Færsluflokkur: Bloggar
Mánudagur, 11. júní 2007
Eiga / mega konur hafa frumkvæði???
Hæhæ... Alle sammen...
Ég er að hugsa... eftir að ég og Lína vinkona mín fórum út að skemmta okkur um helgina þá langar mig að vita hvað ykkur finnst... Megar konur hafa frumkæðið í því að tala við karlmann sem þeim líst á...?? eða eigum við að vera kamaldags og láta þá pikka okkur upp...
Ég hitti allavega áhugaverðann mann um helgina sem við sátum lengi og spjölluðum við... einnig hittum við hann daginn eftir og þá var líka spjallað... á ég að fá númerið hjá honum og hafa samband af fyrrabragði eða á ég bara láta hér við lyggja??
Allavega fannst mér mjög gaman að fara út á lífið og hitta fólk... og ég hitti helling af gömlum vinum og kunningjum sem mér fannst yndislegt að hitta aftur eftir mislangann tíma ... og uppúr þessu nær maður saman við gamla ´goða vini sem eru fluttir "heim" aftur og það gelður mig extra mikið... Velkominn heim Halli... og frú....
jæja.. kæru vinir... Guð geymi ykkur öll...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 8. júní 2007
árinu eldri...
Jææja ... þá er maður víst orðinn árinu eldir... líður samt ekker öðruvísi en í gær.. hehehe...
nema að ég fékk samþykktan endurhæfingarlífeyrir í dag.. og fékk pening og notaði meiri hlutann af deginum í að borga allt útisatandandi sem beið ... ekkert betra en að nota afmælisdaginn sinn í að borga skuldir...
Jæja... ég er víst að fara að halda matarboð... þannig að það er vissara að komar sér í eldunargírinn...
Túllilú... njótið dagsinns...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 4. júní 2007
Spurning dagsinns...
Sælt veri fólkið...
Mig langar að sjá hvort þið geti útskýrt nokkuð fyrir mér... Vitið þið hvað SJÁLFSOFNÆMI er??
Ég er búinn að Googla þetta og leira á öllum heilsuvefum sem ég þekki... en á einhvernhátt ekki fengið tilhlíðilega útskýringu á málinu... mig langar að vita hvað það þíðir í lífsgæðum fyrir sjúklinginn og hvort maður getur náð að vinna á einhvern hátt til að halda niðri sjúkdómnum...?? Einnig langar mig að vita hvort þið vitið hvað gerist ef lifrin virkar ekki almnnilega?? ef meður hefur ekki mótefni fyrir lifrinni....
Maður verður ringlaður af öllum þessum lækna tali... og þessum flóknu orðum... það er svo merkilegt að líkami okkar er svo flókið fyrirbæri að við vitum bara örfá % um hvernig hann virkar... En mig langar að skilja hvað er að mér... hvernig þetta virkar... og allt það..
takk....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 2. júní 2007
Er vorið komið...?? jafnvel sumar??
Já það er spurning hvort við megum búast við því að sumarið sé komið allavega er það komið í mínu hjarta... og þetta er það sem staðfestir það fyrir mér...
Hér er Eyjarfjarðarsveit... fallegir litir... minnsir reyndar á haustilitina... en eru samt vor litir...
Hér eru svo ungarnir við Leiruveginn... bara sætt.... og svo saklaust...
Svo er það kvöldsólin núna... út Eyjarfjörðinn... úr hrebergisglugganum mínum...
Þurfum við meiri staðfetingu á því að sumarið sé komið... hehehe.. á ég kanski að koma með mynd af sólbrunanum sem ég náði mér í, í dag... ehehheheee.. allavega náði ég að brenna á meðann ég skleikti sólina í Akureyrar-laug í hádeginu.... (löngu hádegi)...
Knús og kossar ....úr sumarlandinu ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 22. maí 2007
Veturirnn í hnotskurn...
Þá er búið að slíta Myndlistskóla Akureyrar í 33. skiptið. Það eru alltaf mjög hátíðlegar strundir þegar skólanum líkur að vori og reyndar líka soldið sorglegar því að við erum þarna eins og ein stór fjölskylda ... Mamma, pabbi, auka mömmur og pabbar... stóru systurnar og bræðurnir, litlu systkynin... svörtu sauðirnir og einglarnir.... saman í sama tilgangi að láta drauma okkar rætast. Okkur langar öllum að skapa verk sem þjóna tilgangi og í hvert verk sem kemur fram í þessum skóla eru hjörtu okkar sett í, tár okkar og þrár... svo eitthvað sé nefnt...
Maður fillist tómleika vitandi að sumir fara og koma ekki aftur, en svo er það tilhlökkunin að það bætist í hópinn með haustinu... hvernig fjölskyldu meðlimir koma í stað þeirra sem fara...???
Mér líður eins og maður sé hluti af stórri millu sem skapar fallegri og betri veröld með hönnun og myndlist... þessi milla er lífið okkar og maður lærir svo mikið á sjálfann sig í þessari vinnu og aðrir gefa manni tækifæri til að sjá svolítið af sjálfum sér líka.. ( mis mikið auðvitað) en nóg til að sjá hvað í þessari fjölskyldu þeirra staður er og höfum við öll okkar stað og stund.
Með söknuði kveð ég þá sem með sóma útskrifuðust í kvöld og óska þeim alls hins fallega og góða í lífinu í listum og hönnun sem frammundan er. Sumra kem ég til með að sakna meira en annara því að djúpstæð vinabönd hafa myndast og vinasambönd sem rofna ekki við þennan aðskilnað , en skólinn gaf mér þessa góðu vini og á ég eftir að sakna þeirra á þeim grundvelli.
Markmið mitt þetta árið var að gera mitt allra besta og sína í hvað mér býr... og mér tókst markmið mitt að fá bara 9 og 10 í einkun... meðaleinkun mín eftir skólaárið 2006-2007 er 9,3... Og meira að segja ég þessi massívi perfesjonisti hefði ALLDREY gert mér í hugarlund að ég gæti náð svona góðum árangri en það er staðreind og satt best að segja kom ég sjálfri mér mest á óvart... Mér líður núna eins og að mér séu alltir vegir færir og stefnan er bara tekinn uppá við héðann...
Í fyrsta sinn á minni 33 ára lífsleið finnst mér ég eiga þetta skilið svo skrítið sem það hljómar... Ég ein á þennan árangur og einginn getur tekið hann frá mér... ég er búinn að lifa of lengi í þeirri meiningu að hrós ein aðila í mínu lífi væri markmiðið en .... ekki lengur... Núna finn ég að ég er að lifa lífinu fyrir mig en ekki þann sem kúaði mig í tugi ára... minn árangur er ekki fyrir hann heldur mig eina.. og Gullið mitt... hann Ragnar... Það er merkilegt að vera orðinn fullorðinn manneskja og vera fyrst að átta sig á því núna... en svo dýrmætt í alla staði..
Tilfinginin er eins og að stórar slagbrandsdyr hafi opnast fyrir mér... og inn streymir byrta og hlíja sem alldrey fyrr...og hún umlikur mig með ást og yl... Ég ætla að halda í þessa tilfingu...
Jæja...Guð blessi ykkur öll...
Bloggar | Breytt 23.5.2007 kl. 00:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 22. maí 2007
Hvet ykkur til að skoða og segja mmér hvað ykkur finnst...
Mig langar líka að hvetja ykkur til að fara í listann ... bloggin mín... og skoða það bloggið sem ég er að setja upp um lokaverkið mitt... EKKI DÆMA- samtök gegn fordómum...
Endilega segið mér... því ég er að hugsa um að koma þessu áfram...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 22. maí 2007
Hvað er næst...???
Já það er góð spuring...?? Ég æti kannski fyrst að segja ykkur að á meðann ég var að klára lokaverkefnið mitt þá fór ég í 3gang á sjúkrahús... tl að láta sprauta í bakið á mér... og til að gera langa sögu stutta þá virðist það vera að bera árangur... því að í dag, hef ég ekki þurft að taka neina verkjatöflu... manneskjan sem var kominn á morfínlík lyf... þannig að ég tel mig góða... Einnig er ég búinn að vera með allskonar annað yfir mér.. allskonar tékk vegna bilanna í mér.. hehehe.. en ég bila ekki beira en ég vil... en úr einn blóðprufunni kom eitthvað klippp upp hjá lifrinni og öllu því kerfi... en auðvitað ákvað ég að það væri ekkert... og svo var niðurstaðan úr rannsólninni sem ég fór í gær..
Ég er búinn að liggja yfir The Secret... sem er mögnuð heimspeki...
En það sem tekur við hjá mér þessa dagann er endurhæfing alsherjar... því að ég fékk víst síðasta séns með bakið... "annas verður kominn í hjólastól fyrir 40." sagði læknirinn... en við viljum það jú ekki... Þannig að núna er það bara stífar þjálfanir daglega... og geðhjálp...breitingar á mataræði.. og ALLT....
þannig að það verður vinnan mín í sumar að koma þessari mögnuðu manneskju í fullkomið stand...
Svo er það útskrift í kvöd í skólanum og þá fæ ég að vita hvort mér tókst það sem ég ætlaði mér að fara ekki niður fyrir 9 í einkunum þennan veturinn... tarrataaa.... spennandi...
En... ég læt ykkur vita... Guð geymi ykkur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 19. maí 2007
Lokasýning Myndlistaskólanns á Ak.
Í dag var hátíðlegur dagur... Vorsýning Myndlistaskólanns á Akureyri var opnuð...
Það er hátíðleg stund fyrir okkur nemendurnar að opna skólann okkar þannig að hingað streima hundruði manna inn til að skoða afrasktur vetursinns... Maður er í rauninn auðmjúkur yfir öllum þeim áhuga sem almenningur hér í bæ hefur á skólanum okkar, en auðvitað er maður í leiðinn á 7 skýi og stoltur yfir því að vera þáttakandi í því frábæra skóla starfi sem fer fram hér á hverju ári.
Lýsingar eins og ... "frábær verk"... "besta sýningin í mörg ár"... "tilhlökkun í framtíðina með svona frámúrskarandi hönnuði"... "gleði í hjarta að sjá"... og fleiri er nokkuð sem ég fékk að heyra í dag um sýninguna okkar...
Einnig fannst mér gaman að því að fá að leiða bæjarstjórann okkar Akureyringa í gegnum einn salinn okkar... og svo virðist vera nokkuð um það að útlendingar líti inn líka og fór ég sem leiðsögumaður í gegnum sýninguna á ensku og dönsku.... sem var mjög gaman því að þessu erlendu aðilar voru mjög upp mér sér yfir því hversu góða hönnuði og lista menn við virðumst vera að móta í skólanum...
Mig langar sértaklega að óska útskriftar nemendunum til hamingju með þennan áfanga í þeirra ferli og vonandi sér maður meira af þeimí framtíðinni sem framúrskarandi listamenn og hönnuði.
Einnig vonast ég til að sjá sem flesta á morgunn á sýningunni milli 14-18 í húnæði skólanns.
Hlakka til að sjá ykkur...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 5. maí 2007
90 dagarnir búnir....
hehehheheeee.... núna er 90 daga kalla bannið mitt búið.. hehehehe.. var ég ekki dugleg???
í dag kláraði ég líka lokaverkefnið mitt fyrir þetta árið... og skal ég kinna það fyrir ykkur í bráð... því að ég er að pæla að stofna þessi samtök... og hafði hugsað mér að byrja á því að stofna bloggsíðu um málið fyrst og sjá hvaða grunndvöll ég fæ fyrir því... þannig að Samtökin "ekki dæma" verða kannski í framtíðinni eitthvað sem verður barnið mitt... og eru samtökin gegn fordómum í íslensku samfélagi...
EN ég skal kynna það betur seinna... en núna er pabba helgi hjá mér og ég er að fara á djammið og halda uppá það að mitt 90 daga kalla bann er búið... hehehehee....
GÓÐA HELGI....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 30. apríl 2007
Að hlæja eins og barn...
Sælt veri fólkið
já ég veit að ég hef nærri horfið af yfirborði jarðar
en það er bara búið að vera svo mikið að gera hjá mér síðustu vikurnar að ég hef ekki gefið mér tíma í að skrifa ykkur línu.
Núna í þessum töluðu er ég að berjast við það að klára lokaverkefnið mitt í skólanum svo ég nái að vera með í yfirferðinni sem er í næstu viku. Það hefst
var reyndar búinn að fá frest á skilum en svo þurfti kennarinn okkar að fara erlendis og allt frestast
heheheee.. græddi smá á því.
Heilsan er eins og henni einni er lagið
og alltaf bætist á , núna er komið í ljós að það er eitthvað lifrarklikk hjá mér og skjaldkyrtillinn ekki í lagi heldu
einnig virðist líkaminn minn safna öllu járni í sig
(hehehe.. ekki furða að ég sé þung á viktinni
ehehheeee
). Svo núna er það bara að bíða í nokkra mánuði eftir að komast til sérfræðing útaf þessu.
Bakið er bara í fullri vinnslu hjá sjúkraþjálfa og svo þarf ég að fara fleiri sprautur líklega í næstu viku
búinn með 4 og á 2 eftir
vonandi ekki fleiri
Geðið fer enn upp og niður en mér skilst að það sé eðlileg á meðann svona mikið er í gangi hjá mér
og á meðann ég næ lítið að sofa
en vonadi stendur það til bóta. Vottorðið er farið inní Tryggingastofnun og nú er bara að bíða og sjá hversu mikill löglegur aumingi ég verð
heheheheee
það tekur víst 6-8 vikur fyrir þá að ákveða sig
þannig að nú er bara að byðja Guð um að borga reikningana mína á meðann
Veðrið er nátturulega búið að vera sindsamlega gott síðustu daga
og fórum við mæðginin í sund á sunnudaginn og renndum okkur í rennibrautinn saman
og það var svo gott að hlæja eins og barn um stund. Láta allar áhyggjur lönd og leið. Við skemmtum okkur mjög vel og ég hlakka til að eiga fleiri með honum í sumar
eitthvað sem ég hef alldrey gert.
En kæra fólk
Það fer að líða að því að ég vaka aftur í þessum blogg málum.
Hlæjum sem börn...
P.S. Sigga (guðmóðir Ragnars) já.. elskan mín
LITLA barnið okkar er að fara í skóla í haust
og hann er orðinn 30 kg
ÚFF hann verður flottur þegar hann verður eldri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)