Færsluflokkur: Bloggar

"gæludýið" (síkillinn) opinberlega dauður...

Jæja... í dag var hetjan mín útskrifuð af spítalanum eftir 2 ára baráttu við fjölónæma berkla... en í dag var hann opinberlega lýstur dauður... og hetjan mín útskrifuð af spítalanum... Þetta er stór áfangi... núna er bara lífið frammundan með breittum forsendum fyrir hann en ekkert sem stoppar hann í lífinu... :o)

Hetjan mín á afmæli í dag...

HeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHetjan mín er 8 ára í dag...HeartHeartHeartHeartHeartHeartHeart

HeartHeartWizardYNDISLEGASTUR.... InLoveHeartHeart


Sunnudagsblogg...

Góðann daginn kæra fólk...

Þið verðið að fyrirgefa að ég skuli ekki vera duglegri að skrifa hér inn en núna hefur maður minni tíma til þess því við erum svo mikið að njóta þess að vera frískari og á batavegi... LoLSmile

Héðan er það semsagt að frétta að Hetjan mín kom 15.júní úr sveitadvölinni, hress og kátur... þessir 8 daga voru honum mikið ævintýri og mikil þroski... Hann er sjálfstæðari og öruggari með sjálfann sig, í mjög góð jafnvægi og líður greinilega vel. 16.júní fórum við í okkar reglulegu skoðun til Gróu læknis og hún var bara mjög sátt við kallinn og gaf okkur tíma í næstu skoðun sem verður að öllu óbreittu útskriftarskoðunin... GrinInLove það verður 6.ágúst næstkomandi... þá eru 2 ár síðan Hetjan byrjaði að veikjast alvarlega... 

Ég er öll að finna minn fyrri kraft aftur... er að verða eins og áður en Ragnar veiktist... og það er yndislegt...það er svo frábært að finna hvarnig batinn færist yfir mann... ég er ennþá á miklum lyfjaskömmtum en er byrjuð að trappa mig niður. Það gegnur vonum framar að breita um mataræði og lífstíl... Ég er hætt að reykja... þetta er 4 dagurinn minn sem reyklaus manneskja... LoLLoLLoL ég er ekkert smá stolt af mér... LoLLoLLoL svo þegar það verður orðið auðveldara þá ætla ég að fara að hreyfa mig og finna útúr því hvað hreyfing hjálpar mér í þessu öllu... Samt er ég á fullu allan daginn núna þannig að ég er svosem eingin kyrrsetu manneskja þessa stundina... hehehe.. 

Við Ragnar erum á fullu alltaf í sundi, úti að labba og allskonar þvælingi... sem er yndislegt...

Mamma er í Hveragerði og verður þar næstu 3 vikurnar sem er bara frábær byrjun á hennar nýja lífi... þar fær hún alla þá fræðslu og stuðning sem hún þarf... en hún er í ágætis ástandi þessi elska... InLoveInLove þetta tekur bara allt sinn tíma að ná upp og hún er að standa sig frábærlega...InLove

 jæja ... ég ætla að fara út í góða veðrið með Ragnari og vini hans... InLove

Guð geymi ykkur...

 

P.S. Ég læt hér fylgja með myndir af Hetjunni minni á hestbaki í sveitinni... BARA FLOTTUR....

Ragnar Hjaltastaðir júní 09

Ragnar Hjaltastaðir júní 09 - 1

Ragnar Hjaltastaðir júní 09 - 2

Ragnar Hjaltastaðir júní 09 - 3


Stolt, hamingusöm og óendalega þakklát...

Góða kvöldið kæru lesendur um heim allan... hehhee.. ég veit að það eru nokkrir erlendis sem lesa hér fréttir...

Það fera að vera vika síðann ég kom heim af spítalanum eftir viku innlögn. Niðurstan var sú að ég er komin með Sárabólguristi ( Colitis ulcerosa ) og Sykursýki, þetta allt er komið til að vera það sem eftir lifir hjá mér. Sárabólguristillinn þýðir líklega að ég enda líf mitt með stómapoka og þangað til þarf ég líklega að fara aftur inn á spítla í meðferðir og jafnvel uppskurði þar sem sýktir hlutar ristilisinns verður fjarðlægður. Þetta er það sem vita er í rauninni um þennan sjúkdóm fyrir utan það að þeir vita hvarða lyf getur hjálpað til við að halda honum niðri í styttri og lengri tíma í senn og svo mataræði. En mataræðið er ekkert eins hjá öllum sjúklingum frekar misjafnt og einstaklingsbundið. Þannig að ég þarf að finna útúr því sjálf um leið og ég breiti um líferni útaf sykursýkinni sem er í raunninni meira mál en hitt. En sem betur fer þá vinnur mataræði beggja með hvort öðru. Einnig er niðurstaðan að lifravandamálið mitt sem ég er búinn að þjást að núna í meira en 2 1/2 ár má rekja til þessa Sáraristils sjúkdóms sem heitir Colitis ulcerosa, og það skal viðurkennast að ég er mjög glöð að vera búinn að fá að vita hvað veldur. Reyndar er líka hægt að rekja sykursýkina til hans þannig að svörin eru YNDISLEG. Núna vita þeir hvað á að gera og ekki síður ég veit hvað ÞARF að gerast í mínu lífi svo að ég ná 120 ára eins og ég stefni á... hehehe..  Mataræði, hreyfing, streitustjórnun, svefn... 4 lykilatrið sem verða að vera í lagi til að allt sé eins gott og hægt er eftir allt.  FRÁBÆRT ég ræð við þetta... :o)

Mamma er kominn heim... Ég fékk það í afmælisgjöf í gær að mamma mín var útskrifuð af spítalanum... Hún er líka búinn að fá svör við mikið af sínum  málum síðustu vikun og erum við báðar að fara í alsherjar endurhæfingu og við erum svo spenntar að fá að stýga þessi skref saman... 

Ég sagði það í síðustu vikur að ef allt hefði farið á versta veg þá hefði ég kvatt mömmu mína sátt ... við erum búnar að eiga mögnuð 5 ár hér fyrir norðann eftir að ég flutti heim aftur... þannig að allur tími og samverur eftir þetta er fullkominn plús í lífið... bæði fyrir mig og Hetjuna mína... við erum svo heppin að fá að njóta samvista með henni vonandi sem lengst í viðbót því að betir, hlírri, heilli, heiðarlegri, gefandi, fallegri og yndislegri kona er ekki til á jarðríki... hún er GULL í gegn ... og hún er mamma mín!! 

Af HETJUNNI minni er það að frétta að hann er í sveit núna í Skagafirði á Hjaltastöðum... Það er fyrir þennan snilling að við mamma erum á svona góðum bata vegi... Þegar mamma lendir inná spítla var barnið hjá vinum og vandamönnum hér og þar í 4 sólahringa, barnið sem alldrey hafði sofið annarstaðar en hjá mér, mömmu, og föður ömmu og víst örfáum sinnum hjá pabba sínum... Honum var þvælt á milli í hússi og flíti og ég gat ekkert sinnt honum þannig í þessa daga... en minn maður tók þann pól í hæðina að finnast þetta mesta ævintýri sem hann hafði lennt í og var alla dagana eitt stór sælu bros og endalaust áhugasamur um allt sem var í gangi í kringum hann og vissi bara að mamma og amma ( stoðirnar báðar) væru inn á spítala að láta sér batan... :o) Auðvita veit hann að spítalinn hjálpar, það er jú ekki langt síðann hann var fastur þar... og ekki fannst honum nú merkilegt að amman færi suður í uppskurð þar... nei hann var sko búinn að fara þangað nokkrum sinnum... honum fannst bara leiðinlegt að amman fengi ekki að vea á Barnaspítala Hringsinns því þar væri svo gaman...hehehe... yndislegt... Svo var þessari sveitadvöl reddað í flíti af Akureyrarbæ og það var rætt í nokkra daga hér og mínum fannst það bara spennandi þannig að hann fór í sveitina á sunnudaginn og kvaddi mömmu sína með stórýskri ró og brosti... síðan hef ég bara heyrt á sunnudagskv. að allt hefði gengið eins og í sögu...

Hugsið ykkur!!... það eru ekki nema 3 mánuðir síðan að barnið mitt var bundið við hjólastól, sárkvalinn og búinn að missa vonina um allt, ég mátti ekki fara útúr herberginu hans þá varð allt vitlaust... þetta er nátturulega ekki einleikið..! og satt best að segja trúi ég þessu ekki ennþá sjálf...   Svo ofaná kraftaverkið þá fékk ég einkunnir og matið hans núna á sólaslitunum á föstudaginn síðasta... heldið þið ekki að minn maður hafi staðist öll próf fyrir 2.bekk.. með sóma... barnið sem hefur hefur í rauninni bara fengið markvissa kennslu síðann hann fór í Hlíðarskóla í mars. hann vantar aðeins hraða í lestri en annað stendur hann fullkomlega... Ég er svo stolt og hamingjusöm með þetta allt að ég er að springa... þvílík gjöf allt saman... Hann er farinn að hlaupa um, lærði að hóla á 2-3 dögum, hlaupahlólar um allt, syndir sem froskur, búinn að eignast flotta og góðar vini, svo síðast en ekki sýst þá brosir hann endlaust af gleði yfir því að vera að verða 8 ára flottur strákur.

í dag panntaði ég fulgmiða í draumaferð hans til Danmerkur eða til Lególands... það verður yndislegt að láta þennan draum hans rætast... mikið hlakka ég til að sýna honum að ég sé búinn að kaupa miðana og að allt sé að verða klárt með ferðina góðu sem hann er búinn að bíða svo þolinmóður eftir núna í 1 1/2 ár... :o)

Jæja... núna er ég orðin þreytt eftir þennan annas góða dag, ég kláraði að fara í gegnum alla matvöru sem ég á og losa mig við það sem ég má núna ekki borða, ég þurfti að kaupa mér nýjan ískáp sem ég fékk í dag þannig að allt eldhúsið var tekið hátt og látt í gegn... yndislegt dagsverk... :o)

Guð gefi ykkur þá sömu hamingju og ég er að upplifa þessa dagana... hún er svo hrein og tær... allt svo skírt ... skrítið... en Guðs gjöf...

 


Hvítasunnudagur 2009 var dagur aðvörunar...

Já... það er ekki hægt að segja annað en að fjölskylda mín hafi fengið raupaspjaldið í lífinu.

Forsagan er sú að ég var lögð inn á föstudaginn með blæðandi ristilsára og sykursýki bæði sjúkdómar sem eru komnir til að vera í lífi mínu ( útskýri það síðar). En það sem gerðist var að móðir mín kom í heimsókn með dót fyrir mig í gær... þegar hún gegnur inn er hún með sáran brjóstsviða og leið illa... ég fór framm og fékk hjúkkuna mína sem sinnti mér til að gefa henni eitthvað við brjóstsviða... eitthvað sló þetta nú á það og ég fór í sturtu en þegar aftur var snúið var mamma bara mjög slöpp og lá fyrir í sjúkrarúmminu mínu. Hún ætlaði bara heim að leggja sig en það kom ekki til greina ég bað hjúkkurnar hér á deildinni að fara með hana niður á slysadeild í eftirlit sem var mjög gott því 2 tímum síðar var hún komin í sjúkraflug til Reykjarvíkur með krannsæðastíflu... Hún er núna stöðug  en mjög þreytt ... það liggur fyrir hjartaþræðing á morgun og rannsóknir.

En þar skall hurð nærri hælum og allir í fjölskyldunni skildu skilaboðin... nema nátturulega Hetjan mín sem er núna á veðgagni á milli vina minna.... honum finnst lífið svo spennandi að fá að gista hér og þar að hann áttar sig ekki á neinu. Það er svo merkilegt hvað Guð leiðir mann að lausnunum þegar virkilega á reynir... Guð gaf okkur nýja sýn á lífið í gær " Hvítasunnudaginn 31.maí. 2009"

Maður fær tæra sýn á hvað skiptir máli og hvað maður vill... ég hef heyrt margar svona sögur og ég trúði þeim hægt þar til í dag... Sama hvernig fer þá veit mamma að hún er elskuð út af lífinu og að hún verður alltaf í huga okkar, hún hefur kennta mér helstu lífsgildin og staðið með mér í gegnum ómældar raunir og hún er Hetjan mín og mentor... hún gaf mér grunninn að lífinu og ég er svo þakklát fyrir að eiga hana sem móður... 'Eg ætla líka á hverjum degi að njóta þess sem við fáum aukalega eftir þessa aðvörun... nú er það bara að njóta fóllksinns og stundanna... allt veraldlegt er ekkert .... EKKKERT en ég á 2 ótrúlegar hetjur sem Guð gaf mér og ég brosi út að eyrum að þekklæti fyrir að eiga þær... mikið er ég lánsöm fyrir að vera á lífi með augun opin og sjá hvað lífið snýst um hreynt og skýrt... Takk... Guð...

Drottinn blessi ykkur öll...

Kveðja frá Lyflækningadeild FSA


Eingar fréttir eru góðar fréttir...

Sæl veri þið... Jú Kristjana mín það er rétt hjá þér að héðan eru eingar fréttir góðar fréttir...

Ég er bara svo upptekinn þessa daga við að eiga duglega og káta  hetju sem er á fullu að uppgötva það hvað er að vera nærri 8 ára drengur... hann er að uppgötva hvað það er mikið frelasi að vera á hlaupahjóli úti í vorinu, hann er að uppgötva hvað það er yndislegt að eiga vini til að leika sér við, hann er að breitast í fisk eftir margar og langar sundferðir og svona mætti lengi telja... hann er í fuglaskoðun í skólanum, er að læra að hjóla, búinn að ná sér vel á strik í lærdómi og á ég núna dreng sem kann að lesa... ég á derng sem bíður góðann daginn með bros á vör og glampa í augunum sem lýsir að tilhlökkun yifir verkenfnum dagsinns... 

Ég get ekki líst því kraftaverki sem hefur orðið á barninu mínu síðasta 1-1 1/2 mánuðuinn... það er undur einu orði sagt... 

Þannig að ég er á fullu að njóta þess að eiga svona óendanlega duglegt barn og hægt og rólega að vinna að mínum veikindum sem voru lögð til hliðar... ég tek einn dag í einu en finn hvernig gleðin og brosið læðist oftar og oftar inní hjarta mér... það er eins og maður sé eins og vorið ... ég er eins og gróðurinn að hægt og rólega að undirbúa það að blómstra með hækkandi sól... 

Þannig að kæru lesendur enn og aftur langar mig að þakka ykkur fyrir andlegan og veraldlegann stuðning sem ég hef fengið í gegnum þessi ár sem líða ... ég hefði EKKI getað þetta nema fyrir ykkar stuðning ...

Guð blessi ykkur öll... og verndi... 


Gleðilegt sumar...

Já kæru lesendur þá er sumarið komið ( allavega á dagatalinu) ... :o) sjaum svo til með restina...

En það er af okkur að frétta að Hetjan mín er alfarið búinn að segja bless við hjólastólinn og farinn að æslast upp um allt og útum allt eins og hann gerði áður en hann veiktist... Rosa kröftugur og glaður, þarf endalausa dagskrá og athyggli... allt velkomin batamerki... Við erum að fara á mánudaginn að hitta Gróu barnalæknir og verður þá kannski gefið út dánarvottorð á síkilinn leiðinlega... hehehe... :o) það er allavega mín ósk...  Þannig að blómið mitt.... er að blómstar með vorinu eins og það á að gera... 

Það fara ekki mörgum sögum af mér þessa dagana þótt ég sitji og njóti bata barnsinns... Ég tek einn dag í einu fyrir mig og reyni að hlua að þeim hlutum sem voru settir á hold síðustu misserin... Ég kem til með að blómstra líka með sumrinu ... :o) 

Hér langar mig að setja inn nokkrar myndir af degi Hetjunnar minnar... Hann fékk að fara með Dóru vinkonu og strákunum hennar í hesthús í dag og minn fór í sinn fyrsta reiðtúr... svaka flottur... því miður þarf ég bara að láta mér myndir nægja af þessum viðburði því ég er með svo mikið ofnæmi fyrir hestum að ég liggurvið fæ kast við að horfa á myndirnar... en hér er kraftaverkið mitt... :o)

Sumardagurinn fyrsti 2009 - 1

Bara reffilegur... :o)

Sumardagurinn fyrsti 2009 - 2

 OOhhh... hann er svo góður við alla...líka dýr...

Sumardagurinn fyrsti 2009 - 3

Flotti strákurinn minn... stolt mamma...!!

Jæja.. þetta verður að duga í bili.... Guð geymi ykkur og njótið þess að vera til... lífið er alltof stutt til að sóa því í vol, væl, vesen eða vanrækslu.... :o)


Páskafrí...

Halló kæru lesendur...

Já hér er sko Páskafrí í gangi... eins og hjá öllum öðrum.. en mér finnst þetta ekta frí.. hehhee.. ég er ekki að spana í þryf eða þannig yfirbors vinnu ... við erum bara að njóta þess að vera saman í einu og öllu mæginin... Hetjan mín er svakalega flottur núna... jákvæður og hlíðinn.. það vottar ekki fyrir stjórnseminni eða neikvæðni... (ekki ennþá allavega) og í þessu njótum við samverunnar... Síðustu 2 dagar eru búnir að vera mikið aksjon þannig að dagurinn í dag eru strengir, líkamleg þreyta og ró... ekkert smá flott... :o) þannig á það að vera þegar maður er 7 að verða 8 ára... líkamlega þreyttur og glaður... Hann er gerbreitt barn núna þessa dagana ef miðað er við einstaklinginn sem var búinn í febrúar að missa vonina um "skemmtilegt líf"... tær snilld... og það er svo yndislega gaman að sjá hann ná sér á strik aftur og verða líkari sjálfum sér með hverjum deginum...

Ég er bara glöð sem er tilfinning sem er langt síðann ég hef verið.. ég finn að það er farið að snúast niður af taugunum mínum og ég er hægt og rólega að slaka á hvíðanum og spennunni... ég finn það að ég hef verið svo upp trekkt á taugum svo lengi að ég varla kann að virkilega sklaka núna... en vá hvað það er merkilegt að finna og upplifa... eða eigilega vera meðvitaður hvað andlegt álag getur haft rosalega víðtæk áhrif á líkaman... ég trúði því ekki á meðann á álaginu stóð ... en núna skil ég þetta svakalega vel... og það er ekki að ástæðu lausu að maður VERÐUR að sinna sjálfum sér í svona aðsttæðum.. og finn ég það svo vel núna hað kerfið í raun brást okkur mikið... og ég vildi að þegar ég kemst almennilega á fætur aftur að ég gæti unnið markvisst að því að svona hendi ekki aðrar fjölskydur í framtíðinni... Ég finn leið til að láta gott af mér leiða í framtíðinni... ;o) 

Og að sem klárlega vantar hér á Ak... er að það sé betur búið að fjölskyldum á barnadeildinni ... þá meina ég að það sé stafandi kennari / leikskólakennari / eða bara mjög góður aðili í leikstofunni sem getur gefið foreldrum svigrúm til að fara frá á meðann barninnu er sinnt með áhugaverðum verkefnum. Eins og leikstofan á barnaspítala Hringsinns..

jæja.. nóg um þetta... ætli ég verið ekki að fara úr náttfötunum því við erum að fara í Bykó og redda okkur fræjum til að gróðursetja... ;o) grænir fingur hér.. heheheh...

Guð blessi ykkur öll...;o)

Já vá... P.S. Gleðilega páska... :o)


Lególand í boði míns ekki Vildarbarna...

Jæja þá veit ég það að ég þarf að skrapa saman í Lególandsferðina sjálf... Vildarbörn neituðu okkur í annað sinn... iss hver þarf á því að halda að láta borga fyrir sig... ég geri þetta bara sjálf... Grin eins og allt annað sem ég geri...Wink ég óska þeim fjölskyldum langveikrabarna sem fengu úthlutað góðrar ferðar.

Það gegnur víst ágætlega í sveitinni hjá Hetjunni og ömmu hetju... minn maður reynir nú allt til að stjórna hvernig hlutirnir eru... hann vill náttúrulega bara vera hjá mömmu eins og alltaf... hehehe... en hann verður að læra að það eru fleiri sem vilja njóta samvista við hann og hann getur vel treyst þeim líka... svona svo mamman fá líka smá "alone time" ... hehehheee.. úff þetta hef ég ekki sagt í mörg ár... hehehheee.. manni fer bara fram..

jæja ég ætla að halda áfram að leita að naflanum mínum..Tounge

Guð geymi ykkur...


Hvaða kona er þetta?!?!?!?!

þá var það enn einn sunnudagurinn... en þessi er örðuvísir er margir á undan honum... nú er Magga "litla" ein í kotinu næstu daga.... og það er voða skrítið allt saman... finnst eins og ég sé einhver manneskja sem ég þekki ekki... því að þessi manneskja þarf ekki að flíta sér að versla í Bónus, hún getur líka eldað grænmetis rétt í matinn og hann borðast allur... þetta er eitthvað dúbíus... hver er þessi kona?? ehhehhheee... já þetta er góð spurning ... en ég hef hug á því að reyna að komast að niðurstöðu með það  næstu daga eða allavega að byrja að kynnast henni .. ætlu þetta sé ekki besta skinn... Tounge Mig langar líka að vita hvað hún ætlar að verða þegar hún verður "stærri".... mjög forvitnilegt allt saman... 

Hetjan mín fór með Ömmu Hetju í sveitina til Snjóku frænku í Borgafirði... það er ekki vitað hvað þau verða lengi en það kemur í ljós... hann söng víst alla leiðina frá Akureyri í Varmahlíð og svo sagði hann ömmu sinni sögur af Gretti Sterka líka... hehehhee... bara snilligur... InLove og ég á hann skuldlaust.. 

Jæja kæru lesendur ég ætla að rjúka í það að kynnast þessari einmanna konu sem hér skrifa... finna leiðir fyrir framtíð mín og Hetjunnar minnar... 

Guð blessi ykkur...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband