Færsluflokkur: Bloggar
Þriðjudagur, 18. apríl 2006
Ekkert til á Akureyri...
Ég er búinn að eiga hrillilega langann dag... hann byrjaði í mogrunn kl 8 í leitina að finu fullkomnu prenntun fyrir lokaverkefnið mitt í skólananum... semsagt 1 árs lokaverkefninu mínu... Það kom fljótlega í ljós að það er ekki um auðugann garð að gresja hér á Akureyri þegar hágæða prenntun er annarsvegar... úff... ég bara fæ hausverk við tilhugsunina um allan þann akstur framm og til baka útum allt og hingað og þangað um bæinn... en það endaði svo með því að ég fann FRÁBÆRA prenntun hjá ljósmyndabúðinni í Sunnuhlíð... ég var svo glöð.. þetta var 100% eins og ég vildi og ég hefði ekki geta trúað því eftir vesenið í dag... Þannig að ég hef núna 2 daga til að skera allt til og setja það saman... og gera þetta klárt... Svo fór ég og ætlaði að kaupa hlaupahjól handa stráknum í sumargjöf... nei.. það er ekki til á Akkureyri... ég gæti hringt suður og fengið sennt.... issss... ég puffa nú bara á það... mér finnst hræðilegt að geta ekki fengið það sem ég leita að hér fyrir norðann... aarrrggg.... En svo man ég líka eftir því þegar ég var í hönnunarnáminu mínu fyrir sunna fyriri nokkrum árum þá hafði ég sömu skoðun... hehehee.. og þá fannst mér geggjað að vera í skólanum í Danmörku því þar fannst mér ég fá þá þjónustu sem ég vildi.... hehehehee...
Er það ekki málið að grasið er alltaf grænna hinumeginn við lækinn... :) ææææii.. ég er samt svo glöð að hafa fengið lokaverkefnið mitt svona flott prenntað....
Jæja.. ég vona að þið brosið eins og ég... :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 16. apríl 2006
Páskadagur liðinn...
ég vona að ég geti bara laggst útaf og sofnað fallega því að þessi dagur markar tímamót í mínu lífi... Ég upplifði það í fyrsta sinn á lífsleyð sonar míns að verða viti mínu fjær af ótta um líf hans... Við mæðginin fórum eftir barnatíman norður í Mývatnsveit í matarboð, yndislegt að koma í sveitina "okkar" eftir svona langann tíma... en til að gera langa sögu stutta þá á leiðinni heim var færðin farinn að versna. Ragnar var í bílnum hjá mömmu, og við ákváðum að hún yrði á undann því að hennar bíll er fjórhjóladrifinn... jæja.. þegar við vorum að koma niður af Fljótsheiðinni horfi ég uppá móður mína missa stjórn á bílnum í krapa, hringsnúa honum og á hraðleið útaf... en þau enduðu í veggantinum á steini.... Ég fann hvernig hjartað í mér stoppaði... við þessa sjón og hræðsluna í svip sonarinns í glugganum... Ég er ekki vissum að ég gleymi þessari sýn á næstunni... En það meiddist einginn og bíllinn í lagi... en sjokkið og veruleikinn varð okkur öllum mjög ljós í dag ... veruleikinn um það hvað okkur þykir óendanlega vænt um hvert annað hér í þessari annas litlu fjölskyldu...
Ég vil biðja Guð og góðar vættir að vaka yfir heiminum í nótt ... veita fólki hlíju og yl, mat og vatn.. ég vil byðja hann um að vernda þá sem eiga bátt og þarnast alúðar...
Góða nótt... kæru lesendur..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 16. apríl 2006
Gleðilega páska...
Guð geymi ykkur öll...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 16. apríl 2006
Slökkvuliðið og tækifærin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 15. apríl 2006
Mig langaði að breita um útlit...
ég var í skapi til að tjá mig á annan hátt en áður.. þannig að ég tók mig til að breitti útliti bloggsinns... :) ég er alltaf að prófa eitthvað nýtt....
Annas hefur lítið breist síðann ég skrifaði síðast.. annað en ég var að hugsa í dag um þá ábyrð sem við höfum í lífinu... og það er alltaf gott að átta sig á að maður getur ekki borið ábyrð á hegðun annara en mann sjálfum... og ég þarf alltaf að minna sjálfann mig á það... svona til að ég haldi friðinn í sálinni... Það sem gaf mér minn frið aftur var að átta mig almennilega á þessu.. mín ábyrð er ég og sonurinn...
í þeim orðum sögðum... þá vil ég byðja Guð og góðar vættir venda ykkur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 15. apríl 2006
djamm - þynnka - langur dagur og svo laugardagur.... páskaeggjaflóðið
Ég bara spyr hvar endar þessi vitleysa öll... mikið á illa við mig svona löng frí ég er orðinn "of gömul" hehehe... nei segjum það þannig að ég kann þetta ekki langur. Ég er náttúrulega búinn að vera í fríi síðann föstudaginn í síðustu viku... þannig að það er kominn vika.. og ég fer ekki í skólann aftur fyrr en á miðvikudag... en þá verður það að vera lítið því að sonurinn er í fríi framm á föstudag.. þessi elska og nota bene eiga þessi frí ekkert betri áhri á hann...
NÚNA ER ÞAÐ PÁSKA EGGJAFLÓÐIÐ... hvað þurfa þessar elskur okkar eigilega að toraga mörgum páskaeggjum svo að fjölskyldan sí ánægð....?? ég bara spyr... Getið ýmindað ykkur ef við fengjum 4 hlutfallslega jafnstór páska egg á þau... mér verður óglatt af tilhugsuninni.. í sonar míns tilfelli er hann með 1,7 kíló af súkkulaði sem allir hafa lumað að honum án þess að spyrja kóng né prest og ég vil taka fram að ég vissi að þetta yrði svona svo að ég keypti ekkert páska egg handa honum... það er ekki furða að börnin okkar eru ringluð og vansæl því það getur ekki farið vel í líkamann svona mikill sykur... því ekki koma þau öðrum mat fyrir ... jæja .. ég reyni hægt og býtandi að fjarðlægja smá og smá... svona svo að þetta endi nú ekki með magakveisu.
Takandi um magakveisu.... OMG.. hvað ég var þunn á fimmtudaginn... það eru mrg ár síðann ég hef drukkið svona mikið magn af alkoholi og nota bene þegar ég tek mig til þá er það magn og kosnaður ...en málið er enn það að ég þarf enn þá að minna sjálfann mig á það útafhverju ég drekk annas ekki... útafhverju ég fæ mér í glas líklega ekki oftar en 2-3 á ári... Mér tekst á einhvern óskiljannlegann hátt í hvert sinn að gera eða segja hluti sem ég fæ samviskubit dauðanns eftir á... Ég breiti gjörsamlega um karagter og sýni hliðar á mér sem eru ekki það sem ég stend fyrir...Þannig að þynnkan er nú kannski ekkert miðað við samviskubitið sem situr á eftir og hefur tekið frá mér svefn síðustu dag...
Jæja... en svo fór ég í það í gær að þrífa bílinnn minn og bakaði nokkrar kökur svona ef ske kynni að einhverjir fleiri myndu detta hér inn í kaffi... en svo át ég helling af þeim sjálf... hehehe... auðvitað...
Já vel á minnst.... ég gleymdi alvega að segja ykkur frá því að ég er eigilega alveg orðinn platínu blond... :) hehehehe... á tvem árum farinn úr stuttu dökku ( svörtu) og yfirí sítt... ljósss..ttt...
gaman að því.. finnst ég flottust ... það fer vel við rauða bílinn... og bláu augun... úff.. ég hef ekki verið svona hégómagjörn síðann ég var 20... spólum til baka... ég er sátt... og er ekki að gefast uppá því að safna...
Jæja.. þá ætla ég að hætta í bili...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 11. apríl 2006
Byrjun dagsinns í dag...
" það er mikil huggun að geta horfst í augun við vandamál okkar með trausti, von og æðrruleysi. ef við getum séð og viðurkennt bresti okkar af meiri hreinskilni opnar það okkur dyr að nýjum heimi og getur einnig breitt vanmætti okkar svo mjög að sýnist ganga kraftaverki næst." ( Einn dagur í einu með AlAnon).
Það er svo magnað að geta sýnt æðruleysi í þeim vandamálum sem við þurfum að taka okkur fyrir hendur á hverju degi í lífinu. Ég er að berjast við það núna að reyna að koma reglu á líf okkar mæðginanna aftur (ekki að það sé óregla) en nú er skólinn búinn hjá mér og ég þarf að fara að fá á hreint hvenig sumarið verður hjámér... hvort og þá hvenær ég þarf að flytja,hvert á ég að flytja, hef ég efni á því, hvaða vinnu fæ ég fyrir sumarið. Öll svona óreiða á illa við mig í mínum bata en svo er ég nú líka að minna sjálfann mig á að ég hef ekki slakað á í ár núna... ekkert sumarfrí ekkert þannig ekkert frí og eingar pabbahelgar... þannig að það að ég skuli ekki fara í ræktina, ekki vera á fullu að vinna, að ég skuli sitja og horfa á ymbann... lesa bók og sof út núna í nokkra dag sé nú bara kærkomið frí ... en málið er að þetta verður ekki frí nema að ég ákveði það og sýni æðruleysi.. og LEYFI mér að vera í fríi....:) það kemur... en þá eru líkur á að fríið sé búið... hehehehee.. svona er maður duglegur að brjóta sjálfann sig niður og eiðileggja... En nú er að vara meðvitaður um sjálfann sig og manns þarftir... :) byrjum þar...
Njótið dagsinns...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 9. apríl 2006
Hafsjór tilfinga ... hvað er raunveruleikinn og hvað er samfélaglegar kröfur...
Góða kvöldið...
Hugur minn reyka núna um hyldýpi hjarta míns í leit að mínum sönnu tilfingum um hin og þessi málefnin. manni er samt mest af öllu hugsað til þeirra tilfinga sem maður ber til annarar manneskju og hvernig maður skilgreinir þær, ég vildi stundum að það væri til alþjóðlegur staðall á tilfingar... eingin, mjög lítil, lítil medíum, o.s.v.f. skali sem ætti við alla og þá væri eininn vafi á því að þetta væri "svona" en sembetur fer ( segir hugurinn) er þetta ekki þannig en hjartað er ringlað og fær magaverk af því að það veit ekki hvað það vill af hræðslunni við að særa aðra eða sjálfann sig. Svo hugsar maður til baka um þær tilfingar sem maður hefur borið til fólks í gegnum tíðina sumar svo sannar og hreinar en aðrar hafa brugðist svo heifarlega á báða boga... Hvenær missti ég kjarkinn til að elska... hver tók hann frá mér... eða er þetta bara eigingyrni því ég ræð mér sjálf núna... en ástin hefur ekkert með það að ráða einhverju... og í þessum hugsunum þá hniprar hjartað sig saman og fær krampa af einmannaleika og þörfinni fyrir nánd við aðra, tárin láta ekki á sér standa og svefninn tekur vanalega við á því stigi og hvítþvær allar tilfingar og verki, þannig að maður geti vaknað daginn eftir og haldið áfram að leita að þessu sönnu tilfingum.
Því er þetta svona ervitt að átta sig á... og sérstaklega þegar maður eru kominn yfir 30árin... ekki eins og maður hafi ekki geta þetta áður en svosem ekki fengið mikið af því góða til baka... Minnkar kjarkurinn með árunum eða er það satt þegar maður skílir sig bak við hræðsluna ... er þetta hræðsla eða heigulháttur...??? Afhverju getur sálin ekki bankað á í kaffi hjá manni og sagt manni til hvers er af manni ætlast eða geriri hún það og maður hlustar ekki... ???
Hvernig nær maður að hlusta betur... og gera það rétta í þessum mismunandi stöðum. Hver er rétta leiðinn í samskyptum kynjanna...?? Ég kís að láta hjartað ráða för... því oftar en ekki hér áðurfyrr sagði hugurinn " þú átt ekki betra skilið" þannig að eftir að hugurinn og þá minn vilji kom mér í þá stöðu að vera með áverkavottorð og mölbrotið traust á aðilum þá er ég hætt að treysta huganum.. og vil leifa hjartanu að taka völdin en hvað kaupi ég leiðarkort fyrir hjartað??? eða orðabók til að skylja tjáning þess???
Með þessar hugsanir hjá mér... og þér lesandi góður hef ég hug á því að fara í hvítþvott næturinnar og sjá hvort ég geti jafnvel hlustað á undidrmeðvitundina mína tala til mín... Hver veit nema ég fá svör við leit minni...
Megi Guð og góðar vættir fylgja ykkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 9. apríl 2006
Góðann daginn..
Mig langar að byrja daginn á því að skrifa fyrir ykkur hugleiðinguna sem er fyrir þennan dag í bókinni " einn dag í einu í AlAnon"...
"Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Ég get öðlast þrek til að leita að hinu góða og einbeita mér að því. Mikið er undir því komið að ég taki með festu á vandamálum mínum, skoði raunverulegt eðli þeirra, ýki þau ekki og reyni síðann að leysa þau með skynsamlegum hætti."
Það er voðalega gott að byrja daginn á því að lesa þessa bók... og hugleiða um það sem lífið hefur uppá að bjóða og alla möguleikana sem við höfum.
Njótum dagsinns...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 7. apríl 2006
Jæja.... kominn í páskafrí...
Jæja... þá er því lokið ... ég var að senda e-mailinn með lokaverkefninu mínu fyrir fyrsta árið mitt í Myndlistaskóla Akureyriar árið 2006. Ég er rosalega ánægð með niðurstöðuna á því... kem sjálfri mér stöðugt á óvart...:)
Reyndar á ég eftir að fara með þetta allt í prenntun og sjá hvernig það kemur út og ef það verður ekki alveg í lægi þá þarf ég að fínpússa þetta... og koma þessu saman... :)
þá er það bara páskafríið.. í fyrsta sinn í nokkur ár... það verður rosalega gaman... og strax á morgunn ætlum við Ragnar á minjasafnið á Víkingasýninguna... því ég tók víst að mér að hanna 3 víkingabúninga fyrir Víkingahátíðina í Hafnarfirði í sumar... þannig að ég verð að afla mér smá heimilda áður en ég gef upp verð og hugmyndir... þetta er líka voðalega spennandi verkefni sem ég hlakka til að taka að mér...
Jæja... nú er föstudagskvöld og ég hef ekkert betra að gera en að setjast fyrir framann imbann og glápa... hef hugsað mér að leifa þessari elsku (tölvunni) að fá frið í smá stund... :) hún vinnur dag og nótt fyrir mig... og okkur finnst það gaman..;)
ég vil byðja ykkur vel að lifa...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)