Færsluflokkur: Bloggar

Spenningurinn magnast...

Já spenningurinn magnast... ég er loksinns að fá drauma tækið í hendurnar...eftir 2-3 vikur... 

canon_400d_003

Já ég er að fá Canon EOS400D í hendurnar , með batterísgripi og 2 linsum... ég er að míga á mig af spenningi. Það eru rúm 6 ár síðann ég fór að sjarmera fyrir EOS vélunum og nú er stundin að renna upp.

Þannig að ég varð búinn öllum tækjum og tólum til að hefja lokaárið mitt í Myndlistaskólanum í haust, ég á tölvuna... stóra fína Mac-ann minn, ég á frábærann prenntara, flakkarann, ipotinn og núna myndavélina... þannig að elsku vinir núna get ég líka farið að vinna meira fyrir ykkur og tekið fleiri brúðkaup og allskonar veislur fyrir ykkur... þótt að það hafi gengið vel hingað til þá verð ég bara betri.. hehehe... sælla minninga frá fyrra sumri... ( þá tók ég myndir í 2 brúðkaupum). 

 

 


Til hamingju... mamma... amma...

Elsku mamma !

Til hamingju með afmælið. Enn bætist við eitt ár og meiri viska. Mig langar að segja þér hversu mikils virði þú ert okkur hér í Vestursíðunni. Líf okkar væri miklu snauðara af ást og umhyggju, visku og fróðleik ef þín nyti ekki við. Á erviðum tímum hefur þú verið eins og húsið á klettinum sem verndar okkur, hjálpar, styður og hluir að. Gleðitímarnir eru líka minnistæðir og höfum við farið til dæmis í sumar margar góðar og nærandi ferðir sem gefa manni styrk og gleði útí hið daglega bras. Betri móðir, ömmu og vin gætum við ekki átt og okkur hlakkar til að eiga fleiri ár með þér, full af ást, umhyggju og hlíju. 

Til hamingju... besta mamma og amma í heimi. 

 astir-minar

P .S. Takk kærlega fyrir gærkvöldið, það var yndislegur félagsskapur og matur.


Meir en glöð...

Sælt veri fólkið...

Já núna er móður hjartað bæði meirt en voðalega stolt af barninu sínu. Gleðin skein úr augum þegar ég vakti soninn kl. 7  í morgun... " er ég að fara í skólann núna?" með stóru gleði brosi, " já, ástin mín núna ertu að fara í skólann, með töskuna þína og allt dótið" ... "jibbbíí... förum við strax"....

fyrsti-skoladagurinnVið fengum okkur morgunmat og klæddum okkur og röltum svo saman niður í skóla. Það var eins og hann hefði alldrey gert annað, labbaði á undan mér með vinum sínum og skeitti því eingu að mamma gamla væri að koma með. Skólinn var fullur af fólki , börnum og foreldrum. Það var ekki þverfóta fyrir kennara eða börn í stofunni vegna áhyggumikilla foreldra sem þorðu ekki að sleppa hendinni af börnum sínum. Þá minntist ég þess sem mamma hafði sagt, " því fyrr því betra sem börnn venjast á að vera "ein" í skólanum, þá tengjast þau kennarum betur og strax"...   Með þetta í huga spurði ég Ragnar hvort ég mætti fara og það var ekkert mál... kissti mömmu sína bless og fór að gera það sem kennarinn sagði.  Ein og yfirgefinn rölti ég mér heim á leið, örfáir dropar kisstu andlit mitt og ég fann í hjarta mínu að ég varð meir... en glöð  yfir að eiga svona indislega duglegann dreng. 

 

 

 

 

 fyrsti skólad-1

Gullið mitt... Ég elska þig.

Megi gæfan fylgja þér alla ævi. 


Þá er komið haust...

Já það finnst sumum kannski of snemmt að segja að það sé komið haust en hér á bæ bendir meira en minns til þess... laufin á runnunum hennar mömmu eru farinn að breita litum, námslánin eru kominn, búið að kaupa allt skóladót og gera skrifborðið klárt. Ég fer í þessari viku að fara að titla mig hótelstíru og fæ að halda þeim titli í 3-4 vikur... hehehee.. montrassinn ég... Cool  Sveppirnin og berin orðin týnslufær .... allir læknarnir mínir og sálfræðingar komnir til starfa svo að mér sýnist á öllu að hér komist haust og vetrar áætlunin af stað fyrr en síðar.

Mér tókst nú lítið að ná á barnsföður mínum um helgina svo að ég neiðist til að skrifa honum bréf svo að hann skilji skilaboðin mín, svona barnsinns vegna. Annas benda mér flestir á það að fara með umgengnisrétinn í gegnum sýslumann svo að það verður næsta skref ef bréfið virkar ekki. Því í rauninni fyrir mig perónulega væri það lang best að þurfa ekkert að tala við mannin en þegar maður tekur að sér það hlutverk að vera móðir barns og búa ekki með föðurnum þá verðum við ætíð að hafa samband barnsinns vegna. En það vill vera algengur miskilningur hjá sumum barnsfeðrum að þeir séu að gera okkur mæðrunum einhvern greiða með því að þeir hitti börnin sín. Svo var mér nú hugsað til þess að minn barnsfaðir græðir mikið á því að ég sé ekki í sambúð eða með manni því að ef ég ætti maka þá myndi barnið ekkert vilja suður sækja... Hann hefur ekki þagnað yfir því hvað honum finnist gott að vera kominn heim til mömmu og ömmu ... hann var í burtu frá okkur í 4 daga... þetta hlítur að segja manna eitthvað. Jæja nóg tuð um það.... hehehe... þetta er soldið ég að hugsa upphátt því ég lít á þessi skrif mín sem dagbók á sinn hátt...

Suðurferðin var yndisleg þrátt fyrir erviðar aðstæður... Við systkynin náðum að standa teinrétt við hlið móður okkar á þessum erviðu tímum og var það yndislegt að sjá okkur ná svona saman í þeirri vinnu, því að aðstæður okkar sem börn gerðu það að verkum að við vorum alldrey vinir og áttum í miklum deilum lengi vel en sem betur fer erum við 3 ... ég, mamma og Óttar bróðir orðin frábært teimi. LOKSINNS eftir öll þessi ár í erviðri baráttu um  tilfingar og í erviðum aðstæðum. Það gerir mig svo hamingjusama að fjölskyldan mín sé sameinuð á ný. Heart

Ég gerði líka góðann díl fyrir sunnan... Gummi (fyrrverandi mágur) og Inga konan hans voru að gifta sig loksinns eftir öll þessi ár saman... TIL HAMINGJU MEÐ ÞAÐ elsku vinir. en... Inga hafði hringt í mig og vildi fá mynd eftir mig er var nú það auðfengnasta sem til er... þannig ég ákvað að gefa þeim hluta af henni í brúðargjöf... og resin var samningsatriði... en díllinn sem ég gerði um restina er við Gumma sem er einn af okkar bestu forriturum á landinu og hann samþykkti að hjálpa mér að forrita heimasíðuna mína sem ég ætla að vinna að í vetur því ég get ekki hugsað mér að klára skólann nema að vera búinn að koma mér upp almennilegri og flottri heimasíðu....Wink Þannig að ég er hæst ánægð.

Auðvitað fór ég svo á Handverksýningunar á Hrafnagili, og ég var upprifinn... sérstaklega af miðaldar kjólunum frá Noregi... uuuuuuummmm ... vá hvað þessi hönnuður féll í kramið hjá mér... og í rauninni er kominn góður standart á þessa sýningur ... gott mál.

Svo var brunað á Fiskidaginn mikla með alla rununa á eftir sér... og var það líka gott og gaman á sinn hátt... nema fyrir það að sumir í hópnum þurftu að vera að staupa sig líka og það fellur mér illa. en annas ferlega gaman allt saman...

Jæja kæra fólk... ég vil senda ykkur öllum ritknús... og byð Guð um að geyma ykkur þar til næst... 

 

 


Hannes frændi kvaddur í rigningu...

Sælt veri fólkið...

 ég skrifa ykkur núna frá Reykjavík... Núna erum við búinn að kveðja Hannes frænda í mjög fallegri  athöfn, söngurinn og laga valið náði inn í hjartastað á öllum. Hvíl þú í friði kæri frændi.  Þegar ég leit í kringum mig í kirkjugarðinum sá ég að hann og Linda mín liggja ekki langt frá hvort öðru. 'Eg kíkti á leiðið hennar Lindu og þótti mér vænt um að sjá að það var búið að gróðursetja á það fallegum blómum. Þannig að dagurinn fór í að minnast allra þeirra sem ég hef kvatt... og er ég enn að hugsa um þær minningar.

Hér rignir svo að ég ætla snemma undir sæng svo ég geti keyrt úthvíld norður á morgun.

Guð geymi ykkur...


Þá er ég farinn í bili...

Hæhæ...

Jæja þá er ég farinn í borg óttans í nokkra daga til að kveðja minn kæra vin og frænda.

Sonurinn kemur með þótt að það líti útfyrir að farðirinn sé gufaður upp og er alveg sama um loforð sín við soninn. Það er hreinlega hanns missir og kem ég ekki til með að líða svona farmkomu í garð okkar.  Við eigum bæði skilið heiðarlega og almennilega framkomu. Ég verð fyrst manna hugsa mín mál ef mér er gerð einhver sök í því að hann vilji ekki svara símanum þegar við hringjum... en ég sé ekki að ég hafi gert annað af mér en að vera heiðarleg og komið hreint framm með líf okkar.

Þannig að við mæðginin förum bara saman og njótum samverunnar.

Kær kveðja...  Margrét.

Guð geymi ykkur öll. 


Kominn heim með barnið...

Halló...

jæja þá er ég kominn heim með barnið. Soninn sem ég saknaði svo mikið í gær... ég er búinn að knúsa hann og kúra við... segja honum að hann sé mér allt í lífinu. Honum finnst voða gott að hafa mömmu sína, en því miður hefur farðirinn ekki enn látið heyra frá sér og svarar ekki þegar við hringjum þannig að ég veit ekki hvort hann sé hættur við að leifa honum að koma til sín. Ég þarf að fara suður á miðvikudaginn og kveðja hann Hannes frænd og þá förum við bara saman í það og leifum föðurnum að missa af því dásamlega lífi sem það er að hafa barnið með sér. Því miður hefur hann ( faðirinn ) ekki verið sá stabílasti í lífi snúðsinns og eru farnar að vakan spurningar og samtöl sem er soldið ervitt að svara, afhverju svara hann mér ekki??, afhverju hringir hann ekki??, afhverju má ég ekki vera núna hjá honum?? afhverju kemur hann ekki í afmælið og svo framvegis...  Þessu finnst mér voðalega ervitt að svara því ég veit ekki  ástæðuna og auðvitað langar mig heldur ekki að særa barnið með staðreindum. Ég er kominn í soldla klípu sem ég þarf að hugsa vandlega hvernig maður vinnur það... barnið er orðið svo stórt að það er farið að spyrja og langa að fá að vita... hvernig á ég að snúa mér í þessu...

En á meðann við hugsum og bíðum eftir að heyra frá honum ákváðum við að fá okkur pizzu og brauðstangir... hehehee.. það er vídeókvöld hjá okkur mæðginunum... pizza og Star Wars.... fullkominn blanda... Við mæðginin erum nefnilega heilluð bæð að Star Wars og eigum við alla seríuna.  Reyndar var ég áðann að horfa og þá sagði Obi-Wan Kenobi að mátturinn sé orkusvið sem vinnur með okkur og í gegnum okkur... þetta minnti mig á he Secret... og sömu humgmyndafræði ... hehehe.. sniðugt... hvenær voru sögurnar um Star Wars skrifuð... ég veit það ekki en það er langt síðan.. Fyrsta  myndin var gerð 1977... þannig að þið sjáið að þessi vitneskja hefur verið til staðar lengi... hehehe...

Jæja góða fólk ... njótið lífsinns saman og með öllum þeim sem ykkur þykir vænt um.

GUÐ GEYMI YKKUR... 


Kvöldið í sveitinni...

Sælt veri fólkið...

ég sit hér á Öngulstöðum (í aukavinnunni minni) ég á víst nætugvakt en á ervitt með að sofna því að verðrið er svo yndislegt... blanka logn og kyrrðin og róin... ég vildi óska þess að ég ætti heima hér... það eru forréttindi að fá að njóta svona mikillar fegurðar sem þessi sveit ehfur uppá að bjóða...

ég skal viðurkenna að ég fékk pínu samviskubit áðann þegar ég var búinn að lesa bloggið hjá honum Hólmgeiri bloggvini mínum um hans lífsreynslu eftir bílskys... samvisku bitið var útaf því að ég var alveg búinn á því í dag  og var svo ervið við soninn... það skal viðurkennast að hann er mjög krefjandi þessa daga sem er mjög skiljanlegt því að það eru svo miklar breytingar hjá honum og svo er hann búinn að bíða eftir því núna í nærri 3 vikur að komsat suður til pabba (en hann kom heim í dag eftir 4 vikna utanlandsferð) mamman er ekkert skemmtileg því að hjá pabba bíður stór afmælisgjöf.

Núna er snúðurinn minn hjá mömmu minni og ég get ekki tekið utanum hann til að byðja hann fyrirgefningar á því að hafa verið þreytt og pirruð... og það tekur mig sárt... 'Eg myndi ekkert frekar vilja en að skríða undir sængina hjá honum finna þá yndislegu ligt sem sem hann ber...  kyssa hann á ennið og byðja hann afsökunar og segja honum að ég elski hann hann meira ein nokkuð annað í lífinu, og sofna með litlu hendurnar hans utanum hálsinn ... Crying

Ég verð bara að muna að þetta verður það fyrsta sem ég geri þegar ég hitti hann aftur á mogun. En ég verð að fara að koma smá svefni í hausinn á mér því að hann hefur alls ekki verið mikill síðustu nætur... og það er ekki gott... GÓÐA NÓTT kæru vinir... 

 


þetta finnst mér findið...

Hæ... Sem gamall Hakkinen aðdáandi þá missti ég mig þegar ég sá þessa auglýsingu.

Þið verðri að  fyrirgefa en ég kann ekki að setja myndbandið hér inn... svo að slóðin verður að duga.. 

 

http://www.youtube.com/watch?v=5C0I7Ef4gQI


The Secret / Leyndarmálið

Halló...

Ég var að klára að lesa bókina The Secret... Leyndarmálið á íslensku... 

Ég  varð að segja ykkur frá því að þetta er bók að mínu mati  sem allir eigi að lesa... Hreinlega skildu eign á öll heimili... en  ég átta mig á því að það eru alls ekki allir sem eru meðtækilegir fyrir þessum boðskap en þeir sem eru það ættu að lesa hana... Við gætum breitt heiminum svo mikið til hinns betra. Það er líka nóg til fyrir alla... og við erum svo mögnuð sköpun hevert og eitt fyrir sig... Við erum fullkomin.

Picture 1

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband