Færsluflokkur: Bloggar
Miðvikudagur, 25. febrúar 2009
Öskudagur Hetjunar minnar...
Það er svolítill tími síðann það var faraið að pæla hvað maður ætti að vara á Öskudaginn ein og allir krakkar á Akureyrir gera ( enda í blóð borið). Pælingarnar hafa farið um víðann völl en alltaf kom svo aftan við hverja pælingu en hann eða það er ekki í hjólastól... Þannig að búninga hugleiðingin var lög smástund til hliðar í síðustu viku og umræðan tekin upp um að alvega sama hvað honum langaði að vera þá skipti það eingu máli að hann væri í hjólastól... OKEy... það tókst að sannfæra snúðinn og þá gat hann valið... hann vildi vera Obi-wan Kenobi úr Star Wars III... ( nákvæmlega með öllu) jæja... gott mál þetta var ákveðið fyrir svona viku síðan... jæja ég leitaðu útum allt að tilbúnum búningum en komst fljótlega að því að þessi eini sanni er ekki til, þannig að nú reyndi á nýju saumavélina sem ég fékk í útskriftagjöf og getu mína til að stjórna henni... Ég fór á netið og fann mynd af hetjunni sem er svona tilbeðin á þessu heimili... fann nátturulega milljón og trilljón myndir en horfði mest á þessa sem er hér fyrir ofan...
Jæja... eftir 2 daga með hugann við þessa yndislegu Star Wars persónu og nokkrar áhorfstundir á myndina sjálfa hófst ég handa við að sníða, sauma, klippa, laga, líma og allskonar úrlausnir til að hafa þetta nú eins flott og ég gat á þessum stutta tíma... Svo vaknaði Hetjan mín í morgun og rak upp stór augu og gleði bros þegar hann sá að búningurinn var tilbúinn... og vildi náttúrulega fara af stað kl. 6 þegar hann vaknaði.. hehehee.. mamman var EKKI tilbúin í það...
Það var svo um 11 leitið að mamman sagði stóra JÆJA... og allf fór á fullt... hetjan klædd í og málaður þannig sem ég kann best.. hehehe... og lagt í hann... Þegar niður á Glerártorg var komið tók á móti okkur drunur og mikill hávaði því að verslunarmiðstöðin var full af börnum, argandi, gargandi, hlaupandi og hoppandi af spenningi yfir þessu annas skemmitlega degi... það var inná mill undur fagur söngur sem maður heyði ef maður lagði eyrum vel við á börnunum sem voru á undan manni í röðinni. Hetjan mín kom mér vel á óvart því að eftir 2 búðir þegar mamman var búinn að klúðra textanum í 2 lögu tók minn af skarið og sagðist ætla að sjá sjálfur um sönginn einn og sér... Sem hann svo sannalega gerði og eftir því sem við fórum í fleiri búðir verð söngur hans hærri og ákveðnari... einn í hjólastónum sínum, með tilhlökkun í augum og leið greinilega eins og hann ætti heiminn.. sem gladdi mig óendanlega að sjá þetta í honum aftur eftir langan tíma... styrkinn, viljann og getuna.. bræddi mömmuna í klessu... Hann meira að segja söng í þeim búðum þar sem nammið bar búið því að honum fannst það bara gaman að fá að syngja fyrir hrós... maður þarf ekki alltaf að fá nammi sagði hann bara... og brosti... Þvílík Hetja...
Hér sjáið þið hann tilbúinn að fara á Glerártorg... ( það vantar verðið á myndina því að hann þurfti að nota hendurnar til að stiðja sig við rúmmið :o) )
Jæja... nú er Hetjan og mamman voða þreitt og lúin bæði eftir daginn þannig að við ætlum að fara að kúra okkur... Guð geymi ykkur öll...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 24. febrúar 2009
Þannig fór um baráttu einstæðu móðurinnar við kerfið...
Já... þetta eru allt gleði fréttir... núna líður mér ekki lengur eins og móðursjúka mamman í þorpinu sem er endlaust að væla um að þetta sé svo ervitt og að ég eigi í leiðinni bara að vera útí horni og þakka fyrir að vera til... Ég hafði rétt fyrir mér ( og margir í kringum mig)... mér er létt... Mér þykir leitt að heyra að þetta sé ekki einsdæmi en það er óskandi að við séum þá síðustu tilfellin.... því að þetta gerir svona veikindi margfalt erviðari en ella...
Ég vildi að saga mín myndi líka vekja bankakerfið frá steinroti fyrir því hvernig þeir þykjast "aðstoða" heimilin í landinu... en það er víst lítil von um að þeir hafi mannúðina með sér í vinnuna...
Elsku lesdur... yndislega fólk... stuðningsaðilar í hugar og verki... TAKK FYRIR ALLT... þið veitið mér mikinn styrk og getu til að halda áfram í þessu öllu sem hér dynur á.. KNÚS á YKKUR ÖLL...
Guð geymi ykkur .....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 24. febrúar 2009
Frétt af RÚV...
Beið í 13 mánuði vegna mistaka
Móðir langveiks barns á Akureyri gagnrýnir Akureyrarbæ fyrir seinagang og skort á upplýsingaflæði en það hefur tekið rúmt ár að koma málefnum fjölskyldunnar í réttan farveg. Framkvæmdarstjóri Búsetudeildar bæjarins segir að mistök hafi átt sér stað og í kjölfarið verði verklagsreglur innan deilda bæjarins endurskoðaðar.
Guðlaugur Ragnar Rafnsson sjö ára hefur glímt við erfið veikindi í rúmt ár. Hann hefur misst heyrn á öðru eyra og í kjölfar lyfjagjafar hefur hann orðið fyrir taugaskemmdum í fótum og getur nú ekki gengið. Margrét Ingibjörg Lindquist móðir Guðlaugs Ragnar gagnrýnir Akureyrarbæ fyrir seinagang og skort á upplýsingaflæði.
Kristín Sóley Sigursveinsdóttir framkvæmdarstjóri búsetudeildar Akureyrarbæjar segir gagnrýnina réttmæti, mistök hafi átt sér stað. Kristín segir að nú verði verklagsreglur innan deilda bæjarins endurskoðaðar en erfitt sé að koma alveg í veg fyrir að mistök eigi sér stað innan kerfisins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 23. febrúar 2009
Formaður....
Góða kvöldið... Ég veit að það er hellingur af fólki sem hlakkar til að heyra meira eftir fréttina í gær á RÚV... Einhvernig vissu að í hádeginu í dag fékk ég símhringingu frá aðila sem er mest yfir í þessi batteríi þarna niður frá... Hann var nátturulega ekki glaður með þessa frétt en sá ástæðu til að boða mig á fund í dag til að fá mína hlið á málinu. Sem og varð ég fór á enneinn fundinn með sömu söguna og sömu beiðnina og ég er búin að gera síðustu mánuði... Hann hlustaði og spurði til að fá skýrari mynd á það "ferli" sem okkar mál hefur farið... ef ferli skildi kalla.. og svo eins og af öllum fundum síðustu misserin þá endar þeir á "við bara gerum okkar besta".... arrrgg ég fæ grænar upphlyftar við hana... en annað veit ég ekki... ég er búin að biðja um að skólamál Hetjunar verið tekin almennilegu taki með þann missir sem hann hveru fryri verður bættur úr, ég hef farið frammá Félagslega og sálfræði hjálp fyrir hann, ég hef farið framm á hjálp hér heimavið hluta úr degi svo ég komist frá þó það væri nú bara í búð, ég hef beðið um stuðningfjöslkyldu... og nú bíð ég bara eftir svari... ég er eingu nær því að fá haldbær svör í dag heldur en í síðustu viku... bjóst svosem ekki við snöggum viðbrögðum.
ææiii ég er búinn að taka svefntöflu til þess að sofna... og ég er orðin rángeygði....
Guð geymi ykkur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 22. febrúar 2009
Frétt...
Já ... sjánvarpsfólkið var hér lengi í fyrradag og tók upp mikið af efni... en það varð bara að frétt ekki viðtali... Þótt að það vanti mikið inní þessa frétt þá er þetta okkar stæðsti vandi í dag er að það hafa ekki fengist viðunandi og haldbærar lausnir fyrir Hetjuna mína... en svona er kerfið okkar fína... hér í "fjölskyldubænum" Akureyri...
Kæru konur... til hamingju með daginn...
Guð geymi ykkur öll...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 21. febrúar 2009
Og þeir neituð mér fyrir hálfu ári...
Þetta geta þeir núna... ég bað um niðurfellingu eða breitingu á láni sem er 1.000.000,- síðasta haust... NEI auðvitað ekki ... það var í rauninni svarið að svona gætu þeir ekki gert... og það var hæðni í tón bankastjórans þegar hann segði..." þetta er svo lítið" ... en þetta lán er að sliga mína litlu fjölskildu...
KALDHÆÐNI... ég sit enn uppi með þunga greiðslubyrði af 1.000.000.- á meðan aðrir fá miljarða niðurfellda bara sé svona... Hvar er réttlætið í því?? Því ég veit að þessir auðmenn sem voru með ævitekjurnar mínar í mánaðarlaun geta alveg tekið ábyrð... Því eru skuldir þeirra mikilvægari en "klink" skuldirnar mínar... Ekki eru þeir í greyðslu erviðleikum, eða eiga ekki fyrir mat... þeir lifa sín konga lífi ennþá og skuldir þeirra strokaðar út á meðann við hin sem höfum barist í mörg ár við að leiðrétta skuldir sem hafa komið vegna veikinda ... nei við meigum eiga okkur ... Þetta er grátlegt...
ææii... ég ætla að hætta þessu tuði... Vonandi eigið þið góða helgi...
Afskrifa 1.500 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 20. febrúar 2009
Ég lét eftir fjölmiðlum...
Góða kvöldið...
Mig langar að segja ykkur að ég lét undan fjölmiðlum um að tjá mig um stöðu okkar mæðginanna í dag... hér var tökulið og fréttamaður í um 2 tíma í dag... ég er komin með eintak af tilbúinni fréttinni og ég er sátt við vinnsluna... Þetta verður byrt á RÚV á sunnudagskvöld...
Það eru búið að vera stöðugar hringingar síðustu vikur að biðja mig um að tjá mig um þetta... ég hef viljað halda mig frá fjölmiðlum en eins og staðan er orðin er það í rauninni það eina sem ég hef ekki reynt í stöðunni... og nú er það reynt líka...
Ég vona að það skaði ekki Hetjuna mína og þá þjónustu sem hann á rétt á... en það eina sem ég segi í þessu viðtali er sannleikurinn eins og við höfum lifað hann síðustu mánuði...
Mamma er komin í veikindaleyfi þessi elska því að hún réð ekki við streituna, álagið og tilfingingalega líðan lengur... elsku mamma... ég vona að hún nái sér sem fyrst því að hún er okkur svo mikill stuðningur og við meigum ekki við því eins og staðan er núna við því að missa hana út líka...
Jæja.. nóg upplýsingar í bili... ég ætla að safna lúrum...
Guð geymi ykkur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 19. febrúar 2009
Það tók kerfið 14 mánuði að sína lit...
Góða kvöldið... Ég hef ekki skrifað núna síðustu daga vegna þess að það hefur í rauninni ekki verið neitt að skrifa um... einnig er ég líka svo reið þessa daganan að það er líklega ekkert holt að ég sé að skrifa of mikið... Ég er búin að sjá og uppgötvar á þessari vikur ( frá því að fundurinn á mánudaginn var haldin) að hlutirnir snúa allt öðruvísi en ég hélt í þessu félagslega kerfi... ég er á þessum 4 dögum búin að fá það miklar upplýsingar um hvaða úrræði eru í boð fyrir Hetjuna mína og mig... og ég skal segja ykkur að þessar upplýsingar gera mig enn reiðari við vissa aðila sem hafa ekki verið að vinna vinnuna sína í því að leita allra leið fyrir snúðinn og einnig hef ég ekki í 13 mánuði fengið að vita fyllilega hvað rétt hann á og svo framvegis....
Hugsið ykkur !!! það hafur tekið nærri 14 mánuði fyrir okkur að brejast í kerfinu til að fá réttu upplýsingarnar... HALLÓ... 14 MÁNUÐI... og það var ekki kerfið sem rankaði við sér það er bara að við erum búnar ég og mamma að berja á því endalaust... og í raunni er það mömmu að þakka að mál okkar er heyrt núna því að hún sem fyrrverandi skólastjóri og þekktur sérkennari, fékk nóg og fór baka til í kerfinu og barði í borðið... Ef hún hefði ekki verið til staðar með sína þekkingu og góða orðspor þá væri ég enn óheyrð og með þá líðan að ég ætti bara að þekka fyrir "það" sem við fáum sem er... ??? ekkert sem dugar...
Ég fékk t.d. upplýsingar í dag um að þau urræði sem við vorum að skoða í dag hafa oft verið notuð einmitt fyrir langveik börn... og ég fékk upplýsingar að mál álíka Hetjunar minnar er búið að njóta þessa úrræðis frá upphafi... en ekki við bara því að það komu ekki sömu aðilar að því máli og okkar...
Ég skal viðurkenna að ég gæti vel haf mjög stór orð um þetta mál hér og nú ... en því miður er það þannig að ef maður leyfir sér að hafa opinbera skoðun á stofnunum sem maður þarf að leita þjónustu til þá er nærri öruggt að þjónustan bitnar á skjólstæðingum þeirra.. þannig að ég ætla að sitja á mér núna að nefna staði, nöfn og stofnanir... en það er einungis gert til að Hetjan mín verði ekki sköðuð af minni skoðun... því það er ekki réttlátt... en ég hef þá skoðun að opinberar stofnanir eiga ekki að vera yfir gagnríni hafnar... og að fólki bar að virða skoðanir annara án þess að það bitni á þjónustu þeirrar stofnunar til þess sem skoðunina hefur... en því miður er það ekki þannig hér á landi...
Jæja... vá ... þetta er ervitt því ég er gjörsamlega að springa af reiði... og það hefur gert 3 áður í mínu lífi .. þannig að það er sjaldgæft og það er ekki gott að eiga mig sem óvin...
Guð hjálpaðu mér að fyrirgefa þessu fólki og stofnunum brot sín gegn okkur og megi þau njóta velgengin í lífi og starfi... Guð gefðu mér æðruleysi... úfff... mikið æðuruleysi...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 17. febrúar 2009
úrskurðar beðið...
já... ef ég á að krifja líðan mína til mergjar núna er hún þannig að mér líður eins og ég hafi verið að flytja mál mitt fyrir dómi núna síðustu 2 daga og nú bíð ég eftir útskurði hans um hvort ég haldi áfram að afplána í fangelsi eða hvort við fáum frelsið okkar aftur... svo einföld er tilfining mín...
Ég er ekki með neinar upplýsingar í höndunum ennþá... jú læknirinn er að fara að panta hjólastól sem verður stólinn hans... sem segir mér að þetta er allt komið til að vera í lengri tíma... einnig erum við að fá fatlaðmerki í bílinn uppá bílastæði og þannig... en... Hetjan mín er eins lítil sem eingin breiting hjá honum og reynium við nú eftir efnum og getu að halda honum uppteknum með áhugaverð verkefni svo að hugurinn hafi eitthvað annað að gera en að líða illa... það gegnur upp og niður...
Jæja... nóg í bili... Guð geymi ykkur öll...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 16. febrúar 2009
Dagur fundanna...
Jæja... Þá er þessi dagur farinn að líða undir lok, með kvíða og miklum magaverkjum... Ég er þurrausin og tóm... Ég semsagt fór á fund hjá fjölskyldudeild Akureyrar í morgun um málefni Hetjunar minnar og mín... Þar flutti ég mitt mál með stuðningi Félagráðgjafa FSA og barnalæknisinns hans Ragars... Ég man ekki hvað ég er búinn að segja sögu okkar oft og oftast fyrir daufum eyrum og ég skal viðurkenna að ég veit ekki hvernig þessi fundur fór aðalega því ég er nátturulega hrædd við að vera vísta eitthvert annað eftir 4 vikna bið... eins og hefur gerst síðustu skiptin... Ég veit í rauninni ekkert meira eftir þennan fund en fyrir hann því að ég fékk eingin skýr svör... bara að það eigi að skoða málið... að það eigi að sækja um hitt og þetta... ég er nú búin að heyra það áður... þannig að þótt að maður eigi alltaf að vera bjartsýnn, trúa og treysta fólki þá er ég ekki örugg fyrr en ég sé að eitthvað sé að gerast...
Jæja ég ætlaði bara að segja ykkur svona undan og ofan af þessum fundi...
Guð geymi ykkur....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)