lífsinns eins og núna þá legg ég niður varnarmúrana sem ég hef sett upp í kringum mig ... eða kannski ekki múra heldur hegðunarferli... já ég meina við höfum öll visst hegðunarferli sem við höfum komið okkur upp í gegnum árin til þess að eiga samskipti eða sýna sjálfann sig fyrir fólki almennt... Mín aðferð hefur vanalega verið það að vera tilbúin til að hjálpa öllum eins mikið og ég get... fara þangað, redda þessu, hlusta þarna og vera tilbúin að finna lausnir þar... ég byð alldrey um hjálp eða geri lítið úr því sem ég er að takast á við... ég reiðist nær alldrei eða sýni sjaldan það sem mér mislíkar... þetta er bara lítill hluti af mér sem ég haf ákveðið að sýna frekar en annað... þannig að það eru ekki margir sem þekkja mig alveg...  Það er nátturulega staðreind að ég er ekki sama manneskjan og ég var áður en ég byrjaði í þessum skóla sem stendur yfir núna.. en ef eitthvað er þá tel ég mig vera betri manneskja og heilli en ég var fyrir 221 degi síðan... 

Jæja það sem ég er að reyna að segja að núna er komin upp sú staða í lífi mínu að þegar ég sýni sjálfann mig hreina og beina eins og ég er... þá líkar fólkinu sem ég hef talið vini mína ekki við mig eða ákveða að þeir vilji ekki hafa meiri samband við mig... Fólk sýnir mér hliðar á sér sem ég hef alldrey séð áður eða kannski vildi ég alls ekki sjá þær hliðar... í sumum tilfellum hef ég séð þessar hliðar en ekki viljað viðurkenna þessar hliðar á fólki... bingó þá verða árekstrar...  Núna er ég laus við það fólk sem er ekki tilbúið að viðurkenna mig svona... fólk sem gertur ekki horft í augun á mér og verið hreinskilin við mig núna.. fólk sem getur ekki sætt sig við að ég hef ekki tíma til að vera til staðar fyrir það alltaf þegar þvi hentar... og vitið þið... Vááá... hvað það er mikill léttir... LÉTTIR... Það er líka mikill léttir að vera tilbúin að viðurkenna að maður er ekki sú sama og ég var... ég viðurkenni að ég hef ætlast til að fólk sæi þessar breitingar og viðurkenndi þær... en auðvitað er ekki öllum fært að viðurkenna breitingar í fólki og það er eðlilegt... fólk þroskast í sundur og þá skilja leiðir líka... 

Líklega er stæðsta breitingin á mér núna að ég vil að fólk sé hreinskilið við mig, ég vil að það geti rætt við mig í persónu um allt og ekkert, bæði það sem snír að mér og öðrum... einnig er annað að þegar ég er beðin um álit mitt þá segi ég álit mitt ekki það sem ég veit að aðilinn vill heyra...  og annað er líka það að ég er svo tilbúin að heyra hvað fólk hefur að segja um mig... hvað sem það er... því að ég er búinn að sjá það að mér er lífsinns ómögulegt að bæta fyrir hluti sem ég veit ekki um... og ég get ekki breitt mér eða bætt mig ef ég veit ekki skoðun fólks... Það er bara sjaldgæft að fólk sé tilbúið að leiðbeina manni ... það kann ekki að vera hreinskilið og einlægt... það myndar sér skoðanir og tekur ákvarðanir án þess að vilja vita allan snannleikan og það er nokkuð sem ég á mjög ervitt með...

En svo er alheimurinn svo skemmtilegur að þegar ein hurð lokast þá opnast aðrar... ég meina að núna hef ég eignast nýja vini sem eru tær snilld.. aðilar sem eru tilbúnir að leiðbeina manni og stiðja mann eins og maður er í raun og veru... einnig hafa gömul vinasambönd styrkst og orðið sterkari... Þetta er allt fólk sem vill ekki breita manni .. þeir ætlast ekki til af manni að maður sé eða geri hluti sem ég ræð ekki við.. það eins sem þeir vilja er að ég og Ragnar séum hamingjusöm og náum að verða betri í dag en í gær... 

Þannig að fyrst að mamma þessi elska bauðst til að sofa þá fór ég hingað heim og þreyf... og núna sit hér hér í hreinni heimili.. með létti í hjarta því að ég þarf ekki að eiða orkunni minni til einskirs... 

Þannig að núna fer ég í bað og klára þessa hreinsun...

Guð geymi ykkur öll...


Niðurstaða skoðanarkönnunar...

já niðurstað könnunarinnar sem ég gerði hér inni er eftirfarandi:

69% svarenda finnst það ekki spurning að ég eigi að stofna styrktar reikning fyrir Hetjuna mína...

17,2% svarenda finnst ég eigi ekki að gera það og finnst það ölmusa...

13,8% vita ekki hvort þeim finnist ég eigi að gera það...

Það hefur allan tímann síðann ég setti upp þessa könnun verið greinilega meiri fjöldi sem er á því að styrktarreikningur sér málið... Ég hef ekki verið á því hingað til að við þurfum þess en núna er málin bara komin í mjög erviða stöðu hjá okkur og ég læt undan þeim áskorunum sem mér hafa borist með þetta... þannig að ég hef sett upp hér vinstrameginn upplýsingar um reikning sem var sparnaðarreikningurinn minn en er orðinn vel tómur og fær þá núna það hlutverk að verða söfnunarreikningur fyrir Hetjuna mína... 

Guð geymi ykkur öll...


TR-kerfið til háborinnar skammar...

Ég hef setið á mér með að skrifa um þetta helv... sem TR er... Hver í ósköpunum stjórnar því hvernig þessi smánarblettur á heilbrygðiskerfinu virkar..??? mér er spurn... ég er ekki frá því að ég gæti gert þetta betur en það er gert í dag... Hvaða nefnd þarf meira en 2 mánuði til að sjá það að ég þarf að fá ummönnunarbætur ?? þetta er einn stimpinn... þeir eru með öll gögn og alla söguna eins og hún hefur verið síðustu mánuði... Það er eins og þeir treysti ekki læknunum til að segja satt þegar þeir sækja um þetta fyrir hönd sjúklinga sinns... hvað vilja þeir.. mér er lífsinns ómögulegt að skilja hverskonar asnaskaður er í gangi... Fólkið í þessum nefndum virðast vinna á sniglahraða og fá örugglega allt of há laun fyrir það... mér líður eins og það sé verið að hæðast að manni fyrir það að vera að sinna veiku barni... það er endalaust verið að gera lítið úr manni með því að hjálpa mannni við að fara í persónulegt gjaldþrot... Ekki borgar TR vextina sem hafa komið á reikningana mína núna þennan mánuðinn.. Ég ber kosnað af vanhæfni þessa aðila til að stjórna þarna .. eiga aðilar sem eru fyrir að takast á við erviðar aðstæður það skilið að einhverjir toppar út í bæ geti komið svona fram við mann eins og skítinn undir skónum þeirra...

Það er LÖNGU kominn tími á það að stjórnendur þessa lands taki þetta kerfi og breiti því þannig að það sé sómi af... ef ríkisstjórnin ítir því á undan sér þá eru þeir sömu aumingjarnir og þeir ráða til að stjórna þarna... Þetta er andlegtofbeldi á aðstanderndur og sjúklinga sem eru sviftir þeim rétti að lifa eins eðlilegu lífi og þeir geta í samfélagi sem kennir sig við velfer, það eiga allir rétt á því að LIFA...

Hana nú... 


Hausinn á fullu... Um mannlegsamskipti...

Það er svo merkilegt að stundum þá get ég ekki sofnað því að hausinn á mér er á fullu þversum og endilangt... Núna sem og áður þá er hugur minn á fullu útaf mannlegum samskiptum...Afhverju þurfa þau alltaf að vera svona flókin??!!! eða eru þau kannski ekki flókin !! Persónulega finnst mér þau ekki þurfa að vera flóknari en það að maður er heiðarlegur, samkvæmur sjálfum sér og viljugur til að hlusta á skoðanir annara.. þá er það ekkert flóknara... Maður þarf ekki alltaf að vera sammála þeim sem maður á í samskiptum við bara að bera virðingu fyrir skoðunum og aðstæðum annara. Þetta er ekkert flókið er það??!! Þetta er það sem ég legg upp með þegar ég eignast vini og kunningja... enda þeir sem þekkja mig best vita alltaf hvar þeir hafa mig og hvað mér finnst... við erum ekki alltaf sammála en við virðum það við hvert annað. Þegar það er svona skilningur og heiðarleiki í samskiptum þá er maður líka tilbúinn að fórna ýmsu fyrir aðra... tíma, vinnu, peningum eða hverju sem er... enda kalla ég það vináttu.

Svo gerist það stundum að maður er í rólindum sínum að sinna sínu lífi og þá fréttir maður eitthvað um sjálfann sig og samskipti sín við aðra sem er ekki satt... Segjum sem dæmi að ég var á erviðum stað í lífinu um daginn og sagði eitthvað ákveðið við manneskju sem ég taldi vin minn og að hún myndi skilja að ég væri undir álagi og þyldi ekki mikið... ég trúði því allavega að ég hefði rétt á því að hafa lágan þröskuld inná milli... jæja... svo líða dagarnir og núna frétti ég það út í bæ að ég sé í deilum við heilan hóp af fólki... hummmmm.... þetta passar ekki... og mér sárnar þegar mér er ekki sýnd sú virðing að vera mannlega að takast á við ervið verkefni ... hvað þá að mér sé gerð upp einhver sök sem er ekki rétt... þá fer ég að hugsa hvað í ósköpunum á maður að gera .... á maður að ljúga, svíkja, eða vera falskur... kemur það manni frekar áfram í lífinu !!!... Einhverstaðar stendur: Kondu fram við nágranna þinn eins og þú villt að sé komið fram við þig... Ég nenni ekki svona ... ef fólk getur ekki komið hreint fram við mig eins og ég geri það, lít ég á það sem þeirra svar um að það kunni ekki við að eiga samskipti við mig... Persónulega þá hefði mér þótt heiðarlegra að segja það við mig sjálfa ekki að bera það út um allan bæ..

Þvímiður þekki þetta kjaftasögu ferli mjög vel ... og það virðist vera leið fólks til að ná sér í athygli... þá er þeim það velkomið því að það kallar einginn vini sem koma svona fram.  Ég þakka þá bara fyrir að hafa fengið þessar upplýsingar áður en leingra er haldið í þessum samskiptum. Annað sem er líka svo eðlilegt er að fólk kemur og fer út lífum okkar, það er óhjákvæmilegt, málið er að læra á sjálfann sig í þeim samskiptum og átta sig á þvi hvort maður vara samkvæmur sjálfum sér í þeim. Líta í eigin barm og taka ábyrð á sínum hluta og bæta fyrir hann ef hægt er... Meira getur maður ekki gert... því auðvitað stjórmar maður ekki öðrum og ef þeir velja það að frara hina leiðina eða aðra þá er það þeirra val. Þá komum við að minni miklu uppljómun... það var þegar ég áttaði mig á þvi að ég hef val... ég hef val til að velja vini mína, val til að stjórma lífi mín, val til að vera eða segja það sem mér finnst skipta máli. Með vali kemur ábyrð sem maður verður líka að vera tilbúin að bera.  Ég tek ekki þá ákvörðun að tala um presónuleg samskipti mín við vini mína, við jón og pál útí bæ... og þessvegna finnst mér það sárt að það sé gert við mig... 

En mergur málsinns er að það er vinna að rækta upp heilbrygð og gefandi samskipti við aðar manneskju... vinir þurfa að vera tilbúnir að sína skilning, trúnað, virðingu og vilja til að rækta þau samskipti... kannski kallar það á hörð orðaskipti en það er líka hægt að ákveðað að vera ósammála... það þýðir líka að aðilar skilji og virði aðstæður hvers annas...  það þarf allatf 2 til að eiga samskipti, jákvæð eða neikvæð.

Ég er allavega komin að þeirri niðurstöðu að það er ekkert sem ég vil gera öðruvísi en ég hef verið að gera... vera mannleg, vera samkvæm sjálfri mér, trúa á sjálfan mig, sína heiðarleika og heilheit, og koma hreint fram... líf mitt hefur verið eins og opin bók síðustu árin og ef fólk getur ekki skilið það þá er ég sátt við það að þurfa ekki aðeiga samskipti við það... en þar á móti veit ég að það er hellingur af fólki sem nýtur þess góða sem ég hef uppá að bjóða og ég get kallað sanna vini!!...

Ég held að ég sé núna búinn að skrifa mig frá þessu hugsana flóði sem heltók mig áðan og þá get ég farið inní rúm og farið að lúra mér... Það er svo gott að geta tekið hugsanir og komið þeim í orð og setningar því þá vanalega leisast málin í huga mér fyrr... og ég næ að púsla saman einhverju sem ég kallast skoðun á málum...  og þá er tilgangnum náð...

Góða nótt þið yndislega fólk... það eru alltaf einhverjar pælingar í gangi hjá mér .... og kem ég líklega til með að skrifa mig frá því hér síðar... það eru um lygar og svik foreldra gegn börnunum sínum... ég ver einnmitt að lesa mjög spennandi lesningu frá Blátt áfram samtökunum ... ;o) það er næst...


Að róa sig niður...

... já eftir svona mikinn háspenning og mikði af fallegu myndefni í imbanum um miðjan dag í dag þá var ákveðið að ná sér niður á jörðina og inn í sitt daglega líf aftur með því að skreppa í berjamó...

blaberog við komumst að sömu niðurstöður og fréttir síðustu daga um að berjaspretta er mikil þetta árið. Því þar sem við fórum var lyngið blátt af berjum eins og myndin hér til hliðar sýnir.. Þannig að við náðum á um 2 tímum að tína rúma 4 lítra af berjum, þannig að ferðum á WC-inn kemur til með að fjölga næstu daga... hehehee.. ef maður orðar það svona snyrtilega. Það er stefnt að því að fara aftur á morgun og tíma meira þannig að það verði til nóg bláberja-hlaupi næsta vetur þegar snjótinn og vindurinn ber glugana að utan og maður kaupir sér góðann ost og japlar á þessu samann undir teppi yfir góðri mynd. 

Einnig komst ég að þvi að sonur minn er líklega ekki sonur minn... hehehhee.. jújú en ég fór að hugsa hvort hann væri sonur Grílu ... þá hlít ég að vera Gríla.. hehehe jæja málið var að á meðann ég sat í lautinni og var að tína hauginn af berjunum skoppaði gutti um móa og hæðir... svo eftir smá stund kallar hann á mig og ég lít upp og þá blasir þessi snúður við mér í hlíðinni fyrir ofann mig og það fyrsta sem mér datt í hug var jólasveinn...

ragnar 16.08.08 litilReyndar ekki í þeim litum eins og við sjáum þá vanalega... bara með bláa húfu og staf í hendi til að stiðja sig við á göngu sinni um fjöll og fyrnindi... hehehehe... æææii ég get verið svo mikil bullukolla ... en þannig fannst mér það þegar ég sá hann þarna upp í hlíðinni.

Þessi ferð var mjög góð jarðtenging og náði mér ,og reyndar mömmu sem  var líka æst yfir leiknum,  niður á jörðina aftur... Það er búið að vera smá stríð hér heimafyrir síðustu dagana ... ég er að reyna að setja vissa reglu á hér heima aftur en minn skapstóri og ákveðni sonur er sko ekki á því að breita neinu því hann hefur það svo gott núna því honum hefur síðustu vikur tekist að stjórna mjög miklu í kringum sig... hann er orðinn mikil frekja og ákveðinn ... en ég er að vinna að því að hafa aga á honum aftur því þetta er ekki holt fyrir okkur og allra síst hann því hann er jú bara 7ára... þessi elska.. En mér skilst að þetta sé bara eðlilegt ferli hjá foreldrum langveiksra barna ... Þetta tekur bara smá tíma og þolinmæði af minni hálfu ... hetjan mín er soldið fúll útí mig núna og vill bara ömmu því að hjá henni kemst hann upp með meira... snjall.. hehehhe...

jæja ... ég er búin að setja inn 3 færslur í dag.. það ætti að duga í bili... farið vel með ykkur kæru lesendur...


Já ... myndir...alltaf gaman að horfa... ;o)

Það var ekki leiðinlegt að horfa á Danaleikinn því að þá gat ég horft á þá tvo fallegustu karlmenn sem mér finnst vera til ... hehhee... smá opinberun... já það eru tveir aðilar sem eru í hanboltanum sem eru draumaprinsarnir mínir í útlitiInLove... ég þekki þá nátturulega ekkert í persónu en það er alltaf gaman að HORFA..!!!!Cool þetta eru Fúsi og Boldsen... úfff... flottir

fúsi joachim_boldsen.jpg


mbl.is Danaleikurinn í myndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins gott að ég sé á lyfjum...

... já það er eins gott að ég sé á blóþrístingslyfjum ... váaa.... frábær leikur... Það var kominn tími til að við skildum brjóta Danaveldið niður... við erum áfram... tær snild.. mikið verður gaman að fylgjast með núna á næstu daga... úfff... maður þarf bara að leggja sig eftir þetta... Þótt ég verið að segja að það er spurning að tékka á því hvort danir hafa gefið svíjunum fleiri bjóra á barnum en við ... þvílík dómgæsla... meira að segja ég sem spilaði handbolta fyrir mögum árum hefði getað dæmt þetta jafnar en þessi svíagríla... svona ósanngjörn dólmgæsla á ekki að sjást á svona stórmóti. En það er rosalega gott að við skildum ekki brotna við þetta... En nú er að hvíla sig almennilega og taka restina..

ÁFRAM ÍSLAND... þótt ég sé dani... ég elska þá líka... en ekki á móti íslendingum...


mbl.is Jafntefli gegn Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér er lífsinns ómögulegt að skilja...

... svona vitleysisgang... Er stjórnmálamönnum virkilega stætt á því að haga sér svona. Ef smábörn í sandkassa myndu haga sér svona að vilja bara vera með þessum núna en hinum á morgun..og tala svo þess á milli illa um aðra þá væri löngu búið að tala á þeim málum... mér finnst þetta sjónarspil og leiðindar mórall sem er í bæjarstjórn Reykjavíkur vera þessum fólki til háborinnar skammar. Mér finnst hreinlega að allir ættu að segja af sér og það ætti að boða til nýrra kosninga... því þetta er heinn og beinn asnaskapur... Fyrir utan það HVAÐ KOSTSR svona vitleysa... Byrja á því að kenna fólki virðingu við nágranna sinn... samvinnu tækni og aga... þetta er ótrúlegt að þetta skuli viðgangast... Finnst Reykvíkingum þetta allt bara í lagi??? mér er spurn...
mbl.is Ólafur: Blekktur til samstarfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svefnsöfnun þessa dagana...

Já kæru lesendur ég hef ekki verið mikið að tjá mig hér síðustu daga, fyrir því eru nokkrar ástæður... Ég er búinn að vera í mikilli svefnsöfnun síðustu daga og er mér hægt og rólega að takast að vinna upp eitthvað að svefnleysi síðusutu mánuða upp...Grin svo hef ég bara ekki verið í miklu stuði að blogga því að mesti minn tími sem fer ekki í Ragnar fer í það að berjast í kerfinu, sem betur fer er ég með frábærann bandamann í þeirri vinnu... Hausinn á mér er fullur að því seem er í gangi með þetta blessaða Trygginastofnunar kerfi... það er kerfi sem ég lít frekar á sem óleisanlega flækju þar sem einginn vilji sé til þess að finna lausn svo að fólkið getir farið að hjálpa þeim sem á því þurfa virklega á aðstoðonni að halda...

Ég er að sofna ofaní lykklaborðið... þannig ég segi bersu kveðjun

Magga og co, Sleeping 


Mamma Míaaa....

Jammm ... hann Hallgrímur okkar var svo inndlislegur að bjóðast til að sofa á spítalanum í nótt. Þannig að Hlím mágkona mín bauð mér í bíó... hehehee...já langt síðann ég haf farið í þannig... en OMG hvað ég skemmti mér mikið...

mammamiapostercr.jpg

Við fórum augljóslega á myndina Mamma Mía... :o) vá hvað ég hló og fannst hún skemmtileg tilbreiting í mínu líflausa lífi... Þótt ég hafi ekki verið ung þegar þessi lög voru hitt þá kunni ég þau öll og hvernig þau eru sett saman við söguþráðinn fannst mér skemmtileg. Myndin er tekin á yndislega fallegum stað og væri ég sko meira en til í að eiða fríi á einum slíkum... ummm hún allavega fékk mig til að brosa og hlæja, það er visst afrek.

Þegar myndin var búinn ákvað ég að fara í fjöruna við leiru og fá mér smá göngutúr með myndavélina... Hún er mér við hlið alla daga núna... því hún er viss leið fyrir mig til að fá útrás fyrir líðan mína og sköpunarþörf... þannig að það eru hellingur sem ég sé í gegnum linsuna sem tjáir það.

 090808-1_copy.jpg

Það er af Ragnari að frétta að hann er byjaður á nýjum lyfjum og ef þau virka þá ættum við að labba út af spítalanum í febrúar -mars 2009... Hann bregst vel við þessum nýju lyfjum allavega ekkert komið uppá hingað til. Hann er ekki alveg sáttu við að þurfa að fara í skólan í haust en það er aðalega útaf því að hann er hræddur um æðarlegginn sinn og að hann betti á höfuðið og brjóti það þar sem það er við kvæmast.... það er ekkert komið á hreint hvernig þetta fer með skólagöngu hans... en líklega fáum við eitthvað að vita í næstu viku.

Hugur minn er að skýrast í þessu öllu þótt ég hafi ekki enn fengið útskíringar eða pning frá Tryggingarstofnun þá er verið að vinna fyrir mig í þessum málum... 

Ég læt þetta duga í bili... Guð geymi ykkur...

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband