Sundlaug nr. 4 er sundlaugin á Grenivík - Heitur pottur með magnað útsýni.

Þegar umferðin á Akureyri er orðin þyngri en á Miklubrautinni í borginni er svo sannarlega kominn tími til að láta sig hverfa úr skurðinum. Stefnan var tekin út fjörðinn að litlu krúttlegu þorpi sem kúrir utarlega í Eyjarfyrði, Grenivík. Veðrir var rólegt, sól og nokkuð hlítt... 

Sundlaugin er efst í þorpinu og hægramegin þegar maður kemur inní það, ekki alveg augljóst en ekki falið heldur. En þegar þú labbar inní húsið þá er það greinilegt að því er vel við haldið og vel með farið... Aðstaðan er stórglæsileg og sundlaugin og allt svæðið virkilega flott.

Þetta er alls ekki strórt en ég var nærri því "Palli var einn í heiminum"... Það var sér sundbraut merkt frá leiksvæði, pottarnir vel hannaðir og fullkominn hiti... svo verð ég að taka það framm að þarna er dásamlegt kalt kar... það eru LAAAAAANNNgur tími síðan ég hef komist í almennilega kalt og gott kalt kar... Þótt að ég elski fullkomna kælingu þá var toppurinn alls ekki það, heldur útsýni sem maður gleymir sér í frá heitapottinum (reynda frá öllu svæðinu) en ég var agndofa...

Ég átti smá samtal við starfsmann sem fékk hrós frá mér og viðkomandi sagði nokkuð sem ég skil reyndar ... að það er vandamál að auglýsa þetta ekki um of því það þarf ekki mikið til að svæðið verið of troðið... Þannig ekki hafa það eftir mér að þetta er algjög gullmoli og svo sannarlega nærandi fyrir sál og líkama...

20230707_144019

20230707_144012

Screenshot_20230707_162558_Connect

IMG_20230707_162150


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband