SNúður með útbrot...

Svona lítur Hetjan mín út núna...

bak_ragnar.jpg

Mér finnst hræðilegt að sjá þetta...

utbr_ragnar.jpg

Ég ákvað að sýna ykkur þetta... og ýmindið ykkur að klæja í ALLA rauðu blettina... Ég get ekki ýmindað mér það... svona er hann um ALLAN líkaman... 

Staðan er þannig núna að Hetjunni minni er sú að honum stafa meiri hætta af þessu lyfjaofnæmi en sýklinum sem er í höfðinu á honum ... þannig að það er búið að taka út ÖLL lyf ... og setja inn lyf sem hjálpa honum að ná þessu ofnæmi niður... því að þetta gæti farið í lungun og slímhimnur sem væri hræðilegt... Svo þegar hann er búinn að ná sér á þessu þá á að setja inn hægt og rólega lyfin til að vinna á sýklinum en hvenær það verður vitum við ekki... þetta ætti að skírast næstu 2 daga hvert þetta leiðir... á meðann ofnæmið jafnar sig þá eiga læknar um allan heim símafundi um hvaða lyf á að nota... eða hvort það eru til lyf sem er hægt að nota... eða hreinlega HVAÐ á að gera... 

Núna er mamma hjá honum þessari elsku því að ég hef ekki sofið nema nokkra tíma síðustu 3 sólahringana ... Ég sit hér og er að ná mér niður .. og undirbúa mig fyrir svefninn...

Guð geymi ykkur öll...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku hjartans Magga mín og litli kútur, það er hræðilegt að sjá þetta!  Guð gefi að þetta gangi hratt yfir og verði hægt að finna rétt lyf handa honum.

Sendi ykkur hjartans knús og sól í hjartað, er með hugann hjá ykkur

Baráttuknús

Jokka (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 23:03

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þetta er svaklegt að sjá. Finnst það ótrúlegt hversu illa gengur að ráða við þessa sýkingu. Held ég hafi bara aldrei heyrt af öðru eins. Og svo kemur núna lyfjaofnæmi. Það hlýtur bara að fara að finnast lausn á þessu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.8.2008 kl. 00:16

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Takk fyrir kveðjuna Magga mín.

Lífið er svo sannarlega að reyna ykkur mæðgin. Samt er það nú svo að af erfiðustu reynslunni lærir maður mest.

Gangi ykkur vel og megi Guð vera með ykkur.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 26.8.2008 kl. 10:48

4 Smámynd: Monika Margrét Stefánsdóttir

Elsku karlinn, ekki er hægt að setja sig í þessi spor. Sendi ykkur knús og kossa og allar mínar fallegustu hugsanir.

Gangi ykkur vel, þykir óendanlega vænt um ykkur

Monika Margrét Stefánsdóttir, 26.8.2008 kl. 12:47

5 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Takk fyrir hughreisatndi orð og hlíjar hugsanir... þær eru yndislega hjálplegar í þessari stöðu...

Maggi: Já það er ervitt að skilja að læknavísindin eins og þau eru nú orðin góð að þau skuli ekki ráða við svona sýkil... en þessi er bara svo sjaldgæfur og eru ekki til fordæmi fyrir svona alvarlegu tilfelli hér á landi og ekki í Svíþjóð ...  allavega það sem ég hef heyrt... þannig að við höfum þurft að leita til USA, Danmörku og Bretlands eftir ráðum frá öðrum sérfræðingu ... en þau ráð virðast líka vera að bregðast... en við verðum bara að vona það besta og biðja almættið um kraftaverk...

Mona: Mér þykir líka óendanlega vænt um þig og þína...

Knús.. og takk...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 26.8.2008 kl. 14:55

6 Smámynd: Jac Norðquist

Baráttukveðjur kæra bloggvinkona og sonur

Jac

Jac Norðquist, 26.8.2008 kl. 15:26

7 Smámynd: Erna Sif Gunnarsdóttir

Ég rakst á þessa siðu og vildi bara senda ykkur baráttukveðjur til ykkar.

Gangi ykkur ótrulega vel

Erna Sif Gunnarsdóttir, 26.8.2008 kl. 17:42

8 Smámynd: Ragnheiður

Ósköp er að sjá þetta ! Ég hef fengið svona og þetta er svakalega vont, kláðinn er óbærilegur

Ragnheiður , 26.8.2008 kl. 18:42

9 identicon

Nei stopp nú... ég sendi ykkur styrk hann er á leiðinni Magga mín, og þú veist af okkur ástin min við erum til staðar hvenær og hvar sem er... ég vildi að ég gæti hjálpað og fundið laustn á þessu

Kv

fjöldsk úr Hraunbænum

Haddi og Hrönnsla (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 19:17

10 Smámynd: Sturla Snorrason

Þetta er svakalegt að sjá, ég vildi að ég gæti töfrað fram kraftaverk handa ykkur batakveðjur.

Sturla Snorrason, 26.8.2008 kl. 19:33

11 identicon

Vonandi fer þetta að hjaðna hjá stubbnum þínum,Já það er stundum svo skrítið hvað sumt er erfitt að lækna og annað ekkert mál.þið verðið í bænum mínum í kvöld eins og önnur kvöld og vonandi fara nú kraftaverk að gerast og litla manninum fari að líða betur og að þið fáið að fá einhver svör við þessum sýkli.

Bestu kveðjur til ykkar með ósk um bjartari tíma. Kristín R.

Kristín Reykjalín (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 21:23

12 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Þakkir eigið þið skilið fyrir allan þennan stuðning... hann er mjög kærkominn... Núna langar mig bara í kraftaverk...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 27.8.2008 kl. 00:10

13 Smámynd: Ragnheiður

Nú vildi ég geta komið með kraftaverk, þetta er löngu orðið nóg sem á þennan fallega dreng er lagt.

Ragnheiður , 27.8.2008 kl. 01:56

14 identicon

Elskulegu mæðgin, guð styrki ykkur á þessari göngu og gefi ykkur betri tíð sem allra fyrst. Hugsa oft til ykkar.

Elín Stephensen (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 07:15

15 identicon

Elsku Margrét

Það er átakanlegt að sjá þessar myndir af Ragnari og vita hvað hann er að ganga í gegnum. Er ekki orðið tímabært að hann verði lagður inn á Barnaspítala Landspítalans og það verði fengið álit sem flestra sérfræðinga á þessu sviði? Ef það dugar ekki þá að þið farið og leitið ykkar lækninga erlendis.

Það er takmarkað hvað leggja má mikið á litla sál. Er 8 mánaða "tilraunastarfsemi/meðferð" á Akureyri ekki nógu góð forsenda til að senda drenginn suður? 

Baráttukveðjur 

Þín frænka Gunna Sjana og fjölskylda. 

Guðrún K. Hafsteinsdóttir (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband