Færsluflokkur: Bloggar
Þriðjudagur, 31. júlí 2007
Er ekki verið að stinga hausnum í sandinn...
Það skal einginn segja mér að ungt fólk á aldrinum 18-23 ára komi ekki í bæinn ( og þá ekki í fylgd foreldra). Hvernig var þetta hér á bíladögum... þau voru farinn að tjalda um allar sveitir og þar var ekkert eftirlit eða gæsla. með tilheyrandi ölfunar og lyfjaakstri...slysahættur ...Verður þetta þá ekki bara eins eða verra... ?? Mér skilst að Akureyrirbær fyrri sig allri ábyrð á unglingum sem er ekku undir forsjá foreldra hér... hvað verður um nauðgunarmálin... líkamsárásirnar... eiturlyfin... Mér finnst ekki hægt að bjóða alla velkomna en svo má hluti af því hvergi vera og algerlega laust við allt eftirlit... Mér skilst að yfirlæknir Fjórðungssjúkrahúsinns sér mjög ósáttur við framkvæmdina á þessu ... og hvað þá nærsveitungar sem fá bara að heyra að ef fólkið tjalda utan Akureyrar "sé það bara þeirra vandamál" Er hægt að halda svona hátíð og fyrra sig svo ábyrðinni???
Þótt að veðurspáinn sé ekki góð þá finnst mér ekki hægt að skíla sig bak við það... ég veit líka fyrir víst að gistiheimili og hótel á svæðinu neita íslendingum um gistingu þessa helgi því að það vill einginn hafa þetta inni hjá sér... Foreldrar eru farinn að hringja fyrir börnin sín útum allt að reyna að redda þeim "einhverju"... Ekki myndi ég vilja að sonur minn færi afstað í svona annas stórhættulega helgi, vitandi það að það verður ekkert eftirlit eða staður fyrir hann að leita á ef eitthvað kæmi fyrir...
Hvar er ábyrðin...?? hvernig viljum við hafa svona helgar...?? er þetta ekki orðið nóg...??
Mér finnst hreinlega svona hátíðir eigi ekki heima í bæjum... og hreinlega kominn tími fyrir okkur íslendinga að þroskast smá og hætta að finnast við tilneydd til að "detta í þar" um Verslunarmanna helgar... Drykkju menning okkar er hreinlega til háborinnar skammar... og heyrir maður það meira og meira hjá útlendingurm að þetta finnist þeim einn að ókostum við ísland.
(Ég vil ekki alhæfa og ég veit að það eru til íslendingar sem kunna sér hóf og þekki ég marga þannig... kannski því að líkur sækir líkann heim).
![]() |
Aldurshópurinn 18-23 ára fær ekki aðgang á tjaldstæðum á Akureyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 31. júlí 2007
Fjölskylduhátíð fyrir eldri en 18 ára... er það hægt??
Sælt veri fólkið ...
Ég er nú kannski ekki vön því að skrifa hér inn harðorðar greinar um það sem er í gangi hér í bæ en ég verð að viðurkenna að ég skil lítið í því sem er í gangi hér þessa dagana.
Já málið er að hér á að halda "fjölskylduhátíðina" halló Akureyrir eins og síðustu ár um næstu helgi. Allt gott og blessað með það... auðvitað reynum við líka að laða að okkur fólk og ná að búa til skemmtun fyrir það. Reynslan hafur sýnt það sýðustu árin að hingað hafa líka leitað mikið af unglingum og ungu fólki sem eru að leitas eftir "djammi og drykkju" og hafa margir hér í bæ fengið uppí kok af þeirri umgengni sem hefur verið á bænum á þessum helgum. Umgangurinn hefur verið hræðilegur, maður hefur læst extra vel að sér og ekki þorað að fara með börnin á þá dagskrá sem er ætluð þeim því að þá blasir við þeim illa drukknir unglingar og drasl um allan bæ. Nóg um það... en það sem mér liggur á hjarta núna er...
... að hér á að halda sömu hátíð enn eina ferðina nema... hér verða eingin afmörkuð svæði fyrir þetta unga fólk sem hingað kemur... hér verður eingi sérstök gæsla vegna þeirra... aldurstakmark á tjaldsvæðum er frá 18-20 ára... það verður ekkert aukið samstarf með sjúkrahúsinu... það verða haldnir 2 stórir unglingadansleikir, þannig að það verður hellingur um að vera fyrir þessi börn. Mér skilst að forvarnavinna vegna eitulyfa verði lítil og vinnsla með fórnarlömbum nauðganna... Akureyrirar bær fyrrar sig allri þeirri ábyrða á þessum börnum/unglingum... Það skal einginn segja mér að þau komi ekki hingað um næstu helgi... en hvar verða þau... um alla sveitir undir eingu eftirliti... ölvunarakstur og slys... líkamsárásir og það sem því fylgir... ég veit að gistiheimil á svæðinu ákveða frekar að vera með laus herbergi heldur en að hleipa fólki að ... Það vilja fæstir í samfélaginu hér hafa þetta svona hér... Hver ber ábyrðina...??? Af hverju að halda hátíð sem allir eru velkomnir á en... samt ekki allir... Hér verður dagskrá fyrir alla... en eingin gæsla, aðhald eða eftirlit... ég fæ í magann við tilhugsunina ... Kannski sem betur fer á veðrið að verðal leiðinlegt.. en ég held að það sé ekki hægt að skíla sig bak við það...
Jæja.. best að róa sig og hætta þessu... En hvað finnst þér???
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 31. júlí 2007
Náttúran skoðuð og nýtt...
Halló... öll sömul...
í gær fórum við mæðrugnar og gullið mitt í náttúruferð og enduðum að týna helling af sveppum á góðum stað hér rétt utan við Akureyri... Syninum er farið að finnast svona ferðir bæði erviðar en mjög áhugaverðar. Í gær eignaðist hann 12 nýja vini... og má segja að ég hefi tekið að mér 12 ný börn... hehehe... Já þegar ég fór að þrífa sveppina þá komu í ljós þeir sem höfðu búið sér til bú í sveppunum... Sniglar... Þannig að þeir voru settir í sér dall með mat í og heimilum þeira... Þannig að við erum orðinn 14 í heimili hér núna... ekki það að það fari mikið fyrir nýju leigjendunum.
Markmiðið er að sleppa þeim í náttúrunar ... sem fyrst.
Bless í bili...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 30. júlí 2007
Til umhugsunar... 30.júlí 2007
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 30. júlí 2007
Jurtir eru farinar að hrannast upp...
Svona eru hillurnar í eldhúsinu mínu farnar að líta út... núna þegar jurtirnar eru þornaðar og komnar í merktar krukkur. Ég auðvitað hannaði merkingarnar líka og valdi í það litinn sem minnir mest á náttúruna. Það verður gaman að útvatna og búa til lurtahunang fyrir soninn, svo að við höfum til að berjast við kvef og smápestir í vetur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 29. júlí 2007
Til umhugsunar... 29.júlí 2007
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 29. júlí 2007
Hann var svo glaðbeittur og yndislegur maður...
... já hann Hannes frændi er látinn. Ég gleymi alldrey þeim stundum sem við áttum sama, þótt þær hefðu ekki verið margar í gegnum tíðina en þær voru ógleymanlegar. Meigi þín yndislega sál hvíla í friði. Þótt þú hafir farið svona fljótt og án þess að nokkurn grunaði að þannig myndi fara, þá finn ég fyrir hlíjum straumi við tilhugsunina um samverustundirnar sem við áttum saman og kem ég til með að geyma þær vel í sálu minni og minnast þeirra endrum og eins. Guð geymi þig kæri frændi.
Kveðja Margrét
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 26. júlí 2007
Til þeirra sem ég elska...
... og auðvitað megið þið hin líka njóta... til þess er leikurinn gerður...
Því fleiri sem maður elskar, þeimun betra.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 26. júlí 2007
Það sem okkur er mikilvægast...
Sælt veri fólkið...
Í dag ringdi sem er rosalega gott fyrir náttúruna og gladdist ég því mikið. Það hlakkaði í mér því að þá eru meiri líkur á því að sveppirnir nái að vaxa og dafna svo að við getum notið þeirra vel og lengi í vetur. Mig hlakkar til að fara að tína þá og geta fengið mér ristað brauð með ný steiktum sveppum í smjöri og kúmeni. heheheee... já ég er skrítinn... ég er bara svo mikið nátturu barn og mikil náttúru gyðja. Sumir segja að ég sé norn en bæta svo við "góð norn" sem ég er mjög sátt við... Ein sagði að hún sæi mig alveg fyrir sér í skósíðri skikkju með stórri hettu á vappandi í náttúrinni... mér þótti gaman að þessari lýsingu því að ég ætla einmitt að sauma mér eina þannig í vetur og gera briddingar á hana með spjaldvefnaði... svona eins og í gamladaga...
Það er eitt sem fer allt með mér þessa dagana og það er myndavélin... og hér með þessari færslu fylgja nokkrar myndir sem ég hef tekið mér til yndisauka síðustu daga og í dag.
Í dag ver ekki mikið gert úti við en ákveðið var í gær að í dag yrði "listasmiðja" hér heima hjá mér. Ég var búinn að lofa því að kenna bróðurdætrum mínum að gera myndir eins og ég hef verið að gera og mér skilst að það hafi verið mikill spenningur fyrir því. Það sem kom sem upp var að þær áttuðu sig á því að maður hristir bara ekki listavevrk úr erminni svona á smá tíma... heheheee.. en það er góður lærdómur. Lína vinkona kom líka og við vorum að undirbúa fyrir hana því að hún verður með á Handverkshátíðinni , með verk sem á sér sögu og verðru skemmtilegat að sjá hvaða viðbrögð hún fær... þetta er voða gaman... ég fæ að vera bæði grafískur og textíl hönnuður í senn... svo er svo yndislega gaman að vinna með henni Línu minni í Gröf... hehehehee.. Hún er líka að gera svo yndislega fallegar myndir í Gallerý Dalí núna... sko meira en þess virði að sjá þær og tryggja sér eintak.
Fyrirsögnin mín er "það sem okkur er mikilvægt" og það er það sem mér er mjög hugleikið þessa stundina. Ég er svo þakklát þessa dagana fyrir svo margt... og mig langar að deila með ykkur því... Þakklátust er ég fyrir soninn minn og hvað við eigum falleg og sterk tengsl. Móðir mín er líka mér mjög mikilvægog ég væri hvorki fugl né fiskur ef hún hefði ekki verið til staðar. Hún er sú fallegasta , heilsteiptasta, hugulsamasta, greiðviknasta og hjartahlíjasta manneskja sem ég á ævinni hef kynnst. Hennar skoðum og álit er mér allt. Ég veit líka að hún er einn af tveim stæðstu pungtum í lífi sonarinns og kallaði hann hana lengi vel "amma-mamma" og lísir það svo miklu. Ég er mjög þakklát fyrir vini mína sem hafa gengið með mér í gegnum súrt og sætt síðustu ár... Lína, Þráinn, Jenný, Laufey, Kristín Þöll, Inga Felixs... þið eruð perlur sem hver manneskja myndi geyma sem dýrgripi sína. Ég er þakklát fyrir alla þá sem hafa hjálpað mér fjárhaglega og með veraldlega hluti... alla þá sem hafa hjálpað mér með það andlega og líkamlega... Skólinn er mér mikils virði og allar þær nýju reynslur sem ég hef fengið síðustu árin. Takk takk... ég er betri manneskja fyrir það að ykkur brá við í mínu lífi.
Guð geymi ykkur ÖLL... ykkur hin líka... þið eruð öll einstög hver og eitt...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 25. júlí 2007
Jurtadagurinn mikli... að komast í tengsl við náttúruna.
Góða kvöldið kæru lesendur...
Það er svo gaman að setjast svona niður eftir þessa daga okkar og setja inn myndir og segja ykkur frá. Því þessa síðustu daga höfum við verið að bralla ýmislegt.
Í dag ákváðum við að fara og tína jurtir... því að ég hef ætíð haft mikinn áhuga á lækningamætti íslenskrar flóru. Við ókum sem leið lá niður að Gásum því að um síðustu helgi hafði ég áttað mig á því að þar svæði er ofboðslega ríkt af góðum jurtum.
Ég tók mömmu með og barnabörnin hennar... Ásrúnu Maríu, Elín Fríðu og Ragnar ( svo var Harry Potter og félagar á sveimi þar líka). Við ráfuðum um og tíndum allt sem svæðið hafur uppá að bjóða... ekki alveg kannski en það sem mig langaði að safa fyrir veturinn svona til að sporna við kvefi og flensum. Við tíndum ein heljarinnar bísn af Vallhumlli sem er einstaklega róandi og bólgueyðandi... og frábær við tíðarverkjum. Gulmaðran ver líka ofarlega á lista því hún er svo góð fyrir blóðið og allt það kerfi. Blóðbergið er líka eðall sem ég vil ekki vera án í vetur bæði í te og sem krydd á lambið. Ekki má gleyma Rauðsmáranum til að hjálpa lifrinni minni að ná bata.
Börnin undu sér þarna um stund og fundu helling af berjum en þegar óró komst á hópinn tók ég mig til og kenndi þeim að gera mína heimsfrægu og fallegu blómakransa sem ég gerði líka um síðustu helgi á Víkingahátíðinni og tókst þeim frábærlega til með sína frumraun í kransagerð.
Ég á nátturulega bara fallegustu frænkur í heimi.
Eftir jurtasöfnunina ákváðum við að fara niður í fjöruna sem er þarna líka og skoða okkur um. Fjarna þarna er frábær og skemmtilegt ... en best er að trufla Kríjuna ekki of mikið því að hún var ennþá mjög agresív og pirruð á þessum tvífættu gestum sem spásseruðu þarna um og veifuðu allakonar drasli fyrir ofann hausinn á sér...
Þau eru okkar bjartasta von... þessar elskur og kynslóð framtíðar.

Svona að lokum við ég senda ykkur öllum stórt knús með þessari mynd. Sem er lítið listaverk sem ég gerði með ykkur öllu í huga. Leggjum okkur fram við að komast betur í tengsl við okkar fallegu náttúru og njóta þess sem hún hefur uppá að bjóða.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)