Færsluflokkur: Bloggar
Laugardagur, 4. október 2008
Snjórinn og Hetjan mín...
Góðann daginn á þessum fallega Laugardegi...
Ég veit að ég hef ekki verið að tala um það sem er í gangi hér heima hjá okkur mæginunum. Dagurinn tók fallega á móti okkur með sólina inn um gluggan. En auðvitað ákváðum við að kúra eins lengi og við vildum... Gærdaguinn var strembinn, Hetjan fór í skólann sinn og var víst á fullu allan daginn, svo kom hann til mín og mömmu sem vorum á fullu í því að taka slátur. Þegar snúðurinn kom fórum við uppá spítala í skoðun eins og alltaf á föstudögum.. Reyndar þurftum við að fara heim aftur því að læknarnir gátu ekki hitt okkur þannig að við komum seinna... skoðunin gekk vel, fyrir utan það að Hetjan min er komin með sveppsýkingu í munninn útaf því að lyfin eru svo sterk að þau hafa áhrif á slímhúðina ... Þessi elska er með sár í báðum munnvikjunum, inní munninum og tungan mjög viðkvæm .. þannig að við fengum enn eitt lyfið við því. Einnig kom úr blóðprufum að sterku sýklalyfin eru farin að hafa áhrif á blóðbúskapinn hanns og núna framleiðir líkaminn ekki nóg af rauðumblóðkornum ná af sumum hvítum stríðsmönnum ... þannig að við þurfum að minnka lyfin.
En við höldum áfram að brosa og nutum þess að fá nýtt slátur í gær kvöldi og sváfum vel í nótt...
Hér var hvít jörð í morgun og kalt sem minnti mig á að Hetjan mín átti ekki snjóbuxur né hlíjan skófatnað til að vera úti í svona kulda og færð... Þannig að þegar við náðum að draga okkur frammúr og náðum stírunum úr augunum... þá ákváðum við að það væri kominn tími á verslunarleiðangur til að eignast hlíjar snjóbuxur og kuldaskó... Hetjan mín var svo glöð að geta farið út í snjóinn og hér eru myndir af honum ... Eftir smá tíma kom reyndar leikfélagi sem vildi gjarnan sjá hvað þessi snúður var að gera... Þessi sæti ketlingur var voða hrifinn af þessum sæta strák sem var að leika sér svona fallega í þessu hvíta fyrirbæri sem pirraði loppurnar.
Samskipti þeirra voru yndislega skemmtilega að sjá... ekkert tal bara augnsamband og tjáning með nærveru... Yndislegt ..svo tært...
Núna er þessi elska í baði ..ef það má kalla bað ... allur plastaður og plástraður þanniga að leggurinn og það sýstem blotni ekki... Reyndar er komin tími á það að taka hann þann 15.okt ... það verður enn betra fyrir lífsgæði Hetjunnar minnar... Hér sjáið þið líka örin sem hann verður með á bringunni báðum meginn eftir lyfjabrunnana og sárin í munnvikjunum sem eru flakandi og maður getur ýmindað sér að vera með svona í munninum... en þessi elska tekur lyfin sýn eins og herforingi, það hefur alldrey verið vandamál því að hann er ekki síður ákveðinn í því að láta þetta allt batna svo að hann geti farið að lifa sínu lífinu eins og guttar eiga að gera... Þvílík fyrirmynd með jákvæðin og elju... Sérstaklega eftir að hann náði að koma tilfinningunum sínum í orð um daginn og losa um þann hnút sem var kominn í huga þessarar elsku.
Jæja kæru vinir njótið helgarinnar hvar á landi eða í heiminum sem þið eruð... Guð geymi ykkur...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 4. október 2008
Núna komnir yfir 500 á listan og búið að benda fjölmiðlum á...
Góðann daginn kæru lesendur...
Já þegar ég vaknaði í mogun og kveikti á tölvunni sá ég að tölur þeirra sem hafa skráð sig á listan á Facebook er kominn yfir 500 mans... þannig að ég ákvað að senda öllum stóru fjölmiðlum landsinns ábendingu um þennan lista og áskorunina sjálfa... Núna er bara að sjá hvort við fáum áheyrn á bón okkar... Ég verð að viðurkenna að ég bjóst aldrey við því að svona margir hefðu sömu skoðun og ég... en ég geri mér líka betur grein fyrir því hvað fólk er hrætt, hvíðið og í raunninn í lausu lofti um framtíð sína og afkomu sinnar... þannig að það er augljóst að þessi tilraun mín til að láta skoðun mína í ljós hefur fengið vængi og stiður mig og alla aðra í því að sjá að við erum ekki ein um þessa hræðslu. Þá er bara málið að standa saman og þá fær rödd okkar hljómgrunn...
Kær kvaðja og þakkir fyrir stuðninginn...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 4. október 2008
yfir 300 aðilar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 3. október 2008
Eftir sólahring eru kominir 170 manns á áskorunar listan...
Ég verð að segja að ég er ekkert smá glöð að sjá hvað það eru margir sem hafa sýnt samstöðu í þvi að skora á Alþingi Íslands að gríða til aðgerða fyrir samfélagið og heimilin í landinu... um 170 mans hafa skráð sig á sólahring og ég sé að yfir 500 mans hafa fengið boð um að taka þátt.. þetta segir mér að bara inn á þessum miðli erum við Íslendingar að sýna samstöðu í því að segja "við látum ekki bjóða okkur svona"... Ef þú ert ekki búinn að skrá þig þá geturu það hér á Facebook eða Snjáldurskinna eins og við viljum þýða þetta nafn.. :)
Þið sem hafið sýnt þessu stuðning ... TAkk kærlega fyrir það...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 2. október 2008
Enn og aftur... heyr heyr... Bubbi.. og áskorun á Facebook...
Frábært framtak...
Mig langar líka að benda ykkur á ÁSKORUN sem ég gerði á Alþingi Íslands um aðgerðir STRAX á Facebook...
![]() |
Bubbi boðar til mótmæla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 2. október 2008
Heyr heyr... Bubbi...það var kominn tími til...
Hér er linkur á frétt á Visir.is ...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 2. október 2008
Því látum við fara svona með okkur..!?!?!!!
Ég eins og flest öll heimsbyggðin situn núna þessa dagana og naga neglurnar niður í kviku útaf KREPPUNNI... Það sem mér finns svo skrítið að það hafi "einginn" séð þetta fyrir ... HALLÓ...kunna mennirnir sem stjórna hér ekki starðfræði... Svo er það annað sem mér finnst skrítið að einginn vilji taka ábyrðina á þessu ... ég veit að það er einginn einn ábyrgur ... en kommon... Ég er ekki það mikil ljóska að ég læt annanhvern stjórmálamann, bankamann eða auðjöfur hér á landi ljúga upp í opið geðið á mér að þetta gerðist bara algerlega að þeim óvitandi... Allt sem fer upp kemur niður líka... svo einfalt er málið... Mér finnst það verið að hæðast að okkur (almenningnum) og við notuð sem leikmenn án okkar vilja.. því hverjir eru það sem borga á endanum.. jú við... Hver er það sem gefur ríkinu og kerfinu í heild leyfi til að koma svona framm við almenning...??? Mér finnst þessi kallar taka frá mér drauma mína og tilverurétt... Við sem gerum okkar besta til að lifa lífinu venjulega, án þess að eiga einkaþotur og limmur.. þetta basic eins og lítill bíll, heimili, matur og föt fyrir mig og mína... stöndum nú frammi fyrir því allt í einu að ákvarðanir einhverja peningamanna útum heim skerði okkar líf... Ég t.d. á mér draum um að stofna mitt fyrirtæki sem vinnur að hönnun og sköpun... viðskiptaáætlunin, samstarfsfólk og allt tilbúið ... áætlunin er mjög jákvæð peningalega... en hindrunin mín að einhverjir "plebbar" ákváðu að setja ríkið á hausinn útaf því að það hentaði þeim en ekki almenningi...
Hefur almenningur einga möguleika til að setja mönnum stólinn fyrir dyrnar?? getum við hvergi fengið uppreisn æru?? Eigum við eingan rétt í þessu máli?? Mér finnst við ekki eiga að láta fara svona með okkur...ég fer frammá að alþingismenn segi af sér og aðrir sem koma að þessu máli... Ég vil nýja og ábyrga aðila í brúnna.... ( þótt ég treysti ENGUM til þess) Mér finnst hreinlega á okkur almenningi brotið og ég vil sjá að við getum haldið áfram að lifa eðlilegu lífi þrátt fyrir mistök einhverja fárra í samfélginu...
Eftir því sem ég skrifa meira hér þá verð ég reiðari og reiðari yfir þessu. Mig langar mest til að öskra á þessa aumingja sem leifa sér að kippa svona undan menni fótunum... Ekki kaupa þeir í matinn fyrir mig eða það sem barnið þarf .... eða bensínið á bílinn eða afborganirnar á lánunum mínum... Akskotanssss... arrrrggg...
Jæja.. þá er ég búin að tjá mig pínu útaf þessu ég fer í mál við ríkið vegna kjaraskerðingar á forsendum gáleysis þeirra... hehe... I WICH...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 30. september 2008
Mig langr svo að koma með speki... en finnst þetta allt sama leiðindar drullumall...
Já mig lagar svo að koma með einhverja frábæra speki hér ... Ég veit ekki útaf hverju, ekki útaf því að þar er eitthvað sárstakt að naga mig núna eða neitt sem ég er sérstaklega kát með, en það er bara all á nálum í samfélaginu og fólk talar ekki um annað... en svo sit ég hér og finnst eins og ég sé einmitt búinn að tala um þetta blessaða kerfi og banakan í svo langan tíma að þetta allt kemur mér einganveginn á óvart... ég vissi það einhverneginn inní mér að þetta væri það sem biðið samfálsgsinns vegna endalausrar efnihyggju og bruðli... Á einhvern hátt hefður mér tekist að enda ekki í einhverjum BRJÁLUÐUM vanda núna vegna peninga... ég keypti mér ekki stærri íbúð þegar ég gat fengið 100%, ég keypti mér ekki dýrari og stærri bíl þegar ég gar fengið 100% lán... sem gerir það að verkum jú að lánin mín hafa hækkað en ég hef það allt undir kontról þannig... Þótt að ég sé ekki með miklar "tekjur" þessa mánuðina og er búinn að og er að berjast við kerfið þá á einhvern hátt virðist þetta allt sleppa á þessum mánaðmótum bara vel... miðað við aðstæður auðvitað... hehhee... ekki taka því þannig að ég sé allt í einu í góðum málum en það sem ég er kannski að segja að það eru margir sem eru að lenda í miklum vanda því að þeir eru með svo mörg lán fyrir hinu og þessu og jafnvel fyrir háum upphæðum... en í mínu tilfelli er þetta allt í lámarki eins og tekjurnar ... en ég næ enn að greiða reikningana þótt að það sem sitji eftir er minna... ég hef heyrt um fólk sem átti meira en nóg fyrir sér og sínum( líka í neislu) fyrir minna en ári... en núna þjéna þau ekki til að kovera reikningana - launin þau sömu en öll bílalánin, húsalán, raðgreiðslur, neyslulán, yfirdrættir fyrir sumarfríinu og allt að hrinja í kringum þau. Þannig að ég er mjög sátt í mínu litla, þrönga, niðurnjörfaða heimilisbókhald..
Mér finns bissnessmenn, bankastjórar, þingmenn og allir þessi jakkafata kallar SSSVO leiðinlegir, þeir niðurlægja hvern annan hvar og hvenær sem er, það hlítur að vera eknnt í háskóla að tala í hringi því að þeir gera það aftur og aftru.. mér finnst hreinlega EINGUM TREYSTANDI af þessum stjórnendum landsinns, fyritækja, bankana eða allra þessu stóru mál. Og hreinlega finndist mér að það ætti að boða til kosninga á Alþingi og í Sveitastjórnum... mér finnst einginn eiga skilið að stjórna þessu öllu... einginn sem hefður ekki talað í hringi að mínu mati, slept skítkastinu og baktalinu... þannig mér finnst þetta allt aumingjans menn sem hljóta að vera roslaega óhamingjusamir þessa dagana.. og þeir eiga það í rauninni skilið því eyðslufyllirí þeirra er lokið núna... og aðrir fá skellinn.. sanngjarnt !!! eins og allt kerfið er er bara eitt leiðindag völundarhús sem eingum er ætlað að rata í ...
Einginn vill taka ábyrð á gjörðum sínum, allir of heilagir til að segja af sér og þeir sömu eiga miljarða og þeir fáltæku halda áfram að borga fyrir mistök annara... Þetta er BARA LIEÐINDAR samfélag...
Stundum langar mig á þing til að breita þessu en svo fatta ég það að það ekki sá einsasti stjórmmálamaður sem mér finnst til fyrirmyndar eða fyrirmund í hegðun eða kjörðum sínum ... þannig að ég þyrft að stofna alveg nýjann flokk...
ÆÆiii þetta er bara ljót staða sem við erum komin í hér og því miður erum það við sem minnst fáum sem þjáumst mest... þannig er þetta kerfi bara hanna...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 30. september 2008
Jörðin - Ísland - Akureyri - Vestursíða... í dag...
Já svona var veðrið hjá okkur áðann... þá kemur skíða og snjókalla fiðringur í okkur mæðginin...
Ég komst að því að þótt ég hafi ekki fundið hin fullkomna, mjúka, ákvaðna, einbeitta, hlíja og ljúfan manninn... þá lítur út fyrir að mér sé að takast að búa einn þannig til... Hetjan mín var svo mikill séntilmaður og kurteis við stelpuna sem hann kom með heim eftir skólann í dag... aðra eins kurteisi hef ég ekki lengi heyrt frá mínum manni...hehehhee... BARA sætt... og ég er enn brosandi yfir þessari uppákomu hér ...
Guð geymi ykkur öll....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 30. september 2008
Jedúdda mía... tíhííhíí...

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)