Færsluflokkur: Bloggar
Föstudagur, 17. október 2008
Ég á ekki til orð ...
... já það er ekki oft sem skessan ég verð orðlaus en símtal sem ég fékk í dag hefur gert það að verkum að ég er búinn að þaga liggur við í 4 tíma... og það litla sem ég hef sagt hefur verið annars hugar... þessu átti ég einganveginn von á... en sýnir hvað það eru órtúlega margir sem hugsa til okkar mægina á þessum síðustu og vestu. Þær tilfinningar sem þetta símtal vakti eru ótrúleg gleði, hlíja, margfalt þakklæti, væntumþikja og ofboðslega mikið ljós... Já... ég bara er ennþá hlessa en óendanlega glöð. Símtalið var frá maneskju sem er í Kvennfélagi Mývatnsveitar og hafði verið tekið sú ákvörðun að þær ætluða að styrkja okkur mæginin um umtalsverða fjáræð.
Mývatnsveit var heimili mitt í nokkur tíma og mamma bjóð þar í 10 ár og hefur mér alltaf fundist sveitin vera mitt "heim" en ekki grunaði mig að vera mín þar hafði þau áhrif að eftir hefði verið tekið... en það er augljóst að það eru mörg hjörtu sem slá til okkar núna og það er svo yndisleg tilfinning að finna... Ég kem til með að fara uppí sveit og knúsa alla þá sem að málinu koma því það eiga þær sko sannalega skilið.
Það er svo ótrúlegt hvað það eru margir sem hafa stutt okkur síðustu 10 mánuðina...T.d. það yndislega teymi (hjón) sem studdu okkur í sumar þega á reyndi og þeir einstaklingar sem hafa lumað pening inn á styrktarreikninginn hans Ragnars... og svo núna þær yndislegu konur sem eru í Mývatnsveit... Ég hefði ekki trúað því að ég og sonur minn höfum í gegnum tíðina náð til svona mikils af fólki að það virðist vera og er ég mjög glöð með það. Það sem mér finnst líka merkilegt er að þessir styrkir koma alltaf á órtúlega fullkomnum tíma það er eins og þetta sé skipulegt á æðri stöðum. Hefur þetta gert það að verkum að núna sé ég framm á að geta haldið jól og notið þess að hjálpa Hetjunni minn og sjálfri mér næstu mánuði... án þess að fara á hausinn... nema að örorkan gangi ekki í gegn, en ég hugsa ekki þannig núna á svona yndislegum tíma þegar fjöldi fólks sýnir okkur þennan frábæra stuðning...
ÞÚSUND ÞAKKIR OG HLÍJAR KVEÐJUR TIL
YKKAR ALLRA SEM HUGSIÐ SVONA
FALLEGA OG VEL TIL OKKAR...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 16. október 2008
Að taka meðvitaða ákvörðun...
Það er margt sem við gerum í lífinu sem við teljum að sé ómeðvitað en í rauninni er ekki svo á einhverjum tímapunti höfum við ákveðið að þetta sé eitthvað sem við gerum og stundum verður að svo að vana og þáförum við að gera hluti óhugsað... En núna síðustu daga hef ég tekið alla mína daglegu hegðun og skoðað hana ofaní kjölinn og þá getur maður sett upp aðgerðaráætlun. Það liggur fyrir að ég þarf að breita mínum lífstíla algerlega og það verðru þá bara mitt næsta verkefni í lífinu að gera það á meðann ég kem Hetjunni minni til heilsu líka. Eftir að hafa tekið þá meðvituðu ákvörðun að gefast ekki uppá lífinu þá var bara eitt að ákveðja hvað fyrst og svo koll af kolli... Núna er ég búinn að tala við heimilislækninn minn sem ætlar að safna saman öllum upplýsingum um málið og þrýsta á kristnes að taka mig inn í endurhæfingarprógramið þeirra en á meðann ég bíð eftir því þá vil ég ekki sitja með hendur í skauti og gera ekkert ... Ég byjraði í ræktinni í síðustu viku og finn það strax að það er YNDISLEGT... og maður getur endalaust barið hausnum í steininn og sagt "afhverju hætti ég í hanni eftir áramót" en svarið við þessu er einfalt ég var að sinna öðru verkefni þá með Hetjunni minni ... það var þá en núna er núna... OK.. þá er það komið inn... gott mál.. en núna byrjar nr.2 og það er að taka út allan sykur og gos úr mataræðinu hjá mér... þetta ákváðum við læknir áðan... það verðu spennandi að sjá í hvernig ég verð í skapinu næstu daga því að ég er Kók fíkill... hehehe.. er og ung til að drekka kaffi en drekk þeim mun meira af kóki sem er miklu verri fíkn... þannig bara svo þið vitið það þá er verð ég í fráhvarfi með mígreni og skít... en það er bara þannig núna að það er að duga eða hreinlega drepast fyrir aldur fram... þegar ég er kominn á fullt í ræktinni og búinn að ná mér vel í gang með sykur og gos stoppið er áætlunin að huga að reykingastoppi... en það er ekki komið að því núna.. einn dag í einu...
Hetjan mína er hress og búinn að vara í skólanum síðustu 2 daga og finnst það æði... hann er reyndar að ná sér í ósköp venjulegt kvef ... hehehe e.. en við brosum nú bara að því ...
Jæja... ég ætla að láta þetta duga í bili...
P.S. takk fyrir öll yndlslegu knúsin sem hafa streimt hingað til mína í dag... þið eruð ómetanlegur stuðningur og frábær viðbót við okkar litlu fjölskyldu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þriðjudagur, 14. október 2008
Ég á við vanda að etja ...
... Já ... það er ekki eitt heldur allt hjá okkur mæginunum þetta árið... Núna eru komnar niðurstöður með mína heilsu og það er ekki góðar fréttir... þannig að ég að við varnda að etja sem ég þarf að finna lausn á... Ég er búinn að vera síðan í gær seinnipartinn að taka allan tilfinnnga skalan á þetta, reið, sog, uppgjöf, pirruð, tuðandi og kaldhæðnina... en það er ekki lausn... ég er EKKI tilbúin að gefast upp á lífinu...
Staðan er svona í dag...
... Lifrin í mér er mjög illa veik og ég þarf að gera eitthvað í málunum núna og helst í gær, annas byrjar læknirinn að telja niður fyrir mig. Eins og hann orðaði það þá sagði hann " núna er það bara lífið sem gildir".
...Ég þarf að vera minnst 40kg. léttari helsa á morgun.
...Ég þarf að hætta að reykja og helst alldrey að hafa byrjað.
... Ég þarf að vera í topp þjálfun, í síðustu viku.
...Ég á að hætta að taka öll lyf sem ég er á.
... Ég á að minka streituna strax.
... Ég þarf að ná tökum á geðsveflunum, í fyrra helst.
...Ég á að hvílast VEL alltaf, og síðan ég fæddist.
...Ég er þarf að vera í sjúkraþjálfun 3 í viku.
...Ég er hjá geðlækni 1 sinnu í viku.
...Ég á að vara í hópefli 1 sinnu í viku.
Okey... meðan ég er ein með langveikt barn sem fer minnst uppá spítala 2 í viku í tékk + allt annað vegna heyraskaðans. Ég hef móður mína og Hallgrím til að aðstoða mig 2 seinniparta og inná milli ein og ein dag um helgar. Bróðir minn og mágkona eru með strákin 1 helgi í viku. Sonurinn fer í skólann frá 8-13 þá daga sem hann er frískur til ( sem er kannski 3-4 í viku). Plús það að ég þyrfit að vinna til að ná endum saman ( en þannig er það víst hjá öllum.)
ÉG VIL EKKI VORKUN... ÉG VIL FINNA LAUSN Á ÞESSU... svo ég geti lifað lengur með Hetjunni minni og notið þess að lifa. HVERNI GERI ÉG ÞAÐ????
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Sunnudagur, 12. október 2008
Klukkan 4 um nótt...
Mig langar mest til að fara út og vera þar ... ég var að koma heim eftir smá kvöldvinnu... veðrið er yndislegt, blanka logn, svalt og smá rigningar úði... uuummm tímdi ekki að fara inn en ákvað að gera það samt. Því að ég tók þá ákvörðun að fara í sjóðheitt bað og opnaði þakgluggan fyrir ofan baðið alveg uppá gátt... kveikti svo á kertum og slökkti öll ljós.. þetta var nærriþví eins og að vera í heitum potti úti... yndislegt... þannig að núna er ég soðin inn að beini og ætti að vera kominn undir sæng að sofa... en það er svo notalegt að sitja hér í þögninni og hugsa...
Ég var að vinna í afmæli áðan á gamla vinnustaðnum mínum inní Eyjarfjarðasveit fyrir hana Hrefnu mína... Vitið þið að ég á svo yndislegaa vini, já ég tala um hana sem vin því að í gegnum árin síðan ég byrjaði að vinna fyrir hana höfum við þróað með okkur yndislega hreinskilið og einlægt vinasamband... og ég er núna að átta mig almennilega á því hverjir hafa staðið með mér í gegnum síðustu mánuði... Dóar, Mona, Hefna, Jenný, Inga fyrrverandi svilkona mín og Þráinn ... þetta fólk hefur sýnt mér svo mikinn stuðning í verki og orðum að það er ekki hægt að lýsa þeirri gleði og þökkum sem þau eiga skilið... svo hafa margir aðrir komið óendanlega á óvart eins og Rakel, Krumma, Svandís, Soffía og margi fleiri. Svo má nátturulega alls ekki gelyma Hallgrími hennar mömmu og mamma sem hafa endalaust og óskilirt verið stöðugt tilbúin að vera til staðar fyrir okkur. VÁÁÁÁÁAÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ... HVAÐ ÉG ER RÍK... ég á orðið svo trausta og góða vini og vandamenn ... ég er miklu ríkari í dag en áður en Hetjan mín veiktist, því að núna veit ég hverjir eru hér með mér og vilja þekkja mig sama hvað á dynur... og þetta er svo góð tilfinning... maður getur ekki verið einmanna þegar maður á svona hafsjó af góðu fólki með sér í gegnum súrt og sætt...
Það gekk víst vel hjá Hetjunninni minni í dag... ég fékk ekkert símtal eins og í gær nema mákona mín hringdi til að fullvissa mig um að það væri allt í lagi hjá þeim núna... það var gott að heyra því að ég hefði ekki afborið annað eins aftur í dag. Þótt ég viti það mjög vel að hann saknar mín og verður mjög glaður að koma heim á morgun en þá erum við bæði búin að hvíla okkur hvert á öðru í smá tíma og þá er svo gaman hjá okkur þegar við hittumst aftur... ég sver það að naflastrengurinn er fastari á milli okkar núna en þegar ég gekk með hann...
Þögnin og róin sem hefur færst yfir mig núna í dag er svo frábær því að síðarst vika var mjög þétt skipuð af allskonar læknaviðtölum og rannsóknum hjá mér... Reyndar á ég eina stóra blóððrufu eftir sem er á mánudagsmorguninn ... og eftir hana verður staðan öll mun skýrari... búin í örorkumatinu og bíð bara eftir TR að sker uppúr með það... er mikið að reyna ekki að hugsa útí þetta en ef þeir neita mér þá verð ég tekjulaus um næstu mánaðarmót og þá veit ég EKKERT hvernig hlutirnair fara ... en denn tid denn sorg... Ég veit heldur ekki alveg hvað á að gera vegna þess að markmiðið var að fara í endurhæfingu á Kristnes í vetur en það er 2 ára biðlisti þangað þannig að það verður fróðlegt að heyra í Guðjóni (lifrarlækninum mínum) á mánudaginn.. En þetta nær ekki að raska ró minni núna því að það sem skiptir mestu máli er að Hetjan mín er á hægli bataleið og þá á ég allt sem ég þarf... mér er sama um alla peninga heimsinns, krepputal og væl... ég er ríkust.. og hamingjusöm með það...
Guð geymi ykkur öll og takk fyrir allar fallegu og hughreistandi línur sem þið setjið í kommentin mína.. Hver ein og einasta vekur hlíhug hjá mér og ölll sú hlíja og gleði sem þeim fylgir skilar sér beint í hjartastað... Þið eigið þakkir og hrós skilið ...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Föstudagur, 10. október 2008
Að heyra barnið manns gráta er svo sárt...
Góða kvöldið kæru lesendur...
Já ég upplifði mjög sára upplifun áðan... en Hetjan mín fór suður fyrr í dag til að fara í mömmu frí til bróður míns og mágkonu...Hann var voðalega spenntur og langði að fara ekkert mál... svo hringdi þessi elska áðan hágrátandi og gat ekki talað fyrir ekka... og ég fékk nærri hjartastopp... en náði nú að róa hann það mikið til að heyra hvað hann var að segja... "mmmmmaaammmmmmmaaaa...... ég...ég... ég... ssssakkkknnna þínnn... ssssvvvvvooooooooooo".... jeddúdda mína hvað þetta var sárt... ég finn svo til með honum og lagaði svvvoooo mikið á taka utanum hann og hugga...Elsku Hetjan mín sem hefur endalaust þolað að láta pota í sig og kukkla... búinn að þola með rosalegum stryk síðustu mánuði að vera svona veikur... en svo fer hann frá mér í smá tíma og hann grætur meira og með meiri tilfinngu en ég hef á ævinni heyrt...
Það er ekkert skrítið að barnið sé háð mér eftir síðustu mánuði... og svo hefur einginn annar en ég og mamma mín gefið sig almennilega að barninu... Faðirinn ekkert látið heyra í sér síðustu mánuði, föðuramman aðeins látið heyra í sér inná milli... Bróðir minn og mágkona ný byrjuð að vilja taka hann... hann er 7 ára og kann ekkert annað en að vera hjá mömmu og mömmu-ömmu... ekkert skrítið að hann verði óöruggur á stað sem hann hefur bara einusinni verið á áður.
En það er víst að við höfum bæði gott af þessum aðskilnaði núna yfir helgina... en jæja.. ég ætla að ná andanum og ró minni og koma sér snemma í háttinn...
Guð geymi ykkur..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Föstudagur, 10. október 2008
Ég er sammála...
Ég er sammála Bronwen Maddox ég held að, ef við fáum lán frá Rússum þá séuð mið í soldið erviðum málum.... en ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda. Þeir eiga svo gríðalegt magn af hernaðarvopnum og slíku og við skulum ekki gleyma hvað þeir gerðu í Georgíu ekki fyrir löngu...
En vonum það besta fyrir ísland.. því þetta er einstakt land..og þjóðin líka.
![]() |
Mestu mistökin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 9. október 2008
Horft til baka...
Það er stundum sem ég leyfi mér að líta til baka og núna er ég búin að vera að skoða myndir sem ég hef tekið í þessu ferli með snúðinn minn...Að baki eru...
... 8 mánuðir bústett á spítlanum.
... 17 svæfingar og uppskurðir.
... tugir lítrar af lyfjum í vökvaformi.
... 5 mismunandi lyfjabrunnar.
... alvarlegt lyfjaofnæmi og hellingur af lyfjum sem virka ekki.
... miklar og leiðinlegar umbúðir.
... 3 ferðir suður á spítlal, sumar með litlum tilgangi.
... hundruðir plástrar og tugir metrar af mefix (lækna tape)
... tugir tíma í bið.
... hundruði mínútna í tölvuleikjum og videó gláp.
... margir, margir íspinnar.
... mis lítill svefn, aðalega minni hjá mér.
... mörg kattarböð, með svampi og pínu vatni.
og svona væri líklega lengi hægt að telja... en það er ekki þetta sem skipti máli...heldur þetta...
... virkur drengur.
... fallegur snúður.
... fyndin snillingur.
... duglegur vinnustrákur.
... og rosalega skemmtileg Hetja.
þetta er það sem skiptir máli... sonurinn minn ... Hetjan mín...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 8. október 2008
Ég er gyðja... og sonurinn er Hetjan mín...
hehehe... ég sit hér og er með "how too look good naked" í eyrunum og lít annaðslagið á skjáinn.. Ég er búinn að komast að því að ég er Gyðja en er bara uppí á röngum tíma til að vera metin sem þannig... Venus of Willendorf gæti vel verið skúlptúr af mér...
Þannig að ég er bara búin að ákvað að vera áfram Gyðja á rangri öld... Fyrst að við erum að fara aftur um 30 ár á fjármálamarkaðinum, þá ætla ég að fara aftur um aldir...
Þótt að ég vilji vera heilbrygð þá langar mig líka til að sjá mig sjálfa sem unga og fallegm konu í blóma lífsinns...Þessi undur fagra kona hefur í gegnum tíðina verið Ikon fyrir konur í gegnum aldir... sumstaðar er hún talin vera móðir jörð þannig hvaða kona er best að líkjast ... hehehe.. já og ég er alveg eins og hún ... Þá hlít ég að vera Gyðja líka...
Venus of Island...
Jæja ég ætlaði líka að segja ykkur að aðgerðin gegg vel í dag og Hetjan mín er ekkert sjá glaður að vera laus verð við lyfjabrunninn eftir 9 mánuði... VÍVÍÍÍíííiiiiiiiiíííii... þessi elska var svo glaður en það virðist verið eins og hann sé með draugatilfinningu ... en það lagast... hann er alltaf að passa að ekkert fari í legginn og þannig ... bara sætt...
Þannig að núna höfum við fengið frelsi nr.2 ... þannig að við erum mjög sátt og sæl... það að við höfum hvort annað og erum á leið til heilsu... þá er allt frábært... gæti ekki veri betra...
Knús og kossar...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 7. október 2008
Tíðindi dagsinns...
Daginn kæru lesendur...
Já það dynja yfir okkur landsmann allskonar tíðindi þessa sólahringana, allskonar upplýsingar sem er varla fyrir hin venjulega borgara að skilja því að þessir menn tala allt annað tungumál er við hin... Þýðir þetta að maturinn hækkar?? þýðir þetta að launin okkar lækki?? þýðir þetta að lánin manns verði óbærileg í greiðslu eða er komin upp sú sataða að manni tekst kannski að semja um þau?? Þýðir þetta að sjúkrakosnaður og lyf hækki?? Hvað þýðir þessi aðgerð fyrir hin almenna borgar... Jú ég sá eitt mjög jákvætt í dag... Bensínið lækkaði LOKSINNS... er það eitthvað sem við komum kannski til með að sjá á öðrum hliðum lífs okkar... ég trúi því ekki að þegar endalaust er verið að tala um "ervið skref", "samstöðu", "kreppu" o.s.f. að hlutir fari lækkandi... eða?? er það kannski einhver staðreind.. ég veit það ekki ...
En jæja ég ætla nú ekki að babla meira um þessi mál hér núna því að það er margt annað sem er í gangi hér í mínu litla hagkerfi... Við fáum ekki að fara til útlanda með Vildarbörnum, ég fékk sinjunarbréf í dag... og mér finnst það svo sárt að geta ekki látið draum hetjnnar minnar rætast núna þegar allt er á réttri leið...og ég hreinlega veit ekki hvernig ég á að segja honum það ... því ég veit að það verður honum ervitt að heyra, því hann langar SVO og er búinn að vera svo yndislega duglegur síðasta árið... ég þarf að hugsa þetta allt uppá nýtt... ( kannski einhverjir aðrir vilji bjóða okkur út eða hjálpa okkur að láta þetta verða að veruleika.)
Annað sem er sárt fyrir okkur er að við erum að missa liðveisluna okkar... ekki útaf því að við eigum ekki rétt á henni heldur að hún er að hætta að starfa fyrir Akureyrarbæ...Við eigum eftir að sakna hennar Sisu mjög mikið því að við bæði eigum margar góðar minningar með henni... og ég veit eigilega ekki hvað ég á að gera ... því það er virkilega komin þörf á að ég sinni minni endurhæfingu og löngu kominn tími á að ég fari að vinna eitthvað til að ná endum saman ...
Hetjan mín er að fara undir hnífinn á morgun og á að taka lyfjabrunninn... það átti að gera það í næstu viku en því var flýtt því að hann stíflaðist í gær... Blóðbúskapurinn hjá honum ennþá frekar slæmur en lyfin við sveppasýkingunni í munninum eru að virka.. þannig að þetta er allt í ágætis ferli... það verður mikil bót að losna við lyfjabrunninn og hlakkar honum mikið til.
Ég var hjá hjartalækni í dag og hann ákvað að það þyrfti að breita lyfjum hjá mér svo að blóðþrístingurinn jafni sig... og hann gerði það sama og allir læknarnir ýtrekaði að ég yrði að komast áfram í endurhæfingun ef allt á ekki að fara á versta veg... Ég er að fara til Örorkulæknisinns á föstudaginn og lifrapróf á mánudaginn þannig að í næstu viku hef ég alla stöðuna svart á hvítu fyrir framan mig... Ég fór í fyrradag og fjárfesti einmitt í sjálfri mér og er í samráði við sjúkraþjálfann minn að koma mér hægt og rólega afstað í ræktinni aftur... Það var yndislegt að fá að svitna aftur.. þótt það skal viðurkennast að ég er að drepast í dag í bakinu og allstaðar... en það er bara núna til að byrjameð.. svo þarf ég bara fljótlega að komast í baksprautur aftur... Lyfin sem geðlæknirinn lét mig hafa um daginn eru að byrja að virka þannig að ég er farin að geta sofið aðeins betur en síðasta árið... og þakka ég Guði fyrir það því það var LÖNGU komin tími á að sofa meira en 2-3 tíma lúra... á nóttu eða þegar maður nær sér niður.
En Póllýanna er mætt til starfa hér á bæ og við ákveðum bara að láta lífið halda áfram einn dag í einu...
Guð geymi ykkur öll...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sunnudagur, 5. október 2008
Hvað verður eftir þennan dag??
Ég er búinn að komast að því að ég er alls ekki ein um það að vera mjög tætt og reitt yfir því hvar er að gerast í samfélaginu núna. Ég sit hér þvælist á milli fréttavefa og með kveikt á sjónvarpinu til að reyna að fá einhver svör um þetta allt... Myndin sem se hér fyrir ofann sýnir vísitölu neysluverðs hér á landi síðustu árin..og rauða lína er verðbólgumarkmiðið... Ég sem lesblind manneskja og ég skil línurit frekar en skrifað mál... og þarna sé ég það bara svart á hvítu að það var löngu kominn tími á aðgerðir ríkisinns. Að mínu mati átti að byrja á aðgerðum í janúar 2006. Afhverju kemur þetta þá fólki á óvart... núna er ég hreinlega með hausverk, magaverk, kvíða og er mjög óróleg yfir þessu öllu ... Ég er í þeirri stöðu að akkúrat þessa dagana er ég á leiðinni í örorkumat vergna þess að ég get ekki lengur unnið almennilega úti á almennum markaði... ekki útaf stráknum heldur líkama mínum... ekki bætir úr að vera einstæð móðir með langveikt barn. Þótt að ég sé í þessari stöðu á ég mér draum og hef ég hægt og rólega síðustu árin verið að læra svo að ég geti látið þann draum rætast svo að ég sjálf geti, vegna minna annmarka líkamlega, þénað mínar tekjur sjálf en ekki verið á bótum... Það er ekki mitt val að þurfa að þyggja peninga frá stofnun sem er illa rekin og gerir ekkert nema að flækja líf mans (þá er ég að tala um TR). Þótt að bakið á mér sé ónýtt þá get ég mjög vel notað hausinn. Núna þessa stundina sé ég ekki frammá að þessi draumur verið nokkuð að veruleika, allavega ekki á næstunni, eða allaveg þarf ég að endurskoða áætlun mína vandlega. Viðskiptaáætlunin reiknaði ekki svona vandamálum í efna hag landsinns. Ég reyndar kem sjálfri mér á óvart núna því að ég er manneskja sem haf alldrey verið mikið í stjórnmálum hvað þá efnahagspælingum landsinns. Það hafur algerlega snúist við núna því að ég les allar greinar sem ég kemst í vegna málsinns og tel ég mig loksinns farinn að skilja þetta allt miklu betur. Ég er kannski að átta mig á því að núna á mjög harkalegann hátt að það sem Seðlabankinn, ríkið, bankastofnanir og stóru hlutafélögin gera kemur okkur almenningnum líka við... þetta allt kemur okkur við...
Ég hef líka séð að þegar ég í örvæntingu minni og óreiðu hugsunum ákvað að setja inn á Faceboog áskorun á Alþingi að ég er alls ekki ein sem hef svona sterkar skoðanir um máli... það hafa yfir 1000 manns skráð sig þar og hefur mér einnig borist e-mailar með þar sem fólk lýsri yfir stuðning við þetta en getur ekki skráð sið þarna inn vegna þess að þeir eru ekki með Facebook innskráningu.
Mér hefur meira að segja borist ábending um að framtíðarstarfið mitt sé á hinu hátt setta Alþingi... hehehee... en svona er þetta víst núna ... ég verð bara ein af þeim mörgu sem verð að þiggja bætur frá hinu opinbera á meðann ég næ vinnufærni minni í lag... og hver veit hvernig þær ná að duga fyrir því sem lítl fjölskylda eins og við þurfum... tíminn einn leiðir það í ljós...
Ég hef svosem síðustu mánuði lítið tala hér um mín heilsuvandamál því að mér hefur fundist heilsuvandi sonarinn skipt meira máli, en ég er um þessar mundir að fara í allsherjar endurhæfingu með sál og líkama. Kannski fáið þið eitthvað að vita um það hér inni þegar á líður. Þetta er allt í samvinnu við geðlækni, bæklunarlækni, heimilislækni, sjúkraþjálfa, meltingasérfræðing og Endurhæfingu Norðurlands. Staðan er semsagt þannig að það er 3 ára biðlisit til að komast inn á Kristnes þannig að það þarf að búa til endurhæfingu annarstaðar. jæja nóg um það ...
Enn og aftur vil ég þakka þeim yfir 1000 mans sem hafa stutt áskorun mína til Alþingis landsinns á Snjáldurskjóðunni Facebook til að koma með aðgerðir. Ég ætla að hætta núna svo að ég geti horft með spennu á Fréttirnar..
Gup geymi ykkur öll...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)