Að róa sig niður...

... já eftir svona mikinn háspenning og mikði af fallegu myndefni í imbanum um miðjan dag í dag þá var ákveðið að ná sér niður á jörðina og inn í sitt daglega líf aftur með því að skreppa í berjamó...

blaberog við komumst að sömu niðurstöður og fréttir síðustu daga um að berjaspretta er mikil þetta árið. Því þar sem við fórum var lyngið blátt af berjum eins og myndin hér til hliðar sýnir.. Þannig að við náðum á um 2 tímum að tína rúma 4 lítra af berjum, þannig að ferðum á WC-inn kemur til með að fjölga næstu daga... hehehee.. ef maður orðar það svona snyrtilega. Það er stefnt að því að fara aftur á morgun og tíma meira þannig að það verði til nóg bláberja-hlaupi næsta vetur þegar snjótinn og vindurinn ber glugana að utan og maður kaupir sér góðann ost og japlar á þessu samann undir teppi yfir góðri mynd. 

Einnig komst ég að þvi að sonur minn er líklega ekki sonur minn... hehehhee.. jújú en ég fór að hugsa hvort hann væri sonur Grílu ... þá hlít ég að vera Gríla.. hehehe jæja málið var að á meðann ég sat í lautinni og var að tína hauginn af berjunum skoppaði gutti um móa og hæðir... svo eftir smá stund kallar hann á mig og ég lít upp og þá blasir þessi snúður við mér í hlíðinni fyrir ofann mig og það fyrsta sem mér datt í hug var jólasveinn...

ragnar 16.08.08 litilReyndar ekki í þeim litum eins og við sjáum þá vanalega... bara með bláa húfu og staf í hendi til að stiðja sig við á göngu sinni um fjöll og fyrnindi... hehehehe... æææii ég get verið svo mikil bullukolla ... en þannig fannst mér það þegar ég sá hann þarna upp í hlíðinni.

Þessi ferð var mjög góð jarðtenging og náði mér ,og reyndar mömmu sem  var líka æst yfir leiknum,  niður á jörðina aftur... Það er búið að vera smá stríð hér heimafyrir síðustu dagana ... ég er að reyna að setja vissa reglu á hér heima aftur en minn skapstóri og ákveðni sonur er sko ekki á því að breita neinu því hann hefur það svo gott núna því honum hefur síðustu vikur tekist að stjórna mjög miklu í kringum sig... hann er orðinn mikil frekja og ákveðinn ... en ég er að vinna að því að hafa aga á honum aftur því þetta er ekki holt fyrir okkur og allra síst hann því hann er jú bara 7ára... þessi elska.. En mér skilst að þetta sé bara eðlilegt ferli hjá foreldrum langveiksra barna ... Þetta tekur bara smá tíma og þolinmæði af minni hálfu ... hetjan mín er soldið fúll útí mig núna og vill bara ömmu því að hjá henni kemst hann upp með meira... snjall.. hehehhe...

jæja ... ég er búin að setja inn 3 færslur í dag.. það ætti að duga í bili... farið vel með ykkur kæru lesendur...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi þér vel með soninn og báráttuna við tertuátið á kvöldin sem ég þekki mætavel.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 20:44

2 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

takk fyrir það ...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 16.8.2008 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband