Færsluflokkur: Bloggar
Laugardagur, 20. desember 2008
Steikingadagurinn mikil...
Góða kvöldið kæru vinir og vandamenn...
Þetta var dagurinn sem við mæðgur bökum rúgbrauð og gerum laufabrauð og kleinur... Ég sit hér og núna og anga af steikingarfeiti og brælu... en við erum alltaf svo glaðar þegar við erum búnar þessu... Núna sit ég og er að gera matseðil fyrir aðfangadagskvöld... ummm.... namminammm... veislumatur... það er mitt mál.. Rjómalöguð-lauksúpa með heimabökuðu brauði. Í aðalrétt svínahryggur með öllu sem hugan girnir, rauðkál, rauðlauksmarmelanði, epla-róðrófusallati, karamellu-kartöflun, ferskurauðkálssallati, mais, súrum gúrkum, rjómavillisveppasósa og margt fleira. Svo til að toppa matinn verður heimatilbúinn vanilluís og frönsksúkkulaðikaka.... Ostar og krækiberjahlauð í nætursnarl... uuuummm vá havð ég hlakka til... jamm jamm.. ég fé vatn í munnin af tilhlökkun.
Hetjan mín er að ná sé af þessari pest sem hann fékk... uppskurðinum á 18. var fresktað því að hann var með svo mikinn hita og kvef í lunguna... en hann er allur að hressast... það vesta við þetta er að hann þurfti að fá astmasryin aftur og það þýðir að hann er 80% örari en vanalega... og úff ég skal viðurkenna að ég hef ekki alveg orku í svona öran einstakling... hehhee... en þetta er líla fyndið á sinn hátt...
Jæja ég ætla að fara í bað og ná steikarbrælunni af mér... Guð geymi ykkur..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 18. desember 2008
In the Arms of the Angels...
Ég heyrði að uppáhaldslagið mitt er komið með íslenskan texta... sá það í Kastljósinu í dag... Þetta lag hefur fylgt mér síðan City of Angels kom út... og hlustaði ég MJÖG mikið á það þegar ég var ófrísk... þannig að Hetjan mín sagði einmitt... mamma ég kannast við þetta lag einu sinni... bara sætur... Ég semsagt setti hér vinstrameginn lagaspilara með þessu frækna lagi... Mér finnst texti þess alltaf jafn viðeigandi fyrir mitt líf... Ég væri til í að eiga þetta lag með íslenskum texta ef einhver gæti sagt mér hver það er sem er að gefa það út núna...
Við fengum yndislega heimsókn áðan... algerlega óvæng og mjög ánægjuleg þótt hún hafi verið stutt... Hún María Jespersen vinkona mín kom við hér með glaðning handa okkur... smá ljósgleði handa mér og svo lumaði hún sér með syninum frá og þau pukruðuðs aðeins... auðvitað var ég forvitin... en ég fékk að vita frá henni svo á eftir að hún hefði ákveðið að senda ekki jólakort í ár heldur gefa Ragnari peninginn svo hann kæti farið og keypt jólagjöf handa mömmu sinni... VÁÁááá... ég er eigilega orðlaus yfir því hvað fólk hugsar fallega til okkar stöðugt... og ég vildi að ég gæti gefið af mér á sama hátt til þess að sýna þakklæti mitt... ég hef nú trú á því að ég geri það einhverntíman... þótt það sé ekki núna akkúrat... en það eina sem ér get sagt að ég er hrærð og orðlaus yfir svona yndilsegri hugsun... Takk María... þú ert einstök perla...
Jæja... ég ætla í háttinn... svo að það verði nú eitthvað úr morgundeginu...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 18. desember 2008
við erum bara veik bæði...
Já við erum bæði með hita, hálsbólgu og heifrarlegt kvef... við sofnuðum bæði fyrir kl.9 í gær og vöknuðum 12 tímum síðar ennþá með hita og slen... En við verðum samt að halda áfram að klára jólagjafinrar þótt að við séum ekki í ástandi til þess... þannig að gjafirnar eru nú ekki stórar eða vel út pældar... en það verður víst að duga og núna er það hugruinn sem gildir... ... meira að segja er jólastrákurinn minn ekki í stuði til að gera jólapappírinn og föndra eins og vanalega... þanni að þetta verður allt mjög heðbundið frá okkur þetta árið.. Ég er búinn að koma vinnuborðinu mína og borðtölvuni í geymslu þannig að það er pláss fyrir jólatréið sem er komið hér uppá gólf til okkar... og við ætlum að reyna að finna orku í að koma því upp núna næstu daga... einnig var tekin fram gömul rafmagnslest sem ég erfði frá danmörku og er búinn að gleðja 3 kynslóðir ... þessi lest á að fá að fara hring í kringum tréið þetta árið... allt mjög gamaldag... og skemmtilegt...
Það sem ég finn svo til þessa dagana að mér finsnt tíminn sem ég á með Hetjunni minni eru svo miklu mikilvægari en allt annað... og í rauninni gleymdi ég að kaupa gjafir sem ég er vön að senda frá mér (mamma minnti mig á það áðan) aðalega bara því að það er svo margt annað sem mér finnst skipta meira máli... Skrítið hvað eitt ár getur breitt veruleikamati manns... en mér finnst breitingin til hins betra ekki spurning...
Jæja ég ætla að gera eitthvað á meðann verkjatöflurnar virka áður en ég þarf að fara á pósthúsið..
Bless í bili... Guð geymi ykkur..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 16. desember 2008
Það styttist í jólin...
Góðann daginn... Já það er víst að jólin koma saman hvað er annað í gangi. Núna erum við mæðginin í róleg heitum hér heima því að Hetjan mín er með hita, hálsbólgu, hör og eyrnaverk (meiri en vananelgar). Þessari elsku hefur greinilega tekist að ná sér í þennan skít fyrir sunnan því að hann var strax á sunnudagsnóttina orðinn slappur. Þetta er svosem ekki það sem vekur mig til umhugsunar heldur það að hann er að fara í uppskurð og svæfingu sem ekki er hægt að fresta... og mér skilst að það sé ekkert sniðugt að svæfa fólk með hita og kvef... en þau uppá spítala fylgjast vel með núna... ég talaði við þau í gær. Þannig að við reynum bara að vera í rólegheitum hér heima...Ég komst í smá jólagír á sunnudaginn en svo hætti það aftur... ég er samt búinn að taka meirihlutann til hér, þótt að allt hafi farið í drasl í gær þegar við mæginin ákváðum að dreifa út föndurdótinu okkar og klára að skreyta jólakortin og það ... auðvitað erum við ekki búin að ganga frá því aftur... hehehe... þetta lýsir mér soldið þessa dagana... sprengikraftur í smá tíma og svo ekkert í einhverntíma... hvernig fer þetta þegar ég flyt... úfff... jæja það hlítur að ganga einhvernveginn... Ég er búinn að fá nasaþefa af þvi að Búseti ætlar að skvera íbúiðna extra áðurn en við flytjum... við fáum nýtt parket á alla íbúðina, hún veður öll máluð og svo á að skvera baðhebergið líka... þannig að þetta verður ekkert smá flott ... og ég hlakka til þess því að allt hér er í mikilli niðurnýslu... gluggarnir óþéttir og allskonar vesen... Ég er aðeins byrjuð að setja í kassa og hagræða til að þetta taki minni tíma þegar að þessu kemur... Föðurfjölskyldan vill fá Hetjuna mína suður 26.des og til 4.jan... og væri það fyrstu 10 dagarnir sem ég fæ frí í 2-3 ár... auðvitað væri það kærkomið... en mig hvíður líka fyrir ... en ég hef svosem nóg að gera með þessa flutninga þannig að það kæmi sér vel. Ferð hetjunnar minnar suður um síðustu helgi virtist ganag ágætlega... þótt hann hafi ekki verið viss hvort hann ætlaði suður eftir jólin... ég fékk eitt símtal á laugardeginu sem var óþægilegt, þar sem amman var mjög reið yfir því að Ragnar vildi ekki fara til pabba síns... og sagðist vera í miklum vandræðum með hann... Ég bennti henni á að hún væri vinsælli en pabbinn, ég bentti líka á það að hann hefði ekki ugengist föður sinn í noggur ár... og svo að hann væri veikur og það væri síðdegi núna og hann væri líklega bara orðinn mjög þreittur og viðkvæmur... ég ræddi soldið við hetjuna mína en gat lítið gert í málunum í gegnum síma frá Akureyir... en Hetjan kom bara ágætlega sáttur heim á sunnudaginn og hefur ekkert nefnt neitt varðandi þetta atvik...en ég á nú eftir að ræða aðeins við hann um málið til að fá hans líðan á hreint áður en ég sendi hann í lengri dvöl suður....
jæja.. ég er með samviskubit yfir því að sitja hér við tövuna nokkurm dögum fyrir jóla og vera ekkert að gera annað en að vera í leti... kannski maður gangi frá eftir okkur síðan í gær...
Guð geymi ykkur öll...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 13. desember 2008
Nóttin til lækninga...
Ég var aðeins og hjálpa mömmu knúsinni minni og Hallgrími í gærkvöldi... og svo þegar heim var komið í gærkvöldi sá ég að það stefndi í yndislega fallegar nótt þannig að ég klæddi mig í mín hlíju föt og fór út með myndaválina.. Það er vanalega eitthvað merkileg læknun eða heilun sem á sér stað þegar ég fæ svona tækifæri til að fara ein útí náttúruna með myndavélina... mjög merkilegt ferli sem fer af stað...
En í nótt hlustaði ég á Pollinn frjósa með mjög elegant og fínum hljóðum og hreifingum... mjög merkilegt.. og ég naut þess að horfa á þetta frábært tungl sem er að heiðra okkur með nærveru sinni þessa dagana...
Hér er ein frá þessari skemmtilegu upplifun minni...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 12. desember 2008
Prófum þetta...
Já... ég er búin að taka ákvörðun um að setja lás á bloggið mitt... þið sem eruð þekktir notendur hafið fengið aðgang en aðrir verða að byðja um hann...
Staðan á mér er hreinlega ekki búin að var beisin síðustu daga... Þau undur og stórmerki hafa gerst síðustu dagana er að föðurfjölskyldan hans Ragnars hefur meldað sig og fleiri tengdir þeirrar fjölskyldu og ég veit ekki alveg hvað mér finnst um þetta... En.. barnsinns vegna segi ég bara "já" núna ... ég á eigilega ekki annarskosta völ því að ég er svo úrvinda af þreytu. Hetjan mín er semsagt í Reykjavíkinni núna hjá föðurfjölskyldunni... og ég er tóm í staðin hér heima... Íbúðin í rúst því ég kem mér ekki í það að byrja að pakka, lítið sem ekkert jólalegt orðið hjá okkur og hreinlega langar mig ekkert að það séu að koma jóla... Ég hef alla mína tíð verið mikil jólastelpa og veðrast upp á hverju ári... og hugsunin að gleðja aðra hefur verið útgangspungturinn alla tíð. En núna get ég ekki hugsað mér að fara á mannfögnuði eða á fjölmenna staði, hvað þá að fara og velja gjafir handa þeim sem mér þykir vænst um... Ég deyfi mig upp á verkjalyfjum til að geta farið út á meðal fólks og fúnkerað útávið en kem svo heim og langar bara að liggja hjá Hetjunni minni og finna liktina af honum, finna ylinn frá honum, heyra hans fallegu rödd spyrja endalausa spurninga um lífið og tilveruna, heyra hann syngja með sinni skæru rödd jólalög og heyra hann hlæja innilega.... það er ekkkert, ekkert í lífinu verðmætara en hann. Ég vildi að við gætum farið tvö saman þangað sem eingin sjúkdómar eða erviðleikar ná til hans... þar sem hann fær að vera heilbrigður, glaður, fallegur og þessi tæra sál sem hann er í friði.
Ég veit að þið hafið ekki séð mikið af svona skrifum frá mér enda er ég ekki á góðum stað núna, en ég líka veit að ég verð ekkert langi á honum en ég vil leyfa mér að takast á við tilfinningarnar sem eru að brjótast um í brjósti mér núna svo að þær gossi ekki upp síðar og verði þá erviðari viðfanst. Það er ekki oft sem ég er gráti næst nokkra daga í röð og ræð ekki við tárin þegar ég er ein í friði.Verað þeir sterku ekki líka að leifa sér að brotna annaðslagið?? ég held það ... því að ég hef alltaf sagt að botninn veitir betri spyrnu upp en ekkert... Sálfræðingurinn minn vill meina að ég sé loksinn núna að ná að syrgja síðasta árið... og það hafi verið kominn tími á það en hann varaði mig við því að eftir sorginni kemur reiðin... þótt ég hafi ekki miklar áhyggjur af því ... því ég hef MJÖG sjaldan á ævinni reiðst og þá hef ég líka séð svart... og ég óska eingum að upplifa mig þannig ... og ég hef það mikið langlundargeð að ég sé ekki að ég geti reiðst útaf þessu... það er einginninn sem ég get verið reið við... !! en það er líka kannski minn vandi að ég reiðist ekki...ég bæli allt niður áður en að því kemur...
Jæja...þetta var ágætt að koma frá sér... núna er ég orðlaus og þá segi ég Guð geymi ykkur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 10. desember 2008
Nú keyri ég á sprugnu og er komin á felguna...
Já... það skal viðurkennast að nú er orkan búin... Ég er búinn að grenja úr mér augun á 3 fundum í dag sem höfðu allir með málefni Hetjunnar minnar að gera... ég lýsi hérmeð vanmætti mínum yfir þessu... Hetjunni minni er ekki búið að líða vel síðustu svona 2 vikurnar hvorki heima né að heiman. Hann hefur ekki stjórn á sér vegna samblöndunar líkamlega verkja, andlegs álags, kröfum um eðlilegan styrk og getu, "frekju" og óviðráðanlegra aðstæðna ... þetta er allt komið í einn hræri graut hjá honum þessari elsku og er það farið að taka alla mína auka orku. Þessari elsku líður best hér heima í rólegheitunum en það er víst ekki alltaf í boði. Ég viðurkenni fyllilega minn hluta í þessu öllu, ég hef eflaust ómeðvitað látið of mikið eftir honum í gegnum þetta allt en samt hef ég virkilega reynt að viðhalda eðlilegum kröfum á hann. En þetta allt er víst farið að segja til sin hjá honum og það gerir aðra hluti mjög erviða í framhaldinu.
Niðurstöður rannsókna dagsinns í dag hafa leitt það í ljós að hann er með mjög látt blóðgildi og í raun ætti hann að fá blóðgjöf en það myndi gefa röng skilaboð til beinmergsinns sem frameiðir blóðið og myndi það ekki hjálpa nema í stuttan tíma. Ef við værum með svona lágt blóðgildi þá værum við mjög slöpp ef ekki bara rúmmliggjandi, þannig að það er ekkert skrítið að hann sé orkulaus og máttvana. Einnig komust þeir að því að hann er með hægðartregðu og hefur líklega verið með hana í soldinn tíma og getur það verið skýringin á stöðugum magaverkjum, lystaleisi og uppköstum. Hann er að fara í sinn 18. uppskurð og svæfingu í næstu viku og höfuðsneiðmyndatöku og innst inni er ég mjög kvíðin þeirra niðurstaðna sem koma útúr þessum degi... en samt vonar maður líka að það leiði í ljós að við erum á betri stað í dag en fyrir ári síðan. Guð veitir mér styrk í það.
Þannig að það lítur út fyrir að það sé líkamlegar skýringar á mestri vanlíðan Hetjunnar minnar, það er ekki bara ég sem hef gefið eftir. Ég vildi óska þess að ég gæti lagað allt með einum fingursmelli því að mér finnst þetta farið að verða nóg. Félagsráðgjafinn okkar vill meina að við eigum rétt á meiri aðstoð og að hann eigi rétt á fylgd í gegnum skólan á meðan staðan er svona hjá honum en það kemur í ljós hvort að niðurskurður og kreppa komi ekki í veg fyrir það ... Við erum ennþá að bíða eftir heyrnartækjunum að sunnan og finnst mér biðin vera orðin heldur löng, en það þarf nátturulega að sá þetta að utan og það hefur nú verið ervitt að fá hluti þaðan.
Ég vona að ég hafi ekki troðið á rærnar á neinum með þessum skrifum því að ég þurfti svo mikið að koma þessu og reyndar meiru (sem ég vil ekki skrifa hér) frá mér svona til að róa hugan aðeins á þessu ótrúlega máli sem er í gagni í kringum mig þessi misserin.
En kæru lesendur ég ætla að láta hér við sitja núna... Guð geymi ykkur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 6. desember 2008
Ungur nemur gamall temur...
Góða kvöldið kæru lesendur...
Það er búið að vera mikið í gangi hjá mér síðutu vikur og verðu ég að viðurkenna að ég hef smá samviskubit yfir því að hafa ekki sinnt Hetjunni minni mikið þennan tíma... en þannig er það bara stundum að maður verður stundum að sinna sína líka...sem ég svo sannalega hef gert... En dag var breyting á því að við mæðginin og amman ákváðum að fara uppí Mývatnsveit og gera okkur glaðan dag.
Hetjan mín er svo mikill jólastrákur og á þessum tíma fer jólasveinahúfan ekki af hausnum, þannig að ég tók mig tók mig til og saumaði alvöru þykka og hlýja jólasveina húfur fyrir hann þannig að honum yrði nú ekki kalt á ferðum okkar á þessum tíma. Húfan góða fékk auðvitað að fara með í sveitina í dag og ekki veitti af því að vindurinn var ekkert að hlífa okkur og má segja að hann hafi bitið kinnar vel en auðvitað létum við það ekkert á okkur fá því að það var mikið af skemmtilegum hlutum að gerast.
Við byrjuðum á því að renna uppí Dimmuborgir því að eins og allir vita þá eiga Jólaveinarnir heima á þeim slóðum og leika sér mikið í borgunum... og auðvitað voru þeir það í dag þegar okkur bar að garði... Auðvitað fengum við að taka myndir af þeim með Hetjunni svo að hann gæti sannað að hann efði hitt þá ... Þessi elska heldur í sína barna trú þessi jólin ... um það að jólasveininn sé til og finnst mér það bara í góðu lagi því að það líður að því að hann komist að því rétta ... Minn var nú voða feimin við þessa hávaðaseggi og bullukollur... Ég þekki nú þessa sveinka perónulega og mér finnst alltaf jafn gaman að sjá þá í þessum frábæru gervum... það væri ekki hægt að framkvæma þetta betru en þetta er gert í sveitinni.
Það hefur verið lagt mikið í búninga og gervi þarna og klikkar ekkert hjá þeim... Þeir sinna öllum börnum sem eru á svæðinu og passa að allir fái að njóta sín ...
Eftir útiverun í Dimmuborgum fórum við í Mývatnsstofu því að við vissum að þar væru konur sveitarinnar að bjóða gestum og gangandi að skera laufabrauð og fáð það seikt og tilbúið uppí munn eða með sér heim. Konur sveitarinnar eru náttúrulega hreinir snillingar í laufabrauðsskurði og hrönnuðust upp listaverkin í munngæti... Hetjan mín vildi nú ekki fara varhluta af þessu því að honum finnst laufabrauð MJÖG gott... Þannig að við rifjuðum upp það sem hann lærði í fyrra og ekki stóð á mínum... hann fletti og fletti... og endaði með því að hann var búinn að fletta 6 kökur á no time... þvílíkur snillingur... svo var hafist handar við að borða... hehehee.... ummmm honum finnst þetta svvvvooo gott... og fyrst að maður er svona duglegur að skera þá má maður líka vega duglegur að borða... Þau eru nátturulega sætust samana mamma og Ragnar á myndinni að fletta... Ungur nemur, Gamall temur ... það er á hreinu hér... og það er hlíjar mér svo um hjartarrætur að sjá og vita af...Þau eru snillingar saman og ég elska þau svo mikið og ég er svo rík að eiga svona dýrgripi sem eru með mér í lífinu...
Þegar Hetjan mín var búinn að fletta og borða nóg af laufarbrauði... þegar ég var búinn að knúsa allar þessar yndislegu konur sem hafa stutt okkur mæðginin í gegnum margt... og sent okkur góðar strauma... Þá lá leiðin í Jarðböðin því að jólasveinarnir voru væntanlegir þangað í sitt árlega jólabað.. það var nilld að sjá þetta ... þvílíkir leikarar og snilldar húmor...
Þetta er annað sinn sem við 3 förum í svona ferð fyrir jólin og það er á hreinu að við ætlum að gera þetta að árlegri ferð... ég bjó í nokkurn tíma í sveitinni á þeim tíma sem mamma var skólastjóri þar, svo hef ég unnir á nokkrum stöðum þarna líka og það er svo skrítið að Mývatnsveit er í rauninni eini staðurinn sem ég hef búið á sem mér hefur fundist ég geta kallað "heim"... og það er alltaf yndislegt að koma í sveitina... Ég ætla þegar ég verð ríka að eignast hús þar svo ég geti verið á svæðinu meira...
Ég verð að segja ykkur frá einu enn... eftir að ég kláraði kennsluna mína á föstudaginn þá var okkur oðið í Hádegismat á Friðriki V... mig grunaði ekki hvað beið okkar.. það var semsagt "þjónn í súpunni" sýning... og vá.. hvað ég hló mikið... jeddda mía... tær snilld... við fengum líka frábæra súpu...
Jæja ég ætla að hætta þessu núna... Guð geymi ykkur....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 4. desember 2008
Áfangi að enda...
Jæja... þá er þessari törn að ljúka.. á morgun er yfirferð og sýning á verkum nemenda minna í áfanga sem gekk undir nafninu Hönnunarsmiðja... og það er á hreinu að það eru að koma útúr þessu mikið af skemmtilegri hönnun ... Ég hlakka mikið til að sýna ykkur myndir af afrakstinum... Nemendurnir mínir eru nú þessa stundina sveittir að klára kynningarefnið sitt og setja upp sýninguna...Svo hefst yfirferð hjá þeim á slaginu 9 í fyrramálið... Þau eru meira að segja svo metnaðarfull að það er einn nemandi minn sem ætlar að kynna verkefnið sitt í gegnum Skype því að hann þurftir að vera í öðrum landshluta í fyrramálið... Mér finnst þetta sýna mikinn metnað og frábær fyrirmynd.
Þetta er búið að vera mikill og skemmtilegur lærdómur fyrir mig líka. Það er þroskandi og gefandi að fá að kenna svona eins og ég hef fengið síðustu vikurnar... :o)
Hetjan mín er búinn að vera með mér í dag ... hann er búinn að vera slappur vegna lyfjanna en var rosa duglegur að vera með mér í skólanum í dag ... elsku kallinn minn ... hann er með magaverki, hausverk, orkulaus og með hitavellu... það á illa við 7 ára gutta að vera svona slappur... en sannar sig alltaf ... :o)
Jæja.. núna er að búa til mat handa snúðnum... hann er að safna orku...:o)
Guð geymi ykkur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 30. nóvember 2008
Þakkir... í jólastemningunni og drasli...
Góðann daginn kæru lesendur, vinir og vandamenn...
Fyrst vil ég þakka ykkur stuðninginn við síðustu færslu... það hafa ófáir vinir mínir og nákomnir tekið upp símann alveg agndofa yfir þessu og stappað í mig stálinu... og svo þessi flottu komment sem hingað hafa borist líka. Takk kærlega fyrir það öll sömun.
Ég er ekki alveg búinn að taka meðvitaða ákvörðun hvað ég geri varðandi þá stöðu sem er kominn upp...þótt ég komi ekki á næstunni til með að ýja að hlutum varðandi úmrætt málefni. ( því miður vil ég ekki nefna það hér hver kontaktaði mig og afhverju, eða hver bennti á bloggið mitt í þeim tilgangi.) Ég er enn að hugsa þetta því að ég er ekki sátt...
EN nóg um það... Nú er kominn Fyrsti sunnudagur í aðvenntu og ég er á fullu núna þessa stundina að mana mig uppí það að moka út skítnum hér hjá mér, tengja öll fjöltengin og auka rafmagnsreikninnginn til muna með öllum jólaljósunum sem við eigum ... Það skal viðurkennast að það að mana sig í svona tekur sinn tíma... núna er jólaskrautskassinn búinn að vera hér í gangveginum hjá mér í nokkra daga, ég er örugglega búinn að tábrjóta mig okkrum sinnum á honum þannig að núna er tíminn að drífa þetta upp... ekki sinna vænna... Því að ég þarf jú að taka allt niður 1.jan og flytja... Ég er hinsvega vís með að setja það upp í nýju íbúðinni líka...
Þetta er allt soldið flókið fyrir minn yfirsetta heila... að vera í því að taka til hér og gera jólalegt en í leiðinni vera með hugann við það að flytja... en ég hef svosem ekki áhyggjur af því því að tvíburinn í mér er svo spenntur að gera þetta allt í einu... hehehee.. Mér finnst alltaf svo gaman að flytja og búa mér til betra heimili í betri aðstöðu... þannig að þetta verður bara gaman... Ég ætla einmitt í vikunni af fara niður á Búseta og fá að kíkja á íbúðina tóma...svo ég geti tekið mál og notað jólin til að koma mér fyrir í huganum... UUmmm ohh ég hlakka til... ég er meira að segja farinn að safna að mér fólki til að hjálpa mér í flutningum... ehehhehee... er einhver hér sem bíður sig framm...thíhíhííiii...
En kæru lesendur ... þið yndislega fólk ég set hér inn myndir með sem ég tók í gær á Öngulsstöum á jólahlaðborðinu þar ... svona á milli þess sem ég brenndi við sósurnar og gerði vís bestu purusteik sem fólk hafði smakka... Knús og klemm á ykkur öll... Njótið þess sem eftir er af helginni í gleði og friði...
Guð geymi ykkur öll og veiti ykkur byrtu og yl...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)