Færsluflokkur: Bloggar

box og fangelsisvist...

Góða kvöldið...

Ég ætla að leyfa mér að setjast hér smástund niður á meðan Hetjan mín sefur (óvíst hve lengi) en hann hvílist aðeins núna allavega... og mér finnst soldið gott að setjast við tölvuna og kveikja á tónlist og skrifa smá í mínum heimi... Ég er samt með samvisku bit yfir því að vera að eiða tímanum í þetta því í rauninni ætti ég að leggja mig með honum svo að ég safni lúrum líka... En það er eitthvað svo dýrmætt við þær örfáu mínútur sem maður fær fyrir sjálfan sig alfarið í sínum eigin heimi... Maður nær oft ágætis yfir sín yfir stöðuna eins og hún er þá og þegar... 

Staðan er lítið breitt ... nema að Hetjan mín er orðin enn þreyttari og orðinn mjög argur af þessum kvölum, inniveru og þessu félagslega einangrunarfangelsi... Þið verðið að fyrirgefa að ég skuli kalla þetta fangelsi en í rauninni finnst mér þetta ekki vera neitt annað fyrir hann... Þegar við vorum inná spítalunm las ég grein eftir einhvern fræðing í Bretlandi minnir mig þar sem hann rannsakið afleiðingar langra sjúkrahúsveru á börn og unglinga... og niðurstöðurnar voru þær sömu og voru hjá unglingum og fullornum sem höfðu eða voru að afplána dóma í fangesi... andlega hliðin brotnar alfarið og þarf sérstaka sálfræði aðstoð til að byggja eðlilega sýn á heiminn eftir það...

Við mæginin reynum í hverju kvalakasti að finna nýjar leiðir til að takast á við verkina... í dag vorum við í boxi á meðann verkirnir liðu hjá... ég hélt á púða sem hann barði í, vá hann barði oft það fast að púðinn flaug herbergið á milli... það virkar ágætlega líka fyrir hann að kreysta mömmu sína... og ég er komin með marbletti á upphandleggnum því að hann kremur svo fast... og margoft þarf ég að stoppa hann af því að hann meiðir mig mjög... en ég vil það því að þá er hann að leiða huganum að öðru en verkjunum og það virkar stundum... Hann á það til að berja hausnum til og frá og erum við búin að setja púða allt í kringum höfuðlagið hjá honum því á tímabili lamdi hann hausnum í veggin... en núna lemur hann honum í koddan sinn... Ég tók um daginn svona kast uppá videó... svona til að sýna á fundinum á mánudaginn... ég veit ekki hvað ég gerri svo við það... ætli ég geymi það ekki til minningar... ( æði minning) En eitt er víst að hann verður vel sterkur eftir þetta því að það er eingin smá átök á hverjum degi og jafnvel í klukkustundir í senn... sá einmitt í dag að magavöðvarnir á honum eru farnir að verða eins og sixpakk... það kemu ekki að góðu...

jæja, kæru lesendur... ég ætla að leggja mig ... safna lúrum eins og ég kalla það...

Guð geymi ykkur... 


fammhald af síðustu færslu...

Vá... fólk má ekki miskilja mig... að ég sé að dæma þá sem eiga í fjálrhagsvanda... alls ekki.. því sjálf er ég í þannig málum... á ekki fyrir lánum, afborgunum eða neinu auka... það sem ég var að hugsa var að... ég upplifði það í sumar að vita ekki hvort barnið mitt myndi lifa eða deyja ... og þá bókstaflega upplifði ég að allt veraldlegt verða að eingur fyrir faraman mig... mér var sama um skuldirnar, peninga eða allt sem þeir stjórna... því að peningar kaupa ekki hamingju eða heilsu... Þið getið ekki ýmindað ykkur hvað ég væri til í að borga núna bara til að sonur minn geti gegnið um hvað þá hlaupið og leikið sér... ég væri til í að borða gras alla ævi bara til að hann losni við kvalirnar sem hrjá hann marg oft á dag... það á einginn að þurfa að líða svona kvalir... ég vildi að ég ætti peninga til að kaupa vini handa honum... hann er búinn að vera í félaglegu fangelsi í margar vikur... einginn af skólafélögum hans komið og kíkt við... einnginn úr skólanum.. hann hefur í smá augnablik hitt denginn hennar Dóru vinkonu... en það er líka allt of sumt... ég skal viðurkenna að ég öfunda alla sem eiga fjölskildu sem er mamma, pabbi og börn... Ég öfunda þær mæður sem eiga menn til að halla sér uppað og gráta þegar þær þurfa að losa um tilfinngar, eða mann sem tekur utanum þær og hughreistir á erviðum tímum... það er nokkuð sem peningar kaupa ekki...

Þótt að ég eigi ekki mann, peninga eða frískt barn þá reyni ég að láta þetta kreppu tal ekki stjórna lífi mínu... við reynum að sjá það góða sem lífið hefur uppá að bjóða, finna von í hverjum degi... 

Guð geymi ykkur öll...


Pass... nú er ég algerlega orðvana...

... Kannski ekki alveg... en samt...

Það átti að vera fundur á fölskyldu deildinni í dag um okkar mál.. þar sem Vilborg Félagsfræðingur á FSA og barnalæknirinn okkur Gróa ætluðu að koma með á hann til þess að berja í borðið til þess að eitthvað fari nú að gerast í þessum málum... en viti menn það var hrigt í mogrun og þessi fundur afboðaður... Það skal viðurkennast að það olli ekki mikilli kátínu meðal okkar hér í þessarar litlu fjölskyldu... Það fyrsta sem ég hugsaði var að konu greyið sem átti að taka á móti þessari hersingu hefur öruggleaga bara orðið veik við tilhugsunins um það sem frá ætti að fara á þessum fundi... en auðvitað má hún greiið vera veik eins og allir aðrir... en það var settur annar tími.. kl. 10 á mánudagsmorguninn... þannig að þá verður hersingin orðin í meiri víga hug en nokkrum sinni áður... það eru allir læknar og þeir sem tengjast þessu frá heilbrygðiskerfinu agndofa yfir áhugaleysi og slæmum vinnubrögðum félaglegakerfisinns hér á Ak... 

Svo er annað sem er að fara soldið mikið í tauganrnar á mér, þótt ég viti að ég eigi ekki að láta það gera það... Undanfarna mánuði hefur ekki verið tala um neitt annað í sjónvarpinu en kreppu og peninga og blablabla... nokkuð sem ég fer ekki varhluta af eins og allir en leifi því samt ekki að stjórna mínu lífi því að heilsa fólks, heilbrigð samstæð fjölskinlda er nokkuð sem er meira virði en peningar... og við skulu ekki minnast á heilsu barnanna okkar...

Guð geymi ykkur...


Hugleiðing að kvöldi...á milli stríði kvalanna...

Halló kæru lesendur...

Það er svo margt sem hausinn á mér þarf að halda utanum þessa daganan og þessvegna langar mig að setjast hér niður og sjá hvort ég geti tappað aðeins af... Kannski kemur ekkert af viti frá mér í þessari færslu en það verður að hafa það ... því stundum er maður bara í þannig kaos að maður kemur ruglinu ekki frá sér á almennilegan hátt... 

Það eru margar misjafnar tilfinningar sem eru að verlkjast um í huga mér og hjarta þessa dagana... Eitt að því er að ég finn að ég hef þurft að brynja mig svolítið mikið varðandi kvalaköstin hjá syninum... ég veit ekki hvernig ég á að útskíra þetta nákvæmlega... t.d. þegar hann kvelst þá erum við að tala um að hann öskrar, sparkar og lemur, argar og grætur í svona 1-2 klukkutíma í einu og ég get ekkert gert til að linna kvalirnar annað en að var hjá honum sýna með því að strjúka yftir hárið eða andlit og reyna að segja einhver hugreystanadi orð sem ég veit að þjóna eingum tilgangi... því margoft argar hann á mann að þetta þýði ekki neitt...  til þess að þola það að horfa uppá barnið sitt í þessum status þá þarf maður að vera harður... og það hefur tekið mig mikla orku að bara þola þetta... svo finnst mér ég hafa brugðist honum að þurfa að herða mig svona upp... en ég veit að það þýðir lítið ef ég myndi brotna niður með honum í hvert skipti sem þetta gegnur á nokkrum sinnum á sólahring... þótt að hann hafi alveg haft bæði mig og ömmuna hágrátandi með honum af vanmætti yfir því að geta ekki hjálpað meira...

Ég fæ það líka á tilfinninguna að við séum svo spes tilfelli að allir forðist okkur... það eru svo mikið af furðulegum aðstæðum í kringum okkur þetta árið... og þetta er farið að hljóma eins og versta lyga saga... og satt best að segja þá stend ég mig að því að hugsa " nei nú ætla ég ekki að segja neinum frá þessu því að þau halda örugglega að ég sé að ljúga"... þannig að ég hef ekki sagt öllum vinum mínum alla söguna okkar... og ekki einusinni hér inni... ætli ég segi nokkurntíman alla söguna... 

Ég veit að ég svo sannalega ekki ein í þessu því það er hellingur af fólki sem stiður við okkur í huga og verki... og eigið þið öll falkaorðuna skilið fyrir það... Það er nú samt þannig að einmitt eins og núna þá sit ég hér ein og ég er einmanna í fjöldanum... og ég sit og efast um að ég ráði við að vera kletturinn og stoðin í þessum máli mikið lengur... ég efast um styrk minn sem móðir og manneskja...  Mér líður eins og ég sé að verða tóm... En svo er svo skrítið að eftir smá stund þar ég að stand upp og sinna Hetjunni minni og þá geir maður það... hvaða máttur er þarna á milli...?? hvað er það sem veldur að maður hefur endalaust getu til að hætta að hugsa um að maður sé tómur inní sér... og snúa sér að þeim sem þarnast mann mest en maður veit að maður getur lítið annað gert en að vera til staðar... ÆÆiii ég er farin að tala í hringi... enda heyri ég að Kúturinn minn er farinn að bilta sér og snökta uppúr svefni... annað kvalakst á leiðinni...

Góða nótt 


Úrelt eða illa skipulegt Félagslegtkerfi...?? eða er þetta bara til að sýnast...

Ég veit ekki hvort ég á að gráta, öskra eða verða brjáluð og hringja í hana skvísu frá RÚV sem er tilbúinn að skrifa um okkar má hér...

Starfsmaður Fjölskyldudeildar á Akureyri hringdi í mig og tilkynnti mér það að núna hefur máli okkar mæðgina verið ýtt yfir á enneinn aðilan inna Félagslegakerfisinns hér á Akureyri... Mál mitt um aðstoð og meiri hjálp við sonin í skólakerfinu, beiðni mín um stuðningfjölskyldu og /eða meir hjálp hér heima er búinn að vera í kerfinu núna að böglast síðan í vor í kerfinu ( jú við fengum liðveisku í sumar en þegar hún þúrfti að hætta ver ég ekki látin vita eða almennilega talað við mig)... þannig að Það er endalaust búið að halda fundi og tala og tala um alla þá þörf sem barnið og ég þarf í þessum málum... og enn er talað og enn er þessu hent á milli aðila þannig að maður þarf endalaust að segja söguna uppá nýtt... og einginn heldur málinu til streytu nema Félagsráðgjafinn upp á FSA sem er SNILLINGUR í sínni vinnu... 

HVernig í ósköpunum getur kerfið virkað þegar málin eru ekki kláruð almennilega... þegar fólk virðist ekki geta verið með almennilega eftirfylgni þegar þörf er á... manni líður eins og maður sé tennisbolti í miðjum leik... hingað þangað, út og suður og einginn gerir neitt í málunum nema að segna " þetta er í skoðun" eða " talaðu ferkar við þennan" ... svo fær þetta fólk borgað fyrir að hjálpa öðrum... þetta er EKKI hjálp... hvað þorir Félagslega kerfið ekki að hjálpa þeim sem virkilega þurfa á því að halda... eða er þetta bara svona úrelt og illa skipulagt í alla staði... Hvað er í gangi...?? ég trúi því ekki að við séum þau einu sem þurftum ekki á hjálp fyrir 2 árum en þurfa tímabundna aðstoð núna... Vill kerfið frekar finna lausnir fyrir barnið þegar ég fer yfir á taugum og útkeyrslu?? 

GETUR EINHVER ÚTSKÝRT FYRIR MÉR ÞVÍ Í ÓSKÖPUNUM BORGUM VIÐ SKATTA OG TIL SVEITAFÉLAGSINNS EF ÞJÓNUSTAN VIÐ OKKUR ER SVONA ÚRELT OG ÖMURLEG... HVER BER ÁBYRÐ Á ÞESSU???  

ÉG GEF SKÍT Í ÞAU ORÐ UM AÐ VIÐ BÚUM VIÐ GOTT VELFERÐAKERFI... ÞAÐ ER BULLSHITT...


Hugsi... Hvernig kemst ég í gegnum þetta...!!! hugxx...

Góðann daginn...

Eftir niðurstöður dagsinns er ég mjög hugsi... ég þarf að finna einhverja leið til að komast í gegnum þetta... Læknarnir segja alltaf "þetta tekur tíma" þannig að í dag í ferð okkar mægina uppá spítala þá spurði ég læknana hvað þýðir "tekur tíma"... Læknirinn sagði með smá glotti... " eins og allt sem tengist Ragnari þá tekur það allt mun lengri tíma en annað... " en ef það á að setja tölur á þetta þá sagði hún.. minnst 4 vikur líklega mánuðir...  

Þannig að ég sit hér nú og er að gera lista í huga mér yfir það sem ég þarf til að þessi tími gangi upp án þess að ég endir ekki inná spítala eftir þessa mánuði... og hrinji ekki alveg... svo líka til þess að Hetjan mín haldi þetta út líka bæði andlega og líkamlega... Staðan er þannig að ég get þetta ekki ein þannig að nú þarf ég að leita allra leiða til að fá aðstöð og stuðning í þessu svo að allir nái í gegnum þennan tíma. 

Það eru atriði á þessum lista eins og ... Heimakennsla fyrir barnið eða aðstoð fyrir hann svo að hann komist í skólan... aðili sem getur hjálpað mér að baða hann því að ég get ekki lyft honum upp og niður í baðið... ( bakið myndi fara eindanlega ) ... ég þarf að komast í sjúkraþjálfunina mína 2 í viku... ég þarf að komast til geðlækinsinns míns 1 í viku... ég þarf að komast út að versla í matinn og svo væri lagtum best ef ég kæmist út að gagna í smá stund á hverjum degi... Hetjan mín þarf líka félagsskap, svo að hann einangrist ekki endanlega... Hetjan mín þarf sálfræðiaðstoð því að litla sálartetrið er illa farið ... hann þarf sjúkraþjálfun til að hann geti stigið í fæturnar aftur...  En svo er spurningin hvernig framkvæmi ég svona..?? Það er verkefni næstu daga að finna leið sem virkar...

Mamma greyið er alveg að fara á taugum yfir þessu öllu eins og hún sagði í dag... " ég sé barnabarnið mitt sárkvalið og andlega bugað... og svo horfi ég uppá barnið mitt úrvinda andlega og líkamlega, óhamingjusamt og ráðavillt..." ég held að þetta hljóti að vera ervitt fyrir hana... mjög ervitt... Elsku mamma mín þú ert okkur allt og hefur ætíð verið okkur ÓMETANLEGUR stuðningur... VIÐ ELSKUM ÞIG... útaf lífinu... 

Jæja... ég ætla að halda áfram að hugleiða lausnir...


Þeir segja að helgin sé búin...

... Það er nú þannig þessa daganan að helgar og virkir dagar renna saman og dagar og nætur líka... Maður sefur bara þegar barnið sefur, borðar, lætur kreista sig þegar Hetjan er í kvalakasti, reynir að loka eyrunum þegar öskrað er, hringir reglulega uppá Barnadeild til að tékka á því hvort að þeir hefi einhverja snilldar lausn fundið síðustu tímana frá því ég hringdi síðast... Þegar ég fæ kannski 1klst þá er eins og svörtum poka sé demmt yfir hausinn á manni... með hausverkjum og augnþunga... Ég fer út, því að ég get ekki hlustað á soninn kveljast með svona öskrum án þess að vera við hans hlið... þannig að eina leiðin til að kúpla frá er að fara úr húsi... ég ráfa um því að ég veit að barnið kvelst og mér finnst ég eigi að vera hjá honum og linna kvalirnir, sem ég get ekki gert og er mér það óbærileg tilhugsun að geta ekki hjálpað honum, ekki huggað hann, ekki róað hann, ekki látið allt batna... til hvers eru mömmur ef þær geta þetta ekki...??

Jæja nóg um það... við fengum nýja (leigða) hjólastólinn í gær... en viti menn það er ekki hægt að leggja hann saman þannig að ég kem honum ekki í bílinn... og þá er það frelasi farið... Hetjan kemst þá ekki í skólann, hann kemst ekki með mér útúr húsi..

Núna ætla ég að fara og leggja mig þvi að Gullið mitt er sofnaður og ég ætla að vera skinsöm og sofa þegar hann sefur svo ég hvílist eitthvað...

Guð blessi ykkur...


Taugaverkir... KANN EINHVER EITTHVAÐ RÁÐ?????????

Góða kvöldið ...

Hér er dagurinn búinn að vera hræðilega erviður... það virðist lítið virka þessi taugalyf á Hetjuna mína og við mamma erum búnar að vera báðar hér með hann í fanginu og ekkert geta gert... Hann reynir svo mikið á sig í dag að í tvígang fékk hann svona líka heiftalegu blóðnasirnar og var ervitt að stöðva blæðinguna... en tókst ... Hann er svo bugaður greyið ... og stinur upp á milli öskra " ég ræð ekki við þetta lengur...mamma"... hvað getur maður sagt við svona mikla hetju...æææiii það líður ekki á löngu að ég bugist lika... en það er víst ekki í boði...

EN eitt sem mig langar að spyrja ykkur... KANN EINHVER ÞARNA ÚTI, EINHVER RÁÐ VIÐ TAUGAVERKJUM...??? GÖMUL HÚSRÁÐ EÐA EINHVERJAR PATENT LAUSNIR... ég er desperet að gera eitthvað til að linna kvalir barnsinns... einhver??? eitthvað??? 

Guð geymi ykkur ...

P.S. takk fyrir svörin á síðustu færslu... :o)


skiptar skoðanir...

Það eru mjög skiptar skoðanir á því hvað fólki finnst...

ég-mai08

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Hvort ég eigi að vera ljóska....

dokk-5.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

eða hvort ég eigi að vera dökkhærð...

Hvað finnst ykkur...???

bara svona til skemmtunar í staðinn fyrir endalaust veikinda tuð og væl...


Stundum borggar sig að standa fast á sínu...

Kæru lesendur...

Mig langar að byðja ykkur "fyrirgefningar" á þessu offosi mín hér í síðustu færslu ... ég sé ekki eftir neinu sem ég skrifaði... ég skammast mín kannski fyrir að leifa sjálfri mér að missa svona stjórn á eigina líðan og tilfinngum... og það svona opinberlega... en ég held að það sé líka holt á sinn hátt ... 

EN að öðru ... það þjónaði tilgangi að standa fast á sínu... það er stóll sem hentar Hetjunni minn á leiðinni að sunna í þessum töluðu orðum... en ég þarf auðvitað að legja hann ( sem gleymdist að segja mér frá) en hann fær allavega stól sem hentar honum... Nú er bara að krossa fingur og vona að hann passi í bílinn minn... annas þarf ég bara að redda mér stærri bíl úfff... ég ætla ekki að hugsa út í það núan... 

Jæja.. nóg í bili.. guð geymi ykkur...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband