Söknuður eftir skilnað við matarvenjur mínar.

Góða kvöldið ...

 Ég ákvað það fyrir 24 dögum að hefja för mína í fráhald í GSA ( GreySheeters Anonymous ).  

Í þessu prógrami er maður að halda sér frá sykri, sterkju og hveiti. Ég ætla ekki að segja að þetta sé allt ekkert mál og skítlétt... Það að breyta mataræðinu sínu er mjög ervitt... en það sem kom mér á óvart í þessu ferli er hversu mikið sálrænt þetta er. Ég er allls ekki svöng en samt er hausinn á mér endalaust að segja mér að honum langi í "eitthvað" hvað er þetta eitthvað... það er ekki matur.. eitthvað vekur hjá mér allskonar tilfinningar, depurð, einmannaleika og tómleika... Mér líður síðustu daga eins og ég hefi ferið að skilja úr ártarsambandi... ástarsambani mínu við mat... hann brást mér og var alls ekki góður við mig... þannig að núna lít ég á þetta svo tilraun minni að heffja ástarsamband við sjálfan mig... 

Það að takast á við andlega og sálræna hlutið sem snúast um mat... var nokkuð sem ég hefði alldrey sett samasemmerki við það. Vonandi verður þetta ekki langan tíma í kollinum á mér og ég get farið að snúa huga mínum að öðru en mér finnst líklegt að mér finnist gott að gagga þetta út á veraldarvefinn og vinna mig þannig frá þessu hægt og rólega...... ;o)

Blessings ... M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband