Færsluflokkur: Bloggar

Lokaniðurstaða í bili...

Jæja.. félagar ég hef ákveðið að þetta verði loka niðurstaðan í lógóvinnslunni minn eins og er... Ætla að fara að nota orkuna mína í það að hanna mína fyrstu vöru undir  merki pax-design... pax

aðeins meiri breiting..

... ég veit ekki hvort þetta er betra...  hér er ég búinn að setja pax og inní pax-design onní gullið snið á meðann kassinn utanum er rétthyrningur...pax-gullið snið

er þetta betar...

... eða á ég að breita enn meiru...??? pax-logo gr

þá féll vígið mitt...

... já ... ég er manneskja sem hef ALLDREY og þá meina ég ALLDREEEEY fundist Ferrari eithvað spennandi... en það var þetta sem mig grunaði þegar Kimi færði sig yfir... ég verð að brjóta odd af oflæti mínu og viðurkenna að núna verð ég að halda með Ferrari... ég hef alltaf verið BMW-Williams. en þar eru mín vígi líka fallin... er það ekki orðið BMW-sauber... Crying

Það var kannski líka kominn tími til að breita um formúlu trú eftir öll þessi ár... hvað er formúlan hér á landi ekki 10 ára eða meira... og hefur mér tekist að halda mér frá rauðalitnum... en Kimi er svo magnaður ökumaður sem ég hef heft augastað á frá upphafi... þannig að núna ...  


mbl.is Räikkönen á ráspól í fyrstu keppni sinni fyrir Ferrari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

væri til í að fá álit ykkar...

Gjarnan segið gagnrínið þetta... þetta er tilvonandi lógó á framtíðar hönnun minni...

PAX þýðir friður á latínu... Smile

logo-pax

 


Allt að gerast...

Já... það  má segja að það sé ALLT að grast hjá mér þessa dagana...  Kannski er ég að detta inn annað tímabil þar sem ég sekk mér í vinnu og verkefni  og næ ekki að sinna öðru sem skiptir máli.. en hver veit nema að minn tími sé kannsi að renna upp... LoL

Skólinn gengur vel og í rauninni vonum framar miðað við hvernig mér líður þar... en ég er búinn að fá magnaðann styrk í því að laga það... og hjálpa mér að láta ekki neikvæðni annara útí fáránlegustu hluti ræna mig  orkunni minni...  Núna fer að líða að lokaverkefninu hjá okkur ... sem hefst á mánudainn og er ég orðinn mjög spennt að sjá hvað það verður...  Ég fékk grænt ljós á ritgerðasrefni fyrir lokaritgerðina á næsta ári í dag... ég er að fara í hellins rannsóknar vinnu í sumar og þessvegna er gott að hafa tímann fyrir sér...

Annas er ég búinn að stofna samvinnu hóp og erum við 4 hönnuðir sem erum að fara að gera mikið af skemmtilegum hlutum... við erum allar menntaðar á misjöfnum sviðum hönnunar og ætlum okkur stóra hluti... og erum nú þegar með helling í býgerð... fatnað, töskur, interior hluti og allt uppí heilu heimilin...  Þannig að það verður gaman að sjá hvar við endum...

Svo var ég LOKSINNS að klára að hanna lógóið fyrir mína eigin hönnun ( ég er bara að fatta að ég gleymdi að taka það með heim svo ég set það hér inn seinna..) en ég þarf að fá álit ykkar áður en ég stofna fyritækið.... Grin

Ég var í gær lika beðin um að kenna valgrein fyrir 10.bekki hér á Akureyri næsta vetur... þá á ég að kenna á Photoshop... hehehe... já ... allt að gerast.. og mjög spennandi... 

heheheee.. svo er það sumarvinnan... ég get lítið sagt um það núna... en ég var beðinn um að taka Öngulstaði að mér í haust á meðann Hrefna og fjölskylda fara út.. og geri ég það með glöðu geði að gerast Hótelstýra í u.m.þ.b. mánuð... en hvað ég geri nákvæmlega í sumar kemur vonadi í ljós í næstu viku því ég er að bíða eftir svörum... en sannið til það kemur á óvart hvað ég vil helst gera.. hehehehee.. og hvað ég ÆTLA mér að fá að gera...

Svo er ég að uppgötva merkilega hluti í sunnudagshópnum mínum hjá Sálarransókn hér á Ak. ... ég er miklu öflugri en ég hélt og núna er ég kominn með vitneskju sem gerir það að verkum að ég varð bara betri... hehehe.. þá er vissara að fara að passa sig.. heheheheheheeeee... því ég veit meira en margur... hehehehheeee...... ég segi bara svona... 

Jæja en elsku vinir... þið sem mér þykir svo óendanlega vænt um og færi heiminn á enda fyrir ...

og svo þið hin sem dettið hér inn til að snuðra... eða skoða ....

Drottinn blessi ykkur og hjálpi ykkur að verða betri í dag en í gær... Smile

KNÚS OG KOSSAR.... úr þorpinu á Ak.  


segjum það sem í hjartanu býr...

Góðann daginn.... kæru vinir...

Ég er búinn að sitja soldið á mér með það að setja inn færslu hér því ég vildi sjá hversu margir myndu bregðast við þessari sögu minn. Og... það kom mér verulega á óvart að fá bara eitt svar... Hér koma inn frá 17 - 50 manns á hverjum degi... og bara eitt svar...Errm  Þorir fólk ekki að tjá sig um svona málefni... þótt að ég eigi þessa sögu þá truflar það  mig ekki að fólk hafi skoðun... því ég er búinn að vinna með þetta svo að þetta er bara saga ...

Vilið þið segja það sem í hjarta ykkar býr það gerir það að verkum að við lærum betur að skilja hvert annað...  


Ef ég dey í nótt...

 

Það er komið að háttatíma, erviðasta tíma hvers dags. Hún fær hroll og mikinn hvíðahnút í magann þegar hún sér myrkrið falla yfir himininn. Hvað býr í myrkri þessarar nætur??  Litlu hendurnar verða kaldar en svitna samt og með hikandi handtökum fer hún út heimasaumuðum fötunum sem henni þótti svo vænt um því móðir hannar hafði saumað þau með ást og umhyggju en samt fylgdi þeim þjáning því að í skólanum var henni strítt á þeim.  Það var betra að flíta sér að busta og þvo, því gólfið var kalt og líðanin ekki góð, því ef hlutirnir gengu ekki eins og hann vildi þá var voðnn vís.
Hún trítlaði á köldu steingólfinu inn í herbergi móður sinnar og skreið uppí fang hennar og kúrði sig í hálsakot hennar og dró djúft að sér  andann því lyktin af henni var það besta sem hún vissi. Þarna var hún á þessum örugga stað í örstutta stund og vildi ekki sleppa því að hver vissi nema að þetta yrði í síðasta sinn sem hún fengi að vera örugg. Tregafulum skrafum gekk hún í áttina að herberginu sínu og skreið undir sæng… hún var köld og litlu tærnar voru kalda og litli líkaminn skalf og tennurnar vildu glamra en það ver vissara að liggja “alveg kjurr”…
Ljósið frá ganginum tróð sér inn um rifuna sem var á herbergishurðinni og skall á skápnu við rúmmið og við það myndaðis skuggi við rúmmið … þessi skuggi var það öruggasta sem hún vissi svona á nóttunni. Hægt og rólega … eingin hljóð… dró hún sig saman í kipring svo að hún passaði í skuggan … þá fannst henni eins og einginn frammi gæti séð hana… þarna köld og í hnipri byrjaði hún að hugsa… “ef ég dey í nótt þá kem ég alldrey, alldrey, alldrey, alldrey, alldrey, alldrey, alldrey, alldrey, alldrey, alldrey, alldrey, alldrey, alldrey, alldrey, alldrey, alldrey, alldrey, alldrey, alldrey, alldrey, alldrey, alldrey, alldrey, alldrey…. aftur…

 

Látum bönunum okkar alldrey líða svona...

Guð geymi ykkur. 


Guð leyfðu mér að fyrirgefa...

Góðann daginn kæra fólk…


Já, nú fer að líða að helginni… hjá mér er pabbahelgi og hef ég í huga að eyða henni alfarið fyrir mig með einni undantekningu þá verð ég að vinna annaðkvöld á Öngunlstöðum eins og síðasta sumar. Það verður gaman að komast í elshúsið aftur þar… vonandi fæ ég að sjá um einhvern góðann mat… heheheee… það er alltaf til svo mikið af góðum mat í eldhúsinu þarna… það eru einhver álög á því… heheheheeee … ef álög skildi kalla… En annas hef ég hug á því að sofa og reyna að dekra eins mikið við sjálfa mig og ég get um helgina… mig langar að liggja í heitapottinu, fara í ljós og hitta vini mína í rólegheitum.  

Annas er ég að bíða eftir því að heilbrygðiskerfið brjóti odd af oflæti sínu og boði mig í skoðum á tvem deildum á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak… það er svo merkilegt hvernig þetta heilbrygðiskerfi virkar… ég er búinn að bíða í rúma 3 mánuð á öðrum staðnum sem mér finnst svífirðislega langur tími… sérstaklega vegna þess að þessi læknir ræður hvað ég má og má ekki næstu misserin… En… það er um að gera að reyna að bros og halda bara áfram með lífið innan þeirra marka sem manni hafa verið settar.

Skólinn er að ganga vel… allavega svo ég viti… þá lítur útfyrir að ég sé að halda meðaleinkuninni minni frá því fyrir áramót… og var það markmiðið.

Það sem tekur mestann tímann minn og hefur gert síðustu vikur það er að komast yfir það að leifa óþroskuðum aðilum í mínu lífi að nýsta inn að beini og ná að rugga bátnum mínum þannig að ég verð óvinnufær. Andlega vinnan mín fyrir nokkru olli því að varnarkerfið mitt varð mun viðkvæmara og gerir það að verkum að ég tek allskonar skít og leiðindi inná mig. Ekki bætti úr skák að sá aðili sem hefur eyðilagt mest í mínu lífi fór að troða sé inní mitt líf aftur … en það var ekki lengi því að ég hleipi ekki skrímskum inní mitt líf lengur… en það tekur soldinn tíma að ná jafnvæginu aftur. (  já eg veit að ég tala undir rós eða í myndlýkingum en … þannig verður það að vera hér á alvefnum).

En ég byð Guð um að hjálpa því fólki sem á það bátt að það þurfi að traðka á öðrum til að upphefja sjálfann sig. Ég byð hann líka um að veita þeim sem hafa brotið á örðum vegna veikleyka þeirra lækningar og skilnings. Ég byð Guð einnig um að hjálpa mér að fyrirgefa þeim sem hafa brotið á mér í lífinu því án fyrirgefningar getur maður ekki haldið áfram… og svo byð ég hann um að vernda ykkur öll sem mér þykir vænt um og elska…

KNÚS OG KOSSAR…


útlitsbreiting...

Góðann daginn...

Já það er smá útlitsbreiting í gangi... það vottaði fyrir VOR tilfiningu hjá mér í dag... Smile þannig að ég ákvað að breita smá til...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband