Færsluflokkur: Bloggar

lífið í dag...

Góðann daginn kæru lesendur...

Það er merkilegt hvað lífið tekur endalaust breitingu... Ef einhver hefði spurt mig að því um jólin hvort við mæðginin myndum þola þau verkefni sem við höfum verið að takast á við undanfarið með veikindi Ragnars, þá hefði ég sagt "NEI ekki séns"... en þegar maður lítur til baka þá hefur þetta verið svo mikill lærdómur og hefði ég alls ekki viljað vera án þessar reynslu og þroska sem ég hef öðlast... fyrir utann þann þroska sem Raganr hefur náð síðustu mánuði, það hefði ekki verið hægt að kenna honum það í skóla eða hér heima...Hann kemur til með að njóta þessa þroska um aldur og ævi... og hann gerið snúðinninn án efa að berti manneskju... 

Saumarnir voru teknir í dag og kom í ljós að skurðurinn var ekki alveg gróinn saman en það er eitt einkenni þessa sýkingara að sár gróa ekki almennilega. En við því er lítið hægt að gera annað en passa að litlir puttar fari ekki að klóra sér ... hehehee...talandi um það þá kemur uppúr kafinu líka að snúðurinn er líklega með lítið þol fyrir þeim gerfiefnum sem eru í plástri, hann er búinn síðustu mánuði að vera með stannslausann kláða frá plástrunum sem eru notaðir til að halda lyfjabrunninum kjurrum. Í gær fékk hann litla pillu sem virðist gera furðuverk á svona því að hann hefður ekkert klórað neinn plástur af í dag... frábært því að brunnurinn endist betur ef hann er ekki að fikta í þessu... og húðin á honum fær smá frið inná milli plásturskipta þannig að hann ætti líklega ekki að vera eitt flakandi sár núna... frábært... það er óþægindi sem við komum ekki til með að sakna... Grin

Ég ræddi við háls, nef og eyrnalækninn hans í dag um hvað á að gera varðandi skóla mál fyrir snúðinn... Læknirinn vill að hann fari í skóla þar sem eru sérfræðingar um málefni heyrnaskerðingu hjá börnum, þannig að það lítur út fyrir að hann komi til með að skipta um skóla í haust... Mamma er nátturulega einn af landsinns bestu sérkennurum og hef ég lagt þetta mál í hennar hendur og komum við til með að leita til Fræðsluskrifstofunar um hvað rétt hann eigi... því að það þíðir ekki fyrir hann að vera í stórum bekk sem er kennt í stofu þar sem hljóð glimja eða er mikill kliður... svo þarf hann stuðning vegna þess sem hann hefur misst úr á síðasta skóla ári... Það er bara óskandi að hann komist í skólaumhverfi sem stiður hann til þess að blómstra sem sá frábæri, hæfileikaríki einstaklingur sem hann er... InLove

Guð gaf mér gjöf sem er sú dýrmætasta sem manneskju getur fengið... hann gaf mér son með gull hjarta og yndislegan karagter... Þakka þér Guð fyrir þessa hamingju...

Njótið lífsinns hverja mínútu sem líður ...


Hvar finnið þið allt um mig og mín verk...

Já ég fékk ábendingu í gær að maður þyrfti að vera soldið klókur til að finna allt um mig og mín verk og afrek... þannig að ég ákvað núna að setja hér inn linka inn á það allt...

Heimasíðan mín er www.mlindquist.net.... hér...

Ég er er líka á auka heimasíðu sem er á vegum ADC*E Awords 2008 þar sem eru myndir og upplýsingar um alla þá sem unnu í keppninni þetta árið... hér...

Það var líka talað um varðlaunin inn á vef FÍT ( félag íslenskra teiknara) ... hér... og .. hér.. 

Svo var það Hönnunarmiðstöðin... hér... 

En auðvitað eru þetta nær allt sömu fréttinrar... þannig að ég bara vona að allir finni það sem þeir eru að leita að núna...hhehehehe...

Knús...  


Hugleiðingar á Þjóðhátíðardeginum...

Góðann daginn kæra fólk og gleðilega hátíð...

Það eru margir dagar síðan að ég hef setið hér við tölvuna og ekki vitað hvað ég ætti af mér að gera... það skal viðurkennast að síðustu dagar hafa tekið á... Maður finnur það berlega þegar róast þá læðist þreytan að manni... Dagurinn í dag hefur farið í það að gera lítið sem ekkert, reyndar gerðum við heiðarlega tilraun til að fara á meðal fólks niður í miðbæ í dag en Ragnar þolir svo illa hávaða ( hann er jú ekki með hljóhimnu þannig að öll hljóð bergmála í höfuðkúpunni hans) þannig að við fengum hvorki blöðru né candyfoos í dag... en enduðum hér heima eftir lyfjagöf með einn lítinn kubbakassa í sárabætur... Ég er búin að liggja soldið fyrir því að ég er farinn að finna til í bakinu aftur en það er líka huta til útaf spennunni síðustu daga... það er svo gott að geta gefið sér tíma til að liggja útaf of hugleiða... um lífið og tilveruna eins og hún lítur út núna...

Ég reyndar kláraði að tölvuvinna stjörnu sem ég er að fara að láta gera prufu af ... þetta er frammhald af lokaverkefninu mínu... stjarnan á að vera annarsvegar 10x10 og svo 25x25 skorin út í þunnt sandblásið plexý og bustaða stál... þetta vona ég að verði flott svo ég geti látið framleiða þær og selja... Ég ætla að fara með þetta til frameliðandans á morgun og fá prufu.. voða spennandi... Það er alltaf gaman að sjá verkin sín verða að hlutum sem geta glatt aðra... er það ekki hluti af lífinu að gleðja fólk... ég allavega hef gaman að því að geta vakið hughrif hjá fólki og jafnvel einhverjar minningar...

Það er annas ekki neitt nýtt að frétta af Ragnari annað en að það á að taka saumana úr skurðinum á morgun þá eru um 2 vikur frá síðasta stóra uppskurði... mér finnst reyndar þetta líta mun betur út utanfrá heldur en síðast... eyrað var allt miklu minna marið og bólgið núna en síðast.. það lekur nær ekkert útúr eyranu núna en síðast lak endalaust út... Hann er auðvitað eiturhress miðaða við allt, er aðalega órólegur núna því að við fengum yndislega heimsókn í síðustu viku og núna er hann einmanna og leiður... þá verða hlutirnir nátturulega alltaf mömmu að kenna, elsku vinurinn hann er auðvitað orðin vel þreyttur á stöðunni... enda ekki fyrir hvern sem er að vera inni meirihlutan af þessum fallegu dögum sem hafa verið hér fyrir norðann... Við vonum bara að þessi hluti fari að taka enda svo að það sé hægt að fara að halda áfram en við höfum ekki fengið neitt að vita frá læknunum ennþá ... málið er þannig að þegar það kemur neikvæð ræktun út þá eru 6-8 vikur eftir á lyfjum í æð... en það hafa ekki verið teknara neinar ræktanir núna.. Svo er það næsta skref sem verðua allskonar tékk og lyf í töfluformi líklega í eitt ári í viðbót ef ekki lengur... þannnig að það er alveg eins gott að átta sig á því að þetta er hvergi nærri búið... en samt er hann HETJAn mín í alla staði sem er enn að kenna mér yndislega hluti í lífinu... og ég er svo þakklát fyrir þann lærdóm sem bæði ég er að fá og hann... :o)

Guð geymi ykkur öll og eigið góðan seinni part þjóðhátíðardagsinns... 


Gleðilegan Þjóðhátíðar dag...

fáni

Ég vil óska ykkur öllum gleðilegs Þjóðhátíðar dags... meigi gæfan fylgja ykkur öllum... 


Frábær hjálp síðustu vikuna...

Góðann daginn kæra fólk...

Núna er farið að hægjast um aftur og þá fattaði ég að ég gleymdi að segja ykkur frá yndislegri hjálp sem mér barst um síðustu helgi... það var hún frænka mín (bróðurdóttir) Elín Fríða... hún flaug hingað norður til að hjálpa mér og Ragnari... og þvílík hjálp... það ver yndislegt að hafa hana hjá okkur og er hennar sárt sakanað bæði af mér og ekki síður Ragnari því að núna "hefur henn eingann að leika við"... þau voru úti eins mikið og þau gátu... hún lék endalaust við hann í kubbum og dótinu hér, hún fór með honum uppá spítala í hádegisgjafirnar og endalaus þolinmæði skein af henni allan tíman á meðann hún var hjá okkur... Alger himnasending í þessari annas brjáluðu viku sem er liðin...

Mig langar að sýna ykkur mína fallegu og duglegu frænku...

TAKK ELÍN FYRIR HJÁLPINA...

elín-maí 2008

Hér er hún í Lisigaarðinum  á Akureyrir eftir að hafa hlaupið um allt með Ragnari...

Auðvitað tók ég líka mynd af snúðnum mínum...

Ragnar-juní 2008

Alltaf jafn glaður og jákvæður þessi elska...

 jæja vildi bara deila þessu með ykkur ....

Knús og kossar... 


Hér er hluti af gjörning dagsinns...

Góðann daginn kæra fólk...

Dagurinn í dag ver skemmtilegur en þvi miður tókst okkur ekki alveg að klára verkið eigum nokkur smáatriði eftir ... skyggingar og fíneseringar... en við vorum að frá 11 til 18 þannig að þetta var annas gott dagsverk... hér sjái þið mynd af bílnum svona undir það síðasta... 

bíll-eftir

Hér er húddið á drossíunni... það drinur svo í honum það hlítur að vera hver þarna undir..

húdd

Hér er einhver í kassanum...!! hver ætli það sé???....

tngdó1

Já... alveg rétt þetta er Tendamamma.... í tendarmömmuboxinu.... heheheheee...

tengdó2

Þetta eru nokkur smáatriði sem eru á bínum eftir daginn... þegar hann verður kláraður þá fáið þið öll smáatriðin. Þetta var svakalega gaman... en ég verð að viðurkenna að ég er MJÖG þreytt eftir að vera búinn að vera úti í 2 sólahringa... enda vel brunnin í framan ... 

Jæja... ég er komin uppá spítala með snúðinn minn og ætla að fara að sofa...

Góða nótt kæra fólk... 


Gjörningur... á Bíladögum...

Góðann daginn kæra fólk...

Það er ýmislegt sem maður er fenginn til þess að gera... sem dæmi, þá ætlum við Lína að gera gjörning á þennan Van í dag...van

 

 

 

 

 

 

 

 

 

... í tilefni bíladaga.... þá verður þessum bíl breitt í súrt listaverk með húmor og litagleði... 

Komið endilega og sjáið okkur hafa gaman að lífinu við byrjum um kl.11... fyrir framan Marína niðri á eyri...

Kveðja Magga og Lína... 


Heimsklassa skóli og ómetanlegur stuðningur...

Góðann daginn kæru lesendur...

Fyrst af öllu vil ég þakka kærlega fyrir allar hamingjuóskirnar sem mér hafa borist síðustu daga maður verður bara klökkur yfir því hvað allir samgleðjast með mannin á svona tímum... Síminn hefur varla stoppað hjá mér og e-mailin hrannast inn og athugasemdirnar hér inni ... ég á ekki til orð... TAKK KÆRLEGA...InLove

Mér að mjög hugleikið líka allir þeir sem hafa staðið við bakið á mér á meðann ég var í skólanum, HeartMamma og Ragnar!!! Þessi sigur er tileinkaður ykkur...þið eruð hetjurnar í mínu lífi og hafið endalaust staðið með mér í gegnum súrt og sætt... það er ómetanlegt og hefði ég alldrey náð þessu nema fyrir tilstillan ykkar...Heart

Svo má ekki gleyma þessum frábæra skóla sem ég var í ... Myndlistarskólinn á Akureyri og allt það fólk sem stendur á bak við hann, Helgi og Soffía þið eruð að gera frammúrskarandi starf og sú elja og dugnaður sem þið hafið sýnt til að gera þennan skóla í heimsklassa er ólýsanlega... Takk fyrir allan stuðninginn... 

Síðast en síst allir hinir sem hafa haft óbilandi trú á mér og mínum verkum bæði í skólanum og í því daglega lífi... ást og hlýja til ykkara allra...InLove

Síðustur 2 dagar hafa verið mikill rússíbani... blaðamenn endalaust að hringja og útvarpið... Það er búið að skrifa um þetta á mbl.is, rúv.is, teiknarar.is, honnunarmidstodin.is og svo í morgun var viðtal við mig á rás1 í þættinum Samfélagið í nærmynd... Ég er búinn að fá fyrirspurninr um sölu á hönnuninni og svo er það skólamálin í Hamborg sem gera mig enn ringlaðari... en ég trúi því að þetta fari allt að skírast... og finnst mér þetta allt bara spennandi... Það er komið inn á alþjóða síðuna allt um þá sem hlutu gull í þessari keppni ... hér...

Jæja ég þarf að hafa útskriftaveislu númer 2 í kvöld... og ég ætla grill þanngi að ég er undirbúa það núna...

Enn og aftur kæra fólk... TAKK FYRIR MIG... 

 


Er ég á leiðinni til Hamborgar...???

Jahérna þetta kemur endalaust á óvart.... ég fæ í verðlaun fullgreidd skólagjöld í Miami Ad School í Hamborg.... váá... ég veit ekki hvort ég sef í nótt... en hér er linkur á fréttatilkynningu frá FÍT.... HÉR...

Úfff... þetta er tær snild... ég get ekki annað en sagt það ég er í hæstu hæðum... 


Þeir eru fljótir... Þetta er víst ég...

Já kæra fólk... það er ekki annað hægt að segja en þeir eru fljótir... ég er nærriþví ný búinn að skella á blaðamanninn...hehehehe.... Ég verð að segja að ég er enn eigilega orðlaus yfir þessu öllu...Grin
mbl.is Hlaut viðurkenningu Evrópusamtaka grafískra hönnuða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband