Er ekki verið að stinga hausnum í sandinn...

Það skal einginn segja  mér að ungt fólk á aldrinum 18-23 ára komi ekki í bæinn ( og þá ekki í fylgd foreldra). Hvernig var þetta hér á bíladögum... þau voru farinn að tjalda um allar sveitir og þar var ekkert eftirlit eða gæsla. með tilheyrandi ölfunar og lyfjaakstri...slysahættur ...Verður þetta þá ekki bara eins eða verra... ?? Mér skilst að Akureyrirbær fyrri sig allri ábyrð á unglingum sem er ekku undir forsjá foreldra hér... hvað verður um nauðgunarmálin... líkamsárásirnar... eiturlyfin... Mér finnst ekki hægt að bjóða alla velkomna en svo má hluti af því hvergi vera og algerlega laust við allt eftirlit... Mér skilst að yfirlæknir Fjórðungssjúkrahúsinns sér mjög ósáttur við framkvæmdina á þessu ... og hvað þá nærsveitungar sem fá bara að heyra að ef fólkið tjalda utan Akureyrar "sé það bara þeirra vandamál" Er hægt að halda svona hátíð og fyrra sig svo ábyrðinni???  

Þótt að veðurspáinn sé ekki góð þá finnst mér ekki hægt að skíla sig bak við það... ég veit líka fyrir víst að gistiheimili og hótel á svæðinu neita íslendingum um gistingu þessa helgi því að það vill einginn hafa þetta inni hjá sér... Foreldrar eru farinn að hringja fyrir börnin sín útum allt að reyna að redda þeim "einhverju"...  Ekki myndi ég vilja að sonur minn færi afstað í svona annas stórhættulega helgi, vitandi það að það verður ekkert eftirlit eða staður fyrir hann að leita á ef eitthvað kæmi fyrir... 

Hvar er ábyrðin...?? hvernig viljum við hafa svona helgar...?? er þetta ekki orðið nóg...??  

Mér finnst hreinlega svona hátíðir eigi ekki heima í bæjum... og hreinlega kominn tími fyrir okkur íslendinga að þroskast smá og hætta að finnast við tilneydd til að "detta í þar" um Verslunarmanna helgar... Drykkju menning okkar er hreinlega til háborinnar skammar...  og heyrir maður það meira og meira hjá útlendingurm að þetta finnist þeim einn að ókostum við ísland.

(Ég vil ekki alhæfa og ég veit að það eru til íslendingar sem kunna sér hóf og þekki ég marga þannig... kannski því að líkur sækir líkann heim).


mbl.is Aldurshópurinn 18-23 ára fær ekki aðgang á tjaldstæðum á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband