Færsluflokkur: Bloggar
Sunnudagur, 13. júlí 2008
Sunnudagsþankar...
Góðann daginn...
Það fer mér greinilega ekki vel að rífa kjaft og ræða pólitík... því það kommenterar eingin á það hehehehhee... enda bara allt í lagi, persónulega er ég ekkert hrifin af pílitíkinni... þótt ég þurfi stundum að fá útrás á skoðunum mínum um rekstur sumra staða... ég á líklega eftir á næstunni að setja inn færslu um eitthvað álíka sem snýr að öðrum hlutum Akureyrar bæjar en það kemur þá þegar mælirinn á þeim hluta fillist...
Héðann er í rauninni lítið nýtt að frétta... við mæginin erum í okkar fasa ennþá og samkvæmt nýjustu upplýsingum erum við ekkert að fara að hætta því... :) þannig að það er FSA sem bliver þessa stundina..
Bloggar | Breytt 15.7.2008 kl. 22:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 12. júlí 2008
Pólitískur aumingjaskapur...
Hér í þessu viðtali á N4 segja þau Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri Akureyrar og Baldvin H. Sigurðsson fulltrúi Vinstri Grænna í bæjarstjórn Akureyrar , að þau komi til með að styrkja söfnun okkar til Myndlistaskólans á Akureyri með því að mæta á styrktartónleikana okkar á fimmtudaginn síðasta...
En...það mætti EINGINN frá bæjarstjórninni né Akureyrarstofu...Ég verð að segja það að ég kem til með að muna þetta um næstu kosningar og það eru margir fleiri en ég... Þessi skortur á skilningi og vilja bæjarinns á stöður eins elsta skóla Akureyrar og skóla sem hefur laggt grunninn af því listalífi sem er í þessu bæ, er til HÁBORINNAR SKAMMAR fyrir okkur Akureyringa. Í þessu viðtali er líka talað um góða stöðu bæjarinns en ég veit að bærinn hefur lítið sem ekkert stutt skólann fjárhagslega í gegnum síðustu ár og hafa stjórnendur skólans þurft að leggja á sig ómælda vinnur og tíma til að yfirhöfuð ná samningum við bæinn... Hvað er þetta fólk að hugsa..?? mér er spurt... þvílíkur póletískur aumingjaskapur og vanvirðing á frábæru ævistarfi fólks sem hegur laggt grunnina að "skóla og listabænum" Akureyri....
Myndlistaskólinn á Akureyri hefur í gegnum tíðina útskrifað mikinn hluta af okkara frægustu listamönnun og hönnuðum bæði hér á landi og um allan heim..Nemendur Listhönnunardeildarinna hafa síðustu 3 árin verið verðlaunaðir sem bestu nemendur í þeirri grein á landinu... Nemandi hefur verið tilmefndur til Eddunar og svo má ekki gleyma að í sumar fékk skólinn þá viðurkenningu að eiga Eruopian Student of the year... þetta er heiður sem eingum skóla í þessum geira hér á landi hefur tekist áður... og eru þetta mat 4 stæðstu samtaka í grafískri hönnun í heimi... Því í ósköpunum geta þessir "svokölluðu" stjórnendur Akureyrir ekki séð hvaða gimstein þeir hafa hér á svæðinu og séð sóma sinn í því að styðja almennilega við bakið á skólanum?
Þið verðir að fyrirgefa að ég skuli allt í einu koma með póletíska umræðu hér en nú er mér nóg boðið og ég get ekki þagað lengur ...
Bloggar | Breytt 15.7.2008 kl. 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 11. júlí 2008
Til skólans okkar...
Halló kæra fólk...
ég sit hér núna um miðja nótt eftir styrktartónleikana okkar... það er ervitt að fara að sofna núna en klukkan er að ganga 2 og ég veit að mín bíða verkefni í fyrramálið en ég vil deila hér með ykkur afrekum dagsinns...
Okkur tókst núna í kvöld að safna um 800.000,- krónur fyrir skólan okkar þá eru ekki taldir með afslættir sem við erum búin að semja um hjá fyrirtækjum í bænum og framlögum í formi t.d. bóka og annað... Enn eru samt hellingur af málverkum eftir sem verða áfram til sölu til styrktar skólasn.
Okkur tókst það sem við ætluðum okkur... þótt ég syrgi það pínu að fjöldi núverandi nemanda skólans létu ekki sjá sig né bæjarstjórinn eða forráðamenn Akureyrar... og lýsi ég hér með vonbrygðum mínum með stjórnendur þessa "lista og skólabæjar" sem nefnist Akureyri... Bæjarstjórinn lofaði því meira að segja að mæta og sýna stuðning í sjónvarpi og hún gerði stórt glappaskot með því að mæta ekki í kvöld. Það sem bjargaði okkur var maður að nafni Benidigt Steingrímsson sem er frá Hafnarfirði... halló!! hvar eru akureyringarnir mér er spurt... Það er okkar hagur að skólinn blómstir... sýnum það!!!
Jæja ég varð bara aðeins að deila með ykkur hugsunum mínum sem eru blendnar af gleði yfir því að hafa tekist þetta fyrir skólann og svo vonbrygði með bæjarbúa...
Guð geymi ykkur...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 10. júlí 2008
STÖNDUM SAMAN...
Góðann daginn og gleðilega hátíð...
Já ég vil kalla daginn í dag hátíð því við komum saman og fögnum því að við eigum FRÁBÆRAN Myndlistarskóla hér á Akureyri...
Ég vil líka minna alla á að það er hægt að bjóða í öll þau yndislegu myndlistar verk sem eru á uppboðin á Marína... þar er hægt að eignast myndlist á góðu verði því lámarks boðsveðin eru undir venjulegum verðum...
Einnig vil ég minna á styrktarreikninginn okkar... þar sem frjáls framlög er vel þegin...
Kt. 550978-0409
0565-14-400044
ALLIR AÐ MÆTA OG SÍNA SAMSTÖÐU
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 8. júlí 2008
Til hamingju kæri bróðir...
Já hann bróiðr minn var að fá draumastarfið sitt... hér getið þið séð hann og lesið um hann á vef Viðskiptablaðsinns...
Enn og aftur til hamingju...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 6. júlí 2008
Konur 24.000 árum fyrir krist...
Svona þóttu konur fallegar 24.000 árum fyrir krist...
... það hefur greinilega mikið breist síðan...
Mér er mjög hugleikið þessa dagana hvað það er sem gerir konu að fallegri konu, áhugaverðri konu og konu sem fólk lítur upp til... hvað er það sem kona þarf að bera til að fá að njóta sín í samveru við annað fólk... þá er ég ekki bara að tala um hitt kynið því að konur eru konum OFTAST verstar... Eru það karlmennirnir sem búa til þá ýmind sem við eigum að hafa eða eru það konur sem setja þessar endalausu kröfur á okkur kynsystur sínar...
Þessar hugsanir mínar koma núna út frá þeim látum sem hafa verið í kringum mig síðsata mánuðinn útar balaðaviðtölum og þannig og svo kom blogg vinur minn Svanur Gísli með skemmtilega færslu um áhugaverðar konur... Ég hef sjaldan verið eins einmanna og þegar síminn stoppaði ekki hjá mér með hamingjuóskum og lofi um farmmistöðu mína bæði varðandi strákinn og Evrópsku verðlaunin... ég var einmanna í þessu lofi sem er skrítið að hugsa til baka... en ég er ekki einmanna núna þegar ég er að láta gott af mér leiða fyrir Myndlistaskólann og er samt í fjölmiðlum... í raunninni hef ég í gegnum árin síðann ég flutti úr borginni og hingað norður fyrir meira en 4 árum legið meira baka til í samfélaginu og ekki viljað vera áberandi... En núna er maður meira orðinn samfélags eign og maður má varla fara út úr húsi nema að líta sitt besta út svo að það fari ekki að spirjast út kjaftasögur... mér finnst þetta allt svo innihladslaust.. og stundum vildi ég að ég gæti farið til baka og verið bara ósynileg ... ég stjórnaði því þá hvað kæmi inní líf mitt og hvenær... samt vil ég alveg ná árangri í lífinu og því sem ég tek mér fyrir hendur ... æææiii ég skil stundum ekki hvaða kröfur eru gerðar á mann... og auðitað eru það í rauninni bara kröfur sem maður setur á sjálfann sig...
ég ætla að hugsa þetta áfram áður en ég skrifa meira...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 6. júlí 2008
Aðdáunarvert...
![]() |
Barátta við birni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 6. júlí 2008
Drauma málverkið í stofuna...
Já ég á mér drauma málverk í stofuna... það er efrir Kristínu Gunnlaugs.
Mér hefur fylgt í gegnum tíðina póstkort af þessu verki og mér finnst það svo fallegt og leifi mér að sjá sjálfan mig í því með Ragnar... Reyndar hefur Kristína gert mörg önnur falleg verk eins og þau sem hér eru á eftir...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 4. júlí 2008
Ein færsla frá hjartanu...
Góða kvöldið ...
Já þarf stundum að losa um hjartað líka... Ég fékk að fara aðeins út áðann því að Ragnar var sofnaður... Veðrið er yndælt og ég rölti mér út í Listigarð og fann mér bekk til að setjast á... ég horfið í kringum mig og naut þess að sitja þarna í rigningarúðanum ein, með fuglasönginn og úðann í andlitið... Það er nauðsynlegt að vera einn með sjálfum sér inná milli. En það var svoldið ervitt líka því þótt listigarðurinn sem yndislegur þá finnst mér hann líka einmitt mjög rómantískur og í þeirri hugsun minni löbbuðu 2 falleg pör framhjá mér og héldust í hendur... annað parið stoppaði og tók utanum hvert annað og stóðu þarna í miðjum listigarðinum og nutu samverunnar á þessum magnaða stað... á meðann magnaðist í hjarta mér einmannaleiginn og tilfinningin um að ég svona ein hefði ekkert á svona fallegum stað að gera... Mikið vildi ég að ég gæti tekið svona utan um mann sem ég elska... finna það öryggi og straum sem maki manns getur veitt manni... Ég vil nú ekki breita blogginu mínu í einkamála síðu með þessum pisli en stundum læðist að mér sá grunur að ég sé að renna út á tíma... síðasti söludagur... eða eitthvað þannig... þótt að engillinn minná öxlinni segi mér að láta ekki svona... en... Það er heil mikið mál að vera í minni stöðu og í minni stærð (þá meina ég aukakílóin)og á mínum aldri að leita sér að maka eða lífsförunaut... Kannski er bara kominn tími til að sætta sig við það að vera einn... ekki það að þau síðustu ár sem ég hef verið ein séu eitthvað slæm ég hef bara aldrey hugsað það þannig að ég verði alltaf ein... mig langar í maka sem getur elskað mig og Gullmolann minn...
ég vil taka það framm að ég er ekkert deperet... bara svona að leyfa hjartanu að tala. og þeir sem þekkja mig vita að ég hef varla verið við karlmann kennd í ein 5 ár... og hef liðið vel með einstaka dögum sem þessar tilfingar koma uppá yfirborðið...
Satt berst að segja er þetta vandi allra einstæðra kvena sem ég þekki... að þessi mál eru bara þrautinni þyngri þegar maður er vaxinn uppút djamminu og þessu endalaust næturklúbbaveseni... það skilur EKKERT eftir sig nema móral,og í fæstum tilfella ánæju með útrásina... hehehhee...skiljið hvað ég á við.
Þannig að þegar einnar nætur gamanið missir marks hvað er þá eftir... ekki eru karlmennirnir í röðum hér á spítalanum...
ÆÆiii.... hafið þetta tuð afsakað... ég varð bara að koma þessu frá mér...
Góða nótt...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 4. júlí 2008
Dagskrá Styrktarátaks fyrir Myndlistarskólan á Akureyri...
Styrktartónleikar og listaverkauppboð til styrktar Myndlistaskólans á
Akureyri vegna brunans þann 27.júní síðastliðins.
Dagskráin:
8.júlí kl: 16:00-18:00 Þögult uppboð á myndlistaverkum hefst.
9.júlí kl. 9-18:00 þögult uppboð opið
10.júlí kl. 9-20 Þögult uppboð opið
10.júlí Styrktarsónleikar
Húsið opnar kl. 20:00
Dagskrá hefst kl. 20:30
Frammhalds uppboð á verkum til að ná hæsta verðinu
Nýjir eigendur verkanna geta nálgast verkin.
Aðgangseyrir: 2000,-
Kynnir kvöldsinns : Júlli Júll
Uppboð á verkur eftir :
Jónas Viðar
Hlynur Halls
Rannveigu Helgadóttur
Stefán Boulder
Lína
Dagrún
Inga Björk
Sveinka
Bogga
Átrölsku konuna
Ása óla
Linda Björk
Kaffimálari
Margreir
Tónlist:
Hvanndalsbræður
Hundur í óskilum
Pálmi Gunnars (og co.)
(pönk)listamaðurinn Blái Hnefinn/Gwendr-
Silja, Rósa og Axel
Krumma
Og jafnvel fleiri
Styrktaraðilar:
Marína, Hljóðkerfa og ljósaleiga Akureyrar, Vífilfell, Voice, Stíll, N4, tónlista.- og listamenn, fyrrum og núverandi nemendur Myndlistaskólans á Akureyri og velunnarar.
Þögult uppboð fer þannig fram að myndlistaverkin eru til sýnis á Marína á uppgefnum tímum. Fólk getur skoðað og fræðst um listamanninn og verkin. Ef fólk vill bjóða í verkið skráir það sig á sérstakt blað og fær númer, síðan skrifar það númer og upphæð á annað blað og setur í bauk sem er við verkið.
Á styrktartónleikunum á að reyna að ná upp hærra verði fyrir verkin með venjulegu uppboði og ef það næst fær sjá aðili verkið annas er hæðsta boði í þögla uppboðinu tekið. Myndlistarverkin eru merkt með lámarksboðsverði.
Opnaður hafur verið styrktarreikningur þar sem fólk getur lagt inn
frjáls framlög til söfunarinnar.
Kt. 550978-0409
0565-14-400044
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)