Helgarlok í smá hugleiðingu..

Jæja .. þá er þessi helgi liðin og hef ég svosem ekki mikið gert...  Við mæðginin búin að vera slöpp um halgina bæð... ég var með magakveisu á föstudaginn og í gær... Ragnar er búinn að vera fárveikur í dag með allt að 39,5°c hita.... og hann er svo mikil hetja þessi elska... mamma þetta er allt í lagi.. mér er ekkert ílt nema smá hér og hér og hér og hér... hehehehe.. já.. enda svosem ekkert skrítið að vera með beinverki með svona hita... En SVO góður...

Það var nú hellingur á döfunni fyrir helgina en svosem lítið gert... kláraði ekki skattframtalið.. er með ferst.. en það er merkilegt hvað þetta situr alltaf á manni á þessum tíma...  En sem betur fer er þetta mjög litið má þetta árið... eingar sölur á eignum eða kaup... Ég spíti í lófanna á mogun með það... verð hvort eð er heima með hetjuna mína.

Reyndar þreif ég hér allt hátt og látt ... það er svo gott að vera veikur heima hjá sér þegar það er hreint líka... Svo er ég svosem búinn að vera með hugann við lokaverkefnið mitt í skólanum og er farinn að koma hugmyndum að lógói á balað... hef svosem ákveðnahugmynd .

Við vinkonurnar  (ég og Lína) áttum langa umræðu áðann um hvað við sem singel ungar konur og einstæðar mæður gætum hugsað okkur í framtíðinni... viljum við eignast fleiri börn og ef svo færi undir hvara kringumstæðum... en við vorum sammála um að við gætum ekki hugsað okkur að vera einstæðar með fleiri börn en við eigum nú þegar... það þyrfti einhvern meiriháttar prins á hvítum hesti...til að breita þeirri hugsun hjá okkur að við erum búnar í okkar barneignum... Hluti af því er líka að við erum ekki að sjá það að það séu margir prinsar á hvítum hestum hér fyrir norðann... Sjálf hef ég ekki mætt neinum undanfarið sem fær mig til að líta við ... kannski er það því að ég trúi því eingannveginn að nokkur líti við mér... ég er svoooo ósátt með sjálfann mig... en vonandi lagast það nú á góðum tímapúngti... þegar ég er tilbúinn að gera eitthvað í því... ÆÆiiii. ég á ekki að tuða svona... Ég er bara eitthvað svo andlega þreytt þessa dagana... og finnst ekkert vera að ganga upp hjá mér... En við ákváðum gellurnar að skreppa á djammið um næstu helgi... því við erum báðar barnlausar þá... og það gerist ekki oft..

Þegar ég horfði á Kasljósið í dag þá filltist ég af vilja til að klára að skrifa bókina mína... Bókin um mitt líf og upplifanir... bókin sem ég á nokkurnveginn á tölvutækuformi... í minnisblöðum og smásögum... Bókin sem mig langar að deila með fólki til að koma í veg fyrir að öðrum líði svona... En því miður er hausinn á mér ennþá mjög á reiki í miklu að ég gæti ekki klárað hana, ég þarf að klára vissa hluti fyrst.  En hver veit... mig hefur dreymt um þetta í ein 8 ár eða svo.  Kannski er þetta allt komið í svo stórann graut í hausnum á mér að ég næ ekki að leisa þetta allt... stundum líður mér þannig að mér sé ekki bjargandi.  En með minni trú að allir hafa tilgang þá veit ég að mér var veitt þessi verkefni til að þjóna öðrum líka í leiðinni... og er eitt af þeim stóru verkefnum sonurinn, sem ég geri mitt besta með, en vildi auðvitað gera betur fyrir hann þessa elsku.

Jæja... það er nú kennski ekki mikið innihald eða samhengi í þessum skrifum hjá mér... en stundum þarf ég að tuða úr mér allt vit.. svona einhvernveginn til að ná áttum og finna slóðann minn aftur. Þið verðir bara að þola það inná milli... þetta heldur mér á kylinum... hehehee......

Guð blessi ykkur öll...  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

innlitskvittun

Ólafur fannberg, 26.3.2007 kl. 08:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband