mig langar...

Mig langar svo að skrifa eitthvað hérna inn fyrir ykkur en er voðalega andlaus og soldið pirruð og eftir fyrri reynslur mínar af því að tjá mína innstu líðan hér þá held ég að ég sleppi því...

Sólin skín inn um stofugluggan hjá okkur alla daga núna og vorið er að koma... við fórum smá rúnt um eyjafjörð í morgun á leiðinni af spítalanum og sáum helling af gæsum, svani og allskonar endur... þetta er það sem segir mér líka að vorið sé að koma. Núna eru liðnir 3 og hálfur mánuður af meðfeðinni hjá Ragnari og ekkert bendir til þess að það sé á bata leið...Þannig að ég þarf reglulega að safna mér saman og finna vonina aftur og aftur. Mamma er enn rúmmliggjandi þótt hún stelist nú samt til að gera hluti sem hún ætti ekki að gera en henni hefnist fyrir það... hún verðru bara að hlíða læknunum og vera róleg.  Síðustu droparnir af orku fara núna í það að klára skólann svo að það sé hægt að stefna að einhverju í framtíðinni... en ég get ekki tekið neinum atvinnutilboðum núna ekki vitandi hvernig allt fer...  Ég vildi að ég gæti stofnað vonar-reikning... þar sem fólk gæti styrkt mig með byrtu og von... Þið megið samt ekki halda að ég sé að gefast upp ... fyrr dey ég en það... en ég er ekkert rosalega kát og glöð... Dollýanna virðist hafa farið í frí í dag eða ekki mætt til starfa. Það sem ég óska mér heitast núna er almennilegann nætursvefn í svona 2-3 nætur... þá vær ég stál sleginn aftur... Svefn er vanmetinn og ég finn það núna þegar maður hefur ekki sofið meira en mestalagi 4 tíma dúra í 3 1/2 mánuð hvað það hefur að segja...

Jæja... best að hætta þessu væli því gæti verið troðið í andlitið  á manni seinna...

kveðja... Magga 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Hæ. Kíki á ykkur mæðginin annað slagið til þess að athuga hvernig gengur. Þegar erfiðleikatíminn er orðin svona langur er ekki skrítið að þú sért að verða uppgefin.

En eins og þú segir góður nætursvefn væri nu alveg toppurinn.....þú mátt alveg væla svolítið hér, við skiljum það alveg lesendur þínir.....sem betur fer erum við manneskjurnar ekki gerðar úr ís. Vona svo sannarlega að þetta fari allt uppá við núna hjá ykkur með vorkomuni - já yndislegt að horfa á fuglalífið þessa dagana og heyra nýjar og nýjar raddir í söngnum  þar er líka hægt að ná sér í smáorku og með því að fara aðeins út í góða veðrið og anda að sér vorinu.

Gangi ykkur betur og betur með hverjum vor-deginum.

Hulda Margrét Traustadóttir, 20.4.2008 kl. 11:36

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er fasta gestur á blogginu þínu og les allt sem þú skrifar... stuðningskveðjur.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.4.2008 kl. 11:41

3 identicon

Elsku Magga mín, ég sendi þér og Ragnari góða strauma á hverjum degi og les auðvitað alltaf bloggið. Það skal engan undra þó þú sért orðin þreytt!! Margir væru gjörsamlega búnir á því. Ég veit að þú átt eftir að brillera í lokaverkinu þínu í skólanum þó svo að þér finnist annað. Þú gerir allt 250 % sem þú gerir og þess vegna er Ragnar svo heppinn að eiga þig fyrir mömmu - og þú auðvitað heppin að eiga hann!!! Ég vona að þetta fari allt verða betra og betra.

Bestu baráttukveðjur

Borghildur Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 18:06

4 identicon

Sæl Magga,

Mig langar að biðja þig að senda mér póst , fynnur netfangið mitt á síðunni minni. Ég þarf að tala við þig ,en með tilliti til okkar þriggja vil ég gera það í gegnum póstinn en ekki aths.

Elísabet Sigmarsdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 00:20

5 identicon

Hei hér er eitt til að peppa þig upp!  ...BARA fyrir þig krútta, baráttukveðjur til ykkar, sólskin og góðir straumar

http://youtube.com/watch?v=CaeMMkHgtP8

Guðrún (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 11:01

6 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Elísabet... þér er guðvelkomið að senda mér mail á   magga_lind@hotmail.com

Kærar þakkir allir fyir pepp og stuðning... dollýanna mætti til vinnu seftir smá lúr þannig að núna er bara að halda áframmm.... 

Margrét Ingibjörg Lindquist, 21.4.2008 kl. 11:37

7 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

sé ekki betur en að þú sért bara að gera þetta akkúrat rétt - gerir allt sem þarf að gera, klárar orkuna, verður pirruð, pústar smá og færð þér hænublund og heldur svo áfram ... er það ekki móðurhlutverkið í hnotskurn ... svo er misjafnt hvað við fáum mikið af krulleríi utan á þann pakka ... gangi þér vel

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 21.4.2008 kl. 13:22

8 identicon

Stuðningskveðjur til ykkar, þið eruð hetjur

Eydís Eyþórsdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 19:28

9 Smámynd: Helga skjol

Stuðningskveðjur og Bata knús inní alla vikuna

Helga skjol, 21.4.2008 kl. 21:19

10 Smámynd: Elísabet Sigmarsdóttir

Sæl Magga,

þakka þér fyrir að gefa mér þetta upp ,ég reikna með að skrifa þér á morgun eða hinn .

Góð kveðja til ykkar beggja

Elísabet Sigmarsdóttir, 21.4.2008 kl. 22:34

11 identicon

Hér með er stofnaður reikningur í ykkar nafni hjá Bjartsýnis og Bros Bankanum.  Eða BBB.  Allir þeir sem vilja leggja inn setja "innlegg í BBB" í titilinn á athugsemdum sínum hér á síðuna.  Það er hægt að leggja inn hvatningar, knús, kossa, klapp á bakið og allt það jákvæða sem fólki dettur í hug að leggja inn. Njótiði vel

Kristjana Hrund formaður úthlutunarnefndar BBB

Kristjana Hrund (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 21:21

12 identicon

INNLEGG Í BBB

Þið eruð svo dugleg

Kristjana Hrund (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband