Færsluflokkur: Bloggar

Verð netlaus á næstunni....

Halló kæru lesendur...

Mig langaði bara að setja hér inn smá fæsrslu áður en ég verð netlaus um tíma... Ástæðan er að ég er að flytja í fyrramálið... Smile já við mæðginin erum loksinns að komast í betra húsnæði sem hentar okkur, þá sérstaklega Hetjunni minni miklu betur... Kl 10 í fyrramálið kemur hér vaskur hópur karla og kvenna sem ætla að hjálpa okkur að drífa þetta af... LoL ég á svo mikið að frábæru fólki þannig að þetta tekur ekkert langan tíma ... fullt af höndum.. og lítið innbú... hehehee.... en allavega þá er ég ekki komin með síma eða net í nýju íbúðina... þannig að ég verða að láta mér duga að glápa á imban í næstu viku... eða koma mér fyrir í flottu íbúðinni okkar... tær snilld..Tounge

Hetjan mín fór í sína 18 svæfingu í gær og markmiðið var að gera gat á hljóðhimnuna og taka sýni...  en þetta virtist allt vera þurrt þannig að það var lítið um sýnatöku sem er frábært...Wink svo fór hann í tölvusneið myndatöku og eigum við eftir að fá útúr henni en það voru allir læknar voða ánægðir með þetta og bjartsýnir á að það fari að líða að því að við getum farið að telja niður síðustu 6 mánuðina... í lyfjameðferðinni... það væri náttúrulega yndisleg leið til að byrja nýtt ár að fara að sjá fyrir endan á lyfjatökunni... og þessu ölllu... SmileVið eruð að bíða eftir svari um táknmálskennsluna sem við erum að fara að byrja í og svo er verið að vinna í því að finna skólalegar og félagslegar lausnir fyrir þessa elsku... sem víst er orðinn opinberlega skráður með fötlun sem er mikli og varanleg heyrnaskerðing... en það lýtur samt út fyrir að hann heyri aðeins betur með nýja heyrnatækinu sem hann fékk um jólin. Hann er á fullu að æfa sig að vera með það og finn ég mikinn mun á þvi þegar hann er með það...Smile

en allavega þá byrjum við nýtt ár með trompi ... sem er okkur líkt... hehehhe ToungeTounge

Knús og kærar kveðjur .... Guð geymi ykkur... 


Smá uppdeit...

Sælt veri fólkið...

Já ég ákvað að láta ykkur aðeins vita af stöðunni hér hjá okkur mæðginunum... Heimilið er að verða óvirkt útaf því að hér er allt að verða komið í kassa og finnur maður greinilega hvað maður notar mikið af hlutum í þessu venjulega daglega lífi... Maður getur varla eldað orðið fullnæjandi mat þannig að við fengur okkur bara soðinn fisk og kartöflur með smjöri í kvöldmatinn til þess þarf bara einn pott, 2 gafla og 2 diska... fyrir utan hráefni.. hehehhee... þetta er soldið eins og að vera í útilegu...hehehee.. Ég er alveg að vinna í því að panta ekki pizzu því að það verður nóg af því á næstunni... Ég þakka reyndar mömmu fyrir að hafa slátur á morgun þannig að þetta reddast... Svo er auðvitað fastandi dagur á fimmtudaginn útaf uppskurðinu hjá Hetjunni minni... Kvíði kvíði... en samt von útaf því að okkur langar svo að þessu ljúki á þessu nýja fallega ári....

Það stefnir allt í að þetta blessaða ári komi til með að verða frábært og mikil breitingar frammundan... UM helgina...  HEFSA NÝTT UPPHAF....

Mikið hlakkar mig til að segja ykkur meira frá því að sem er að gerast og í burðarliðunum... Númer eitt er að á þessu ári verður líkamleg- og andlega heils númer 1... og vá þannig ferðalag er yndislegt...

Jæja.. ég ætla að senda ykkur knús... og ljós...


Nýtt ár...

Sælt veri fólkið...

það er víst komið nýtt ár enn eina ferðina og virðist hraði tímans ekki linna þótt að maður gjarnan vildi... sonurinn kominn á 8 ár og ég á mitt 35... mamma á sitt 65... maður verður endalaust eldri... hehehee... sem er hið besta mál í alla staði... Sem betur fer þá nýtir maður daganan í það að verða betri með hverjum degi og hverju ári sem líður... 

Hetjan mín kom fyrr heim en áætlaðvar ... elsku snúðurinn var farinn að sakna mömmu og ömmu svo mikið að hann vildi koma HEIM... Enda ekkert mál að hann komi heim fyrr... Hann syngur og raular allan daginn... og mjög  glaður að vera kominn heim...  Hann og ég erum að undirbúa 18 uppskurðinn og svæfingu í næstu viku.... Það er skal viðurkennast að kvíðinn fyrir niðurstöðunum er farinn að læðast að mér en ég reyni líka að hugsa um það... 

ég skal viðurkenna að ég er ekki í miklu stuði til að blogga þessa dagana... þannig að ég ætla ekki að hafa þetta nóg í bili...

Guð geymi ykkur...


Áramótakveðja

nyarskv.jpg

Reiknisskil ársinns...

Það eru liðnir 2 dagar síðann að Hetjan mín fór suður og ég var áðann var ég að heyra frá þeim að sunna og hafði minn snúður ekki tíma til að tala við mömmu því að hann var svo mikið að leika sér og heyrði ég mjög vel í gegnum símtalið að það var gaman hjá mínum... hann hló og skrækti bakvið ömmu sína... Þetta þurfti ég virkilega að heyra... og núna er ég miklu sáttari...

Það sem kemur mér mest á óvart er að strax og ég fékk smá frí þá fóru hjólin í hausnum að snúast... og það er augljóst að akkúrat síðasta sólahringinni er ég búinn að afgreiða það sem hefur legið messt á mér síðustu 6 mánuði... einskonar reiknisskil hjá mér... og það er svo gott að finna að maður getur þetta svona... í mínu tilfelli dugði kvöldspjallið mitt í gær við hana Krummu vinkonu til að ég gat lagt til hliðar hluti í huga mínum til hliðar og hætt að láta þá naga mig...hætt að finnast ég eigi að bæta 300fallt fyrir þau þótt að það sé ekki mitt að gera það... ég get hætt að naga mig sjálfa og berja mig fyrir að hafa ekki gert rétt.... það er ekki mitt... það er annara ... og þá er ég laus... 

Þegar maður leggur sig framm við það í lífinu að koma hreint fram af einlægni og hlíju þá er maður líka líklegri að vera særður... og þá á maður frábærta og hlíja vini sem hjálpa mannig endalaust til að vera betri með hverjum degi... yndilsegt...

Það greip mig ómæld löngun til að mála í gær og ég lét verða að því að byrja á einu málverki á meðann ég tek niður jólaskrautið og hugsa hvernig ég ætla að skipuleggja flutninga... 

Jæja kæru lesendur... takk fyrir hughreisatnandi komment og hlíjar hugsanir... þær skipta máli... 

Guð geymi ykkur


lömuð af vanmætti...

það er mér ervitt þessa stundinar að finnast ekki að ég eigi að vera gera eitthvað annað en það sem er í gangi akkúrat núna... Hetjan mín fór suður í dag, það var ervitt því að hann vildi ekki fara og þurfti allskonar degstrun til þess... Hvað þá þegar hann frétti að hann ætti að vera fyrstu nóttina hjá pabba sínum þá vildi hann alls ekki fara... "ég vil bara vera heima þvi að þar líður mér best" kjökraði hann endalaust...VVÁÁááa... hvað þetta var ervitt... og ég er ennþá með hjartað í hnút þótt séð liðnir nokkrir klukkutímar... Ég þurfti ýtrekað að senda sms suður til að fá að vita hvort hann væri lenntur og til að fá upplýsingar um hvernig honum liði... en fékk ekki svar fyrr en seins og síðar meir sem hljómaði svona... "lenntur og í lagi" ... úfff ég skal viðurkenna að mér líkar einganveginni við þetta en ... það sem ég lifi á núna er að ég veit að föðurfjölskyldan hans myndi alldrey meiða hann... það er það eina sem ég get verið 100% um... en annað veit ég ekkert um því að þau láta mig alldrey vita hvernig hlutirnir ganga og svoleiðis... það er bara " þetta reddast" ... og þegar Hetjan mín er annars vegar finnst mér það ekki nóg... það er á hreinu... en jæja... núna er það æðruleysið sem gildir og að reyna að nýta tímann vel... ég samt sit hér núna máttlaus af deðurð og vanmætti gagnvart því að geta ekki verndað barnið mitt... tekið utanum hann og tryggt það að hann sé glaður og sáttur... ekki hræddur, einmanna eða kvíðinn... 

Mér finnst hrillega ervitta að senda barnið mitt til manns sem barnið hefur lítið sem ekkert séð síðustu 2 árin, manns sem talar ekki við mig eins og manneskju eða bara yfihöfuð talar við mig, inná heimili sem ég hef alldrey séð og til konu sem ég hef alldrey verði kynnt fyrir eða talað við, sem talar ekki íslensku...  Til manns sem hefur í gegnum tíðina verið svo tilfinnigalega lokaður að hann virðist frekar vilja fara til útlanda þegar barnið hans er mjög veik inn á spítala, eða flýr til útlanda þegar hann missir dóttirsína og gleymir að sinna elsta barninu og því minnsta... Manns sem hefur lagt á mig hendur og og hugsar nr.1,2 og 3 um sjálfan sig... en hvað get ég gert... "ég er pabbinn"  heyri þau ÖRFÁU skipti sem hann vill hitta Hetjna... DDööö ég veit það... það fer nú ekki framhjá neinum að hann á þennan strák... en... samt ekki... ég á hann innað beini... 

ÆÆÆÆiiii ... ég ætla að hætta þessu núna... ég ver eitthvað svo ringluð og hreinlega óglatt af vanlíðann.. bæbæ

 


Hátíð jólanna...

jolakve_ja.jpg

Hátíðin kemur... stæðasta jólagjöfin mín...

Góða kvöldið að aðfaranótt aðfangadags... Núna mega jólin koma til okkar mæðginanna því að allt er að verða klárt hér...

Hetja mín fékk eina af sínum stæðstu jólagjöfum núna undir kvöldið... Pósturinn byrtist hér með heyrnatæki fyrir vinstra eyrað... og ég get ekki lýst svipnum sem koma á þetta yndislega andlit þegar ég setti tækið í eyrað og kveikti... "mammma... ég heyri MIKLU betur..."  og hann vildi ekki taka það úr sér því þá fann hann strax hvað hann heyrir illa...Þvílík gleði og fegurð að sjá hann upplifa heyrn á ný... Ég hefði ekki gertað fengið betri jólagjöf... elsku snúðurinn minn...

Við fórum í dag á spitalan í okkar vanalega tékk... og það svosem kom ekkert nýtt útúr því annað en að Hetjan mín fær grænt ljós frá læknunum til að fara suður í lengri tíma. Þeir meira að segja hvetja til þess svona okkar beggja vegna. Ég er búinn að ákveða að það sé holt og gott fyrir okkur bæði að hann fari suður... ég er farinn að skipuleggja tímann á meðann hann er ekki heima og bara farinninn að hlakka pínu ponsu til... sé fyrir mér að geta nýtt mér ljósakortið sem ég á... sem dæmi... ætla jafnvel að kíkja aðeins í ræktina til að minna mig á hvað er að taka við þegar jól og áramót eru liðin. 

Ég er búin að öllu sem á að gera núna fyrir svefninn... Hamborgarhryggurinn soðinn, ísinn tilbúinn í frystirnum og franska súkkulaðikakan að kólan... þá er bara hangikjötið, sallöt og súpan á morgun... og svo árlega jólabaðið... heeheheee...  Þetta kemur allt hægt og rólega... Það kveikir hjá mér jólagelði þegar ég er að stússast svona í eldhúsinu... það er staður sem ég elska að eiða tíma mínum á... Ég fer í einhvern draumaheim þegar ég fera að spila á bragð.- og lyktarskyn mitt... rosalega skrítið...

Ég og læknirinn hans Ragnars vorum aðeins og líta til baka í dag ... það er mér eigilega ómögulegt að rifja upp þetta ár... ekki bara útaf því að það er ervitt heldur líka bara hvað það liggur mikil reynsla og þroski á bakvið þennan tíma... Við mæðginin höfum breist mjög mikið og komum við til með að bera þessa reynslu með okkur allt okkar líf. Mér er hugsað til þeirra sem hafa staðið storminn með okkur og þeirra sem ekki hafa þolað álagið eða breitingarnar og hafa fallið frá vináttu okkar á þessu ári. Maður sér bæði fólk og stundir allt öðru ljósi núna en fyrir ári síðan. Það er ekki allra að standa svona verkefni en maður óskar öllum þeim sem ekki gátu að þeir fái sinn þroska þá á annan hátt og með öðru fólki, því að það er mjög augljóst hverjir eru vinirmanns og hverjir ekki... 

Ég sest niður í gær kvöldi og leifið mér að opna jólakortin mín í róg og næði... Mig vantaði smá upplifitngu í daginn til að geta klárað það síðasta... Það gaf mér mikla hlíju, gleði og hamingju í hjartað að lesa öll þau fallegu jólakort sem mér hafa borist þetta árið... og má segja að þau hafi bjargað jólunum þetta árið því að eftir þá lesningu var allt komið á sinn stað aftur og ég gat lagt til hliðar þær erviðu hugsanir sem leitar á mann á svona hátíðum... og eiga þeir sem hafa sennt í ár kort þökk skilið...

Ég var aðeins að vafra á netinu og fann þetta hér og fannst mér það eiga vel við og í leiðinni við ég óska ykkur kæru lesendum Gleðilegra hátíðar...

Guð blessi ykkur öll og meigi ljós hans lýsa ykkur um ókomna tíð...


Nú gildir að telja upp á 10 og fara með æðruleysisbænina... nokkrum sinnum...

Já... Guð gegðu mér æðrueysi svo ég geti sætt mig við að uppþvottavélin mín gaf sig, kjark til að vaska upp og vit til að láta þetta ekki trufla gleði okkar...

æææiii þessu mátti nú búast við.. hún er ekki búin að vera neitt hress uppá síðkastið eins og aðrir meðlimir fjölskyldunar... það hentar svosem að henni verið heint þegar við flytjum... 

Ég er að verað búinn að öllu sem þarf að gerast þessa dagana... en finnst ervitt að gleðjast... getum við ekki bara frestað jólunum eins og Kastró gerði?!?!?!? neinei.. þetta er bara egingyrnin mín að tala... ég vil náttúrulega gera þetta fyrir Hetjuna mína sem er farin að eiga MJÖG ervitt með að sitja kjurr hvað þá bíða... enda er hann ekkert öðruvísi en önnur börn með það... sem betur fer...

Þetta er allt eitthvað snúið hjá mér þessa dagana... fer varla útúr húsi, því ég hf svoesem ekkert að fara eða gera annað en að vera heima... tilfingaskalinn er flatur og sagði mér góður maður það í dag að það væri biðstaða þegar manni liði þannig... ég veit vel hvað er að angra mig... þið sem hafið lesið bloggið mitt í eitt ár vitið líklega hvernig þetta var hér í fyrra... (of mikið áfangi) og mig hvíður fyrir þessu þetta árið líka... svo er það að föðurfjölskyldan bað um Hetjna mína suður 26.12 og til 4.01 ... ég er hvíðin því að honum líki það ekki... og líði illa... og ég er líka kvíðin þvi að vera ein svona lengi... ég kan það ekki... og kannski er ég hrædd um að ég hrinji alveg þá, ég get það ekki því ég á að vera að pakka og koma mér af stað í flutning á þeim tíma... ÆÆIii .. þetta er allt eigingyrni í mér... 

ææiii ég ætla ekki að segja meira... því ég vil ekki vera aumingja ég... það er einhvernveginn ekki minn stíll.. ég ætla að halda áfram og klára hér... 

Guð geymi ykkur...

 


Paté...

Hæhæ... eitt stutt...

Mig lagar svo að gera Paté... með góðu kjöti... egið þið uppskrift af þannig??


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband