Færsluflokkur: Bloggar
Laugardagur, 4. apríl 2009
Hæglátur laugardagur... en mikil undirlyggjandi gleði...
Sælt veri fólkið...
Mikið ofboðslega er þessi laugardagur fallegur... og maður finnur svo vel að vorið er ekki langt undan... og það er svo gefandi og gott að finna það... Allavega byrjar páskafríið vel...
það eru búnir að vera nokkuð erviðir daga hjá mér síðustu daga en þessi byrjar vel og vil ég njóta þess með hetjunni minni... Hann er voðalega duglegur og sínir framför á hverjum degi núna... og það er sérstaklega skólanum að þakka vil ég meina... þeir eru að gera kraftaverk með þessa elsku... ég verð þeim ævarandi þakklát fyrir að hafa tekið við honum strax... snillingar... Ég sá Hetjan mín taka hlaupasprett í gær eftir einum gagnnum uppá spótala þegar hann var á leiðinni i sjúkraþjálun... og hjarta mitt hoppaði að kæti eins og þegar ég var lítil... yndislegt... Hann er samt ekki með neinn fiman limaburð við gang eða hlaup en vá það skiptir ekki einu fyrir mömmuna... en mér skilst að það sé eitthvað sem er hægt að þjálfa... snilld... Hvað get ég annað en verið glöð ...
Ég þarf bara að vera dugleg að sinna mínum málum núna svo ég geti náð bata líka eins og hann þetta hjartans skott mitt sem er allt í einu orðinn svo stór og duglegur strákur... ég er fari að sjá gamla glaða blikið í augunum hans og ég er líka farinn að sjá strákinn sem alldrey gat verið kjurr því hann var svo glaður að vera til... fullur af orku og vilja til að sigra heiminn... þvílík gjöf... ég er svo rík...
Við mæginin blómstrum með nátturinni í vor.... ég trúi því... Núna bíð ég bara eftir þvi hvort við fáum drauma ferðina frá Vildarbörnum .... eða hvort ég þarf að koma mér í smá skuld til að geta staðið við draum Hetjunnar að fara til Lególands í sumar... Mér er sama hvora leiðina ég þarf að fara... ég ætla með hann út í kringum afmælið hans í byrjun júlí... þó það verði ekki nema löng helgi eða eitthvað... hann á það SVO skilið ...
jæja kæra fólk... mér finnst gott að geta verið jákvæð hér líka.. á illa við mig að vera niðurdregin og döður... en ég þarf að taka sveiflunran til að ná jafnvægi... KNÚS á ykkur öll þið eruð yndisleg..
Guð blessi ykkur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 31. mars 2009
Þriðjudagur til þrautar...
Já sumir dagar eru erviðari en aðrir... ég finn það svo vel þessa dagana að það er farið að slakna á boganum sem ég er búinn að vera með spenntan í allan þennan tíma og ég er bara eins og slím í drullupolli... ég geispa allan daginn, mér líður eins og ég sé með of þröngan hjálm sem vegur 100 kg. á haunsum ( hausverkkkkur yfir öllum hausnum og bak við augun), hendur og fætur hafa varla ekki í að hreifast ... finns eins og ég sé í blískóm.... ég þoli illa mikið tal, útrvarp fer sérstaklega illa í mig... hvað þá hávært barnaefni... og æææiii bara... ég er bara lufsa... í gær grét ég allan seinnipartinn... og starði útí eitt... Mér skilst að þetta heiti spennufall... en mér finnst ég ekki eiga að vera að eiða tíma í það... bara rífa mig uppá rassgatinu og hætta þessu væli... gera hæðst ánægð með batan og brosa út af eyrum... en það er ekki þannig ... skrítið...!!! ég ætla nú samt ekki að berja haunum of mikið við þennan stein eins og er... einhver sagði við mig að ég væri mannleg og þetta væri bara ekkert skrítið... kannski í 1-2 daga... sjáum svo til hvað ég læt þetta trufla mig...
Hetjan mín er bara endalaust að sýna sjálfan sig meira og meira... það heyrast oftar hlátur og gleði ... hann verður flótari í förum með hverjum degi... Hetjan mín, fallegi glaðlyndi strákurinn minn er að koma til baka eftir langar fjarveru... blikið í augunum og fallega brosið ...!! Það finnst mér svo sárt að ég sé þá svona slímleg og get á einhvern hátt illa notið þess hvað hann er að hressast... það virðist vera núna þannig að hann fer uppá við og ég niðurá við...
En jæja þetta tekur allt sinn tíma skilst mér... ég er allavega með annan fótinn inná geðdeild sem er gott mál ef ég er að hrinja...
Guð geymi ykkur öll...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 26. mars 2009
Enn eitt fimmtudagsbloggið... í balnd við mikla gleði og hvíða...
Halló kæru lesendur ... það lítur út fyrir að ég sé orinn fimmtudagsbloggari, hef ekki skrifað hér inn nema á fimmtudögum síðustu skiptin og svo aftur núna... en það er nú bara tilviljun eins og allt annað í okkar lífi... Síðast var ég að taka um það að komast inní hversdagsleikann... og erum við enn í því... ég byrjaði í svokölluðum dagstatus inn á geðdeild á mánuadaginn og er það bara hið besta mál... ég er að fá aðstoð við það að vinda ofana af kvíðanum, streytunni, þreytunni og doðanum... og öllu hinu sem fylgir svona langavarandi veikindum... ég geri nú góðlátlegt grín að þessu og segist vera í spennitreyju suma daga... en það er nátturulega bara mín leið að vinna með viss mál það er að vera kaldhæðin um sjálfan mig... En ég skal segja ykkur eitt af því sem ég er búin að læra þessa vikuna (svona eitt af þessum dagsdaglega sem ég var búin að gleyma)... heheheee... núna lifi ég fyrir það að fá hádegismat... hehehee... finnst það ÆÐI... halló... ég er spennitreyjumatur.... en svona er maður víst...
Hetjan mín er alltaf að sýna meiri og meiri framfarir og á ég að segja ykkur... !!! í fyrsta sinn í 20 mánuði þurfum við EKKI að fara vikulega eða meira til læknis... Læknarnir vilja ekki sjá okkur fyrr en eftir mánuði... ég starði bara á læknana og spurði " eru þig viss"!!!! ég er ekki enn búinn að ná þessu almennilega... Bæði barnalækirinn og geðlæknirinn voru svo himin lifandi þegar Hetjan mín koma labbandi ( án hækju og stuðnings) inn á barnadeildina í gær... Hann hleyður ekkert og er ekkert með fagurlenglegar hreifingar , hann haltrar og er skakkur en hann GENGUR... og meira að segja þá í dag "gleymdist" hjólastólinn þegar við fórum í búð og minn labbaði um eins og ekkert væri... þvílík gleði...
En en ég skal viðurkenna það að gleðin yfir því að barnið mitt sé að ná frábærum bata þá liggur hvíðinn undir niðri og bíður eftir enn einu bakslaginu... þannig að ég er á fullu að fóðra ekki hvíðann og finna mér leiðir til að spóla niður af mér, safna orku svo við getum blómstrað með vorinu...
Jæja kæru lesendur ... enn og aftur vil ég þakka öllum þeim einstaklingum, félagasamtökum og fyrirtækjum sem hafa stutt við okkur, það er þvílíkur munur að finna svona stuðning og hjálpar okkur mikið...
Guð geymi ykkur öll...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 19. mars 2009
Bíð eftir einhverju...
Góða kvöldið kæru lesendur...
Litla fjölskyldan mín er að takast á við furðulegustu hluti þessa dagana... það ein og við séum ný fædd og þurfum í rauninni að læra vissa hluti í daglegu lífi uppá nýtt... eins og það bara að það eru 5 virkirdagar í vikunni og 2 helgardagar... hehehee... einföldustu hlutir verða allt í einu voða skrítinir ... sumir erviðari en aðrir.... þetta hefur nátturulega allt með það að gera að núna horfir maður á lífið frá allt öðrum stað en áður... og alls ekkert óeðlilegt við það...
Núna er Hetjan mín búin að vera í skólanum fyrripartana alla þessa viku og hefur það gegnið upp og niður ... en einginn bjóst við því að þetta yrði auðvelt skref... Það sem gerir þetta skref auðveldara fyrir mig er að Hlíðarskóli í heild tekur svo einstaklega faglega á málunum og það er hugsað fyrir öllum smáatriðum í þessari endurhæfingu okkar út í lífið aftur... Starfsfólkið á þessum frábæra stað er himnasending fyrir okkur... Tárin og vanlíðanin sem skapast stundum í þessu ferli hafa tilgang og þá stendur maður það tinnréttur... ég skal nú samt viðurkenna að ég stend mig að því stundum að hugsa... hvað kemur næst... því ég á því ekki að venjast að hafa tíma til að hugsa um mig ... en það er aðeins og breitast núna... :o)
Hetjan mín er farin að ganga meira og meira síðustu daga... hann gerngur mjög styrðbusalega, stífur eins og tinndáti en ég sé það ekki því ég er svo himinlifandi yfir því að sjá barni mitt gagna aftur... hugsið ykkur hvað maður metur t.d. það að ganga rangt... maður lifir með því alla daga og hugsar ekki útí það að það er ekkert sjálfsagt að geta gengið og borið sig um sjálfur og óstuddur...
Ég hef oft á síðustu mánuðum verið spurð að því hvað það væri sem mér væri ætlað að læra í þessu lífi... ég hef svosem líka spurt mig að þessu núna síðustu mánuði... ég vissi að fyrsta lexían var að læra þolinmæði og æðruleysi... en það síðasta sem ég hef líka lært er að þyggja... að segja " já.. takk" Það hafa nátturulega síðan Kristín, Harpa og Dóra fóru af stað í því að safna fyrir okkur þá hafa mér borist styrkir stórir sem smáir... og þetta er að hjálpa okkur óendanlega mikið líka í því að byggja stöðugan grunn fyrir okkur í framtíðinni... ég t.d. borgaði inná höfuðstólinn á láninu mínu í fyrradag ... það var frábær tilfinning... að vera búinn að borga reikninga mánaðarinns og greiða svo aðeins meira... ég vil ekki nota af þessum styrkjum í okkar daglega nema að ég þurfi sem ég hef þurft... allavega líður okkur vel núna þennan mánuðinn og það á fólk um allt land þakkir skilið fyrir ... Takk kæra fólk fyrir að létta okkur lífið ... það er mjög mikils virði...
Jæja... það er kominn háttatími á mig... Guð geymi ykkur...:o)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 12. mars 2009
Bæði þreytt eftir viðburðaríka daga...
Halló kæru lesendur... Þið verðir að fyrirgefa mér að ég skrifa ekki örar hér inn en málið er að núna eru hjólin farin að snúast hér á þessu heimili og þá er nú ekki mikil orka eftir fyrir eitthvað "raus" hér inni... hehhehehee... eða þannig þið fattið hvað ég á við...
En staðan er orðin þannig núna að Hetjan er orðin nokkurveginn laus við kvalirnar þótt hann finni til svona endrum og sinnum... hann er farin að geta staðið augnablik í fæturnar sem er mikill bati miðað við áður og eru læknar nokkuð bjartsýnir á að þetta hafist með tímanum... Hetjan fór í fyrsta skóladaginn sinn í dag ... hann semllpassar inní Hlíðarskóla svona miðað við fyrstu athugun... hann vildi ekkert koma með mér heim í dag þegar ég náði í hann... heheee.. alger snúður... Svo er spenningurinn fyrir morgundeginum mikill því hann er búinn að fá grænt ljós á sund aftur eftir nærri 2 ára bið... gleðibrosið sem ég fékk þegar ég færði honum fregnirnar var eitt það stæðsta sem ég hef séð í mörg ár... :o)
Laugardagurinn síðast var yndislegur ... grímuballið hepnaðist vel og allir mjög ánægðir.... ég rifjaði það upp að ég á magra stór skrítna en í leiðinni stór skemmtilega vini.... og kem ég til með að muna þetta kvöld um aldur og ævi... meira að segja kom upp sú hugmynd að gera þetta að árlegum viðburði og finns sér þá hvert ár málefni til að styrkja... ég gæti vel hugsað mér að sjá um að skipuleggja það og koma þeirri hefð á koppinn.... því þetta er bara gaman... ;o) Auðvitað vil ég þakka öllum sem komu að þessu kærlega fyrir okkur... þetta er ómetanlegt.
Sjálf er ég búin síðustu daga að sitja marga fundi því eins og ég sagði eru hjólin farin að snúast... og það skal viðurkennast að það tekur restina af orkunni minni... þannig að ég held ég láti þetta nægja hér og nú... GUÐ GEYMI YKKUR ÖLL...
Knús...
P.S. Elín Stefensen... þú ert mjög velkomin að senda mér e-mail til að spjalla... :o) lindquist@internet.is
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 5. mars 2009
BARA STUÐ... allir að skoða þetta... :o)
hæhæ öll...
Ég er nátturulega að hjálpa stelpunum með Grímuballið núna.. Ég sit hér svett en voðalega glöð að sauma búninga fyrir okkur Dóru vinkonu mína... hehehhe... ææii ég hlakka mikið til að fara út á meðal fólks og skemmta mér... Þess vegna langar mig að sem fletir komi svo ég geti knúsað þá og hleigð með þeim... hér sjáið þigð auglýsingu á Fésbókinni... endilega látið þetta Event berast...
Knús í hús...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 4. mars 2009
Fyrsti áfanginn...
Já ... fyrsti áfanginn er í höfn... Hetjan mín fær inni í Hlíðarskóla.. og ég get eigilega ekki útskýrt gleði mína yfir því... Þar fær hann allan þann stuðning sem hann þarf miðað við það sem undan er gegnið... Hann hefur aðlögun strax á föstudaginn... Þetta verður gæfuspor fyrir okkur bæði trúi ég...
Guð geymi ykkur öll...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 3. mars 2009
Gaman gaman... allir að mæta og skemmta sér... :o)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 1. mars 2009
Sunnudagur...
Halló kæru lesendur...
Þá er enn einn sunnudagurinn að verða búinn og satt best að segja get ég ekki beðið eftir morgundeginum því að ég veit að kl.8 í fyrramálið er inntökufundur í Hlíðaskóla og það á að taka fyrir umsókn mína fyrir hetjuna mína þangað... Ég er búinn að skoða skólann og komst að því að ég þekki nokkta af starfsmönnum skólans sem er allt fólk sem ég treysti... og aðstaðan þarna er yndisleg og ég er með það á hreinu að Hetjan mín myndi blómstra þar. Þannig að ég vona og byð um að hann verð tekinn þar inn strax því að hann er farinn að þurfa á félagsskap annara en mína... hehehee... enda LÖNGU búinn að fá leið á mömmu kellingunni... hún er ekkert góð í öllum þeim leikjum sem 7 ára gutti býr til úr því sem hann hefur hjá sér...
Ég er búin að vera að reyna að búa til auglýsngu fyrir Dóru og Kristínu vinkonur mínar sem eru að fara að halda styrktar Grímuball fyrir okkur mæðginin á laugardaginn 7.mars næstkomandi... Ég á svo yndislega vini sem vilja allt fyrir okkur gera... þær stena að því að safna fé fyrir okkur svo að ég fari ekki í á vanskilalista eða lendi í verri málum fjárhaglega... Þær eru yndislegar... ég veit ekki hvar ég væri án þeirra... Grímuballið verður í Deiglunni og verður opnað á milli á Kaffi Karó... 10% af sölunni þar rennur til okkar og líka ágóði grímubúningaleigu hjá Saumakonpunni... Ég spurði þær "af hverju Grímuball?? þær hlóu og sögðu að þeim langaði að gera eitthvað skemmitilegt í mínum anda... mér fannst þetta svo skemmtilegur speginn á sjálfan mig... og segir mér hvað þeim þykir vænt um mig... þessar elskur... Ég er búinn að fá barnapössun þennan dag og nótt og ætla að skemmta mér með öllum þeim sem vilja njóta kvöldsinns með mér og þeim ... ég hlakka ekkert smá til... Ég ætla ekki að segja hvað ég ætla að vera alveg strax... þið verðið bara að koma og sjá...hehehhee....
Jæja... ég ætla að halda áfram að koma auglýsingunni saman...:o)
Knús á ykkur öll...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 26. febrúar 2009
Skrif um okkur... :o)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)