Kasljós... Nú er mér ofboðið....

Ég skal viðurkenna að ég er enn að velta vöngum yfir þessu og verð að segja hreint út... eru menn að missa vitið... hvað er siðferði og heil hugsun mótorhjóla manna ef þetta er málið ... ????

Sjálf hef ég endalausa unum af því að klæða mig í leðrið og setja hárið í stert og hjálminn á hausinn og setjast uppá tæki sem setur alla orkuna á einn stað ... í klofið... Á svona tækjum hef ég upplifað margar af mínum yndislegustu tilfingum... en þetta er ekki heilbrygt...

Þessum manni sem tók þessa vídeóklippu er greinilega ALVEG sama um sjálffan sig , fjölskyldu sína og samborgara sína... og síðast en ekki síst tókst honum með þessu að rúsat annas ágætis orðspori mótorhjóla manna sem hefur tekið okkur mörg herrans ár að vinna til. 

Mér finnst að svona menn eiga að vera teknir úr umferð STRAX... með öllum tilteknum ráðum...

Umræðan hjá þeim hjólamönnum sem ég umgengst er misjöfn en sterkustu raddirnar eru þannig að menn selja hjólin sín og hætta þessu núna í bili því að við erum viss um að þetta sumar verður það mannskæðasta hjá okkur hingað til...og vitað er að lögreglan er að undirbúa mikla herferð gegn svona mönnum ( ég vil helst kalla svona menn hálvita). Talað hefur verið um það að lögreglan sé með rótækar hugmyndir til að stoppa svona menn... t.d. gaddalínur sem sprengja dekkin og þá er pottþétt að það verur mannskaði... ég veit ekki hvort þetta sé satt.. en spuringin er hvort það sé ekki betra að stoppa þessa menn þannig áður en þeir skaða fleiri... (sjálf hef ég ekki myndað mér skoðun á því...) en mér finnst að svona menn sem leifa sér að auglýsa það á netinu að 250-300 km. hrað  sé forsmekkur af sumrinu og æsa með því unga og óreinda ökumenn til að prófa... þá á að loka inni núna...

Það er lang síðan ég hef verið svona harðorð hér ... en kannski kominn tími til... en ef einhverjum er misboðið endilega ræðum málin...
mbl.is Myndir af mótorhjóli á ofsahraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Betra væri nú ef þeir sem kunna með þetta að fara að selja ekki hjólin sín. Hætt er við að kaupendurnir séu einmitt þeir sem vilja haga sér svona. Svo ég segi haldið í hjólin ykkar og lánið þau ekki.

Birgir Þór Bragason, 23.3.2007 kl. 11:05

2 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

fólk er bara búið að fá nóg af svona framkomu því að það erum við hin sem erum dæmd fyrir ....

Margrét Ingibjörg Lindquist, 23.3.2007 kl. 11:07

3 identicon

Þú átt samúð mína alla. Ef þetta er ekki tilefni til að vera harðorður og sína jafnvel örlitla reiði gagnvart mönnum sem rústa ánægju og lífsháttum hjá stórum hópi kvenna og manna, ja þá er tilefni til að gera þetta háttarlag að því tilefni.

Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 11:09

4 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Annas er mér svo niðrifyrir varðandi þetta að ég þarf kannski að fara í kalda sturtu...

Útaf því að eins og við vitum Biggi að þá eru svona menn að eiðileggja margra ára starf... og það er svo gremjulegt... en... vonandi verður þetta til þess að menn sjái að sér..

Margrét Ingibjörg Lindquist, 23.3.2007 kl. 11:10

5 identicon

Vonandi missir hann allar tryggingar út af þessu myndbandi. Það þarf ekki mikið til þess að tryggingarfélög geti neytað fólki um tryggingar. Ég hef mæt svona fólki á Reykjanesbrautinni og það sorglega er að þeir eru á svo miklum hraða að það er ekki hægt að sjá númerið á hjólinu.

Ástríður (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 11:26

6 identicon

Ég þekki nú eilítið til þessa manns, einnig þekktur sem hnefaleikakappinn hæfileikaríki sem gengur undir nafninu Skúli Tyson. Þessi annars ágæti strákur er athyglissýkri en allt sem athyglissjúkt er. Þó svo að þetta sé ágætis strákur þá sýnir þetta myndband hversu óhemju heimskur hann er. Það vita allir sem vilja vita að þetta er hann á hjólinu akandi á þessum hraða.

Það sem þessi strákur vill ekki gera sér grein fyrir er að þó svo að hann sé hjólandi á þessum hraða á vegi þar sem engin umferð er, og réttlætir hegðun sína því á þann hátt að ef eh kemur fyrir þá verður það einungis hann sem verður fyrir skaða, þá hugsar hann ekki um hina hliðina á máliinu. Nú er ég ekki að tala um orðspor hjólreiðamanna heldur fjölskyldu mannsins. Ég hef misst nákomna út af eh álíka heimskulegu og þessu athæfi sem hann er stoltur að auglýsa þarna. Hugsunarháttur þeirra var nákvæmlega sá sami og hans er, þ.e. ,,Ef eh skeður þá er það bara ég sem verð fyrir tjóni og því er þetta allt í lagi". Málið er bara að þetta er ekki allt í lagi og það er EKKI bara hann sem verður fyrir tjóni. Vítiskvalirnar sem fjölskylda hans, foreldrar og systkyni, sem er frábært fólk, verður fyrir meira tjóni en hann. Hann verður dauður og finnur ekki fyrir neinu... það er fjölskyldan sem þarf að upplifa sorgina og kvalirnar sem á eftir fylgja.

 Vaknaðu upp úr rotinu Skúli... hugsaðu aðeins lengra en rétt fram fyrir nefið á þér. Þetta er ekki eh sem þú myndir vilja lenda í og hvað þá fjölskyldan þín.

sportistinn... (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 11:32

7 identicon

Verði mannskaði vegna ofsaaksturs vélhjóls í sumar, ætti þá ekki bara að gera Skúla ábyrgan.

Manndráp af hugsunarleysi ?

Ívar (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 11:44

8 identicon

Mér er tjáð að þessi Skúli sé kekktur fyrir ótrúlega heimsku og sé reyndar kolsvartur sauður í sinni fjölskyldu. Reyndar segir það sig sjálft þegar horft er á myndbandið að viðkomandi ökumaður er alls ekki í lagi. Lögreglan á náttúrulega að svipta viðkomandi ökuskírteininu strax og háa sekt í leiðinni.

Stefán

Stefán (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband