Kastljós í gær...

Ég skal viðurkenna að ég er enn að velta vöngum yfir þessu og verð að segja hreint út... eru menn að missa vitið... hvað er siðferði og heil hugsun mótorhjóla manna ef þetta er málið ... ????

Sjálf hef ég endalausa unum af því að klæða mig í leðrið og setja hárið í stert og hjálminn á hausinn og setjast uppá tæki sem setur alla orkuna á einn stað ... í klofið... Á svona tækjum hef ég upplifað margar af mínum yndislegustu tilfingum... en þetta er ekki heilbrygt...

Þessum manni sem tók þessa vídeóklippu er greinilega ALVEG sama um sjálffan sig , fjölskyldu sína og samborgara sína... og síðast en ekki síst tókst honum með þessu að rúsat annas ágætis orðspori mótorhjóla manna sem hefur tekið okkur mörg herrans ár að vinna til. 

Mér finnst að svona menn eiga að vera teknir úr umferð STRAX... með öllum tilteknum ráðum...

Umræðan hjá þeim hjólamönnum sem ég umgengst er misjöfn en sterkustu raddirnar eru þannig að menn selja hjólin sín og hætta þessu núna í bili því að við erum viss um að þetta sumar verður það mannskæðasta hjá okkur hingað til...og vitað er að lögreglan er að undirbúa mikla herferð gegn svona mönnum ( ég vil helst kalla svona menn hálvita). Talað hefur verið um það að lögreglan sé með rótækar hugmyndir til að stoppa svona menn... t.d. gaddalínur sem sprengja dekkin og þá er pottþétt að það verur mannskaði... ég veit ekki hvort þetta sé satt.. en spuringin er hvort það sé ekki betra að stoppa þessa menn þannig áður en þeir skaða fleiri... (sjálf hef ég ekki myndað mér skoðun á því...) en mér finnst að svona menn sem leifa sér að auglýsa það á netinu að 250-300 km. hrað  sé forsmekkur af sumrinu og æsa með því unga og óreinda ökumenn til að prófa... þá á að loka inni núna...

Það er lang síðan ég hef verið svona harðorð hér ... en kannski kominn tími til... en ef einhverjum er misboðið endilega ræðum málin... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband