Færsluflokkur: Bloggar

smá sýnishorn

hér er smá sýnishorn af því sem ég er að gera núna...dans

ég er á lífi...

Góðann daginn... já ég er á lífi... En hef haldið mig frá því að blogga því að þá væruð þið öll hætt að lesa þetta því að það er búið að vera erviðir dagar hjá mér og hefur þurft að leita aðstooðar frá mörgum stöðum. En ég lofa að blogga meira um helgina og vonandi fyrr því að það er pabbahelgi ...

jæja.. er að koma að því...???

Jæja ... er hagkerfi heimsinns að falla eftir allar þær ákvarðanir sem hafa verið taknar síðustu ár... stríð og allt það sem veldur... 

Við mannveran getum ekki endalaust gengið á alheimsorkuna og tekið ákvarðanir fyrir aðra... leifum hverri þjóð, hverju landi, hverri manneskju að njóta virðingar og heiðarleika. 


mbl.is Dow Jones hríðfellur: Lækkaði um 500 stig en rétti lítillega úr kútnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

vonandi...

... verða nema verkin mín einhverntímann verðlögð á þennan penig... Þótt ég verði að segja að mér finnist ekki mikið að borga 5.mijjlónir fyrir Kjarval miðaða við hvað er verið að borga fyrir bíla og allskonar veraldlega hluti hér á þessu landi í dag. 
mbl.is „Hvítasunnudagur" silfurbrúðkaupsgjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ragnari langar í svona...

Ragnari syni mínum hefur langað í svona vélmenni síðann hann fékk nýjasta bæklinginn frá þeim rétt fyrir jólin.... Reyndar held ég að ég ekki einn af hönnunar teminu sem hönnuðu þetta á sínum tíma...Grin
mbl.is Aftur hagnaður hjá Lego
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flensan frækna komin hingað...

Góðn daginn ...

Hér erum við mæðginin heima vegna þess að það er kominn óboðinn gestur á heimilið sem heitir Flensa... Ragnar hefur ekki verið svona veikur síðan hann kom úr móðurkviði og þurfti að berjast fyrir lífi sínu... Hann var með 40 stiga heita í nótt og lá í móki með hsusverk og beinverki í 3 tíma á meðann verkjalyfin voru að ná að virka almennilega... svo þegar hann vaknaði þá var hann ná fölur með dökka bauga udir augunum og ældi og ældi... ( en það var ekkert til að æla svo að það var mjög ervitt). Núna situr þessi elska hér í stólnum undir teppi og horfir starandi augum á Latabæ... Alger hetja... Vonandi slepp ég við þetta... í framhaldinu... en það var lítið sofið síðustu nótt...

Guð geymi ykkur og kær kveðja úr flensubælinu á Akureyri... 

 


Hér er ró og hér er friður... Hér er gott að setjast niður...

Góða kvöldið kæru vinir og vandamenn....

Já ég veit að það er búið að líða langur tími síðann ég bloggaði síðast og er það eingöngu því að ég er svo eigingjörn á tímann minn... hehehee.. segjum það þannig að sá tími sem hefur verið aflögu síðustu viku hefur eingöngu farið í það að næra mig og sofa...

Það er búið að vara mikið á döfunni síðustu daga... Skólinn er náttúrulega á fullu og við erum að læra grafík núna.. tréristu... rosalega gaman og minnir mig á hantökin sem ég lærði í Textílhönnunnnni á sínum tíma... Þetta er rosalega gaman. Einnig er búið að vera mikil vinna í því að hjálpa dúllunum mínum í málaradeildinni með tölvu vinnu sem maður getu ekki farið frammá við þær að þær geti ... hehehehee... enda svosem gott að geta hjálpað þeim en í rauninni er óréttlátt að fara framm á að þær geti þetta án hjálpar... því nemendur á fagurlistadeild hafa litla sem einga kunnáttu á tölvurnar hvað þá forritin... en auðvitað hjálpa ég þeim ... þessum elskum...Heart þær eru mér svo mikill stuðningur á öðrum sviðum... 

Ég og tvær aðrar brussur tókum okkur svo til að skipuleggja BINGÓ til fjáröflunar fyrir menningarferð Myndlistaskólanns suður sem á að vera um næstu helgi (og nota bene ég og ein önnur af brussunu getum ekki farið í þessi fræknu ferð)... það er búið að vera mikið verk að ná öllum endum saman í þeim málum og þurfa í rauninni að sjá til þess að hver manneskja í skólanum hafi eitthvað hlutverk svo að  þetta sé samvinna... og skal það viðurkennast að þetta er búið að vera slatti mikið mál... en BINGÓIÐ er á morgun sunnudag... 18. feb. í Sjallanum á Akureyri  og andvirið vinninganna er um 300.000-400.000,- og þá eru ekki talin verk nemenda sem eru 18 stykki ... þannig að það eru verk frá nemendum í nær öllum vinningum...

Svo er það opinberlegt að tillögur mínar að nýjum miða á páskabjór Víkings voru ekki valda... og skilst mér að það komi fleirum en mér á óvart.. en svona er markaðurinn og við fáum því ekki ráðið... En það var augljóst að mér voru ætlaðir stærri og meiri hlutir en bjórmiði því að ég fékk 2 frábær tilboð uppí hendurnar bara 3 dögum eftir úrskurð Víkings.. og er það vitað að þessi verkefni sem eru frammundar koma til með að gefa mér 100sinnum meira en að hafa hannað bjórmiða... hehhee... en ég ætla ekki að segja ykkur alveg strax frá þessum tilboðum en strax og þetta kemur allt á hreint þá lær ég vita...  þetta skýrist allt með hækkandi sól... Grin

Það hefur líka vottað fyrir togstreiu í umhverfi mínu sem ég á ekki að venjast, sú togstreita virðiðist byggjast mikið til á því að fólk sem er í kringum mig er á öðru þroska stigi en ég ... sem er svosem skiljanlegt að það valdi árekstrum en það er óþarfi fyrir aðila að setjast svo niður og bakatala mig fyrir vikið... það er nokkuð sem ég á mjög ervitt með að þola í fari fólks... og því miður kostar það að ég þarf að enduskoða hvernig ég haga mér ... því ég þarf hreinlega ekki á þannig fólki að halda. Ég hef laggt mig fram við að koma hreint fram og þeir sem koma hreint fram við mig uppskera líka ómælda virðingu og óendalega velvild og hjálp, á meðann þeir sem traðka á öðrum til að upphefja sjálfann sig eiga ekki skilið virðingu mína.  

Jæja kæru vinir... nú er ég búinn að segja mína skoðun á lífinu þessa dagana og hef í huga að gerast eigingjörn og skríða uppí rúmm og hvíla mig. ...

Guð verni ykkur kæru vinir... 


Hetja...

Þessi litla hetja varð í kvöld mikið átrúaðargoð á mínu heimili... Sonurinn var mjög upprifinn af hetjudáð hans.... Þrefallt húrra ..............
mbl.is Átta ára drengur hlaut viðurkenningu sem Skyndihjálparmaður ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sunnudagskvöld...

Í bjarmanum frá kertaljósinu sit ég hér og ákveð að skrifa inn línu til alheimsinns... Í brjósti mér er mikli ró og friður eftir að hafa setið í mínum góða hóp núna í kvöld, ljósið sem fylgir fólkinu mínu þar er svo mikið og nærandi, einnig er svo gott að geta gefið af sér því þar er tekið við með svo mikilli alúð og væntumþykju.

ég þreif hér all hát og látt í dag og þá líður mér vel .. mér líður eins og ég hafi þrifið í burtu erviðleika og þyngsli... Það er eitthvað með það í mínum huga að byja nýja viku með þvi að allt sé hreint og fínt hjá mér þá finnst mér allit vegir færir... Ég kreyki á kertum og nýt þess að vera í mínu verndaða umhverfi... Þótt að allir sem mér þykir vænt um eru ávallt velkomnir á mitt heimili dag sem nótt þá er eitthvað svo heilagt við það að njóta þess að koma úr baði og skríða undir teppi eða sængina og allt er tandur hreint...

Nú er ég búinn að ná tilfingunum mínum sama aftur og þá get ég haldið minni beinu stefnu aftur áfram...hehehee.. ég hlít að hjóma eins og eitthvað kúkú... en svona er ég.. ég tek einn dag í það að vera döpur og hleypa tilfingunum að en þá er það líka búið í bili.. mér tekst á einhvern hátt að hreinsa mig út.. og þá heldur brosið áfram og lífið með því... En einmitt útaf síðustu færslu þá fæ ég vanalega nokkrar símhringingar því að fólkið mitt hefur auðvitað áhyggjur af mér útar minni forsögu.. já ég er manneskja sem hef þjáðs að þungbæru og miklu þunglyndi áður... en hef náð að finna mína leið útí lífið aftur og laus við allt sem þessum sjúkdómi fylgdi... en maður ber þetta alltaf með sér og það þýðir að maður verður að kynnast sjálfum sér og taka til hjá sér og finna svo sína eigin leið til að takast á við lífið ... mín leið er orðinn þannig að hleypa tilfingunum svona að þega þær bera að dyrum ... leifa gusunni að koma og vera ekkert feimin við það... Ef ég geri það þá eru líka eingar leyfa eftir sem ráðast á mann aftanfrá... klára málin og halda svo áfram... Einn dag í einu... og vinna sálarlegu vinnuna hvern dag í einu... Smile

Jæja þá er heimspekitíminn minn búinn í bili...

Ég vona að þið hafið það öll sem allra best og meigi Guð lýsa ykkur veginn... 


Þá er helgin kominn.. aftur..

Góðann daginn kæra fólk...

Þá er þessi vika búinn og hegin að hefjast... alltaf gott að fá smá frí... Tounge Ekki það að ég verði í miklu fríi... ég er að að fara á morgunn á námskeið að læra að græða peninga.. hehehee... eða það á að kenna mér að fara með þá.. svo ég eigi fyrir reikningunum... og að lifa auðvitað... hehehee... En ég er að fara á námskeið til Ingólfs.. þannig að ég hef mikla trú á þessu að hann geti kennt mér eitthvað nytsamlegt ...

Síðustu dagar eru búnir að vera smá erviðir tilfingalega hjá mér... Hafið þið þekkt aðila sem þið hafið deilt öllu sem lífið hefur uppá að bjóða með?? hafið þið elskað aðila það mikið að þið væruð til í að gera allt fyrir hann..?? Hafið þið upplifað það að þessar tilfingar séu ekki endurgoldnar...?? Hvernig getur maður hætt að elska aðila sem hefur í 3 ár verið manni allt... andlega og líkamlega ... Hvernig getur maður hætt að elska?? Mér tekst flesta daga að loka á þessa tilfingu... en svo fær maður eitt símtal.. og þá er múrinn hruninn... stundum lifir maður af símtalið þangað til maður fer suður og hittir manninn... Því við heyrumst og hittumst mikið... við erum bestu vinir... ég elska hann en hann elskar mig ekki..  Jájá... kalla bann og allt það.. þetta eru bara tilfingar sem hafa verið að bulla í mér síðustu daga því að ég hef þurft að eiga soldil samskipti við hann síðustu daga... sem endaði með því að ég lagðist í rúmmið mitt snemma í gær og grét sem barn með táraflóði og ekka...... því ég virðist ekki geta fundið neina leið til að losna við þetta... Getið þið bennt mér á eitthvað..??

Guð geymi ykkur ...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband