Færsluflokkur: Bloggar
Fimmtudagur, 8. maí 2008
Nýja heimasíðan og prófdómun...
Jæja... þá er nú ekki mikið eftir af námsferli mínum í Myndlistaskólanum á Akureyri... allavega í bili...( hver veit nema að maður fari í málun á efri árum...heheh... ) Heimsaíðan komin í loftið og ég var í drófdómun í dag... Kl 13 hitt í ég Yfirprófdómara og meðlimi drófnemdar sem eru Helgi Vilberg Skólastjór og Jóhann kennari sem hefur verði okkur innan handar í lokaverkefninu... Ég átta mig ekki á því útafhverju fólk hefur í gagnum tíðina verið hrætt eða stressað við þetta... ég var svo salí róleg... mér leið bara eins og ég væri að segja gömlum og góðum kunningjum frá mínu nýjasta... Það er líka svo gaman að tala um hluti sem maður þekkir út og inn... verkefni sem koma frá hjartanu og hafa lifað og hrærst með manni í herrans ár... nánar tiltekið 18 ár... VÁÁ... 18 ár síðann í hóf þetta ferðalag mitt um heim handverks og hönnunar...og lokaverkefnið mitt núna presenterar nýtt tímabil í mínu lífi sem hönnuður... og það er svo gaman að sjá allt púslið smella svona saman... Mikið hlakkar mig til framtíðarinnar... og þeirra verkefna sem ég kem til með að fá og vinna að í henni...
Núna er bara sýningin um helgina... sem verður voðalega gaman ...
Jæja... þá er bara að snúa sér að öðrum verkefnum í lífinu... vonandi sé ég sem flesta um helgina...
Guð geymi ykkur öll....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 7. maí 2008
Jæja... þá er þetta nú að smella.. allt...
Það var um miðnætti í nótt sem síðasti lingkurinn sméll saman... Heimasíðan mín fór í loftið...
Þetta er búin að vera ervið fæðing en þetta hófst... þótt ég hefði viljað eiða mun meiri tíma í hana þá verður þetta að duga í bili og kem ég til með að vinna meira í henni þegar hægist um en hún er allavega komin í loftið ...og er í rauninni hluti af lokaverkefninu en mér þætti gaman að heyra skoðanir ykkar...
Kveðja í bili....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 3. maí 2008
7 dagar í sýningu og ...
... ég er búinn að hengja upp lokaverkefnið mitt... ég á bara eftir að fæja og pússa... stilla lýsingu og laga til... Það er svo merkilegt með þetta allt að ég hef ekki fundið fyrir neinu stressi síðustu vikurnar útaf þessum áfanga... og allit í kringum mig voða spenntir og jafnvel stressaðir fyrir mig ... á meðann ég bara sigli í gegnum þetta með gleði í hjarta og ánægju... þetta tókst allt mjög vel og miðað við aðstæður hefði ég ekki geta gert hlutina betur ( eða jú kannski... heheheheee... ég get alltaf betur)... Ég er búinn að heyra lýringarorð eins og geggjað, frábært, fallegt, yndislegt og annað eins um þessi verk mín... fyrir mér er þetta hluti af mun stærra verkefni sem ég kem til með að þróa með mér í framtíðin ... ég er nú þegar kominn með fleiri hugmyndir sem þetta verkefni hefur gefið mér og ég kem til með að framleiða strax í sumar... þannig að ég er rétt að byrja...
Undirbúningsvinnan við þetta hefur greinilega verið góð hjá mér því að þetta smell passaði allt á furðulegann hátt... það kom sjálfri mér á óvart hversu vel þetta allt gekk upp ... en svona hefur maður auðvitað náð að læra mikið og vel í þessu námi og líka hefur verkreynslan eitthvað að segja.
Þannig að núna get ég bara dúllað mér við það sem eftir er og farið að gera mig fína fyrir sýninguna og útskrift... Maður á líklega eftir að fá spennufall en hver veit nema að ég sé bara orðin þetta sterk... tíminn einn leiðir það í ljós...
Annas eru líka góðar fréttir af Ragnari ... síðustu prufur sem voru teknar leiða það í ljós að gæludýrið okkar er í vissri rénun... (með fyrirvar reyndar... þetta voru bara grunn rannsóknir) þetta fæst staðfest í næstu viku... Sárin bak við eyrað er líka orðið sýnilega þurrara og farið að gróa betur en hefur verið sem er líka ábending um bata... Við fengum líka í dag loksinns herbergi með sér baði og ískáp ... það munar helling fyrir lísfsgæðin á spítala að vera með sitt privasí eins mikið og hægt er á svona stofnun...
Þannig að núna erum við mæðginin bara með bros á vör og okkur er farið að hlakka til sumarsinns því vá hvað við ætlum að njóta þess saman og með okkar nánustu... því lífið er einskis virði nema að maður eigi góða að og fái að njóta þeirra án skilyrða... Við erum lítil fjölskylda en vá hvað við erum heppin að eiga hvert annað að ... Fyrst við getum staðaið saman í þessu sem undan er gengið þá getum við ALLT... og látum eingan taka frá okkur gleðina og hamingjuna yfir því að vera til...
Guðð gefi ykkur þá hamingju og gleði sem okkur hefur hlotnast...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 1. maí 2008
Vorsýning Myndlistaskólans á Akureyri ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 30. apríl 2008
Frá nema í Grafískan hönnuð...
Jæja... þá eru það síðustu metrarnir af náminu... Það er að líða að útskrift hjá mér og er ég þessa dagana að setja upp lokaverkefnið mitt og er ég bara MJÖG sátt við útkomuna miðað við allt annað sem hefur verið á dagskrá hjá mér síðustu mánuði. Mér hefur líka tekist að halda meðaleinkunn minni yfir 9 allt árið þannig að ég er mjög sátt við allt... Niðurstaða mín í lokaverkefninu er alveg eins og ég hafði ýmyndað mér það ef ekki betra en ég þorði að vona... og ég sem var á því um páskana að hætta við að útskrifast... heheheee... sé alls ekki eftir því að hafa þraukað en ég er líka orðin vel þreytt og hlakka til að klára þetta og geta slakað á og sinnt barninu mínu 300%.... en það er á hreinu að ég hefði alldrey geta útskrifast nema fyrir það að hafa átt mömmu og Hallgrím að í þessu.
Ég vil minna fólk á Vorsýningu Myndlistaskólans á Akureyri um Hvítasunnuhelgina... 10-12.maí
Þar kemur til með að gefa að líta allt það besta sem framtíðar hönnuðir og listamenn hafa gert síðasta árið... frábært tælifæri til að sjá konfegt fyrir öll skynfæri þá sérstalega augu og eyru...
Þetta er einn af þeim viðburðum sem áhugafólk um listir og hönnun ættu ekki láta framhjá sér fara og ég hlakkar mikið til að eiga hlut í þessari frábæru sýningu.
Gullið mitt er samur við sig þessa dagana og ekkert nýtt að frétta frá þeim bænum.
Jæja.. kannski maður ætti að sofa eitthvað í hausinn á sér, svo maður verði klár í slaginn á morgunn aftur...
Guð geymi ykkur öll...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 26. apríl 2008
Hljómur huga mína...
Ef ég kynni að syngja þá myndi ég syngja þetta...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 26. apríl 2008
Vonin kveiknar aftur...
Góðan daginn kæra fólk!
Já gærdagurinn vera bjatari en síðustu dagar hafa verið... Örvæntingin og hræðslan hjá mér hvarf og vonin kom í staðinn eftir fundinn með læknunum... þeir sögðu mér að það góða í stöðunni er að sýkillinn hefur ekki dreyft úr sér og er bara staðbundinn við þetta sama svæði. Hann liggur ekki upp við heilahimnur. Þetta er ekki banvænt á meðann það er bara á þessu svæði og dreyfir sér ekki, þannig að þar létti mér mikið. En það er helling af sýkli eftir að drepa og langur tími eftir í þessu ferli.. við erum í rauninnni á byrjunarpungti ennþá því við eigum eftir að sjá hvort lyfin ná hægt og rólega að drepa kvikindið... svo eru líka möguleikar á flóknum uppskurðum til að taka þetta en það er eitthvað sem verður skoðan næstu daga... En það er allavega ekki mikil þörf á panikk núna á þessum pungti.
Það sem bjargaði líðann minni síðustu dag er líka sú yndislega og frábæra hjálp sem Hallgrímur maðurinn hennar mömmu hefur veitt mér, hann hefur tekið við hlutverki hennar á meðann mamma var frá útaf bakinu. Hann svaf uppfrá í tvær nætur í röð í vikunni sem hafa gert kraftaverk fyrir mig. Það er ekkert smá mikill gjöf að eiga svona góða að sem standa svona saman á erviðum tímum. Takk fyrir það... Hallgrímur, ykkur þykir óendanlega vænt um þig!!
Mamma er að braggast og hefur verði að sperra sig meira og meira með hverjum deginum sem líður og það er gott mál því að það virðist vera að þetta hafi allt tekist frábærlega...
Jæja... núna er ég að fara að ná í lokaverkefnið mitt niður á Flitjanda ...er að springa úr spenningi... að sjá þetta í fullri mynd úr framleiðslu...
Guð gefi ykkur öllum vend og ljós og þakkir fyrir ómetannlegann stuðning.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 24. apríl 2008
Guð..
Guð gefðu mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breitt, kjark til að breita því sem ég get breitt og vit til að greina þar á milli
Góði Guð!
Þakka þér fyrir allt það sem þú hefur veitt mér í lífinu, alla þá lærdóma og styrk til að vera betri manneskja í dag en í gær. Ég þakka þér fyrir að hafa sennt mér ljósgeislann minn sem hefur kennt mér meira en orð fá lýst, hann hefur veitt mér mestu gleði og sorgir mínar og ég væri ekki nein manneskja ef ekki væri fyrir hann. Tilvegar hans lætur allt veraldlegt fuðra upp og verða eingu en það eina sem ég sé er ljósið í hjarta hans og hvað hann er mikil Guðs gjöf fyrir heiminn. Ég trúi því að hann sé hér á jörðu með mikinn tilganga og sé ég ekki að þeim tilgangi sé náð því að heimurinn verður betri fyrir hann í framtíðinn. Ég trúi því af öllu hjarta að hann eigi eftir að snerta við mörgum sálum og gera tilveru okkar allra mun betir með návist sinni í framtíðinni og því byð ég þig að linna þjáningu hans og heila í burtu það óheila sem er að hrjá hann núna. Guð! hreinni og fallegri sál er ekki til
sterkari og traustari manneskju er ekki hægt að finna
því byð ég hjálpaðu okkur að verða heil að nýju. Trú mín á kraftavekr þín eru óhagganleg og einn þú getur framkvæmt þau. Við göngum um okkar dimma dal óhrædd því við vitum að þú leiðir okkur styrkri hendi. Veittu okkur styrk og ljós til að halda baráttuni áfram og lýstu okkur veginn að heilu lífi og tilveru
sýndu okkur ljós þitt svo við getum fylgt því
Drottinn! Styrkur þinn er máttugur, sýndu mér leiðina að styrknum og tilgangi þessa ferðalags okkar mæðgina svo ég geri haldið áfram
Drottinn
verndaðu alla þá sem hafa styrkt okkur og hjálpað því það fólk er líka Guðsgjafir og eiga þau öll þína vernd og styrk skilið.
Amen
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 24. apríl 2008
er í skjokki....
![]() |
Ráðist á lögregluþjón |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 23. apríl 2008
fréttir dagsinns...
Jæja ... það er nú greinilega hellingur að gerast í samfélaginu í dag... Pabbi sonarinns handtekinn í deilum bílstjóra í morgun... og barnið sá það í sjónvarpinu... "mamma ...!! afhverju er löggan að handtaka pabba og lemja hann???? " góð spurning... ég sagði að ég væri ekki viss hvort þetta væri hann... en skoðaði myndbrotin vandlega á netinu áðann og sé ekki betur en að þetta sé hann... ég vona bara að svefninn fjarlægi þessa minningu úr hugskotum banrsinns.
En svo er ekki góðar fréttir ag HETJUNNI minni... nýjustu rannsóknir benda til þess að sýkillinn lifi kónga lífi í höfðinu á honum og lyfin bíta ekkert á hann... þannig að núna eru læknar á neiðar fundum útaf málinu og ég sit hér og bíð og bíð eftir að fá að vita eitthvað meira... það eina sem ég veit er að hann VERÐUR að læknast af þessum lyfjum því að það er ekkert annað til við þessu... ég ætla ekki að segja meira.. þig getið fillt uppí í eyðurnar ef það gerist ekki...
Þannig að ég sit hér og móki í móðukenndum tilfingum og byð bænignar mína eins og möntru...
NÚNA er tími kominn á kraftaverk... finnst mér allavega...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)