Sundlaug nr. 3 er Sundlaugin á Illugastöðum í Fnjóskadal - Perla við endan á malbikinu.

Í dag á meðan norðanvindurinn "hlíjaði" okkur hér í skurðinum ákvað ég að fara í gegnum göngin og inní fallega dalinn sem heitir Fnjóskadalur og er skogi vaxin. Þar sem malbikið endar er staður sem heitir Illugastaðir og er dásamlegur staður. Þangað náði norðanvindurinn ekki en rigningin og þokan vafði staðinn dulúð. Sundlaudlaugin lætur ekki mikið fyrir sér fara og minnti mig á gömlu  laugina í Þelamörk þar sem ég byrjaði að svamla. 

Allt í tengslum við laugina er einstaklega vel við haldið og hreint, í gömlum stíl en notalegt og blandað vissri nostalgíu sem tengist minningum æskunar. Laugin er grunn og hlí (ca.31 gráður) og því frábær fyrir góða útrás og leik fyrir krakka á meðan foreldrarnir hvíla sig í heitum potti. Laugin er 16,67 metrar að lengd og ég svamlaði 20 ferðir sem gera þá ca. 666 mertra.

Ég mæli eindregið með því að rúnta þessa 27 km. í gegnum göngin og til enda malbiksinns til að njóta góðrar stundar í fallegri perlu í þessu fallega dal. 

20230705_140526

20230705_140329


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir komuna og gangi þér vel :)

Illugastaðir (IP-tala skráð) 5.7.2023 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og þremur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband