Sumarið og sólin...

Sælt veri fólkið!!!

Héðann er ekkert mikið svosem að frétta... Við erum bara heima við núna mæginin og Ragnar sigur mér við hlið og er að horfa á barnatímann. Þessi elska er orðinn svo þreytt á leikskóladvölinni og það er kvöl og pína að fara. Hann ákvað á föstudaginn að taka sér frí, og á morgunn þá ætlum við líka að taka frí í leikskólanum og ætlum að fara austur fyrir fjall og hitta Þráinn og sona hans í sumarbústað. Við vonum auðvitað að veðrið verði eins gott og í dag Grin því þar er hægt að vaða í læknum og klifra um alla móa... Ég ætla að athuga hvort þar sé blóðberg og fjallagrös svo að við getum fengið okkur þegar kvefið fer að koma með haustinu... kannski væri gaman að tékka á því hvort það séu fleiri grös sem sé hægt að tína eins og ég gerði í gamla daga.. hehehee... já sumir vinir mínir kölluðu mig "norn" því að ég safnaði grösum og gerði seyð iog útvetni. 

Svo hættir Rgnar á leikskólanum á föstudaginn og við ætlum að vera saman í sumarfríi í 2 vikur... og það eina sem við erum búinn að ákveða er að athuga hvort tjaldið okkar sé í lagi og ef svo er þá ætlum við í útilegu... og skoða smá landið saman. Svo fer hann í sumarfrí með pabba labbanum sínum í  byrjun ágúst.

Svo fer að líða að því að ég verði hótelstjóri.. hehehe það verður gaman...

En ég þarf að rjúka og gefa nágranna mínum straum...

 Guð geymi ykkur...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband