Færsluflokkur: Bloggar

Laugardagur ... héðan og þaðan hugleiðingar.

Góðann daginn... Þá er 2.í mömmufríi runnin upp og ég er ara brött eftir mikla skemmtun í gærkvöldi... það eru ár og aldir síðan ég hef innbyrgt þetta magn að alkoholi...Halo hlegið svona mikið þannig að aldlirið rann niður á bringu í nokkur skipti... Grin dansað og sungið svona mikið að fæturnir eru aumir núna og röddin ekki komin til vinnu enn... Það skal viðurkennast að þegar ég kom heim rétt um 3 þá var ég orðin aðeins of mikið enda búin að vera að síðan um 7 um kvöldið... en það er það góða við mig núna að ég fer bara heim þegar ramanið fer á kárna... þá gerir maður eingar vitleysur af sér ...Tounge en eins og ég segi þá eru MÖRG ár síðan að ég hef grátið að hlátir og hreinlega ekki getað hætt... Það er svo gott að upplifa það að maður getur þetta ennþá... maður yngist um 20 ár...

Ég er búinn að era hugsi síðustu daga á meðan ég hef brásað netið.. ég tók sérstaklega eftir því í gær að á hverri fréttasíðu hér á landi voru fleiri en ein frétt um dóma í kynferðismálum gegn börnum eða féttir af kynferðisbrotum gegn börnum um allan heim...er ég sú eina sem finnst þetta orðið síðustu daga/vikur mun meira en áður?? ég hreinlega þurfti í gær að hætta að skoða frétta vefina því mér ofbauð öll þessi brott á svona viðkvæmum sálum. Málið er kannski að samfélagið er að opnast í umræðu um þetta málefni og það er dæmt í fleiri málum en áður sem er frábært og þarf í rauninni að vera meira. Sem þolandi kynferðisofbeldis þá tek ég ofan fyrir þeim sem fara með málin alla leið og tala um þetta opinskátt í fjölmiðlum því að það þarf að uppræta þessi alvarlegu brot. Sjálf gerði ég það ekki en ég get talað um það núna.

En á móti finnst mér líka mikið talað um langveik börn í samfélaginu og verndun barna í samfélaginu eins og einelti...Það eru styrktartónleikar fyrir Ellu Dís og Umhyggju, söfnun fyrir Barnaspítala Hringsinns og svo framvegis... svo má ekki gleyma því frábæra framtaki sem hún Ingibjörg Baldurs er að ýta úr vör varðandi einelti. Mér finnst þetta allt mjög gott mál í alla staði ... 

Mig langar líka að segja ykkur að ég er loksinns að fá evrópu gullið mitt ... ég fékk bréf að utan í gær þar sem þeir segja að það sé verið að undirbúa að senda gullið og viðurkenningaspjöldin... þau fara reyndar suður fyrst til Félag íslenskra teiknara FÍT og þeir eiga að koma því áfram til mín. Þannig að hver veit nema að ég þurfi að fara suður til að veita því viðtöku... Grin 

Það skal viðurkennast að ég sit hér og er að reyna að gera upp við mig hvað ég ætla að gera í dag.. en núna sakna ég Hetjunnar minnar ... en ég veit að hann er að skemmta sér með bróður mínum, mákonu og dætrum þeirra... uppáhalds frænkunum og Kol hundinum þeirra... ég þarf að læra að lifa án hans smá líka en eftir allt sem undan er gengið erum við orðin svo náin ... naflastrengurinn hefur gróið enn fastar... en það er líka gleðitilfing sem fylgir þessu því hver vill ekki eiga náið samband við barnið sitt?? hver vill ekki vera "besta mamma" í heimi í huga barnsinns mans.. og annað... sú tilfinning að við getum allt saman... við erum búin að standa sem mæðgin í gegnum ótrúlegar raunir og við styrkjumst með hverjum degi...þetta er svona sigurtilfinng...

Jæja kæru lesendur þetta er búið að vera bland í poka færsla... en svona er hugurinn minn... útum allt um allt og ekkert... vonandi eigið þið yndislega helgi og nótið þess að vera til... BLOGGKNÚS...


mömmufrí...

Já nú er snúðurinn farinn suður... og núna breitist mamman .. hehehhee... feldurinn farinn, andlitið komið upp...Halo body lotion á anna fermetrana... fötin hrein og fín... pley listinn "djamm" í spilaranum  maturinn í ofninum og svo er það lokahóf hjá henni Dóru og Þresti... Devilhehehhe.. ja já... ég hef þá allavega 2 daga til að vera þunn... ef það fer þannig því ég er að fara fá mér í glas eftir 1-2 ára hlé... Coolsemsagt saga til næsta bæjar... hehehhee.  nóg um þetta þið fáið að heira meira á morgun...hehehe 

Góða helgi...


Ég var bit í dag...

Góða kvöldið kæru lesendur...

Hér er búið að vera helling í gangi þannig að ég hef ekki haft auka tíma né orku til að skrifa ferslur hér inn... hehehe... já líf mitt er að verða eins og áður, allt á fullu..Ég er nefnilega ein af þeim manneskjum sem á ervitt með að segja nei, en ég kannski er orðinn betri í því núna því að ég segi aðalega já við því sem er spennandi og eins og er hellingur af spennandi verkefnum í gangi þannig að ég er á fullu... Það sem tekur minn mesta tíma núna er að ég er að vinna með Sjónlist 2008 og er búinn að taka að mér stórann pakka varðandi það... Þetta er frábært tækifæri fyrir mig og þá sem ég er að fá með mér í þetta sem eru nemendur Myndlistaskólans á Akureyri... Svo er ég að undirbúa kennsluna mína sem verður seinna í vetur og er mjög spannandi ... hahaha... já ég útkrifast og get ekki slitið mig frá skólanum og fékk þá að vera kennari... Það  er eitt sem ég þarf að læra er að hætta að segja "við" nemendur ... hehehe...ég er víst ekki nemandi ennþá... 

Ég varð smá bit í dag sem mig langar að segja ykkur frá... Eins og þið vitið þá erum við mæðginin komin heim af spítalanum ... það þýðir að ég þarf að fara að borga fyrir lyfin Hetjunar minnar... jæja læknirinn var búinn að segja mér að annað lyfið sem snúðurinn þarf að fá er svo dýrt að einginn hefði efni á því þannig að við fáum það í gegnum sjúkrahúsið en hitt er þannig að ég á að fá lyfseðil og ná í það...það er dýrt miðað við venjuleg sýklalyf en ég fæa lyfjakort fyrir það og þá fæ ég afslátt... okey... ég semsagt þurfit að fara að leysa út þetta lyf í dag en var ekki kominn með lyfjakortið og hugsaði með mér að það yrði að hafa það... jæja...ég fór í Apótek og beið bara róleg eftir því, þá kom lyfjasalinn farmm með áhyggju svip og spurði mig hvort læknarnir hefðu eitthvað talað um kosnað.. jú þau hefðu gert það og ég væri að bíða etir lyfjakorti ... þá léttist brúnin á lyfjasalanum  og sagði .. frábært .. þá læt ég þig hafa þetta núna og þú kemur þegar kortið er komið... ég vart forvitin og spurði hvað þetta kostaði... 115.000,- vikuskammturinn... WATH??? Hvað kosta þá hin lyfin og öll þau lyf sem hafa verið sérpönntuð...úfff... bara annað lyfið og það ódýra kostar yfir 500.000,- mánuðirinn... já ég er bit... hreinlega... við höfum líklega kostað kerfið margar milljónir síðustu mánuði... Hvað kemur þetta til með að kosta mig næstu mánuði...??? ég ætla ekki að hugsa það núna... Þótt ég vilji ekki setja verðmiða á heilsu Hetjunnar minnar... ég myndi borga allt sem til er í heiminum fyrir það... Hann er sko þess virði... og meira til...

Jæja... ég ætla að fara að pakka snúðinn minn niður í töskur því hann er að fara í mömmu og ömmu frí á morgun til Reykjavíkur... og mamman er að fara út á lífið annað kvöld.. hehehe.. það er saga til næsta bæjar... 

Góða nótt... Guð geymi ykkur...


Þeir meiga bjarga mér...

... það kostar þá bara 0.007% af þessari upphæð...Grin
mbl.is Björgólfsfeðgar tilbúnir að bjarga Eimskip
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grátur, hönnun, kennsla og sjónlist...

Já... það er hellingur í gangi hjá okkur mæginunum þessa dagana...  Hetjan mín kom heim grátandi úr skólanum í dag... það fannst mér mjög sjárt því ég veit að snúður er hallur á fæti félagslega eftir sín veikindi síðustu mánuði... og hann þessi elska er alinn upp með svo sterka réttlætiskennd og tekur hann reglus skólans mjög alvarlega... eins og þær að skilja ekki útundan og vera vondur við aðra... Hann grét svo sárt þessi elska yfir uppnefningum sem hann fær frá nemendumút öðrum bekkjum og stríðni... og svo bætist á það að hann er fljótur að æsast upp því þráðurinn er stuttur almennt og líka eftir veikindin og þetta finnst börnunum greinilega mjög skemmtilegur leikur... en mín hetja grætur eftir það, þessi elska... ég sendi bréf til kennarans hans og fór frammá að skólinn stiddi við hann eins og hann þarf vegna þessa vanda... En ég er svo mikið þessa daga að rifja upp þær reinslur sem ég átti sem barn vegna eineltis og ég legg mig fram við það að tryggja það að snúður geti komið til mömmu og treyst henni fyrir því sem gengur á... ég man að ég sagði eingum heima frá mínum raunum... og ef ég kom heim í rifnum fötum eða með hárið í einu stóru flækjubeði og þa þurfti að klippa það þá þagði ég því að ég er alin upp á ströngu heimili sem olli því að ég treysti því ekki að minn málstaður yrði tekin... ég fékk líka mikla stríðni á því að heita útlensku nafni.. Lindquist... þótt ég sé sátt við það í dag... en ég vona að skólin standi við stóru orðin sem komu framm á fundi sem vara haldin um daginn með skólayfirvöldum, læknum og hjúkrunarfæðingum og aðstaðdendum Ragnars ... þar lofuð þau því að aðalmarkmiði væri að vinna að því að vinna að því að tryggja félagslegu hliðina og að hann langi í skólann... þannig núna er tími fyrir skóalnn að sýna það í verki. Þaðsem hefur lika spilað inní að kútur er nátturulega á miklum lyfjum og líklega verið þreyttur eftir fjallgönguna í gær.

Talandi um einelti þá hef ég boðist til að hanna lógó og það sem þarf að hanna fyrir nýju samtökin hennar Ingibjargar Baldursdóttur... sjá betur á blogginu hennar hér... Mér finnst frábært að geta lagt þessu lið því að þetta er mjög brínt málefni í alla staði...

Ég var að fá að vita í dag að ég verð kennari við Myndlistaskóla Akureyra í vetur... og kem til með að kenna 2 áfanga þar í Grafísku hönnunninni... hahhaa... það verður mjög gaman... ég hlakka mikið til. Hefði helst vilja vera áfram í námi þarna en þetta dugar mér í bili eins og staðan er núna... Ný og krefjandi verkefni...

Svo er ég að fara að taka þátt í Sjónlistaverðlaununm sem verða haldin 19.-20.09 næstkomandi og hef ég verið sett sem verkefnsastjóri þar á 2 verkefnum... annað tengist sjálfri verðlaunaafhendingunni á 19.09. og annað sem tengist þeirri stemneingu sem á að ná upp á laugardeginum 20. þetta er mjög spennandi tækifæri og kem ég til með að segja ykkur betur frá því síðar... allavega tækifæri ekki spuring...

Það hafa líka verið slatti af lausaverkefnum hjá mér síðustu daga þannig að ég hef haldið mér við í þessu öllu núna undanfari ... frábært...

Jæja... það er löngu kominn háttatími hjá mér...

Guð geymi ykkur öll...


Allt að gerast ...

Góða kvöldið...

Það fer að vera hefð á mínu heimili að setjast hér niður við tölvuna á kvöldin þegar Hetjan mín er sofuð og setja inn færslu hér... þessar færslur eru á einhvern hátt mín leið til að endurlifa daginn og njóta þess sem hann hefur borið á borð fyrir okkur mæðginin... Smile

Það telst til sögulegra atburða (allavega síðustu mánuði ) að ég vakni um 7 að morgni en það var veruleikinn í dag... ég vaknaði með Hetjunni minni, eldaði hafragraut og útbjó svo neti fyrir kút því að hann var að fara í vetfangsferð með skólanum uppí Naustaborgir og Gamla... ég vissi að ferðin átti að taka allan fyrripartinn en Hetjan mín vildi svo sannalega fara þótt að um mikið labb og útivera væri að ræða... þannig að það varð úr... enda skildist mér að hann hafi bara staðið sig eins og sannri Hetju sæmir... en snúður vara mjög þreyttur en glaður eftir daginn...

Ég hinsvegar var boðuð á skólasetningu hjá Myndlistaskólanum og þótti mér yndislegt að fá að vera viðstödd þá setningu. Þessi skóli sem er mér mjög kærkomin fékk nýa andlitliftingu í sumar eftir bruna sem var í júní ...þvílík breiting og fallegt húsnæði... Ég var fengin til þess að klippa á borðann með skólameistara þegar skólinn var tóknrænt opnaður aftur fyrir setninguna...Þvílíkur heiður... Svo talaði Helgi Vilberg skólastjóri svo fallega til mín útaf verðlaununum mínum sem ég hlaut í vor, þetta er einmitt frábær heiður fyrir skólann ekki bara mig... Þetta var frábær upplifun og gerði mig í raum mun stoltari af þessu afreki mínu ... Gelgi bar þetta saman við þá aðila sem hafa unnið Gull verðlaun á Evróðukeppnum í íþróttum ... þeim er hampað og það er talið mikils virði því ættu gullið mitt ekki vera eins...Cool

Við þurftum að fara í tékk uppá spítala seinnipartinn sem var ekkert mál því að er fínt að koma bara við þar en ekki búa... Auðvitað voru hjúkkurnar farnar að sakna okkar ... ehehhee... allavega sögðu þær það það...Tounge

Það er bara svokrítið hvernig straumar lífs manns hafa snarsnúist síðustu daga...Frá því að vera nær öllum sínum tímum á sjúkrahúsi með veika Hetju í það að vera núna flutt heim með Hetjuna sem aktar eins og heilbrygður krakki þrátt fyrir sýkilinn í höfðinu og lyfjabrunninn... Núna eru líka farin að berast verkefni fyrir mig í vetur... kennsla og ýmis verkefni fyrir félaga samtök, og einka aðila... Þannig að það lítur út fyrir að ég sé bara að fara að vinna eitthvað aftur og það gleður mig svo mikið að fá að vinna við fag sem mér finnst svo skemmtilegt og fara að finna mína sillu aftur... 

Mér finnst ég svo langsöm núna... Það sagði vi mig góður drengur í vor... "Magga ... það hlítur að koma að því að það fari að rigna demöntum í kingum þig" og vitið þið mér líður þannig núna ... að núna streima inn jákvæðir og nærandi hlutir í líf okkar... Ég er svo þakklát fyrir það og vil byðja Guð um að næra og taka við þeirri þökk... 

Jæja.. það er kominn háttatími hjá mér...

Guð geymi ykkur...


KRAFTAVERK...

 picture_1_665645.jpg

Ég var vitni í dag af því kraftaverki sem hefur verið gert í Myndlistaskóla Akureyrar í sumar... Ég verð að segja að ég á ekki til orð yfir því sem þar hefur farið fram... Þvílík breiting og vááá... hvað skólinn er orðinn STÓRGLÆSILEGUR... Þetta er á efa orðinn flottasti hönnunarskóli sem ég hef séð í gegnum tíðina...  Það hefur allt verið tekið og skólanum breitt þannig að aðstaða nemanda er orðin fullkomin og í hverju horni má sjá hvernig hægt er að nýta sér hönnun og sniðugar lausnir .... ég táraðist við að ganga þarna um og sjá hversu flott þetta er orðið...

Helgi og Soffía til hamingju með nýjan og flottan skóla... Heart

P.s. og takk fyrir heiðurinn að klippa á borðan með Helga... Blush maður bara roðnar... 


Hamingja í kössum og óvita buslugangur...

Góða kvöldið kæru lesendur...

Já dagurinn byrjaði á því að ég var vakin um 6 leitið með kossi á kinn og orðunum "mamma er kominn dagur"... jájá.. alveg eins...var svarið... en mér tókst einganveginn opna augun til að láta þennan annas yndislega dag byrja en fékk góðfúslegtleyfi frá kossa stráknum til að sofa á mínu græna lengur eða þangað til að kassabrjargvætturinn hún móðir mín mætti um 11 leitið. Hún hafði ákveðið í gær að í dag væri dagurinn til að ráðast á alla hamingju-yfirbreiddu kassana og dótið hér heima... Henni brá nú samt þefa hún sá að í eldhúsinu voru rúmlega 10 lítrar af krækiberjasaft í nær öllum döllum og krukkum sem til eru á heimilinu.. og grunaði henni að ég væri nýlega sofnuð berjablá um hendur og munn.. en sannleikurinn er sá að ég ver einga stund að þessu í gærkvöldi...

Það tekur mig vanalega soldinn tíma til að smyrja liðina og rétta úr bakinu til að geta sett annan fótinn fram fyrir annan... hvað þá að opna augun almennilega enda gleraugun nokkuð sem ég nota sjaldann þótt ég ætti að vera með þau grædd á nefið á mér... Þannig að þegar ég var búinn að taka smurolíu og starttöflur til að koma mér áfram var ráðist í eintóma hamingju og gleði við það að láta heimilið líta út fyrir að hér búi fólk en ekki svín...

983db97d59e4.jpgÞegar klukkan nálgaðist 3 þá tókum við mæðginin okkur smá frí frá hamingjunni til þess að fara í leikhús. Þvottavélin þakkaði pent fyrir pásuna á meðann þurrkarinn var látinn vinna í pásunni.... Ruslakallarnir halda líklega að hér hafi verið 1000 manns á ferð þegar þeir taka ruslið því rennan í húsinu hefur líklega fyllst við þessa hamingju alla.. Semsag við mæðginin fórum í leikhús því að Þráinn leikari tók þátt í því með Önnu Catarínu (sjúkraþjálfaranum mínum ... töfra kona) að bjóða okkur á Óvitana svona til þess að gera Hetjunni minni glaðann dag... það var mikil gleði yfir því að fara í leikhús og skemmtum við okkur konunglega. Ég vil þakka Þránni og Önnu kærlega fyrir þessa kærkomnu tilbreitingu og góðan dagpart... Yndislega hugsað af þeirra hálfu að láta þetta verða að veruleika. Þegar við gengum út úr þessu yndislega hús sem Leikhús Akureyrirar er sáum við að það476551.jpg var önnur sýning í gangi og hún var niðri á pollinum... þar voru nýju gæludýr Akureyriringa í stuði að láta alla dáðst að sér ... Andanefjurnar höfðu semsagt ákveðið að sýna listir sínar og leifa fólki að sjá að þær eru hvergi farnar úr fyrðinum... Hetjan mín hoppaði og kallaði ... "áfram andanefjur" ákafur af spenningi og gleði... þær hoppuðu og voru með sporðaskelli aftur og aftur... frábæsr sjón svona í "bakgarðinum" hjá manni...

Þannig að við mæðginin áttum yndislegann dag við það að láta heimilið verða að heimili og að njóta þess sem er til staðar hér á svæðinu... 

Ég reyndar er líka búinn að gera slatta af Krækiberjahlaupi og stefni núna í það að klára að sjóða saftina og tappa á flöskur.. þetta hljómar eins og ég sé að brugga... hehehe... kannski ég láti eina flösku gerjast og sjá hvort manni líði ekki vel eitt kvöldið hér í vetur undir teppi með heitt "gerjað" berja vín... hehhee.. nei það yrði nú saga til næsta bæjar að ég færi að vera á kojufilliríi... manneskjan sem hefur ekki smakkað vín í meira en ár... 

Jæja ég ætla að halda áfram að lita hendurnar á mér bláar og munn... hehehe... takk í bili

Guð geymi ykkur öll...


Dagur Indlislegheitannna....

brejam1.jpgJá eins og ég sagði í gær kvöldi þá erum við að ná áttum hér í Vesturíðunni... Draslið er enn út um allt en það er satt sem bloggvinir segja það er nóg af kærleik hér til að breiða yfir það og sinna því seinna... hehehe... þannig að við mæðgurnar og Hetjan mín ákváðum í hádeginu að fara út í góða haustveðrið og njóta útiveru og þess sem okkar yndislega náttúra hér á landi hefur uppá að bjóða... BERJMÓ... Þannig að við skuttluðum okkur í útiföt, kvöddum yfirbreidda draslið og skelltum hurðinni á eftir okkur og þutum út... með nesti og nýja skó og nátturulega nóg af döllum og myndavélin... það eru 2 vikur síðann við fengum leifi til þess að fara inn á einkaland í svona hálftíma akstur frá eyri Akursinns... og þangað val haldið... Við vissum í raunninni ekki hvað beið okkar en það var ekki aðal málið...

Ég fór með það markmið að tína slatta af krækiberjum því að það er smá nostralgía í mér... ég á mér minningu frá æsku og það er heit krækiberjasaft á köldum vetradegi... það er eitthvað við þessa minningu sem ég þrái og langar að lifa aftur með Hetjunni minni... þótt hann sé nú ekki mikill berjamaður en hann hefur áhuga á að prófa þetta... Jæja nóg með nostralgíuna... en þegar á áfanga stað var komið leist mér ekki alveg á blikuna og hugsaði með mér "hér er allt fullt af kindaspörðum" ...humm.... ég gleymdberjamo2-sept_08.jpgi gleraugunum heima... því þegar ég fór á kné mér þá sá ég að þúfurnar voru svartar af stórum safaríkum krækiberjum sem smakkast ekkert í líkingu við lambaspörð... hehehe....Við mægur vorum innan við 2 tíma að tína meira en 25 lítra af berjum og hefður geta tínt 2 sinnum meira ef okkur hefði grunað þetta og tekið með okkur meira af döllum og pokum... en við urðum að láta þetta nægja .. þannig á morgun kem ég til með að upplifa gamlan draum um heitt krækiberjasaft... 

Þegar við komum af fjöllum ... þá ákváðum við að Dómínós myndi toppa daginn með pizzu og brauðstöngum .... þótt nestið hafi verið klárað á leiðinni til þess eins að setja ber í pokana þá vorum við mjög svöng eftir langa útiveru og frísktloft.. Hetjam mín skemmti sér hið besta í þessari ferð og var hinn kátasti með þessar svörtu þúfur þótt hann fengist ekki til að borða berin þá tíndi hann þau með áfergju því að hann vissi það að mamma hans yrði svo glöð, sem hún er ekki spurning... og enn og aftur horfi ég á barnið mitt blómstra af gleði og kátínu yfir því að vera til ... eins og ég sagði í gær þá eru þvílíkar breitingar á honum eftir að við fluttum heim og lyfjunum var breitt... ég trúi því varla að á nokkrum dögum hefur hann fraið úr því að vera fárveikur með lyf í æð í það að hoppa og skoppa um móa með bros á vör tilbúinn að leika sér sjálfur og söngla... nóta bene eftir 3 tíma úti þá vildi hann eingan veginn fara heim... honum ragnar1-sept_08.jpgfannst þetta æði... Það vottaði ekki fyrir pirringi, þreytu eða máttleisi... þvílíkur munur... ég bara er agndofa... mér finnst ég vera með fullfrískt barn eftir nokkra daga heima... þótt ég viti betur þá er þetta bara SVO mikill munur... hann er svo jákvæður og glaður... Þvílík HETJA...

Jæja ég ætla að snúa mér að því að hreynsa hauginn af berjum sem flæða hér út um allt með yfirbreidda kærleiks draslinu ... svo að ég geti ferið að hakka í saftina... 

Næsta férsla verður brejablá... hehehe...

Guð geymi ykkur....

 


Að ná áttum...

Núna sit ég hér og er að átta mig á stöðunni... allir í fjölskyldunni eru mjög ringlaðir og finnst skrítið hvernig hlutirnir eru allt í einu... við erum nátturulega smeik og óörugg... það er auðvitað visst öryggi í því að vera uppá spítala.. en í þessu tilfelli þurfum við í raun ekki að vera þar nema til að fá lyfin og núna fáum við þau á annan hátt núna...

hvertLeið okkar mæðgina hefur verið löng og hlykkjótt síðustu 8 mánuði... Það er margt sem við höfum lært og mikill þroski á bak við þessa ferð okkar... Við höfum misst sumt en öðlast meira Við höfum þrammað þungfarna leið með hlikkjum, brekkum og hyndrunum... stundum höfum við misst fórana en saman höfum við stutt okkur við hvort annað og náð að rísa upp og halda áfram...Liðinni er ekki lokið ein við erum allavega komin almennilega heim síðan 11.janúar 2008... Bráttunni við "gæludýrið" sýkillinn sem er í höfði sonarinns er ekki lokið en núna, en það er nátturulega auveldara að berjast héðann heima. Niðurstöður þeirra rannsókna sem við vorum í dag í komu mjög vel út og gerir það þetta allt léttara...aðeins minni áhyggjur og meira öryggi yfir því að vera hér heima ekki með eins mikið eftirlit og áður... 

Ég sit hér .. íbúðin er full af dóti út um allt... því við erum að flytja allt sem við vorum með uppá spítala hingað... mér falla eigilega hendur yfir þessu öllu og ég kem eingu í verk... ég vildi svo ynnilega að ég fengi ólísanlegann kraft til að gera heimilið tipp topp hreint svo að ég geti notið þess að vera komin heim... kannski gerist það um helgina...vonandi...

hjarta_615890.jpgÉg lá og horfði á Hetjuna mína áðann eftir að hann var sofnaður... Hann er búinn að vera svo glaður og kátur í dag... allur á iði og út umm allt .... hopandi og skoppandi eins og forðum daga...svo sofnaði hann svo fallega eftir að við mæginin notuðum kvöldið til að baka saman... þarna sefur hann svona ofboðslega friðsæll og fallegur í rúmminu sínu... það er eins og ég hefi eignast líf mitt aftur... ég þar bara aðeins og skipuleggja það aftur... þetta er eins og í draumi... það var búið að vara okkur við að þetta ferli eins og það var gæti tekið restina af árinu og meira til ... en núna erum við heima og getum lifað tiltölulega eðlilegu líf... þetta er ótrúlegt... og það er eins og Hetjan hafi öðlast nýjann kraft síðustu daga og er farinn að vera líkur sér sjálfum meira og meira með hverjum deginum.

bæn mínKraftaverkin gerast enn... það er í rauninni það eins sem ég hef að segja og ég trúi því að bænir ykkar lesenda og fleiri hafa gert það að verkum að kraftarverkið gerðist og fyrir það vil ég þakka fyrir frá rótum hjarta míns.Heart

 Guð geymi ykkur öll...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband