Færsluflokkur: Bloggar

Mín gleði...

... ég var spurð að því í tengslu við síðustu bloggfærslu hver mín innilega gleði er... 

Ég er stundum í vafa um hvað það er sem er að berjast í brjósti mér... hvort það sé gleð, sorg, ást, depurð, vonsvikni eða hvað... Það eru til svo mörg lýsingarorð yfir tilfingar okkar... á einhvern hátt sé ég frekar tilfingar sem mynd í huga mér... eða lykt... eða jafnvel sem líkamlegur sársuki eða snerting...

Depurð er tildæmis eins og ógleðistilfing... magaverkur og hausverkur...

Sorg og særindi er hreinlega eins og að ég sé með ríting í hjartanu... mikill og nístandi sársauki í hjartanu.

Gleði er eins og þegar maður liggur í háu grasi á hlíjum sóardegi, með lokuð augun og lóan syngur... frelsi og ferskt...

Ást... já það er erviðara... því að þótt að ég eigi margra ára sambúð að baki... þá komst ég að því nýlega að eina manneskjan sem ég hef ELSKAÐ í lífinu er sonur minn... og móðurástin mín lýsir sér eins og hringlaga tilfing í hjartanu ... sem ringlar mig á jákvæðann hátt.. en þessi tilfing er mjög þung... og þá þannig þung að ég fæ störu og get mig hvergi hreift... og verð dreymandi ...

Það er svo skrítið að lýsa þessu svona ... en svona líður mér ... Heart


Já en hvað með aðra sem þurfa líka á aðstoð geðdeildar...

... Þetta útskýrir soldið fyrir mér... og ég skal orða það þannig (þótt ég vilji ekki gera lítið úr alvarleika átröskunar) þá er ég mjög ósátt... Ég skal opinbera eitt hér núna... að ég er búinn núna að bíða í góðri von um að fá LOKSINNS hjálp við mínum vanda því heimilislæknirinn sendi beiðni uppá göngudeild geðdeildar hér á FSA fyrir 4 mánuðum... OKEY... biðin hefur ekki hjálpað til... en svo var það bréfið sem byrtist hér í vikunni... og svo bréfið sé klotið í einni setningu... þá er vandi minn ekki nógu mikill vandi til að ég fái hjálp... Vandi minn er víst nógu mikill og sem manneskja og skattborgunarmanneskja þá á ég rétt á því að fá hjálp...nægir þeim ekki að fólk sjái eingann tilgang í því að lifa... geinilega ekki... 

En ég ætla ekki að tjá mig meir aum þetta hér núna.. því þetta gerir mig fokreiða... 


mbl.is Forma segja enga biðlista á geðdeildum árangur baráttu sinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér leikur forvitni á...

Já ég hef stundum velt fyrir mér hvernig fólk uppifir gleði... þá meina ég innilega gleði...

Er það þegar maður hlær og hlær og gerur ekki hætt...

Er það þegar maður horfi á barnið/börnin sín og finnur einkennilegan hringlaga tilfinu í brjósthölinu...

Er það þegar maður brosir...

Er það þegar maður situr í nátturunni, með goluna í hárið og finnur friðinn...

Er það þegar manni hlakkar til einhvers...

Er það þegar maður gerir eitthvað spontant...

Er það þegar maður sér ljósið sem maður getur gefið og þegið...

Hvað er innileg gleði í þínum huga??? 


súkkulaðihátíðin...

Kæru lesendur...

Þá er árlega súkulegaðihátíðin að hefjast...  og er augljóst að sumir í húsinu hér finnst best að byrja á því að detta ærlega í það og halda partý því að hér er farinn að óma innum gluggana hjá mér dúndrandi tónlist og  skellandi tal... Ég leiði hugann að því að ég og Lína vinkona fórum út á lífið um síðustu helgi og mikið var ég glöð að komast heim eftir það... og átta mig á því að hér hef ég allt sem ég þar nema kannski tilvonandi maka minn.. en þann aðila finn ég ekki á skemmtistöðum bæjarinns og hvað þá í glasi...

Veðrirð svifti mig svefninum í nótt og hef ég verið á einhverju svefngalsatrippi í dag.. og komið helling í verk... Þreif eitt einbýlishús... hátt og látt... og svo hér heima líka.. en verkjalyfin hafa hjálpað mér með þetta allt saman... og ætla ég að byðja um að ég fái að sofa í nótt því að ég er dauð þreytt og bakið er  búið... þannig að góður nætursvefn. Já takk..!!

Lína vinkona mín á óskir skilið í dag... því að hún var að fá frábært atvinnutækifæri og veit ég að hún er manna best til að sinna því stafi .... Knús elskú Lína.. þú ert hetjan mín og þú stendur þig yndislega vel í öllu sem er að gerast í þínu lífi núna..

Jæja... passið ykkur á súkkulaðinu... og gangið hægt um gleðinar dyr...

 


Takk fyrir ....

Ég fékk víst ekki að vita hver var nr. 10.000... en 9.999.... og hann fær koss á kinnina... því ef hann fengi meira þá gæti það mikilist... hehehehehe...Cool Knús þráinn... sannur vinur...Heart

Samkvæmt mínu útreikningum...

... verður dagurinn 3.apríl sá dagur þegar
 
10.000 aðilinn kíkir hér inn...
 
það væri gaman  að fá kvitt frá þeim aðila í
 
gestabókina...Grin   InLove

Vor-belju-sindum

Góðann daginn kæra fólk...Smile

Er vorið komið...?? Ja allavega segir mín innri klukka það... það er svo merkilegt á vissum pungti á vorinn þá er eins og líkamin og sál mín skipti yfir í 5 gír.. úr 2...  það er semsagt svona vor-belju-sindrúm í gangi hér.. og mig langar að vera allstaðar... gera allt... og allt á sama tíma.. Svo gerist það líka að það á að þrífa ALLT... og þá meina ég allt... Helgin fór semsagt í það að þrífa bílinn.. okey ég meina þrífa... það er líklega ekki neinn einasti tjörublettur á honum núna nema kannsi undir... hann er tví bónaður.. allir lista hreinsaðir upp ... allir sílsar og samskeiti þrifin... það vantaði bara að ég tæki merkin af og bónaði undir þeim.. en ég notaði aðra tækni hehehe.. svo var kann tekinn í nefið að innan líka...auðvitað... þannig að ég á flottasta bílinn á götum Akureyrir núna... hehehe.. og Rauður Getz er líka fyrir gyðujr eins og mig... ehhehehe...En það skal viðurkennast að bakið á mér er ekkert alveg sammála þessari snöggu gírskiptingu... þannig að ég er hellings aum í dag....en það þýðir víst ekkert fyrir það að kvarta við mig.. ég er núna að fara að taka íbúðina í nefið... Þvottavélinn er að brenna úr sér.. bleiku gúmmíhansarnir komnir á loft og ajax stormsveipurinn mættur á staðinn...

ragnar-apr.07Það var far photoshut fyrir lokaverkefnið mitt á fimmtudaginn síðasta.. og var það rosalega gaman og mikill lærdómur... það er frábært að fá að skipulegjja allt svona sjálfur... vera með puttana í þessu... Ég tala nú ekki um þegar maður fær pró-ljósmyndara með sér í verkið...  Það fer að líða að því svona um páskana og eftir það að hér fari að byrtast myndir sem ég vil fá komment á... LoL

En svona að lokum þá læt ég eins að Gullinu mínu fylgja hér með sem var tekinn á fimm... ég á þennan prakkara skuldlaust... hehehehe....

Kveðja í bili..Magga 


hugleiðing dagsinns...

Ég sit hér og hugleyði það hvort ég eigi að vera með samviskubyt yfir því að hafa ekki verið nógu dugleg síðustu daga að vinna að lokaverkefninu mínu... En ég veit ég er ekkert eftir á miðað við tímaplanið sem var sett upp fyrir verkið... þannig að í raunninni er ég búinn að gera allt hingaðtil.. en samt hef ég lítið gert... Það hefur verið einhver einbeitingaskortur síðustu daga... Hversvegna... ?? já það er góð spuning... kannski er það útafþví að það er komið vor í loftið og gerir það að verkum að ég vildi vera úti eða á ferðinni... það kemur nefnilega alltaf upp á voruinn að mér finnst ég þurfa vera að gera eitthvað annað en það sem ég er að gera..hvað.. það veit ég ekki... en...

Svo hefur svefninn svikið mig síðustu nætur og gerir það að verkum að ég er á einhvernhátt svo tóm og hvíðinn yfir hlutum sem ég stjórna ekki... Og segir það mér nátturulega að maður má ekki missa svefninn sinn því að þá er voðinn vís...  Þetta samfélga virðist vera orðið þannig að maður má ekki stoppa við nema að fá samviskubit yfir því að vera latur... hvað varð um það að slaka á... Hvílast... Ég skal nú viðurkenna að ég væri sko til í það að fá frí í soldinn tíma.. og þá meina ég andlegt og líkamlegt frí... Ég er 33ára og ég hef í mestalagi tekið mér viku sumarfrí... því að þetta hefur vanalega alltaf snúist um að borga bönkunum það sem maður hefur lofað þeim... Það sem truflar mig núna mest er að ég þarf að eiga annað eins sumar helst með 200 tíma vinnu á mánuði... en það gleymist víst hjá samfélginu að við þurfum líka að vera frábærir foreldrar og hafa endalausann tíma fyrir  þau... Þetta kerfi virkar ekki.. hreinlega ekki.. 

HEHEEEE... ég hef nú oftar en ekki tjáð mig hér um kerfið okkar... og hvernig það virkar ekki...sérstaklega ekki fyrir þá sem vilja standa sig ...vilja taka ábyrð á lífi sínu.. o.s.f.v.  ég ætti kannski að gerast samfélasgssuga... þá þarf ég ekki að vinna get bara sofið og legið í leti.. Það er ekkert líf.. en þannig hugsun hampar kerfið...en hjálpar ekki þeim sem vilja virkilegastanda sig... og hafa sýnt að þeir eru að því... 

Ég veit að ég hef ekki verið mikið með broslegar greinar hér undanfarið... eða mikið af gleðiefni .. en við eigum líka öll rétt á því að vera hugsi... kannski er ég of hugsi.. og þyrfti að geta slakað á.. ég veit það... en eins og sagt var áður þá fær maður ekki svigrúm til að vera mannlegur eða sýna brigðugleika...

 

En í fallegu vorveðri frá Akureyri byð ég Guð um að vernda ykkur og ykkar nánustu... 


Áttum við okkur á því hversu berskjölduð við erum bakvið tölvuskjáinn...

... Ég verð að segja ykkur frá lífseynslu sem ég fékk í gær... og hefur hún fengið mig til að hugsa og kem ég til með að hugsa þetta áfram... en ég verð að segja ykkur þetta...

Ég settist fyrir framan tölvuna mína í gægkvöldi og var búinn að fá leið á öllu sem er í kringum mig þessa daga... skólavinnunni, atvinnuleytinni fyrir sumarið, daglega lífinu og allt það... þið þekkið þetta að ykkur langar að gera eitthvað allt annað en vanalega... hlæja kanski smá... bulla og fá að vera í friði með það...  OKEY.. ég ákvað það að fara inná spjallrás og bulla soldið og fá að gleyma mér um stund, og já auðvitað í þeirri trú um að ég væri vafinn inní það hlíja teppi sem nafnleynd á netinu er... Ég  vil taka það fram að ég var ekkert klúr eða neitt.. bara blaðra um allt og ekkert... veðrið og tilgang lífsinns...  Jæja en ég hitti þar á aðila sem mér þótti hafa lífsýn og áhugamál í stíl við mig... og við vorum að bulla og hlæja ... þegar allt í einu skellir þessi annas góði aðili ( hann baðst fyrigefningar á eftir) upp nafninu mínu... Mér hefur sjaldan ef alldrei brugðið eins mikið... því að ég hef lennt í því að hafa fengið leiðindar sms útfrá blogginu mínu... og allskonar vesen... þannig að ég hugsaði mig um hvort það væri virkilega þess virði að beskjalda sig svona fyrir heiminum... En það kemur uppúr kafinu að fyrst að maður er að blogga svona og tjá sig... sýna fólki myndir og þannig þá þarf ekki nema lítið atriði fyrir færa menn sem kunna á kerfið til að finna út allt um mann.. Sérstaklega fyrst að maður í einlægni sinni heldur  úti bloggi fyrir vini sem eru erlendis... og vanda menn sem eru deyfðir útum allt.. svona til að fylgjast með mér í skólanum og stráknum að stækka...

Mér finnst það umhugsaunar vert að maður geri sig svona berskjaldaðann og maður verður þó allavega að átta sig á afleiðingunum sem það getur heft í för með sér... Með allri virðingu fyrir þeim aðila sem ég spjallaði við í gær... sem á líklega eftir að lesa þessa færslu...Smile  Þá einmitt útskýrið hann fyrir mér hversu auðvelt þetta er í rauninni fyrir fólk að leita mann uppi...  Sjálf er ég ekki svona.. ég er svo "eiföld" greinilega að ég vil að ég geti treyst fólki til að koma hreint fram... og segja mér  sjálft frá sér... 

En lærdómur minn var sláandi.. og þarf ég að viðurkenna að ég er búinn að berskjalda mig fyrir heiminum og halda því áfram... eða hætta þessu... 


Það er augljóst...

... að það eru að koma kosningar.  Manni er kannski best að segja ekki mikið um það en ég á nokkra bloggvini ogmoney_4 flestir þeirra (ekki allir) eru með allskonar kosningatend-blogg... Sjálf er ég ekki flokkstengd en hef svosem skoðanir á því hvernig bið rekum landið okkar, hvernig ég vil sjá það þegar sonur minn tekur við í brúnni... ( ef það má orða það þannig.) Mér finnst þetta allt farið að snúast uppí baknag og tuð  á persónur  og persónuleika andstæðinganna. Mér finnst pólitík snúast mikið um það hversu mikið getum við lofað og svo þegar kosningar eru búna þá gerist mjög lítið. 

Ég vil sjá að flokkarnir komi með hnitmiðaða stefnuskrár... 1. gera þetta... 2. gera þetta... o.s.v.f. svo vil ég sjá að þeim sé treistandi til að standa við málefnin, ég hata að það sé farið á bakvið mig, ég hata að það sé sagt eitt en annað gert... framkvæmið það sem er sagt... standa við loforðin. Mér er nokkurnveginn sama hvaða menn eða konur eru í flokkunum... ég dæmi fólk ekki nema út frá gjörðum þeirra... presónuleikar, útlit eða fatnaður er hégómi að mínu mati í þessum málum.

Tölum svo ekki um ALLA þá peninga sem fara í þetta allt... ég verð eigilega bara smá reið þegar ég hugsa útí þetta...en... svona er ísland í dag...  

Ef einhver hér getur sannfært mig og gefið mér skýr svör... þá væru þau vel þeginn því ég er farinn að hata kosningar...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband