Færsluflokkur: Bloggar

Nýtt albúm...

Ég setti hér inn nýtt albúm með myndum af mér og Ragnari frá fyrsta árinu hans....

Hamingja sonarinns...

hamingja

Þessi mynd sýnir ykkur hvernig sonurinn lítur á okkur sem fjölskyldu... fynst ykkur þetta ekki fallegt...?? Ég fá svona hlíjann straum um mig þegar ég sé þessa mynd... hún verður ætíð í miklu uppáhaldi hjá mér... 


... tala eins og nashyrningur... geng eins og mörgæs...

... hvers á ég að gjalda eftir þessa helgi... ég átta  mig á því að égvar nú ekki mikið að passa bakið um helgina...en ég verð víst að vinna eitthvað til að eiga fyrir reikningunum... Smile þótt að þetta dugi nú bara fyrir þeim og eingu meiru... en.. svona er það... það verða allavega jól með réttu hugarfari... en minna af þessu veraldlega... Eitt sem ég fæ allavega úr þessu.. er tími um jólin.. TÍMINN minn er dýrmætur... allavega verð ég að trúa því... 

En ég verð samt að passa bakið betur.. því miður... þá get ég ekki hagað mér eins núna og vanalega.. En ég reyni að halda húmornum í lagi...Cool


Helgina ...

Halló elskurnar mína... Þessi helgi er búinn að vera átakaleg... ég er búinn að vera í vinnunni í nærri tvo sólahringa.. hehee.. ekki alvega.. en búinn að vinna mikið og ég veð að segja að ég er slatti þreytt eftir það og svo fylgdi því reyndar smá útstáelsi á föstudagskvöldið sem hjálpaði nú ekki til.. hehee.. en alltaf gaman eða fara út á lífið sérstaklega þegar maður er edrú ... og á bíl.. hehehe og getur minnt alla á það hvað þeir voru fullir og vitlausir.. hehehe.... en svona var helgin.. hehehehe....  Ragnar þessi  dúlla var hjá ömmu sinni og var víst bara góður þessi elska  þar... Við fórum líka í skúrinn hjá mömmu  og náðum okkur í jóladótið okkar.. því það er að koma að því að fara að skreita..:) ég þerf nú reyndar að leita vandlega hjá sjálfri mér til að finna jólalöngunina í hjarta mínu... því að minningarnar um jólin  ertu ekkert spennandi... en mig langar að búa til okkar hefðir.. en það skal viðurkennast að jólin hjá mér eru bara gertð fyrir Ragnar... og að búa  til minningar fyrir hann.. Mig langar svo að fjölskyldan mín sé samheltnari og meira saman um jólin.. en .. það er víst ekki í boði...

En nú ætla ég að leggja mig.. og dotta yfir barnatímanum.. :) 


jæja... þá erum við bæði veik...

... þá erum við mæðginin bæði orðin veik og liggjum hér heima með hita ogbeinverki, hausverki og allt sem svona fylgir.... Það er nú ekki oft sem Ragnar verður veikur en það virðist vera staðan núna... Við fórum bara á Amtið og náðum í dvd... svo að við getum nú verið veik almennilega...heheheee... allavega Ragnar.... það er svo gott að þegar ég er veik líka að ég þurfi ekki að vera á fullu með hann líka... þótt að mér hafi tekist að vinna soldið fyrir skólann áður en leikskólinn hringdi til að láta mig vita að Ragnar væri eitthvað öðruvísi en vanalega ... hehehe.. já málið er að hann verður ofur rólegur.. og yndislega stiltur þegar hann er veikur... heheheee.. og þetta fannst þeim í leikskólanum eitthvað skrítið.... LoL LoL Grin (bætt við kl. 21:00) Ragnar er kominn með rosalegann hita.. og liggur í móki inní mömmuholu... en vitið þið hvað þessi elska sagði... " Góði Guð, Takk fyrir bestu mömmu í heimi"... ég táraðist þegar ég heyrði þetta með þessari fallegu rödd...Heart  

Hiti, beinverkir og leiðindi...

Góðann daginn ... ég er heima því að ég vaknaði í morgunn með hita og beinverki... en mig langar svo í skólann að halda áfram með myndasögurnar. Ég er kominn með hugmynd um hvað ég ætla að vinna með... Ég ætla að taka fyrir vissa samfélags ádeilu... ég ætla að blúndupríða allt það ógeð sem gengur á í samfélaginu...  allt ofbeldið, kúgunina, einmannaleikann og allt það sem samfélagið vill setja í fallegann blundupríddann umbúðir... FootinMouth ervitt... já ég veit.. en eitthvað sem ég finn að ég verð að taka á þessu...

Neflokkurinn farinn eftri 17 ár...

... já neflokkururinn er farinn úr nefinu eftir 17 ár.... allavega í dag.. en reikna með að hann sé farinn fyrir fult og allt... en festingin tíndist.. og ég get ekki fengið aðra...Crying Kannski var bara kominn tími á að hætta að halda í eitthverja gamala uppreysn...en... ég veit ekki... mig langar ekki......FrownCrying

 


lífsinns leið...

... já ég kom heim núna eftir miðnætti eftir langar og góða umræður við 2 aðrar konur sem hafa farið misjafnar leiðir í lífinu...en niðurstaða okkar allra var að hamingjan skiptir meira máli en peningar og veraldlegir hlutir... Hamingja okkar og barnanna okkar.... eðlilega viljum við að allir sem okkur þykir væntum séu þar með í myndinni... en því miður eru til aðilar sem vilja ekki láta hamingjuna blómstra... eða leifa okkur að þykja vænt um sig... en maður bíður ekki hálfa eða heila mannsævi eftir því sem einhverjum öðru þóknast... eða þóknast ekki... því við berum bara eina ábyrð og það er á okkur sjálum og þar að leiðandi á börnunum okkar... en öðrum getum við ekki borið ábyrð... En staðan var að við erum misjafnlega tilbúnar að bera ábyrð á okkur... og ég er svo glöð með að vera búinn að taka þá ábyrð.. og vera búinn að finna lífi mínu farveg sem virkar fyrir mig og soninn... En eins og eðlileg manneskja þá á ég mér mínar niðursveiflur og uppsveiflur en millivegslínan er fundin... :) og það er frábær gjöf að finna hana og standa með sjálfum sér á henni... :) hehehee.. já ég veit að ég er heimspekileg í dag... en auðvitað skilja þetta ekki allir því að þeir þyrftu þá að hafa veið fluga á vegg þar sem ég var í kvöld... en ég þurfti að skrifa þá tilfingu sem ég bar í hjarta... og hún er hamingja með minn stað í lífinu í dag... :) Góða nótt elskurnar..

nýjar myndir....

Halló elskurnar mínar... já ég veit að ég er ekki búinn að vera duglega að blogga.. en kannski verður breiting á því núna.. því að þessi törn er búinn.. Ég er semsagt búinn að gera 4 auglýsingar og sýninguna síðustu 2 vikurnar á meðann ég var að gera flösku-verkefnið í skólanum.. hehehe.. já.. þetta er búið að vera gama.. svo gerði ég hugmyndir af lógó sem var samþykkt og ég er að fara að klára að vinna það í næstu viku...:) þannig að ég er bara að standa mig... núna bíð ég bara eftir niðurstöðu dómnefndar á flösku-verkefninu .. því þeir 3 hlutskörpustu fá tækifæri til að hanna merkingarnar á páskabjór Víkings... Frábært tækifæri... :) hehehe .. og auðvitað er ég bjartsýn.. má maður það ekki...;) ég er allavega MJÖG sátt með verkefnið mitt.. :) sjáið bara sjálf myndirnar sem ég setti inn í albúmið mitt.. ég og verkin mín.. Þar eru líka nokkrar myndir af sýningunni og 2 nýjum verkum.. sem eru reyndar seld...;) Ég sit hér í rólegheitum með kerti og fallega tónlist.. því Ragnar þessi elska er í Reykjavík hjá pabba sínum...
Ég er svo glöð með hvernig samband þeirra feðga er að þróast núna eftir fráfall Lindu.. þessi elska... mikið sakna ég hennar.... en ef einhver hefði viljað að þeir feðgar myndu ná saman... þá hefði það verið hún... hún var svo yndisleg manneskja... Drottinn blessi sál hennar... og minning lifi í hjörtum okkar...:) fallega stelpa :)

frammúr vonum mínum....

... Sýningar opnuni gekk framar mínum vonum... það skráðu sig í gesta bók 49 manns og það er vitað að það eru ekki allir sem hafa skrifað sig... þannig að það er yndislegt að vita að svona margir vilji koma og fylgjast með mér... Ég þakka þeim sem komu kærlega fyrir...Svo skaðaði nú ekki að ég seldi 5 myndir af 12... þannig að ég á núna fyrir reikningunum í næsta mánuði...:) yndislegt að ég skuli geta gert það sem er mér næs hjartanu og lifað á því... Takk allir sem hafa sýnt mér stuðnig... TAKK guð blessi ykkur öll

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband