Færsluflokkur: Bloggar
Sunnudagur, 20. apríl 2008
mig langar...
Mig langar svo að skrifa eitthvað hérna inn fyrir ykkur en er voðalega andlaus og soldið pirruð og eftir fyrri reynslur mínar af því að tjá mína innstu líðan hér þá held ég að ég sleppi því...
Sólin skín inn um stofugluggan hjá okkur alla daga núna og vorið er að koma... við fórum smá rúnt um eyjafjörð í morgun á leiðinni af spítalanum og sáum helling af gæsum, svani og allskonar endur... þetta er það sem segir mér líka að vorið sé að koma. Núna eru liðnir 3 og hálfur mánuður af meðfeðinni hjá Ragnari og ekkert bendir til þess að það sé á bata leið...Þannig að ég þarf reglulega að safna mér saman og finna vonina aftur og aftur. Mamma er enn rúmmliggjandi þótt hún stelist nú samt til að gera hluti sem hún ætti ekki að gera en henni hefnist fyrir það... hún verðru bara að hlíða læknunum og vera róleg. Síðustu droparnir af orku fara núna í það að klára skólann svo að það sé hægt að stefna að einhverju í framtíðinni... en ég get ekki tekið neinum atvinnutilboðum núna ekki vitandi hvernig allt fer... Ég vildi að ég gæti stofnað vonar-reikning... þar sem fólk gæti styrkt mig með byrtu og von... Þið megið samt ekki halda að ég sé að gefast upp ... fyrr dey ég en það... en ég er ekkert rosalega kát og glöð... Dollýanna virðist hafa farið í frí í dag eða ekki mætt til starfa. Það sem ég óska mér heitast núna er almennilegann nætursvefn í svona 2-3 nætur... þá vær ég stál sleginn aftur... Svefn er vanmetinn og ég finn það núna þegar maður hefur ekki sofið meira en mestalagi 4 tíma dúra í 3 1/2 mánuð hvað það hefur að segja...
Jæja... best að hætta þessu væli því gæti verið troðið í andlitið á manni seinna...
kveðja... Magga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Föstudagur, 18. apríl 2008
Pass...
... já ég hef lítið annað að segja. Orkan að klárast... dagarnir renna saman í þreytu og stress...
Guð takk fyrir að vera til staðar fyrir okkur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 13. apríl 2008
Hvað er hægt að gera fyrir hetjur eins og hann...???
Mér er það mjög hugleikið núna eftir daginn hvað í ósköpunum er hægt að gera fyrir guttann minn svo að þessi tími verði skemmtilgri en hann er... Lyfjagjöfin er farinn að taka mikinn toll þessa dagana af þreki hans en viljinn er greinilega sterkari... honum langar svo margt en getur ekki... Legóið er hætt að vera skemmtilegt allar bíómyndir og tölvuleikir líka... spilin er ekki skemmtileg heldur og eingar spennandi bækur... Það er leiðinlegt að skreppa smá út því að það má ekki klifra... eða hlaupa í hálkunni... skíðin eru algert bann og svo framvegi... hann hefur ekki fundið sköðunargiðjuna siðann um páskanna .... svo að ég er að verða svolítið ráðþrota... honum langar svo að fá einhverja til að leika við eða tala við heinhvern annan en mig... Ég ætti kannski að senda bréf til foreldra bekkja systkyna hans... en ég veit að allir eru auðvitað hræddir þegar þeir heira orðið "berklar" nefnt og leifa börnunum ekki að koma... ( ég hef lennt í einu þannig tilfelli) en þetta er ekki smitandi...
Peningarnir mínir eru á þrotum og ég get ekki keypt fleiri transformerskalla...hehehe..já nýja æðið... þannig að ég verð að segja að ég er að verða algerlega tóm af hugmyndum hvað er hægt að gera meira...
Hafið þið einhverjar hugmyndir hvað ég get gert ..?? Þá endilega látið mig vita...
Guð geymi ykkur...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 12. apríl 2008
Erum lifandi...
Já kæru vinir og vandamenn við erum hér ennþá...
Það er bara búið að vera mikið að gera fyrir utan það sem fyrir er þannig að það hefur lítill tími gefist til að setjast hér niður og skrifa ykkur...
Þrátt fyrir veikindi og annað þá þarf víst að vinna fyrir saltinu í grautinn og reikningunum... þeir hætta víst ekki að koma þótt við séum ekki heimavið til að njóta heimilisinns.. Ég var að koma af 12 tíma vakt á hótelunu mínu... ég var að fæða 44 fílhrausta karlmenn í hádegismat, kaffi og kvöldmat... fyrir utannn allt vínið sem þeir drukku yfir daginn... ég hef nú bara alldrey lennt í öðru eins... en alltaf verður allt fyrist...þeir borðurð skammta af mat eins og fyrir yfir 50 mann...og hefðu getað borðað meira... Hallgrímur þessi elska er með Ragnar á spítalanum ..hann er alveg að bjarga mér fyrir horn með þetta allt, ég veit ekki hvar ég væri ef ekki væri fyrir hann og mömmu...
Ragnar er orðinn mjög þreyttur á þesssu öllu, og það er eingin furða... en við verðum víst að þrauka lengur... það er bara status kvó hjá honum og á ekki að endurskoða málið fyrr en í júni þannig að núna er að finna restina af þolinmæðinni og gleðinni að lifa og njóta þess að eiga hvert annað... þótt að hann sé guðslifandi feginn að fá smá frí frá mömmu sinni þá mátti það nú ekki vera lengur en einn dag... þá vildi hann mömmu sína aftur... og grét í símann um að hann sakaði mín... þessi elska... mikið er ég rík að eiga hann...
jæja... ég verð víat að reyna að sofa eitthvað í hausinn á mér...
Guð geymi ykkur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 9. apríl 2008
myndirnar...
Hér er tvær bestu myndirnar frá því í myndatökunni í fyrradag...
Jæja hvað finnst ykkur... er kellingin ekki bara FJALL MYNDALEG...hehehhe
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 9. apríl 2008
Vinir sem halda manni gangandi...
já ég á vini sem halda mér gangandi með flassback endalaust...hehehhee.. það er frábært... og ég brosi bara að þessu... Guðrún þú er að sýna fólkinu hér hlið á mér sem fæstir þekkja... hehehehe.. ég fæ fiðring í hendina... þeim meginn sem besíngjöfin er á mótorhjólum við þetta... og langar MIKIÐ að fá að þjóta um á ofsa hraða ...hehehhe... Guðrún þekkir nefnilega villinginn sem býr innra með mér... núna er byrjað að vora og mótorhjólin farinn að sjást á götunum og það er mér alltaf erviður tími... ég sagði við Ragnar um daginn að mig langðið í mótorhjól... en ég þyrfti hliðarvagn fyrir hann... það fannst honum nú ekki snjallt... hann vildi bara vera heima á meðann.....hehhehehe... þótt að hann hafi bíla og mótorsportgenin í báða liði þá fílar hann EKKI bíla eða mótorhjól... þannig ég fé að hafa það í friði..hehehehe
Jæja.. best að hætta þessu bulli... Takk Guðrún fyrir bros dagsinns... þú ert perla...
hér kemur þetta sman....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 8. apríl 2008
Þriðjudagur... allir dagar eins hér...
Já hér á bæ eru allir dagar nærri eins...
Uppskurðurinn hennar mömmu gekk víst vonum framar þótt að það hafi komið uppúr kafinu að hún er með ofnæmi fyrir morfíni... En það er eitthvað sem við vitum þá núna... Það voru 3 taugar kramdar í bakinu á henni þannig að það er eingin furða að hún hafi verið kvalinn... Húnvar bara spræk í gærkvöldi og spændi í sig ávexti og kex...hehehehe...
Ragnar er samur við sig... við verðum lítið heimavið í dag því að heimahjúkkan þurfti að fara á jarðaför þessi elska... en það er pottþétt að hún er kominn á jólakortalistann hjá okkur mæðginunum ... ég hefði ekki geta kosið mér betri manneskju í það að vera hér inná heimilinu en hana.
Í gær breittist heimilið mitt í ljósmyndastúdíó... því að mig og Ingu vinkonu vantaði myndir af okkur fyrir útskriftabæklinginn svo að við fengum fagaðila í að mála okkur og taka myndir hér heima... svaka gaman...
Jæja best að byrja daginn og fara að gera eitthvað annað en að hanga hér og bulla... heheheh... draslið bíður víst eftir mér og lokaverkefnið...
BæBææ.... Magga hjúkka...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 7. apríl 2008
Þau bæði á sjúkrahúsi...
Já það eru tvær manneskiujur sem ég elska meira en allt annað og núna eru þau bæði á sjúkrahúsi...
Ég veit eigilega ekki hvernig mér líður með það því að mér hefur tekist að ná að halda haus með tilfingar mínar í þessu öllu síðustu mánuði... fyrir utan 1-2 kröss... sem er bara eðlilegt...
Mamma er á leiðinni núna þegar þetta er skrifað í 2-3 tíma bakuppskurð... og ég vona svo innilega að þeim takist ætlunarverk sitt því að hún get orðið varla hreift sig án kvala...
Staðan á Ragnari er enn óbreitt... lyf í alls 12 tíma á dag... og ekkert komið frá Danmörku ennþá... þannig að núna er að leggjast á bæn og byðja sínar fallegustu bænir...
Guð geymi ykkur öll...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 4. apríl 2008
bráðn...
Hver stennst græn hvolpa augu og mjórúma rödd sem segir "þú er bestasta mamma í öllum, öllum heiminum"...??? ekki ég... ég felldi tár af gleði og hamingju í hjarta mínu. " ég er búinn að biðja Hallgrím um að vera hjá mér í nótt svo að þú fáir smá frí, því að ég elska þig" fylgdi svo á eftir...
Það fá því eingin orð líst hvað sonur minn er yndislegur og vá hvað hann er búinn að standa sig... en það er augljóst að honum líður vel miðað við aðstæður þessa dagana... því hann skoppar um sönglandi og brosandi út að eyrum... og það er svo gott og uppörvandi fyrir alla í kringum okkur að sjá þetta og upplifa.
Ég fékk prufurnar mína að sunnan (fyrir lokaverkefnnið) í dag... og vá... þær eru æði... mikið verður gaman að gera þetta eins og ég hafði hugsað það... maður útskrifast víst ekki nema einusinni sem Grafískur Hönnuður... hehehe... þannig að málið er að hugsa stórt...
ég meira að segja fór í dag og keypti mér útskrifarfötin... dragt sem ég hef alltaf langað í en ekki leift mér... enda er svört plein dragt eitthvað sem "stelpa" á mínum aldri á að eiga...tíhíhííí...
Jæja... ég ætla að kveðja í bili með sælu bros á vör og gleði í hjarta...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 3. apríl 2008
lífið þessa dagana....
Guð geymi ykkur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)