Færsluflokkur: Bloggar
Fimmtudagur, 3. júlí 2008
Hetjan mín er 7 ára í dag...
Góðann daginn kæra fólk...
Í dag eru liðin 7 ár síðann Gullmolinn minn kom í heiminn... Honum fanns nú óþarfi að láta taka sig 5 vikum fyrir tímann og þurfti að berjast fyrir lífi sínu í nokkra daga... en er hin sprækasti í dag...
Mamma var á spítalanum í nótt en þegar þau vöknuðu var búið að skreita allan barnadeildina og stór kaka frá bakaríinu við brúnna... Svo stóðu þær allar bæði þær sem voru á vakt og ekki á akt og sungu fyrir hann... hann fékk frá þeim 10.000,- í inneign á Tosorus... þær eru náttúrulega algerar perlur ... Mikið hlakka ég til að sjá myndir af þessu.. ég set inn hér í kvöld...
Ragnar opnaði pakkan frá mér áðan þegar hann kom heim... viti menn í honum var sími ... sem byrjaði starx að hringja því að ég var búinn að plotta það að pabbinn og amman myndu hringja ... hann brosti bara hringinn þessi elska... svo veðru afmæliskaffi hér þegar lyfjagjöfin er búin í dag... þetta verður góður dagur...
Elsku Ragnar minn til hamingju með daginn...
þú ert Hetjan mín og Gullmoli...
ég gæti ekki verið ríkari en ég er í dag þvi ég á þig... Ég kem til með að muna alla ævi hversu sterkur og duglegur þú hefur verði síðustu mánuði og er ég viss um að við bæði komum til með að njóta góðs af þessum þroska alla ævi...
Mundu bara að hvað sem dynur á í lífinu þá er ég ALLTAF til staðar fyrir þig ALLTAF.. Eigðu góðann dag minn kæri fallegi drengur... ég elska þig eins mikið og móðurhjartað þolir...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þriðjudagur, 1. júlí 2008
Lífið okkar hér á Akureyri...
Góðann daginn kæru lesendur...
Eins og vanalega er ekki ein báran stök í mínu lífi... Þið ættuð nú að vera farinn að sjá það þeir sem lesa þetta reglulega... hehhee... Ofvirkni mín er endalaus og finnst mér gott að geta lagt öðrum og góðum málefnum lið... það er mér lífsnausynlegt. Ég vildi samt stundum að ég gæti notað eitthvað af þessari ofvirkni fyrir sjálfann mig... ég er að leggjast sjálf inná sjúkrahús á morgun í Lifraástungu... sem er aðgerð sem er gerð til að ná sýni úr lifrinni minn sem virðist ekki virka eins og hún á að sér... ég er búinn að vera í allskonar blóprufum síðasta árið útaf þessu en núna undalfarið hefur hallað meira en eðlilega undan fæti í þessum málum. Það verður bara gott að fá það svart á hvítu hvað er í gangi þarna innra með mér... þá getur maður sett upp plan til að laga það...
Þannig á morgun þar ég að taka mér frí frá því að vera mamma með snúðinn minn á spítalal og frá söfnunarmálum fyrir skólann... svo er nátturulega hellingur annað í gangi útaf þessum verðlauna málum en það er ekkert sem maður far að tala um hér eins og staðan er núna... hehehehe... þið verðið bara að bíða...
Það er samt gaman að segja frá því að Styrktarkvöldið okkar er allt farið að taka á sig mynd... og það er fundur í kvöld kl.20 á Marína fyrir alla þá sem vilja leggja okkur lið...
Svo má ekki gelyma aðal atriðinu þessa dagnan en hetjan mín verður 7 ára á fimmtudaginn og erum við búinn að vera að undirbúa veisluna... hér sjáið þig boðskortið sem ég gerði... bara flott...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 29. júní 2008
Styrkjum Myndlistaskólan á Akureyri...
Halló kæri lesandi...
Styrktarkvöld fyrir Myndlistaskólan á Akureyri er að verða að veruleika...
Ég er búinn að gera helling á einum degi ...
Húsnæðið er tilbúið...
Hljóðkerfi er líklega komið...
Hvanndalsbræður eru að hugsa það alvarlega að vera með...
Það er verið að bíða eftir svari frá Ljótu hálvitunum og Hund í óskilum...
Margrét Blöndal vill hjálpa til að koma okkur í fjölmiðla...
Jónas Viðar listamaður er tilbúinn að vera með...
Hlynur Hallsson verður líka með...
Inga Björk verður með...
Lína verður með...
Dagrún verður með...
Ég verð með...
Frilli og Kalli verða með...
ég er búin að tala við helling að fólki og ALLIR taka vel í þetta... þannig að ég er tilbúinn að takast á við þetta verkefni...
Núna vil ég leita til blogg heims um hugmydir, tillögur eða framlög fyrir þetta frábæra kvöld sem er að verða að veruleka...
Kær kveðja
Margrét I. Lindqusit
lindquist@hive.is
sími: 8644458
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 28. júní 2008
Samstaða í verki...
Oft hefur verið þörf en nú er nauðsyn að við stöndum saman og sýnum viljan í veki. Í morgunsárið bárust þær fréttir að skólinn okkar
( Myndlistaskólinn á Akureyri ) hafi orðið illa útleikinn af völdum elds. Sjálf fór ég niðureftir og talaði við Soffíu og sá vegsum merki og
það var ekk fögur sjón. Við vitum öll að þegar svona hörund dynur á er margt sem er ekki hægt að bæta með tryggingum og þetta
kostar alltaf mikinn pening. Þannig að ég við byðla til ykkar að sýna samstöðu og vilja til að aðstoða skólann
Ég er með hugmynd um að halda kvöld með uppákomum og tónlist til styrktar skólanum
Uppákomurnar geta falist í því að vera með uppboð á verkum núverandi og fyrrverandi nemendum skólans
einnig eru allar hugmyndir vel þegnar
Ég er komin með húsnæði sem við fáum gjaldfrjálst, Marína niðri á eyri (þar sem Oddvitinn var).
Hugmyndin er að halda þetta syrktarkvöld 10.júlí sem er fimmtudagskvöld.
Til að undirbúa þetta þá vil ég bjóða til fundar á Marína 1.júlí kl 20
Það eina sem ég vil að við sýnum með þessu er samstaða og vilji til að hjálpa.
Ég vil byðja ykkur um að forvarda þessu maili á alla þá sem hafa tengs skólanum á einn eða annan hátt svo að við náum nú frábærri útkomu.
Ég er búinn að ræða við soldið af fólki fyrir utan eigendur Marína þá hef ég rætt við Jónas Viðar og er hann til í að vera með og einnig er ég búinn að fá fjölmiðla með okkur í lið og kemru Margrét Blöndal til með að vera kontaktaðili minn varðandi þau mál
Ykkur er velkomið að hringja í mig ef það eru einhverjar spurningar eða óskir eða hugmyndir eða bara hvað sem er
Kær kveðja
__________________________________
Margrét Ingibjörg Lindquist
www.mlindquist.net
www.magga.blog.is
lindquist@hive.is
Tel. 8644458
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 28. júní 2008
Elskulegi skólinn minn...
Þetta var leiðinlegt að sjá vona í morgunsárið... en mér er líka létt að það hai verið hægt að koma í veg fyrir meiri skaða... Elsku Helgi og Soffía ég sendi ykkur baráttu kveðjur... og þið meigið eiga mig að ef ég get eitthvað gert fyrir ykkur...
Kær kveðja Margrét I. Lindquist
![]() |
Bruni í Myndlistarskólanum á Akureyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 26. júní 2008
Mig vantar aðstoð....!!! Líklega í gegnum Danmörku...!!!
Góðann daginn kæra fólk...
Nú leita ég til ykkar... mig vantar aðstoð í Danmörku...
Þannig er mál með vexti að ég á Gullmola sem fer að eiga afmæli... hann er að verða 7ára núna 3.júlí...og eins og alþjóð veit er hann mikill Legó áhugamaður og mömmu langar svo að gefa honum sérstakan legó mótor sem er ekki tilhér á landi ... og mér tekst eingann veginn að panta hann á netinu í gegnum LEGÓ síðuna og fá hann sendann hingað... er einhver af ykkur kæru vinir á leiðinni til danaveldis eða sem geta aðstoðað mig við að fá þennan mótor til landsinns ( þarf ekkki að vera fyrir afmælisdaginn) en bara að koma honum hingað???????
endilega sendið mér mail á lindquist@hive.is ef þið viljið hjálpa við að gleðja hetjuna mína...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 25. júní 2008
Ætli þá vanti ekki góða hönnun.....:o)

![]() |
Vatnsútflutningur í Hafnarfirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 23. júní 2008
Viðtalið leiðir gott af sér...
Sælt veri fólkið...
Jæja þá er helgin búin og sólin farin að skýna með allri sinni dýrð og hita... ég er kannski 3 ísbjörninn sem menn tala um því að ég er neon hvít og þoli illa svona hita... hehehehe ...
Mig langar að segja ykkur frá því að vitalið í DV hefur leitt gott af sér bæði fyrir Ragnar og aðra... því mér hafa borist hellingur af e-mailum þar sem fólk þakkar fyrir einlægni mína og bíður mér góðar og vel þegnar upplýsingar um allskonar aðferðir sem geta hjálpað snúðnum til að ná bata og er það allt mjög vel þegnar upplýsingar og kem ég til með að skoða þær allar... Einnig fékk ég mjög fallegt símtal í morgun þar sem forstöðumaður kirkjuskólans í Glerárkirkju hringdi og vildi fá að hitta okkur því að þeim langar að gefa honum gjöf... Hann var nefnilega í kirkjuskólanum fyrir áramót... mér finnst hugsunin svo falleg.... Einnig hringdi í mömmu kona (sem hún þekkti vel fyrir mörgum árum ), þessi kona er einn af íslandsmesti viskubrunnur um heyrnaskerðingar og heyrnaleysis... hún er bauð okkur alla sína hjálp og bauðst líka til að lána okkur tæki fyrir hann í skólann þannig að hann að hann þoli betur að vera í margmenni og þar sem er hávaði.... Ég er svo þakklát fyrir öll þessi boð um hjálp og allan þann hlíhug sem okkur berst núna... það er yndislegt.. og vil ég þakka öllu þessu fólki kærlega fyrir...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sunnudagur, 22. júní 2008
Von sunnudagsinns í dag....
Ég sit hér núna ein í kotinu, allir gluggar og dyr opnar (nema framm á gang)... hingað inn berst fuglasöngur og flugusuð... ekkert annað... Ég fékk kærkomna sendingu í morgun ... með flugi að sunnan kom hún Elín Fríða elskulega frænkan mín... við höfum greinilega ekki farið það illa með hana í þarsíðustu viku að hún vildi koma aftur til okkar mæðginanna... Það er langt síðann að ég hef verið hér heima ein á miðjum degi og ekkert bíður mín ( fyrr en seinna ) en þessi andartök eru ekki háð neinum eða neinu... það er skrítin tilfinnig, ég þarf að læra þetta aftur... Það er svo mikill friður hér núna bæði í hjartanu og í lífinu... Ég finn að holskeyfla síðustu vikna er að fjara út og það er góð tilfinning, mér líður ekki vel að vera þetta mikið í sviðsljósinu eða áberandi. Ég vona samt að mér hafi tekist að veita einhverjum von eða bjartari sýn á tilveruna því það var eina markmiðið með DV greinninni... Ég hef nú aðalega fengið góð viðbrög við henni en ég veit um einn aðila sem er mjög ósáttur við mig en það er ekki útaf greininni heldur í hvaða miðli hún byrtist... en svona er nú lífið við tökum ýmsar ákvarðanir sem við verðum bara að standa með og njóta afrakstursinns sem kemur hvort sem það er gleði, sorg, lærdómur eða þroski... Þessi skrif hafa verið mér góður spegill og get ég hort á sjálfan mig frá annari hlið... sem er öllum holt að gera inná milli... endurskoða allt í lífi sínu, eitt skref í einu...
Ragnar var nátturulega mjög glaður að fá frænku sína aftur... og fóru þau strax að leika sér, hér fyrir utan eru komnir endalausar krítarteikningar sem er svo yndislega fallegt... Annas er lítið nýtt að frétta af GULL-molanum mínum, reyndar eru komnir einhverjir taugakippir í hægri síðu andlits hans sem við eigum eftir að láta skoða betur ( þetta byrjaði í gærkvöldi) ... en ég veit að andlitstaugin er í hættu því hún liggur inní þetta svæði sem sýkingin er í, það er bara óskandi að hún lagist eða allavega jafni sig.
Með vonina að vopni óska ég ykkur byrtu og friðar...
P.s. Hér inn koma um hundrað manns á dag og miðað við síðustu tölur þá eru flettingarnar mun fleiri ... mér þætti gaman að fá smá vitneskju um hverjir það eru sem líta hér við ... nóg að setja nafnið sitt í gestabókina eða í athugasemdir... eða bara kvitt... þið þurfið ekki að hafa skoðanir á blogginu frekar en þið kjósið svo ... en mér þætti gaman að sjá hverjir hingað koma... takk kærlega anans fyrir innlitið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Föstudagur, 20. júní 2008
Þá er líf okkar opinbert... meira opinbert...
Góðann daginn kæru lesendur..
Þá er líf okkar mæðgina orðið opinberara en bara hér inni ... Í dag byrtist viðtal við mig í Helgarblaði DV fyrir utan vitalið er foríðumyndin víst af mér líka... ég er nú ekki mikið fyrir að vera sýnileg þessvegna var það ervitt að fara í NETTÓ áðann og versla því að þegar maður stendur og bíður við kassan horfir maður á skálfann sig ... hehehhee... furðuleg tilfinning... Ég vil nú þakka blaðamönnum DV að vera ekki að gera rosalega dramantík úr þessum málum... þótt mér finnist forsagnir þeirra alltaf vera voða stórar og áberandi... en þannig er það víst... Einnnig er víst grein um verðlaunin og mig í Viðskiptablaðinu líka í dag en það er ekki í lausasölu hér fyrir norðann þannig ég fæ það í pósti...
Þetta er allt voðalega skrítið fyrir mig því ég hef alltaf verið í rólegheitunum hér í litlu íbúðinni okkar á 3 hæð lengst nyrst á norðurhjara veraldar og verið bara hamingju söm með mitt og mína... Mér finnst ég ekkert merkilegri en nágrannar mínir og viljað bara lifa þannig lífi að ég geri alltaf mitt besta... en núna er mitt besta orðið frétnæmt... heheheee... já... kannski er það það en ég ætla samt bara að halda áfram að vera einstæða móðirin í blokkaríbúðinni minni með yndislega barnið mitt og njóta hverrar mínútu sem lífið býður okkur uppá... Mér finnst þetta allt miklu frekar benda til þess að ef maður er samkvæmur sjálfum sér gagnvart sér og öðurm, vinni við það sem gleður mann þá eru manni allir vegir færir hvort sem það er á Íslandi eða í öllum heiminum... Þetta geta allir að mínu mati... ef maður bara hefur rétta hugarfarið...
Jæja ég ætla ekki að hafa þetta lengra núna...
Kærar þekkir fyrir allan stuðninginn og tilvist ykkar lesenda ... það er frábært að geta skrifað hér inn og finna þá fallegu straum sem hér koma inn... TAKK...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)