Klukkan 4 um nótt...

Mig langar mest til að fara út og vera þar ... ég var að koma heim eftir smá kvöldvinnu... veðrið er yndislegt, blanka logn, svalt og smá rigningar úði... uuummm tímdi ekki að fara inn en ákvað að gera það samt. Því að ég tók þá ákvörðun að fara í sjóðheitt bað og opnaði þakgluggan fyrir ofan baðið alveg uppá gátt... kveikti svo á kertum og slökkti öll ljós.. þetta var nærriþví eins og að vera í heitum potti úti... yndislegt... þannig að núna er ég soðin inn að beini og ætti að vera kominn undir sæng að sofa... en það er svo notalegt að sitja hér í þögninni og hugsa...

Ég var að vinna í afmæli áðan á gamla vinnustaðnum mínum inní Eyjarfjarðasveit fyrir hana Hrefnu mína... Vitið þið að ég á svo yndislegaa vini, já ég tala um hana sem vin því að í gegnum árin síðan ég byrjaði að vinna fyrir hana höfum við þróað með okkur yndislega hreinskilið og einlægt vinasamband... og ég er núna að átta mig almennilega á því hverjir hafa staðið með mér í gegnum síðustu mánuði... Dóar, Mona, Hefna, Jenný, Inga fyrrverandi svilkona mín og Þráinn ... þetta fólk hefur sýnt mér svo mikinn stuðning í verki og orðum að það er ekki hægt að lýsa þeirri gleði og þökkum sem þau eiga skilið... svo hafa margir aðrir komið óendanlega á óvart eins og Rakel, Krumma, Svandís, Soffía og margi fleiri. Svo má nátturulega alls ekki gelyma Hallgrími hennar mömmu og mamma sem hafa endalaust og óskilirt verið stöðugt tilbúin að vera til staðar fyrir okkur. VÁÁÁÁÁAÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ... HVAÐ ÉG ER RÍK... ég á orðið svo trausta og góða vini og vandamenn ... ég er miklu ríkari í dag en áður en Hetjan mín veiktist, því að núna veit ég hverjir eru hér með mér og vilja þekkja mig sama hvað á dynur... og þetta er svo góð tilfinning... maður getur ekki verið einmanna þegar maður á svona hafsjó af góðu fólki með sér í gegnum súrt og sætt... 

Það gekk víst vel hjá Hetjunninni minni í dag... ég fékk ekkert símtal eins og í gær nema mákona mín hringdi til að fullvissa mig um að það væri allt í lagi hjá þeim núna... það var gott að heyra því að ég hefði ekki afborið annað eins aftur í dag. Þótt ég viti það mjög vel að hann saknar mín og verður mjög glaður að koma heim á morgun en þá erum við bæði búin að hvíla okkur hvert á öðru í smá tíma og þá er svo gaman hjá okkur þegar við hittumst aftur... ég sver það að naflastrengurinn er fastari á milli okkar núna en þegar ég gekk með hann... 

Þögnin og róin sem hefur færst yfir mig núna í dag er svo frábær því að síðarst vika var mjög þétt skipuð af allskonar læknaviðtölum og rannsóknum hjá mér... Reyndar á ég eina stóra blóððrufu eftir sem er á mánudagsmorguninn ... og eftir hana verður staðan öll mun skýrari... búin í örorkumatinu og bíð bara eftir TR að sker uppúr með það... er mikið að reyna ekki að hugsa útí þetta en ef þeir neita mér þá verð ég tekjulaus um næstu mánaðarmót og þá veit ég EKKERT hvernig hlutirnair fara ... en denn tid denn sorg... Ég veit heldur ekki alveg hvað á að gera vegna þess að markmiðið var að fara í endurhæfingu á Kristnes í vetur en það er 2 ára biðlisti þangað þannig að það verður fróðlegt að heyra í Guðjóni (lifrarlækninum mínum) á mánudaginn.. En þetta nær ekki að raska ró minni núna því að það sem skiptir mestu máli er að Hetjan mín er á hægli bataleið og þá á ég allt sem ég þarf... mér er sama um alla peninga heimsinns, krepputal og væl... ég er ríkust.. og hamingjusöm með það...

Guð geymi ykkur öll og takk fyrir allar fallegu og hughreistandi línur sem þið setjið í kommentin mína.. Hver ein og einasta vekur hlíhug hjá mér og ölll sú hlíja og gleði sem þeim fylgir skilar sér beint í hjartastað... Þið eigið þakkir og hrós skilið ... InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Monika Margrét Stefánsdóttir

Elsku vinkona ég ætla ekki að þykjast vita neitt um það hvernig þér líður eða hefur liðið en ég veit hins vega að þú ert hetjan sem hjálpar mér og öðrum að sjá hvað það er sem skiptir mestu máli í lífinu. Það að hetjan þín hringi og sakni þín svona sárt synir bara hversu gott samband þið eigið eftir þetta allt saman en samt veistu alveg að það besta sem þú gerir svona til lengri tíma litið er að hjálpa honum að læra að mamma er ekki alltaf til staðar. þú ert kletturinn, þú ert skjólið, þú ert allt það sem snúðurinn þinn þarf en til þess að geta verið það áfram er nauðsynlegur tíminn sem þú færð fyrir þig.

kiss og knús elsku dúllan mín og haltu áfram að vera svona sterk eins og þú hefur verið.

ps. Takk fyrir hjálpina um daginn þegar að ég kom til þín. Þ'u ert best

Monika Margrét Stefánsdóttir, 12.10.2008 kl. 12:42

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.10.2008 kl. 17:01

3 Smámynd: Aprílrós

Knús til þín stóra hetja ;)

Aprílrós, 12.10.2008 kl. 17:29

4 Smámynd: Ragnheiður

Þið eruð yndisleg mæðgin

Ragnheiður , 12.10.2008 kl. 19:03

5 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Var að koma heim úr sumarbústað (engin talva, ekkert sjónvarp og ekkert útvarp), yndislegt helgarfrí......knús til þín...

Svanhildur Karlsdóttir, 12.10.2008 kl. 21:06

6 identicon

Það er mikil gæfa að ná að uppgötva þetta maður þarf nefnilega ekki að eiga fullt af peningum og dóti til að vera ríkur  gangi ykkur allt í haginn

kv Sæmi

Sæmi (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 21:47

7 Smámynd: Áslaug Ósk Hinriksdóttir

Áslaug Ósk Hinriksdóttir, 13.10.2008 kl. 08:28

8 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Halldór Jóhannsson, 13.10.2008 kl. 21:10

9 Smámynd: Guðrún Hauksdóttir

Guðrún Hauksdóttir, 14.10.2008 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband