Færsluflokkur: Bloggar
Laugardagur, 9. ágúst 2008
Er agndofa en langar að vera reið...
![]() |
Ólympíuleikarnir settir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 7. ágúst 2008
Leikur að myndum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 6. ágúst 2008
Frábært samtal...
Það er svo gaman þegar maður fær símtal eða á samtal við manneskju sem maður þekkir og treystir sem hreinlega breitir lífssýn mannas... ég átti eitt svoleiðist samtal í dag við hana Dóru vinkonu mína, já ég hef ekki þekkt hana lengi en OMG hvað hún er mikil manneskja og frábær einstaklingur... ég er svo heppin að hafa fengið hana inní mitt líf... Við Dóra fórum að spjalla um samskiti fólks almennt og svo þegar það kemur eitthvað uppá eins og tildæmis veikindi eða dauðsfall... Nákvæmlega það sem ég var að tala um að ég væri að finna hverjir væru mér enn við hlið og hverjir ekki. jæja.. en Dóra mín hafur gengið í gegnum ýmislegt í lífinu og vá hvað er gott að speigla sig í fólki sem hefur þurft að læra af lífinu. Ég held hreinlega að hún hafi sparað mér marga mánuði í pælingum með þessu eina símtal... og er ég svo þakklát fyrir að hún skildi vera tilbúinn að deila með mér sinni reynslu og benda mér á helling af atriðum sem ég sá ekki þannig frá mínum dæjardyrum... núna sé ég þetta allt í öðru ljósi...
Mamma bennti mér líka á eitt frábært atriði í dag... að auðvitað er ég ekki saman manneskjan og ég var fyrir veikindi Ragnars ... og nóta bene við bæði verðum alldrei sömu manneskjurnar og þar að leiðandi á maður ekki samleið alltaf með sama fólkinu... svo einfalt er það ...
En auðvitað stendur alltaf uppúr, þeir sem eru tilbúnir að þróast og þroskast með manni og þannig eignast maður sanna vini... Það er líka bara þannig að við mannverurnar þolum mis mikið í lífinu... og þá er það bara einfalt að þegar mikið gengur á hjá einum þá hverfa þeir sem minna þola... því þeir vita ekki hvernig þeir eiga að haga sér, hvað þeir eiga að segja eða gera þannig að létta leiðin er að láta sig hverfa...
Þannig að núna er ég búinn að skilgreina þetta allt hjá mér... Það fólk sem hverfur í kringum mig núna verður bara að fá að gera það í friði, það veldur mér ekki meiri hugarangri því ég get ekki breitt þeirra líðann eða skoðunum. ég er þá bara betur settari með þá sem stöðugt koma manni á óvart og hjálpa manni mikið... því að það eru vinir til að halda í ...og halda áfram að rækta...
Guð geymu ykkur og sanna vini ykkar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 6. ágúst 2008
Mömmufrí...
... ég er ný kominn heim úr mömmufríi... það hófst í gær í hádeginu og endar í fyrramálið...
Það skal viðurkennast að það er ekki búið að vera auðvelt að að kúpla sig frá þessu öllu sem er í gangi, en það hófst í dag. Ég semsag fór í gær dag til Þráinns vinar míns í sumarbústaðinn sem foreldrar hans eiga rétt hjá Laugum. Á leiðinni þangað stoppaði í örstutt í Vaglaskógi og tíndi nokkra sveppi til að hafa með kvöldmatnum... ummm... villisveppir eru eitt af því sem ég elska við þennan tíma árs...
Þegar ég kom í bústaðinn tóku á móti mér þeir feðgar alltaf jafn gott að finna hlíjuna og vináttuna sem ég á við þennan yndislega mann og son hans. Við erum búin að vera vinir í nær 6 ár (minnir mig allavega)... reyndar voru fleiri þar á staðnum þannig að við vorum 5 í mat... sem þráinn undirbjó svo snilldarlega. Það skal viðurkennast að mér hefur ekki liðið vel síðann fyrir helgi þannig að það var svolítið ervitt fyrir mig að vera í kringum mikið af fólk. Reyndar var ég ekki hrædd við það þegar ég frétti af þeim aðilum sem voru þar fyrir en þegar á reyndi virtisr það erviðara en ég hélt vegna þess að ég veit og finn það mjög vel þegar ég er ekki sá aðili sem fólk vill tala við... það var mér ervitt... Reyndar er hluti af því sem er búið að vera mér ervitt síðustu daga er að ég er að finna það greinilega hverjir eru vinir mínir á þessum síðustu að vestu... Vinátta er alveg jafn flókin eins og ástarsamband, mér finnst maður eigi að rækta vinskap alveg eins og þá sem maður elskar. Það er samt staðreind að þegar á reynir kemur vanalega í ljós hverjir standa við hlið manns og hverjir ekki. þótt að þetta sé ekki alveg það auðvaldasta að eiga við þegar maður gengur í gegnum dimma dali þá þegar leingra er liðið frá þá verður maður þakklátur... en mér finnst alltaf jafn ervitt að missa vini og finna fyrir tómleikanum sem sá missir skilur eftir sig. Ég er búinn að vera mjög einmanna síðustu daga... þá meina ég einmenna í fjölmenni... Ég er búinn að gráta og hlæja síðustu 2 daga, og var mömmufrí mér mjög kærkomið til að átta mig betur á þeim tilfinningum sem brjótast um í hjarta mínu þessa dagana...
Þegar gestir hans Þráinns voru farnir gátum við vinirnir rætt vel saman um allt sem var að brjótast um í hausnum á mér, sem var mér mikil hjálp ... það er nauðsinlegt að spegla líðan sína í öðrum svo að maður fái aðrar hliðar á málunum og getur þvi betur mindað sér skoðanir og tekið ákvarðanir. Við láum í pottinum framm á nótt ogspjölluðum um allt og ekkert, horðum uppí himinninn og nutum þeirrar yndislegu kyrrðar sem var í nótt.. Eftir langt, heitt bað var ekkert betra en að skríða undir sæng og sofa framm á morgun... ég fékk mér morgunmat úti á balli og fann að ég gæti vel sofið lengur þannig ég fann mér dýnu og hlíja peisu og koddann minn og lagðist út í garð undir trjánum og svaf þar í 2 tíma... yndisleg, tær snilld að sofa svona út.
Um3 leitið ákváðum við að taka saman...eða reyndar tók Þrínn til ... hehehehe... flottur karlmaður þar á ferð. svo var stafnan tekin uppí Mývatnsveit og aðalmarkmiðin var að taka myndir... á leiðinni stoppaði ég á Laugum í Sparisjóðnum þar sem ég er með eitt að lánunum mínum og hitt útibústjórann og fékk betri útskýringar á því útaf hverju þeir vildu ekkert gera fyrir mig... en það er önnur saga...
Þegar við komum upp í Mývatnsveit filltist hugurinn af morgum góðum og gömlum minningum frá þeim tíma sem ég "bjó" það... ég var með annan fótinn í þessari induslegu sveit í nær 10 ár. þannig að þar þekki ég alla leiðir, þúfur, hella, skúmaskot og hóla.. Þeir feðgar voru tímabundnir þannig að við byrjuðum í Höfða þar eru yndisleg mótív...
Höði er yndislegur staður og gengum við þar stæðsa hringinn og ræddum um allt sem við augu bar... bæði fugla og flugur... náttúran þar er sú stórglæsileg sem landið á. Veðrið lék líka að dekra okkur eins og það gat... ég þoli illa mikla sól .. en hitinn og þegar það var skýjað var verðir perferk.
Við gleymdum okkur í á þessum yndislega stað þannig að við komumst ekki í Dimmuborgi og ákváðum að brenna beint í Námaskarð og þar var tekið hellingur af myndum... Það að ljósmynda er ein að mínum leiðum til að gera eitthvað fyrir mig... það fær mann að sjá fallegu hlutina í nánd og getur tekið þá upplifun með sér heim og notið aftur og aftur til að vekja upp góðar tilfinngar.
Námaskarð er náttúrulega snilldar staður fyrir áhugaljósmyndar... og aðra auðvitað. það er alltaf dama ævintírið að koma þangað... því svæðið tekur stöðugum breitingum...
Litabrygðin á svæðinu eru ótrúlegir og ætlaði ég alldrei að geta hætt... held að ég hafi komið heim með um 150 myndir bara af því svæði... þannig að þetta varbara gaman...
Þegar ég var búinn að taka allt sem ég vildi af myndum ákvað ég að rúlla mér heim á leið... reyndar stoppaði ég í Hrauninu við Reykjahlíð og tíndi helling af meiri sveppum og þegar ég kom heim var með því fyrsta sem gerði var að smjörsteikja sveppi og salta og borðaði með bestu lyst á ristað brauð... ummmmmmmmmmmmmmmm............ æði....
Núna sit ég bara og er að skoða og vinna myndirnar sem ég tók í dag og dær... þannig að það fara að komast myndir inná Flicerinn minn..
Jæja ég kem líklega fljótlega inn hér með heimspekilegri skrif þegar ég er búinn að átta mig alveg á líðann minni... farið vel með ykkur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 3. ágúst 2008
Einn skemmtilegasti dagur Ragnars síðnan í janúar...
Þótt að ég sé reið og pirruð þá eru sem betur fer aðrir aðilar sem hafa hjálpað til með að halda lífi Ragnars eins eðlilegu að hægt er miðað við aðstæður... Þetta fólk á heiður skilið fyrir að vera tilbúin að umturna lífi sínu til þess að hjálpa okkur... þau eru endalaust tilbúin að vera til staðar og hjálpa... Mamma og Hallgrímur ég veit ekki hvar ég væri ef ekki væri fyrir ykkur í þessu öllu... Þau fóru t.d. með Ragnar í hvalaskoðun í gær til Húsavíkur... það var ekki hægt nema með hliðrun frá sjúkrahús yfirvöldum sem er bara gert í einstaka tilfellum ... núna var það gert til að gefa hetjunni minn smá ævintíri og tilbreitingu í lífið... þannig að lyfjagjafir voru færðar til svo að hann kæmist með þessu yndislega fólki sem við eigum að.
Hér eru hinar tvær hetjunrar mína ... mamma og Halli Afi... á leiðinni með Haffara frá Húsaík á hvalaskoðunarmiðin...
Hér er hetjan mín að fylgjast með sjónum til að sjá nú örugglega hvali...
Áhugann vantaði ekki og tilhlökkunin yfir þesari yndlisleu tilbreitingu í lífinu...
Þegar þau komu uppá sjúkra hús um 10 leitið í gærkvöldi, eftir sjóskvettingar, mikila útiveru, rugg, ról og nokkra hvali þá var gelðin það eins sem skein úr andliti þessa yndislegustu veru sem ég kalla hetjuna mína... Hann knúsaði mig og kossar mínir voru með saltbragði sem honum þótti mjög skemmtilegt ... En þegar maður er búinn að vera svona lengi á spítala og í svona miklum lyfjagjöfum þá er úthaldið ekki mikið svo að svefninn sótti fjótt af snúðnum ... og ég stóðst ekki að taka eina mynd að því friðlega andliti sem balsti við mér í rúmminu hliðina á mér eftir ævintíralegan dag...
Guð geymi ykkur öll...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 1. ágúst 2008
Nú verðið þið að hafa mig afsakaða...
... hvað í ANNSKOTANUM á einstæð móðir (sem er í enduhæfingu) með langveikt barn sem er fast inná spítala nær allan daginn og allar nætur að gera þegar Tryggingarsofnun ákveður að ignora beiðnir um endurmat á bæði endurhæfingalífeyri og ummönnunarbótum, þær eru lagðar til hliðar og ekki afgreiddar... jú sætta sig við að fá einhvern skitinn 19.000,- í meðlag til að lifa af mánuðinn... jú barnabætur sem eru líka skertar því að einhver snillingur hjá TS gleymdi að draga af skatt... Bankarnir segjast ekkert geta hjálpað manni því að þeir skila svo miklum hagnði ... og jú það er víst kreppa hér líka... Hvern þremilinn er að gerast í þessu anskotans samfélgi sem kallar sig svo gott... og allt á að bíða þegar einhverjum yfirmönnum dettur það snjallræði í hug að fara í sín svo verskulduð sumarfrí ... það eiga allir skilið að fara í frí áhuggjulsusir .... þótt að það séu fæstir sem geta notað einkaþotuna sína og verið með millur uppá vasann.. ég veit það vel að við erum alls ekki þau einu sem líður svona eða þurfa að horfa uppá þetta tilbúna og óréttláta misrétti sem ráðamenn landsinns hafa komið hér á... Þvílíkt lúsa líðræði sem hér ríkir og aumingjaskapur í rekstri þeirra stofnanna sem segjast vera að hjálpa þeim sem minna meiga sín... Kerfið er það aumingjalegasta sem ríkisstjórnin státar sér af og leggur það meiri áherslu á að flækja sig en að hjálpa...
þið verðið að fyrirgefa þessa færslu og meigið líka búast við því að hún hverfi síðar en ég varð að fá útrás því ég er á mörkum þess að missa mig af reiði og sorg útaf því að einhverjum lúðum útí bæ finnst allt í lagi að kippa stoðinni undan okkur mæginunum svona þvi að þeim hentar það.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 31. júlí 2008
Fundurinn með sérfræðingum og bankarnir...
Já ég er aðeins búinn að hugsa hvernig ég ætti að skrifa þessa færslu...
Í gær var fundurinn með sérfræðingunum, læknunum, hjúkkunum, heimahjúkkunni, og aðstaðdendum Ragnars... Það kom framm á þessum fundi að í raun hefur það eina sem tekist hefur síðustu 6 mánuðina er að halda sýkinginngunni staðbundinni... þannig að í raun erum við á sama stað og í janúar... og við fengum líka að vita það að það eru minnst 6-7 mánuðir eftir ef nýju lyfin sem á að byrja á á mánudaginn virka vel... þannig að það er ljóst að ég fer ekkert að vinna fulla vinnu fyrr en í fyrstalagi næsta vor... úfff... og ég sem var að fá bréf frá bankanm þess efnis að þeir geta ekkert gert til að létta greiðslubyrði mína .. ég er í skilum og það er ekkert gert fyrr en allt er komið í óefni ... nokkuð sem ég get ekki hugsað til enda... kannski verð ég bara að keyra sjálfann mig í gjaldþrot til að geta sinnt því að vera með veikt barn...
Þetta eru allt blákaldar staðreindir sem ekki er hægt að líta framhjá en þegar maður í fleiri skipti er búinn að leggja spilin á borðið við bankana og sýna vilja til að standa við sitt með smá hliðrun og aðlagningu þá er ekkert meira hægt að gera...Heilsa sonarinns er mér meira virði en peningar...
Síðann í hádeginu í gær er ég búinn að taka sveiflurnar upp og niður... og fór alveg í þann pakka að spyrja almættið hvers við ættum að gjalda að vera dæmd í meira en árs fangelsi.. en auðvitað veit ég það að við höfum ekkert gert af okkur til þess að verðskulda það...núna er ég bara kominn í þann gír að þetta hefst alllt á endanum einhverntímann þótt það taki meira en ár fyrir okkur... vonin segir mér að við getum allt... við höldum ennþá í drauminn um að þegar þessu yfirlýkur förum við til Danmerkur í Lególand og Tívolí...
Allt veraldlegt fíku útum gluggann þegar snúðurinn brosir sínu breiðasta farmaní mann og segir "mamma... ég elska þig" þá er tilgangi lífsinns náð...
Ég hef síðustu daga reint að finna mér einhverja leið til að gera eitthvað til að næra sköpunargiðjuna í mér og hef ég farið hverja þá mínutu sem ég á lausa að taka myndir... Það er að ljósmynd er hobby sem mig langar að gera meira af og er ég að láta mér dreyma um að skattmann gefi mér 15.000,- krónur meira en ég býst við svo ég geti keipt mér þrífót... já ég veit það er líklega bruðl enda er þetta bara draumur ennþá...
Jæja ég ætla að láta þetta duga í bili... Guð geymi ykkur öll ...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 31. júlí 2008
Jæja smá betra ... hjarta í ljósunum
já það var farið að pirra mig að toppmyndin mín hvarf og eitthvað svoleiðis... en ég er búinn að bæta úr því núna tímabundið allavega... ég varð að sýna ykkur eitt...
Rauðu ljósin á Akureyrir eru orðin ferlega flott... þetta ætti allavega að taka vel á móti aðkomugestum hár í bæ þessa komandi helgi ... ég vil bara hafa ljósin svona alltaf... flott hugmynd hjá henni Möggu "pennavinkonu minni" Blönda...
Sýnum ást á rauðu ljósi...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 31. júlí 2008
Arggg...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 29. júlí 2008
Dagarnir líða...
Já... það er víst að dagarnir líða hjá okkur eins og ykkur öllum... Persónulega er ég búnn að vera í einhverri sálar krísu sem tekur enda eins og allt annað... mér finnst þetta allt bara vera orðinn óendanlega langt og er farinn að þrá það heitar en annað að eignast eðlilegt líf aftur ... en... það er víst ekki í mínu valdi ennþá... Ragnar er samur við sig þótt að þeim fjölgi nú skiptunum þar sem hann tilkynnir mér það hátt og skírt að þetta sé að verða komið nóg... enda sklija það allir sem eiga hlut að máli... Ég gæfi aðra hendinina núna bara fyrir það að geta gefið okkur frí í 2-3 daga og fara eitthvað saman og njóta tilverunnar annarstaðar en á sjúkrahúsi eða hér heima... en við reynum að gera ýmsa hluti til að minna okkur á það að sumarið er yndislegur tími ... í dag fórum við hér út í móann fyrir aftan húsið okkar í grasaleiðangur... þótt að það hafi nú aðalega verið spjallað um lífið og tilveruna þá var þetta góð stund... við komumst að því að hér fyrir ofan er hellings berjaland en þau þurfa soldið meiri rigningu og tíma til að berin séu orðin æt..
Ég komt reyndar í hálfann sólahring frá um daginn og hitti vin minn hann Þráinn og son hans eina góða kvöld stund...en ég fann það samt svo vel hvað mér fannst sárt fyrir Ragnars hönd að geta ekki komið með ... ég saknaði þess að geta ekki notið þessarar samveru með honum því að þeir synir okkar ná svo vel saman... síðustu 2 ár höfum við mæðginin fengið að hitta þá feðga í sumarbústað í nokkra daga á sumrin... það eru svo góðar stundir... en ... ekki þetta árið...
En það er svo gott að finna hverjir eru vinir manns þegar maður gengur í gegnum dymma dali... Takk Þráinn fyrir stuðninginn og bara það að vera til staðar...
Guð geymi ykkur öll...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)