Færsluflokkur: Bloggar

Hrísey...

Sælt veri fólkið... Hér kemur ferðasaga okkar til Hríseyjar í dag...Grin

mil-grrÍ dag var farin fjölskylduferð til Hríseyjar... Veðrið lék við okkur en auðvitað varð norðan "hafgolann" svona 15 metrar á sekúntu að vera með í för... það gerði ekkert til því við búum jú á íslandi og kunnum að klæða okkur (allavega segjum við ekki annað) Hér á bæ var mikill spenningur útaf ferðinni og var vaknað kl. 7 til að rjúka af stað ... en mamman var nú ekki alveg á því að láta draga sig frammúr löngu fyrir kristilegann tíma.. þannig að guttinn settist og horfði á smá dvd á meðann mamma kúrði aðeins lengur. Svo fórum við til mömmu (ömmunar) um hádegi og borðuðum þar haldbærann og góðann hádegismat áður en átti að fara út í eyju. Það kom uppúr kafinu að einginn af barnabörnum mömmu höfðu farið í Hríssey svo þetta var frábær hugmynd.

 

 

ragnar4Við komaums að því að Hríseyingar lifa við öflugt samgöngutæki sem fer að mig minnir einar 8-10 ferðir á dag framm og til baka... sem mér finnst hreint frábært... og mér skilst að fyrst að það sé frítt í strætó á Akureyri fái eyjaskeggjar frítt í ferjuna... tær snild... Siglingin á milli lands og eyju tekur ekki meira en 15-20 mínútur.. þótt að börnin hefðu geta farir miklu lengri ferð því að það var feikna gaman í bátnum. Það er augljóst að marglittur lifa góðu lífi þarna við eyjuna því að það var krögt af þeim rétt utann við bryggjuna og virtust fílarnir finnast það hið besta mál.

 

elinÉg filltist löngun til að flitja í svona lítið pláss þar sem nátturan og fólk lifir svona í sátt og samlyndi. Eyjarfjörðurinn er náttúrulega ofboðslega fallegur í allar áttir sem litið er. Mikið vildi ég að ég fyndi mér góðann mann sem vildi búa með mér á þannig stað þar sem náttúran og víðáttan er allt í kríng. maður gleymir því að hið daglega líf er allt farið að snúast í kringum lítið apparat sem heitir klukka... staðin fyrir að njóta staðar og stundar. Njóta barnanna og lífsinns.

 

 

 

 

 
amma+barnabörnÞegar út í eyju var komið fórum við frá borði og röltum okkur að litlu húsi sem virtist vera einhverskonar upplýsingamiðstöð sem og var. þar settumst við niður til að átta okkur á staðnum og því sem hann hefur uppá að bjóða... Þá kom mamma (amman) út og bauð okkur í leiðsögutúr um eyuna þar sem okkur var planntað uppá vagn sem hafði verið búinn út fyrir ferðamenn með bekkjum og teppum ( sem veiti ekki af svona á há sumri í brjálaðri norðann "golu") og skal það viðurkenn núna að sumum í ferðinn var orðið frekar kalt eftir þá ökuferð þó sérstaklega unglingunum sem máttu ekki hnekkja útlit sitt og höfðu gleymt því að við eigum heima á íslandi ... hinum börnunum og gamalmennunum var sama um útlitið og ákváðum að vera vel klædd. Leiðsögumaðurinn í þessari vagna/dráttarvélaferð var hreint frábær  hann heitir Aðalsteinn Bergdal og er leikari... skemmtilega orðheppinn maður með vitneskjuna á hreinu... Það var mikið hlegið í þessari ferð og við komums yfir 66 norður breiddargráðu..( held ég allavarg Errm )

mammaÞegar norðann "golan" hafði leikið okkur grátt á gömlum fjárvagni í snót um hvað við lærðum í ferðinni fengum við líklega að heyra galdraþulu og heilu kaflana úr þeirri annas ágætu bók. En ekki truflaði þetta okkur hin því að svona verða þessi grey að fá að vera Grin svona klukkutíma en með hlátur í hjarta og fullan viskubrunn ... var okkur sleft í eigin leiðangur og hann endaði undir næsta húsvegg því að það var alvitað að í bakpokanum mínum var mikið nesti sem var farið að freista ferðalenganna og kláraðist það allt á augabragði ... sjáfar loftið virðist auka matarlist... Sumir fóru að leika sér í heimatilbúum leiktækjum barnanna í Hrísey en aðrir sökktu sér ofann í Harry Potter sem hafði filgt okkur alla ferðina í traustu fang elsta barnabarnsinns... og er ég viss um að ef við myndum spyrja þá


Heimleiðin var yndisleg og nutu yngri börnin sér í því að skoða sjóinn og allt sem sást í honum á meðann Harry og félagar náðu að fang þá eldri þannig að hún gleymdi að koma úr ferjunni þega í land var komið og þurfti að ná í hana niður í farþegarýmið. Allir sáttir við vindasaman og sólkinríkann dag á fallegri eyju í fallegasta fyrði landsins.

Þannig að nú er að koma sér í bað og í háttinn því við vitum ekki hvaða ævintírum við komum okkur í á morgun...

Guð geymi ykkur öll...Heart

Mynd 1: Ég og sonurinn.

Mynd 2: Ragnar (sonurinn) að skoaða sjóinn.

Mynd 3: Elín Fríða bróðurdóttir mín, barnabarn númer 2 í röðinni.

Mynd 4: Frá vinstri mamma (amman), Ragnar, Elín Fríða og svo Ásrún María og Harry Potter...

Mynd 5: Mamma og börnin að skoða sjóinn á heimleiðinni. 


Helgin... Byrjun á sumarfríi okkar Ragnars.

Hér kemur smá innsýn í helgina hjá okkur mæðginunum...

                                                                                                                                                                  gásir-sumar2007Fyrst byrjuðum við á laugardaginn á því að fara á Miðaldarmarkaðinn á Gásum. Þar gengum við um og skoðuðum mikið af fallegum hlutum og fólki... mjög gaman. Eftir smá stund ákvað ég að setjast í móann og fá mér sígarettu í sólinni og fallegu umhverfi... ég sat þarna í soldinn tíma og naut þess að sitja í laut fullri af Vallhumli, ljónslöpp, sóleyjum, blóðbergi, Fíflum, fjólum og fleiri og fleiri fallegum blómum. Ég sat þarna og fór að vefja kransa eins og ég gerði mikið í gamladag úr sápublómum en ákvað að gera hann úr öllum þessu falegu blómum þarna í kring í staðinn... og vakti þetta mikla athygli og var ég beðinn um að vera með þarna næsta sumar ... Mér þótti það mjög gaman ... og er ég mjög til í það.Smile

 Hér sést Ragnar með sinn fallega krans... Blóma-prina víkingurinn minn.

 

 

 

eldur-sumar2007Næst áttum við sólarhring á Öngulstöðum í góðu yfirlæti þar... í vinnu og leik... Svo þegar við vorum búinn að hjálpa til þar eins og við gátum ákváðum við að drífa okkur til Þráinns í sumarbústaðinn þeirra rétt hjá laugum. Þeir feðgar tóku auðvitað yndislega á móti okkur. Það að eiga vini í lífinu sem eru svona magnaðir eins og Þráinn er vinur minn... það gerir líf manns svo miklu litríkara og betra... Takk Þráinn fyrir að vera sannur vinur í gleði og sorg. Þar vorum við í sólahring í afsllöppun og næringu... Þeir feðgar höfðu undirbúið lítinn varðeld sem við kveiktum á þegar fór að rökkva og við hituðum sykurpúða og það var vinsælt hjá guttunum... SYKURRRRRRRRRR.... uuuu...  

Hér eru strákarnir að hita sykurpúðana. 

Þegar ró var komin á strákanna skriðum við  Þráinn í heitapottinn og það var himneskt... logn, þoka, hiti, rökkur og rigning... ég hefði getað verið þar alla nóttina...ég hlít að hafa verið hafmeyja í fyrra lífi... YNDISLEGT í alla staði. 

 

ragnar-sumar2007Þegar dagurinn í dag rann upp hlír, fallegur og algert logn þá var ekki hægt að fara alveg strax út sælunni. þannig að við dúlluðum okkur þarna á náttfötunum framm yfir hádegi en þá ákváðum við að koma okkur af stað því að Elín og Ásrún voru á leiðinn norður og við vildum taka á móti þeim. Á leiðinn heim hringdi Maja frænka (frá Malmö)... uppáhalds frænkan mín og vildi kíkja í heimsókn. Þrátt fyrir símtalið ákváðum við að stoppa við Goðafoss og skoða þá mögnuðu náttúru sem er þar og fossinn auðvitað líka... Þagar við komum til akureyra var mamma búinn að ná í stelpurnar og við hittumst öll heima hjá mömmu og Maja frænka líka. Þar áttum við  skemmtilega og notalega eftirmiddagsstund. Maja.. knús þú er frábær frænka.

Núna erum við mæginin kominn heim þreytt og sæl eftir yndislega og fallega helgi með góðum vinum og fjölskyldu. Á morgun er stefnan tekin á Hrísey með alla krakkan og mömmu... enda veðurspáin frábær.

Þannig að ég segi bara Guð geymi ykkur öll...Heart

 


Sumarið og sólin...

Sælt veri fólkið!!!

Héðann er ekkert mikið svosem að frétta... Við erum bara heima við núna mæginin og Ragnar sigur mér við hlið og er að horfa á barnatímann. Þessi elska er orðinn svo þreytt á leikskóladvölinni og það er kvöl og pína að fara. Hann ákvað á föstudaginn að taka sér frí, og á morgunn þá ætlum við líka að taka frí í leikskólanum og ætlum að fara austur fyrir fjall og hitta Þráinn og sona hans í sumarbústað. Við vonum auðvitað að veðrið verði eins gott og í dag Grin því þar er hægt að vaða í læknum og klifra um alla móa... Ég ætla að athuga hvort þar sé blóðberg og fjallagrös svo að við getum fengið okkur þegar kvefið fer að koma með haustinu... kannski væri gaman að tékka á því hvort það séu fleiri grös sem sé hægt að tína eins og ég gerði í gamla daga.. hehehee... já sumir vinir mínir kölluðu mig "norn" því að ég safnaði grösum og gerði seyð iog útvetni. 

Svo hættir Rgnar á leikskólanum á föstudaginn og við ætlum að vera saman í sumarfríi í 2 vikur... og það eina sem við erum búinn að ákveða er að athuga hvort tjaldið okkar sé í lagi og ef svo er þá ætlum við í útilegu... og skoða smá landið saman. Svo fer hann í sumarfrí með pabba labbanum sínum í  byrjun ágúst.

Svo fer að líða að því að ég verði hótelstjóri.. hehehe það verður gaman...

En ég þarf að rjúka og gefa nágranna mínum straum...

 Guð geymi ykkur...


Ástin er óútrúleg...

Heart þetta finnst mér sætt Heart og í rauninni ferlega rómansísk saga... þótt ég viti að þetta hefur ekki verið neitt skemmtilegt og örugglega mjög kalt... En þessi fer í minningabók þeirra fyrir barnabörnin...

mbl.is Trúlofun í miðri Krossá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það fallega í lífinu...

Halló elsku vinir og lesendur...

Ég er eitthvað svo væmin í hugsun núna þessa kvöldstund... kannski hefur það eitthvað með það að gera að það er farið að skyggja á kvöldin og ég get lýst upp heimilið mitt með kertum aftur.. og það verkur mjúkar og hlíjar hugsanir... Ég las reyndar í dag eitt það fallegasta bréf ( ljóð) , því að bréfið var eitt langt ljóð sem lang afi skirfaði til móður minnar þegar hún var lítil stúlka... Ég verð að fá það og skrifa það upp og eiga.. og ég á líklega eftir að sýna ykkur það... en ég sat og grét á meðann ég las það því að þetta lýsti mömmu minn í hnotskurn eins og ég þekki hana 58 árum seinna... sem blómi á sumardegi sem fær alla til að finna hlíja strauma sumar golunnar... sem stöðugum stað fyrir hjartað að leita á.. o.sv.f

Ég er líka búnna að fá svo fallega knús og orð frá syni mínum síðustu daga að maður verður allur eins og mjúkur bómull og hlír eins og dúnsæng... Halo úff... væminn... heheheee.. .já ég er það víst, með stóra hjartastöð sem oft er lokuð mér stál veggjum... en það er oft gott að sína sinn ynnri mann.

Mér er farið að hlakka til að takast á við haustið og ritgerðasmíðina sem bíður er nú þegar farinn að leita að heimildum... svo er það lokaárið í skólanum sem verður líklega það skemmtilegassta sem ég hef gert um ævina... allavega er ég búinn að ákveða að það verður þannig...Grin Allavega er ég kominn með helling af hugmyndum fyrir lokaverkið mitt núna er bara að vingsa úr... hehehee.. það verður það erviða við allt...

Heilsan er góð og verður betri með hverjum deginum... kílóin farinn að hverfa og ég ætla verða flottust ...  læknarnir ánægðir með mig og ég enn ánægðari með sjálfann mig... svo er það bara næsta tékk 13 ágúst... en ég er búninn að ákveða að það verður fullkomið ...

hehehee... líf mitt er að verða flullkomið... þá er bara að finna fullkomna manninn líka... Býður sig einhver fram...??? hehehehhee...Devil

Jæja... kæru vinir... Guð blessi ykkur öll... með sömu lukku og gleði

og ég upplifi núna þessa dagana... 

 


Sumarið og hvernig gengur...

Hæhæ... Já sumarið er hálfnað og það hefur verið mjög gott hingað til... Mér var ætlað af læknum mínum að taka því rólega í sumar svo að ég hef ekki verið að vinna vegna álags einkenna sem hafa einkennt mig síðustu árin. Ég var einmitt í tékki í gær og það var voða gott að sjá að áætlun okkar virkar eins og hægt er. Því að hluti af ferlinu var að sækja sálfræðing eða geðlækni einusinni í viku en það hefur ekki gengið eftir vegna sumarfría... en það kemur strax núna í byrjun ágúst og það verður gott að fara afstað í þann pakka og klára að vinna í þeim málum.  Bakið er allt að koma hægt og rólega en ég er enn á mjög sterku lyfjum þegar verkirnir koma  fram. Lifrin er í smá byð en það er orðið ljóst að ég er ekki með sjálfsofnæmi sem er mikill léttir en ég þarf að fara í smá aðgerð í haust til að það komi endanlega í ljós hvað er að bregaðst þar... Hægt og rólega er svefninn að koma en það tekur víst langann tíma að vinna upp svona langvarandi svefnleysi og þreytu... En það er yndislegt að finna að meður er að ná tökum á því sem hefur verið að trufla manns eðlilega líf undanfarið... og það sem er best er að fá að vera á lífi og fá að lifa í friði fyrir daglegri streitu sem samfélagið okkar er  vant að setja á okkur dagsdaglega... Ég vil meina að samfélagið okkar í dag sé svo ervitt og þungt að það virðist vera þannig að margir af minni kynslóð ráði bara ekki við það ... fleiri og fleiri eru í mínum sporum núna og eiga bara ervitt með að viðurkenna vanmátt sinn gagnvart því. Það eru stöðug skylirði og kröfur á alla hverja mínútu sem við öndum... ég er viss um að við myndum hafa það öll miklu  betur ef við lifum í dag ekki fyrir morgunn daginn og njótum þess að vera til án skylirða ... Bara vera til og brosa...Grin

Guð blessi ykkur öll...  


Tilfingar...

Jæja... núna er gullið mitt sofnað eftir langann, spennandi dag...

Ég hef verið að ryfja upp í dag þær tilfingar sem hafa þotið inn í líf mitt síðustu 6 árin frá því að Ragnar mætti á svæðið kl. 10:10  3.júlí 2001. Ég man hvað mér þótti svo sárt að vita hvað hann þurfti að berjast fyrir lífinu fyrstu dagnana... mér fannst ég hafa brugðist honum svo að ég grét mig í svefn fyrstu næturnar. Svo að sjá hann í dag... stórann, hraustann og svo fallegann verða 6 ára og leiðinni í skóla... maður getur ekki eignast neitt dýrmætara í lífinu en þetta. EKKERT er betra og yndislegra.

Einlægur og þreyttur tók hann utann um mömmu sína áðann og sagði... " þú  ert besta mamma í heimi, takk fyrir góðann afmælisdag"... ég kem til með að gráta mig í svefn í kvöld af gleði  yfir þessum fallegu orðum. 

Góða nótt kæru vinir og Guð blessi ykkur eins og hann hefur blessað mig... 


6 ára

Svona er það alvarlegt að verða 6 ára... hehehee...

Þetta var góður dagur og núna er bara að berjast við það að róa sig  niður og koma sér í háttinn...

ragnar 6ára


Tímamót...

Þessi stóri og duglegi strákur verður 6 ára 3.júlí... á morgunn....

Gullið mitt... það eru ekki til nein orð sem lísa því almennilega hvaða tilfingar ég ber í brjósti mér...

Þú ert mér allt...Heart

ragnar og heimalingar


Já já ég veit að ég er ekkert búinn að blogga lengi....

Hæ... hæ....

Já ég veit að ég hef ekkert bloggað lengi... hef bara hrienlega ekki verið í stuði til að tjá mig neitt hér inni... Það er búið að vera hellingur að gera hjá mér undanfarið... þrátt fyrir að vera ekkert að vinna þetta sumarið þá er búið að vera nóg að gera hjá mér... og merkilegt nokk ekki setið auðum höndum einn dag. Það skal viðurkennast að það hefur verið erviðara en annað að hlada sér við prógramið  því að þeir sérfræðingar sem eiga að stiðja mig eru náttúrulega í löngu sumarfríi... allt uppí 3 mánaðar... Svona er álagið á læknanstéttina okkar að þeir þurfa að fara í svona löng frí til að geta sinng verkefnum sínum hina mánuðina... skrítið kerfi... en þannig er það samt...

Óttar bróðir hélt uppá 40 ára afmælið sitt um síðustu helgi og það var yndislegt að fá að vera þátttakandi í þeirri veislu... svo er ég að fara að halda 6 ára afmæli í næstu viku hér... það er svo gaman að þessari elsku... hann leikur sér ekkert núna að dótinu sínu því að við tókum svo vel til inní herbarginu hans í gær... Það á að vera svona hreint þegar afmælið er... þótt að það sé hægt að taka til áður aftur.. neinei... hann lætur sér nægja blað og blíant núna næstu dagannn... hehehe.. snúður...  Hann fékk lykla í dag... núna erum við að æfa okkur í að opna allar þessar blessuðu hurðir á þessu húsi... svona til að vera tilbúinn fyrir skólagönguna í haust... ÚFFF... litla barnið mitt að fara í skóla... nefnum það ekki ógrátandi...

 Jæja.. ég ætla að koma mér í háttinn.... það er víst hluti af því að ná bata að sofa nóg.... gengur ekki vel... ég er er að berjast við svefninn alla nóttina... 

Guð geymi ykkur öll...

Heyrumst aftur fyrr eða seinna... 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband