Færsluflokkur: Bloggar
Sunnudagur, 16. september 2007
Sunnudagur...
Góða kvöldið
Jæja þá skildum við Akureyri í hvítum lit... en það voru veðurguðirnir sem tóku þá ákvörðun. Við vinkonurnar skemmtum okkur mjög vel, en það er svo merkilegt að ég á það til að gera hluti sem ég á vissan hátt sé eftir og vil ég í þeim orðum byðja Hólmgeir Karlson minn kæra blogg vin fyrirgefningar á trufluninni sem ég olli honum í gær þótt að ég hafi alveg viljað spjalla við hann en kannski ekki snjallt að gera það í glasi og er ég ekkert stolt af því. Ég á það til nefnilega að verða voða frökk og segja og gera hluti sem ég myndi ekki gera edrú. Ekki það að ég sjái eftir því ég er bara miklu feimnari og lokaðiri dagsdaglega.
Samt átti ég nú samt marga góða pungta í gær og var ég víst ekki sú vinsælasta hjá kynsystrum mínum ( að sögn vinkvenna minna) þá voru allavega tvær mjög ósáttar við að karlpeningurinn sem þær ætluðu að næla í hafði meiri áhuga á mér en þeim... Segjum það allavega að mér leið eins og prinsessu ... og er ég ekki vön því að athyglin beinist svona að mér. ( þótt ég viðurkenni að það hvai verið gaman).
Ég sit hér og er að reyna að ná mér saman í það að núna tekur við nýr kafli í lífi mínu því að ég er ekki hótelstíra lengua, hún Hefna mín og fjölskylda er kominn heim frá Flórida. Þannig að núna tekur við ritgerðarsmíð, ræktin, skólinn og lífið eins og ég þekki það aftur. Ég komst samt að því að að baki eru vel yfir 200 tíma vinna,næturvaktir, veislur, bakvaktir,miljón símtöl, tugir e-mailar og heilþrif á hótelinu. Ég er mjög sátt og nú vona ég að Hrefna mín sé það líka.
Ritgerðar planið er komið og heimildirnar er hér líka... núna er bara að lesa í gegnum þetta og leita svo svara við restinni og hef ég þann allra besta með mér í það, auðvitað rektor Helga Vilberg... og þakka ég fyrir þann stuðning sem ég hef í þessu verkefni.
Ég vaknaði í morgun eftir góðann nætursvefn ... glöð og sátt við það sem frammundan er í lífinu. Með það í huga læddist ég fram því að Laufey þessi elska svaf í sófanum mínum. Ég tók allt til hér , þannig að ég get byrjað nýja viku með hlutina á hreinu sem er mín besta leið. Við vinkonurnar sátum svo framm eftir degi og ræddum hvað við erum heppnar að vera til og eiga það líf sem við eigum, með börnin okkar og tilveruna. Við ræddum líferni, handverk, andlegmálefni, matseld og hversu langt við erum komnar í þroska... þetta var yndisleg leið til að nota daginn ... Takk Laufey mín þú ert perla og það er svo gott að sjá hvað þú ert glöð.
Þannig að núna fer ég bara að skríða uppí holuna mína og skipuleggja morgundaginn og svo svífa inní heim draumanna og hvíldar. Ég vona að þið vinir sem lesið þetta eigið eins yndislega vini eins og ég, jafn yndislega nærandi og gefandi spjöll og stundir... Því það er svo dýrmætt.
Guð geymi ykkur öll...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 14. september 2007
Kvöldið sem Akureyri varð rauður bær...
hehehehee... já það er að koma að því að við vinkonurnar málum bæinn rauðann... það gerist annaðkvöld (laugardag) sem við vinkonurnar, singel og "einstöku"mæðurnar förum á djammið... Það eina sem er hægt að segja endilega sláist í hópinn með okkur og njótum lífsinns... (þar að segja þeir sem þora....
hehehee...)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 13. september 2007
Vetur án hausts...
Í dag kom veturinn alveg óboðinn ... bílinn minn kúrir í portinu hér á Öngulstöðun með kalda hvíta slæðu á sér... Hverjum hefði dottið í hug að það ætti eftir að snjóa í byrjun september. En þannig er staðan víst núna, í rauninni finnst mér það bara notalegt að geta farið að kveikja á kertum og vita að heimilið mitt er hlítt og notalegt á meðann vindurinn næðir fyrir utann, með sliddu og snjó. Núna er vinnu minni hér á þessum annas yndislega stað að ljúka því að Hrefna og fjölskylda kemur heim á sunnudaginn. Í kvöld var síðasti hópurinn hjá okkur í mat og gistingu.
Ég á reyndar að vera byrjuð að skrifa ritgerð á fullu... en ég er víst orðin svo "gömul"að ég get bara einbeitt mér að 1 hlutum í einu... þannig að ég hef verið að lesa inná milli heimildir og hausinn farinn að skrifa en það verður ekki fyrr en á morgun sem það gerist í raun... Samviskubitið er farið að naga mig en ég þekki sjálfann mig svo vel að þegar ég er kominn með hausinn í gang er mikið komið. þannig að ég er bara glöð með það.
Það er komið nýtt tölvukerfi í skóla svaka flott... við erum ekkert smá heppin að vera í þessum yndislega skóla sem býr svona vel að okkur. Mikið hlakkar mig til að fara að setjast niður og skapa. Þótt að ritgerðin mín sé líka sköpun þá er hún það á annan hátt en á endanum kem ég til með að læra helling á þessu. GAMAN GAMAN...
Jæja... Pétur Ben tónlistamaður er búinn að skila sér í hús og þá get ég farið að sofa...
Guð geymi ykkur öll.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 10. september 2007
Takk fyrir...
Mér er þakklæti efst í huga núna...
Takk fyrir uppliftandi hrós og viðurkenningar í minn garð í dag... Yfir mig hafa flætt hrós og falleg orð, í skólanum, í endurhæfingunni minni, móðir mín og barn, svo hér inni líka. Maður fer nú bara að roðna og vita lítið hverju maður á að svara ... En þetta hlíjar mér allt mjög um hjartarætur og gefa mér aukinn kraft útí næstu daga. Ég finn í sálu minni svo mikið jafnvægi og vissu um að allt sé á réttri leið í lífinu og ég hlakka til að vakna á morgun og takast á við verkefnin sem bíða mín. Þetta er tilfing sem ég hef ekki fundið í langann tíma... vissa og traust... og það er yndislegt. Það er ekkert betra í lífinu en að vera sáttur og fullur tilhlökkunar yfir lífinu og því sem það hefur að bjóða... TAKK fyrir að vera mikilvægur hlekkur í þeirri keðju sem gefur mér þá vissu og taust til lífsinns.
Fyrsti skóladagurinn var yndislegur ... það að labba inní þessa byggingu og fá þær hlíju og góðu móttökur sem ég fékk var eins og tilfinningin að "koma heim". Með vissu get ég sagt að ég veit hvað ég vill gera í framtíðinni og það er vissa sem ég hef ekki haft síðann ég hóf þetta líf. Skólinn hefur gefið mér það sjálfstraust og styrk til að vera óhrædd við það líf sem bíður mín og það eitt er nú góður árangur fyrir annas svo litla menntastofnun. Litla en MJÖG mikilvæga menntastofnun. Ég er líka viss um að þessi skóli hefi gefið fleirum en mér betri og sterkari sýn á lífið. Þetta uppbyggjandi og góða umhverfi með sínum góðu kennurum og fylgdar fólki fær mann til að vilja gera betur hvern dag sem líður og láta gott af sér leiða í framtíðinni. (úfff... hvað þetta var væmið en það kom beint frá hjartun).
Á meðann rólega tónlistin og kertin flökta í gegnum stofuna hjá mér finnst mér vera svo örugg... örugg á heimili mínu og í lífinu... TAKK FYRIR ÞAÐ.
Jæja ég ætla að skríða með bros á vör uppí holuna mína og faðma svefninn... svo ég geti vaknað tilbúnari í morgundaginn...
Guð geymi ykkur öll sem þetta lesið...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 9. september 2007
Skólinn...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 8. september 2007
Stóra spurningin...hver verður númer 20.000
Sá er sú sem verður númer 20.000 fær knús frá mér...(vonandi er það eitthvað efrirsótt...)
það dýrmætasta sem ég get gefið núna er nærvera mín svo það verður að duga...
En allavega sá eða sú sem tekur eftir því að vera nr. 20.000 mætti gjarnan skrifa í gestabókina svona til minningar...
TAKK TAKK... fyrir allar þessar heimsóknir á bloggið mitt... ekki hefði ég trúað því að svona margar heimsóknir gætu komið á síðu þar sem ég tjái mig án nokkura hamla... en augljóslega er ég ekki alslæm... neinei.. auðvitað ekki ég er best... hehehehe...
þið eruð líka best... LOVE YOU ALL
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 8. september 2007
Haustið greinilega komið...
Ég sat úti á palli hér á Öngulsstöðum áðann og það var svo yndislegt... myrkur, alger kyrrð, raki, og greinilega komið haust... mikið er maður heppin að lifa þannig lífi að maður leifir sér að staldra við og njóta þess sem er svo dagsdaglegt... bara það að husta á kyrrðina... njóta sólarlagsinns... eða vera úti í þeissari hreinu rigningu sem kemur hér á þessu undur fagra landi. Ég fer líka að hugsa ... mikið er ég feginn því að ég læt ekki annað eða aðra trufla þessa hugarró mína... ég á hana ein og með syninum.
Við Ragnar fórum í dag að tína smælik.... já við fengum að fara í heilann kartöflugarð og tína eftir vélunum eins og við vildum... þvílík upplifunn fyrir barnið að fá að skríða í moldinni og róta og finna þessar falleru "litlu" kartöflur sem honum finnst dýrindis matur. Svo fórum við í búð og keyptum nýjar gulrætur og hvítkál og suðum kjötbollur með og til að toppa allt smjör.... uuuummmm.... þótt ég hafi gaman að því að kokka og nýt þess að gera flókna rétti fyrir allskonar fyrirfólk þá finnst mér svona heimamatur alltaf hjafn góður. Við erum svo heppin líka að eiga svo ferskan og gott hráefni ég í þessu landi. Já vel á minnst ég er líklega að fara að elda fyrir biskubinn og frú... hehehe.. já það er ýmsir sem droppa í gistingu hér ...
Annas fer þessari törn minni sem hótelstíra að ljúka... ég er búinn að vinna í 24 daga streit núna og það skal viðurkennast að heilsufar mitt leifir það ekki... en ég hef komist vel í gegnum þetta allt saman og er ég náttúrulega mjög sátt við það... Til hlökkunin í að byrja í skólanum heldur manni líka vel gangandi... svo er ég víst að fara að kenna líka í vetur... hehehe já ég kem til með að kenna eina valgrein fyrir 9-10 bekki grunnskóla Akureyrar... mig hefur lengi langað að kenna þannig að nú fæ ég tækifæri til að prófa það. Svo er ég að fara á ráðstefnu fyrir sunnan í enda þessa mánaðar.... Norrænt Heimilisiðnaðar þing... það verður spennandi... mjög.
Mér þótti leitt að við íslendingar skildum ekki ná að halda markatölu okkar gegn spánverjum áðann... góður leikur og rosalega geta sumir fullornir menn vælt mikið ... eins og spánverjarnir um allt og ekkert... blóðheitir en meirir... þá vil ég nú bara íslenskt hörkublóð.... með allt sitt á hreinu... hehehehe.. ja´lísi hér með eftir einum þannig... ehhehehe...
Jæja kæru lesendur, vinir, félagar, ættingjar og þeir sem ég elska...
ég ætla að skríða inní honuna hér við hlið sonar míns og hvíla mig og passa hótelið í nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 3. september 2007
Skynsemin tók völdin...
Halló...
Já skynsemin tók völdin hjá mér í dag... en hún kostaði mig 30.000,- heheheee.. en ég veit þá að ég lendi ekki í vandræðum þennan veturinn í skólanum. Ég lét stækka minnið í tölvunni minni sem var nú löngu kominn þörf á og svo keypti ég mér "stórann" ( með mikið pláss) og góðann flakkar... þannig að núna er komið að því að taka afrit af öllu sem ég á skólaverkefnum og myndum ... eiga á diskum copyu hér heima og á flakkar í í bankahólfi... hehehehe.. já ég á bankahólf... ég er svo gamaldags... þetta er svaka sniðugt.. kosta einhvenr 1600,- á ári...og þarna geymir maður öll skyrteini og þannig mikilvæga hluti.. magnað... En allavega ákvað ég að taka eingar áhættur með myndirnar af barninu og skólaverkefnin mín. En þá er ég líka orðinn fire og flamme fyrir skólann... Já ég verð að viðurkenna að ég áttaði mig á því í dag að ég er að fara að byrja í skólanum á mánudaginn.. og mig hlakkar til... Jæja ég verð víst að fara að láta barnið mitt læra heima.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 2. september 2007
Helgin...
Sæl veri þið...
Þá er þessi helgi á enda eftir mikla vinnu. Ég var í gærkvöldi með stæðstu veislu sem ég hef stjórnað og hún tókst vel, þótt ég segi sjálf frá... ég fékk 10 fyrir forréttinn og hrós eins og " súkkulaðikakan á KEA er eins og rúgbrauð við hliðina af þinni" hehehehee... það er nú víst ekki hægt að fá það betra... Allavega er ég sátt... Konunum sem voru í þessari veislu fannst nú samt skrítið að ég skildi ekki vera búinn að nælar mér í góðann mann svona góður kokkur eins og þeim fannstég vera... Ég ætti kannski að auglýsa veislu á Öngulstöðum fyrir einstæða karlmenn og sjá hvort mér takist að heilla einhvern þannig... heheheheh... "Singel men dinner"...
Ég er samt hellings þreytt eftir þetta allt en er samt farinn að hlakka til skólans sem byrjar á mánudaginn eftir viku. Það er bara ein törn eftir í vinnunni og það er næsti föstudagur og svo er matur fyrir 16 manns um helgina... ekki málið... hehehee... og svo er stefnt út á lífið á laugardaginn... heheheh.e... lita bæinn rauðann...
En jæja elskurnar ... ég ætla í háttinn...
SVOEET DREAMS... Guð geymi ykkur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 29. ágúst 2007
Haust og áframhald á lífinu...
Sælt kæra fólk...
Ég hef svosem ekki mikið að segja er langar samt að blogga smá. Hér er lífið farið að taka vissa stefnu sem maður bjóst nú við þegar skólinn hans Ragnars byrjað, ég hlakka bara mikið til að byrja líka.
Þrátt fyrir mikinn vilja og löngun af minni hálfu þá verður að viðurkennast að þótt ég sé búinn að ná miklum árangri í sumar þá finn ég það núna eftir 14 daga stanslausa vinnu að ég er ekki kominn á þann stað sem ég vil vera á. Ég átti líka eftir að segja ykkur að lifrin mín er nærri orðin góða aftur... ;) hehehe... Alovera Gel frá Forever Living geri kraftaverk... allavega var læknirinn minn mjög hissa og afpantaði ukurðaðgerðina sem ég átti að fara í ... og auðvitað er ég sáttust. En ég finn samt að bakið er ekki komið á þann stað sem það á að vera og andlega hliðin er ekki alveg stabíl en hver er heill á geði í þessum heimi... hehehe.. ekki ég... þótt að ég sé bsta skinn. En þetta verkefni sem ég er að vinna að núna er samt vel þess virði að vera smá prófsteinn á það hvar maður stendur eftir endurhæfinguna.
Ég hlakka mikið til að komast í áframhaldandi vinnu með Byr endurhæfingu í vetur þá fæ ég aðgang að sálfræðingi, hóðefli, og allskonar öðru sem er gott fyrir mann...
Ég komst reyndar að því í gær að ég er að standa mig vel sem mamma, ég fór í viðtal til Páls Barna og unglingageðlæknis því að Ragnar minn er að fara í gegnum greiningu, því allt bendir til þess að hann sé ofvirkur eða með einhverskonar röskun í hegðun... ekki spyrja mig ég er ekki sérfræðingurinn á þessu sviði... Það er best að láta aðra um það sem er þeirra sérsvið. En Páll sagði margt sem ég tók til mín og ég komst að því að ég er búinn að gera margt rétt fyrir barnið mitt ... jafnvel hefur mér tekist að halda niðri einkennum hans með aðferðum mínum við uppeldið. Því er ég náttúrulega mjög stolt yfir.
En annas er ég að undirbúa stóra veislu í vinnunni... ummmm... rækjukokteill, lamb með öllu meðfylgjandi og frönsk súkkulaðikaka með vanilluís. uuuu...uuummmmmm...
Jæja kæru vinir.. ég ætla í heitt bað og koma mér svo snemma í háttinn, því ég held að haustið sé farið að gefa mér smápest.. þannig að það er best að láta svefninn laga það... Góða nótt, kæru vinir
Guð geymi ykkur öll...
Kveðja Margrét
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)