Færsluflokkur: Bloggar
Fimmtudagur, 31. ágúst 2006
... báðum meginn í kjaftinum á sama tíms, lýrir ágætlega því helvíti sem ég er að berjast við þessa dagana.. ég hef alldrey upplifað aðra eins verki eins og síðustu tvo dagana... Meira að segja Parkodín Forte virkar ekki á vestu verkina... og þá er mikið sagt... Það eina sem er gott við þetta en er því miður bara skammstíma... það er að ég er líklega búinn að missa 5 kg ef ekki meira því ég er í rauninni ekki búinn að borða neitt núna í meira en viku... sembetur fer átti ég varaforða... hehhe... á... iii.. ekki láta mig hlæja.. það má ekki... ææii hef svosem ekki mikið að segja.. nema mér LEIÐISSSSTTTT.... :o( og ég er búinn að vera reyklaus í 7 daga... :) og mig hefur ekki langað í.. ekki hvarlað að mér... og ég er sátt við það... :) jæja elskurnar mínar.. LOVE YOU ALL... :)




Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 27. ágúst 2006
.. í mat... mig langar svo að geta borðað almennilegann mat... mig langar svo að geta talað við Ragnar... mig langar svo að geta farið út og gert eitthvað... Það liggur við að ég sé gráti næst yfir þessu ... Bara það að geta ekki talað við barnið sitt er hrillingur..ef ég tala þá fæ ég bara verki aldarinnar.. ég er betri í dag en í gær.. ekki með eins mikinn heita... Þetta er samt lífsreynsla sem er góð og ég vil líta á hana sem lærdóm... núna þegar ég er svona fustreruð yfir því að geta ekkertt gert þá langar mig í sígó.. þetta er fyrista sinn síðann ég hætti sem mig hefur langað í.. á þriðja degi... og ég held að það hefi eitthvað með það að gera að ég get ekki gert neitt annað en að hugsa.. eða sofa.. sem er svosem ágætt... ég get ekki fengið útrás fyrir þörfinni með því að fara út að hlaupa eða einhverja útrás.. nema.. prjóna.. ég sit semsagt og prjóna þess á milli sem ég sef og skrifa hér inná netið... en vitið þið .. það að geta talað við okkar nánustu er ofmetið.. bara að ég gæti sagt litlu orðin núna..Ragnar ég elska þig.... en því miður ertu of lítill til að lesa þetta... þannig að þú færð a heira það meira þegar ég fæ málið aftur... Ég hlakka líka til að geta ferngið mér hollan og góðann mat... soðið grænmeti, ávexti.. og svoleiðis.. ekki barnamauk og skyr.is.... ég var búinn að gera með grænmetissúpu í mixernum áður en ég fór en ég fékk ógeð á því í gær svo ég ældi öllu svo mig langar ekki í þannig núna.. ég er að sjóða mér kartöflur og ætla að reina að fá mér karföflustöppu..
Jæja elskurnar... njótið þess að vera heilbrigð og hraust... það er lífsinns gjöf..




Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 24. ágúst 2006
Hæhæ... þá er ég kominn á ról hér heima... ég kom heim af sjúkrahúsinu um 20:00 í kvöld... þurfti að taka stigana í törnum... svimaði og varð slöpp á leiðinni upp en það reddaðist... ég tók parkodín forte þegar ég kom heim og sofnaði....svo núna er ég búinn að borða nokkra klaka og frostpinna... ætla að bíða til miðnættist með að taka verkjatöflur aftur og fara svo að sofa... en ég er lifandi... :) vildi bara láta vita... :)




Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 24. ágúst 2006
hehehheee.. já það verður ervitt fyrir Möggu að geta ekki talað... hvað ætli þögnin standi lengi yfir... hehehehe.. hugsið til mín.. því ég verð í lyfjasvefni um hádegi á morgunn.. og svo kyrlalaus seinnipartinn.. :) love you all... Hef ég einhverntímann sagt ykkur hvað mér þykir vænt um hann Ragnar minn .. Það er ekkert sem lýkir því við að fá litlu hendurnar um hálsinn... Hann er mér allt.. ALLLLLLLTTT.. það er ekkert eins dýrmætt eins og hann... EKKKKKEEERRTTT....




Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 23. ágúst 2006
sælt veri fólkið... Hér er búið að vera róleg heit og pælingar... ég þurfti að taka stóra ákvörðun um daginn... spurningin var hvort ég ætti að fresta uppskurði til dagsetningu sem hentaði mér og skólanum mjög illa og fara á jarðaför á föstudaginn eða halda óbreittu plani og kveðja Lindu hér heima og á minn hátt.... Niðurstaðan var það síðarnefnda.. þannig að ég fer í uppskurð á morgunn og fer ekki á jarðaför sem tekur mig sárt en ég og barnsfaðir minn erum búinn að ræða þetta og hann stiður mig heils hugar í þessari ákvörðun sem er með mikils virði. Ég verð að segja að ég er svo þakklát fyrir samtöl mín við hann í þessu sorgarferli.. þau eru búinn að vera einsstök í alla staði. Við mæðginin ætlum þá frekar að fara suður saman í september og hitta fjölskylduna og fara að leiðinu og kveðja hana saman... en ég ætla að skrifa ykkur meira á næstunni því ég kem til með að hafa nógann ttíma á næstunni... sjáumst...




Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 17. ágúst 2006
Það er lítið annað en sorg, söknuður og sterkar tilfingar sem hafa einkennt daginn minn frá því í morgun... þegar ég fékk símtalið um að hún Linda okkar hefði dáið í bílslysinu uppá Kjalarnesi í gær...Minningarnar og tilfingarnar flæða fram ... en svo þegar ég áttaði mig á því að ég þurfti að taka mér fyrir hendur það erviða verkefni að segja 5 ára Gullinu mínu frá því að systir hans hafi dáið... Það er líklega það erviðasta sem ég hef þurft hingaðtil að segja þessari litlu óhörnuðu sál svona sláandi fréttir... Elsku Rafn, Hörður, Anna Margrét og allir aðstandendur mikið vildi ég að ég gæti verið nær og veitt ykkur stuðning en við mæðginin erum hjá yllur öllum sutundum með samúð og sorg í hjarta. Ég persónulega hugsa til þeirra tíma sem við Linda áttum saman... deginum sem hún hélt á Ragnari undir skírn, þegar hún kom og var hjá okkur og löngu símtölunum við hana... Við höfum misst mikinn fjársjóð og við viljum passa uppá að minningin hennar haldist hjá okkur... Að lokum við ég deila með ykkur orðum sem sonur minn sagði rétt fyrir svefninn... "mamma... Lind er fallegur eingill hún er með gullhár eins og ég" og svo brosti hann...




Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 14. ágúst 2006
...Haldið þið ekki að digitalvélin mín hafi ekki eyðilegast í gær og það borgar sig ekki að gera við hana... hehehe.. þetta var nú bara imbi en hún er búinn að þjóna mér ROSALEGA vel... ég ætti kannski að tékka á því hvort heimilistryggingin mín borgi hana... því það voru litlar hendur að "skoða" hana og misstu hana á steingólf... En alveg sama hvernig fer þá veit ég það núna að ég þarf að safna mér pening til að eignast aðra.. og þó ég þurfi að safna soldið lengi þá geri ég það til að eignast drauma vélina... :) en eigilega þarf ég að vera soldið fljót að safna því ég get ekki verið lengi í skólanum án vélar...:) humm.... ég ætti kannski að stofna söfnunar reikning... nemandi í neyð ... hehehehe.. neinei.. þetta kemur allt í ljós... en málið er þá að þið fáið eingar nýjar myndir frá mér á næstunni... :(...




Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 12. ágúst 2006
Já ykkur langar kannski að vita hvernig gær kvöldið fór... hhuummmm... það gerist á 3-4 ára fresti að ég ákveð að hvalda veislu eða partý.... í þessu tilfelli bauð ég um 15 manns... sem er nú ekki til frásögu færandi... en það mætti einn.... fólk hafði auðvitað góaðar og gildar ástæður fyrir fjarveru sinn ... sem ég virði auðvitað hverja og eina... en það skal líka viðurkennast að í einlægni minni fer maður líka að hugsa... um tilveru sína og hvað maður vill með hana... hverjir það eru sem maður velur að umgangast. Þetta er soldið sama tilfingin og ég fékk á afmælisdaginn minn... Ég veit að ég vel vini mína en ekki fjölskyldu... og ein af ástæðum fyrir flutningi míns hingað norður á sínum tíma var að gefa mér svigrúm til að vega og meta gildi þeirra sem ég umgegst fyrir sunnan sem hefur svo komið úr kafinu að fæstir hafa verið mér vinir... það eru 2-3 manneskjur sem eru þar sem eru mér mikills virði af helling... þær manneskjur eru líka vinir þótt ég sé hér... Mér finnst líka umhugsunar vert að hér fyrir norðann hef ég valið vandlega þá sem ég umgengst og þeir sem mér þykir mest væntum eru samt alls ekki allir til staðar þegar á reynir... ég þarf líka að átta mig á því að þótt að maður heyri nær á hverjum degi frá fólkinu mínu hvað maður sé magnaður og frábær... þá er þetta samt niðurstaðan....og það skal líka viðurkennast að ég er döpur yfir því...kannski er maður ekki eins frábær og góður þrátt fyrir allt... Ég vil samt ekki draga úr því að þetta fámenna partý var skemmtilegt og klikkað eins og mér og fleirum er einum lagið... :) Takk Mona fyrir að koma... og Lína hugur þinn var með okkur alla leið...:) Mér þykir rosalega vænt um ykkur báðar.. þið eruð vinir í raun... Það getur verið hart á sálartetrið að finnast maður vera einn og ég er náttúrulega búinn að velja það að vera ein í nokkur ár en þessa stundina .. ef ég gæti .. vildi ég að ég gæti valið að vera ekki ein... því hver sál þarf umhyggju og ástúð líka ég... þaðnnig að það eins sem ég get beðið Guð um að gefa mér er faðmlag ... og í leiðinni vil ég byðja hann um að umlykja ykkur öll sem vitið að mér þykir vænt um líka með hlýju og byrtu... LOVE YOU




Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 9. ágúst 2006
... er það sem kemur fyrst uppí hugann þegar ég sest hér fyrir framann tölvuna.. ylmurinn í loftinu er blanda af Lavendel og Ajax... hehehe.. jamm Ajax því ég var að klára að þrífa allt hétt og látt og Lavendel því eftir það fór ég í heitt Lavendel-bað.... :) svona tilfing er eingu lík... ég er að undirbúa partí á föstudaginn... hehehe.. LOKSINNS... innflutnings og afmælisveislu... ekki seinna vænna áður er ég verð árinu eldri...eða flyt aftur... ehehehehehee... Það er að læðast að mér meiri og meiri tilhlökkun ... ég er að fara að hætta að reykja... hehehe.. skrítið að hlakka til þess.. við skulum segja það þannig að ég hlakka svo til breita lífi mínu á einfaldari máta... það styttist í skólann... hlakka hlakka till...:)




Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
«
Fyrri síða
|
Næsta síða
»