Færsluflokkur: Bloggar

home sweet home...

Jæja kæru vinir...

Þá er ég komin heim eftir fræknar för suður á land. Þessi ferð verður örugglega mikið skritftarefni hjá mér á næstunni því ég kem heim fíl elfd á öllum sviðum.

Þingið var miklu betra en ég þorði nokkurntímann að vona ... og núna hlakkar mig mikið til að fara að klára ritgerðina og fara að hanna og skapa. Hausinn er uppfullur af hugmyndum og mér finnst heimurinn blasa við mér í alla staði. Ég kem líklega til með að skrifa eitthvað meira um þetta hér seinna meir ég er nefnilega ennþá í skýjunum yfir þessu og enn að melta alla fyrirlestrana og umræðuna sem átti sér stað. Það var yndislegt að eiga sitt "heim" að heimann því ég fékk að vera í íbúðinni hans Þráinn vinar míns í Njarðvík. Takk fyrir það kæri vinur.

Á föstudag sinnipart komst ég að  því að vinkona mín hún Jóa einn eigandi af Unique hárgreiðslu stofu ársinns hafði tekist að verða ófrísk og eignast barnið án minnar vitneskju... hehehe... svona er lífið stundum og minnir það mann á það að hafa meira samband við vini sína...  

Hér er þetti elska aðeins 5 vikna gömul en strax farinn að brosta í myndavélina... 

jóu dóttir

Ég fór á laugardaginn á kraftlyfitingarmót til þess að horfa á hana Ingu mína keppa... hún er líka þjálfarinn minn og vinkona... það var frábært að koma þarna í þenna hóp fólks ... mér leið eins og ég ætti heima þarna og hefði þekkt þetta fólk í mörg ár... allir í mínum stærðarflokki og á mínum aldri... yndislegt. Hér er skvísan í aksjon og stóð sig frábærlega á sínu fyrsta oðinbera móti... 2 sætið... og hefði malað mótið ef hefði ekki verið fyrir eins smá tæknilega villu... en frábært hjá þér stelpa... Við verðum bara saman næst...hehehe...

 lyft8-29.sept.2007

Svo á laugardagskvöldið hitti ég minn kæra vin og fyrrverandi kærasta Faxa á kaffi húsi og er það alltaf jafn yndislegt að hitta hann og finna hvað honum þykir vænt um og okkur mæðginin. Knús Geiri   minn þú ert perla.

borgarfj.2-30.09.07

Leiðin heim í dag var yndisleg því ég hef nú vanalega haft mikið gaman að því að keyra svona landshorna á milli. Á svona ferðum nota ég tímann til að hugsa og pæla í hlutunum, og hafði ég nóg um að hugsa í dag eftir svona frábæra helgi. 

borgarfj.30.09.07

En  mér reyndist það ervitt að horfa á veginn því að litirnir og náttúran í Borgarfirðinum var yndisleg og neiddist ég til þess að soppa á nokkrum stöðum og taka myndir.  Aðra eins dýrð hef ég ekki lengi séð og hér fáið  þið smá innlit í þar. 

borgfj.1-30.09.07

Litirnir eru náttúrulega ómótstæðilegir á  þessum slóðum þessa dagana... 

brunahani

En eitt kom mér veruleg á óvart og það var að það skildi vera svona brunahani við þjóðveg 1 og það langt frá húsabyggð. Til hvers... ??? en hann er flottur einn og yfirgefinn þarna í vegkantinum.

Jæja kæra fólk það er vel kominn hátta tími á mig... Barnið löngu sofnað, sáttur við að ver kominn heim. 

 Guð geymi ykkur öll...

 


Mánudagur til máttar...

Sælt veri fólkið...

Já þessi mánudagur er búinn að vera yndislegur í alla staði. Mér tókst í gær að þrífa alla íbúðina frá lofti til gólfs þannig að hér er gott að vera núna. Ég byrjaði daginn á því að fara í ræktina og tók vel á því þar. Það er svo merkilegt hvað þetta er yndisleg leið til að byrja daginn á ... rífa upp adrenalínið og blóðflæðið. Það er líka augljóst að þetta hefur þau áhrif að ég atorka miklu meiru yfir daginn. Vilji þið minna mig á það ef ég ákveð einhverntímann að taka mér "pásu" í ræktinni...  hehhee...

Næst fór ég og keyrði mömmu á spítalann og náði svo í hana aftur og ég vona svo innilega að þetta sem þeir voru að gera hjálpi henni því ég veit nákvæmlega hvað það er að vera búinn að vera í hvölum í marga mánuði í senn og ekkert hrífur... þannig að MAMMA.. .láttu þér batna sem fyrst.. þú átt skilið að hlaupa uppum fjöll aftur...Heart

Þegar heim var komið þá hófust áframhaldandi skrif og er ég búinn að skrifa rúma 1/3 af ritgerðinn og er að bíða eftir meira efni. Þetta verður ekkert mál líka því að ég er búinn að fá lánaðan lappa til að fara með suður... já ég er að fara suður á miðvikudaginn á ráðstefnu um hönnun... mig hlakkar ekkert smá til, það verður frábær sprauta fyrir lokaverkefnið mitt...

Svo komu Laufey vinkona og dóttir hennar Hrefna í bæinn og við  stússuðumst helling og svo bauð ég þeim mæðgum í mat áður en þær þurftu að fara útí slidduna og keyra inní sveit aftur. En mikið roslagega er gott fyrir sálina að fá svona góðar stelpur í heimsókn því að það virtist vera sama hvað ég gerði eða eldaði það var allt æði og svo gott... Svo þegar kom að heimferð sagði Hrefna að hún vildi bara vera hér.. og það bræddi endalega hjarta mitt... Takk fyrir það elsku dúllan mín... Þið mæðgur eruð ætíð velkomnar á mitt heimili.

Þegar ég svo kveikti á tölvunni beið mín svona skilaboð í gestabókinn... 

Kveðja frá Krógabóli

Sæl og blssuð Margrét. Flott blogsíða hjá þér, gaman að sjá myndirnar af þér og Ragnari. Ég hef verið að hugsa mikið til ykkar Ragnars upp á síðkastið. Vona að Ragnar sé kátur og glaður í skólanum við komum í heimsókn í skólann í október. Haldið áfram að vera glöð og hamingjusöm. Kveðja frá Hillu

Það er svo gott að vita að gott fólk fylgist með manni og hugsar til manns. Takk Hilla fyrir falleg orð og sannaðu til það hefur líka verið hugsað til þín hér á bæ. Grin Þegar er verið að skoða myndirnar úr leikskólanum er vanalega stoppað lengi og vel við myndirnar þar sem þú ert með. Ragnar biður örugglega að heilsa þér. 

Jæja kæru vinir... njótið lífsinns og megi Guð vernda ykkur öll... 


Laugardagurinn...

Sælt veri fólkið...

Við mæðginin brölluðum ýmislegt í dag... bæði í sitthvoru lagi og saman. Dagruinn hófst rólega með frammeftirkúri hjá mér og sonurinn horfði á barnaefnið. Svo fór hann í Kirkjuskólann sem nota bene , hann ákvað sjálfur að fara alltaf á laugardögum kl 10:30 til 12:00 í Kirkjuskólann. Sem mér nátturulega finnst frábært en enn frábærar finnst mér að hann ákvað það sjálfur. Á meðann fór ég í ræktina og fékk að fara inní heilagdóminn uppí hönn... eða nána til tekið Jötunheima sem er aðsetur Kraftlyfingafélags Akureyrar.. Inga vinkona og þjálfarinn minn var að toppa á bekknum fyrir mótið um næstu helgi... og tókst henni þessari elsku að bæta sig.. hún er hetja. Ég fékk að vera með að vissuleiti... tók 50 kg. 20 sinnum... hehehee fékk ekki að fara hærra því að það er svo stutt síðanna ég tók þungann bekk síðast.  En þetta er svkalega gaman... þvílíkt adrenalín kikk... ég kom út svo upprifinn og í brjáluðu stuði. Þannig að eftir æfingu fór ég heim og í sturtu og þá Hringdi Lína vinkona og við ákváðum að hittast við gömlu Glerárbrúnna og taka myndir... já það voru ég og sonurinn sem vorum myndefnið og hef fyrir neðann sjáið þið 4 af 289 myndum sem voru teknar... það eru ekki til margar myndir af okkur mæðginunum saman svo þarna var bætt úr því. Þetta var voða gaman og  tók þetta um 2 tíma í ferksu lofti og í fallegu umhverfi. Það höfðu allir gott af því ...

Saman... 21.sept 2007

saman1... 21.sept. 2007

saman2 ... 21.sept. 2007

við saman... 22.09.2007

 

Jæja þá hafið þið sé þessar... og ég ætla að fara að gera mat handa okkur og halda svo áfram með málverkin sem ég byrjaði á í gær.

Guð geymi ykkur... 


Vonin...

Halló kæra fólk.

Mig langar að deila smá með ykkur sem kom upp hjá mér í dag.  Ég var minnt á það hvað vonin í lífi manns er mikilvæg. Ég rifjaði upp þegar ég var sem veikust og hafði misst alla vona og vilja til að lifa. Ég leitaði alla leiða til að enda þetta líf mitt án þess að skaða barnið mitt en sem betur fer er það ekki hægt því þá væri ég ekki meðal okkar í dag. Þegar veikindi bæði andlega og líkamleg, eða áföll dynja á okkur  er svo lífsnauðsynlegt að finna sér lítið ljós í lífinu sem maður gleymir alldrey. Ef maður hefur eitt lítið ljós þá nær maður sér aftur og mitt litla ljós var sonur minn. Það er svo merkilegt núna nokkrum árum seinna og vera minntur á það hversu langt maður hefur komist bara á því að halda í vonina, hver sem hún er. Fyrir mér sá ég einga aðra leið en að losa heiminn við mig en vonin mín hélt mér frá því. Munum að halda í vonina og ljósið sem vísat okkur veginn áfram alveg sama hversu dimmt verður í kringum okkur, og stundum er nóg að vita að ljósið sé þar þótt það sjáist ekki. Núna finnst mér lífið svo spennandi og gæti ekki hugsað mér að missa af því. Vonin veitir okkur það frelsi að velja.

Guð gefi ykkur von ef hana vantar ... annas blessi hann ykkur... 


Hvert liggur leiðin?

Hér er smá hugleiðing í mynd... og heitir hún Hvert liggur leiðin?

 hvert


Gullið mitt...

Einnig ákvað ég að fara í Listigarðinn á Ak. með soninn og taka nokkrar myndir af honum þessari elsku. Hann er mér svo mikið þessi duglegi og fallegi strákur.RagnarRagnar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

RagnarRagnar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ragnar

Ragnar


Dagurinn í gegnum linsuna.

Halló kæra fólk.

Dagruinn í dag var erviður hjá mér. Þannig að ég ákvað að fara út að taka myndir í staðinn fyrir að leggjast uppí rúmm og sofa. Hér kemur smá sýnishorn af því og vonandi njótið þið þess.

Guð geymi ykkur öll... 


Óstöðvandi gleði...

Halló...

Hér á bæ er óstöðvandi gleði með nýja fjölskyldumeðliminn sem nú þegar hefur fengið nafn... Rebel-inn.

Ég svaf nærri því með myndavélina uppí hjá mér í nótt allavega segjum það þannig að það fyrsta sem ég sá þegar ég vaknaði vað sonurinn og svo vélin... ummm... þvílíkur dýrðar morgun.  Auðvitað fór ég beina leið í ræktina þegar ég var búinn að gefa barninu nesti og nýja skó og sendi hann í skólann í nýju fötunu sem Herfna keypti handa honum í USA... svaka flott... Sjálf fékk ég líka hálfan ruslapoka af fötum í dag frá henni Sveinu minni... alltaf gott að eiga vinkonur sem skipta fataskápnum sínum út reglulega... hehehee..... bara plús fyrir mig.

Svo fór ég á fund útaf ritgerðinni og komst að því að auvitað kann ég þetta allt og er  bara á réttri leið með hana þótt að ég hafi ekki komið miklu á blað en næsta skrefið er að fara og setjast niður og taka viðtalið.

Hér fyrir neðann eru nokkrar myndir sem ég tók í dag... svona rétt til að byrja að skilja vélina. Ég komst svo líka að því þegar ég fór að vinna með þær í tölvunni að tölvan er miklu hraðari og skemmtilegri eftir stækkunina um daginn. Yndisleg líf... Ég er svo glöð með þetta allt saman. 

glerá

 Gamla Glerárbrúin

 

vallhumall

 Vallhumall á Glerárbökkum

 

kvöldsól

 Kvöldsólin af svölunum hjá mömmu

 Jæja... nóg í bili þarf að setjast niður og skrifa spurningalista... 

Guð geymi ykkur öll... 


Fyrasta opinbera myndin...

EOS-n1

Áskorunin...

Já ... þá er ég búinn að skila öllum lyklum og dagbókum af mér , en í staðinn er ég orðin stoltur eigandi af Canon EOS 400D eða Rebal eins og þær heita í USA... hehehhe...  Einnig fékk ég fullan poka af íþróttafötum á barnið mitt ... Nike og Adídas  svaka flott. 

Annas ætla ég að segja ykkur frá áskorun sem ég tók í dag... hehehehe.. já svona er lífið... ég er semsagt að fara að keppa á mínu fyrsta opinbera móti síðann ég varð fullorðin... já og í hverju... ??? góð spurning... í kraftlyftingum... hehehhe.. Ég var semsagt mönuð í að taka þátt í áramóta keppni hér fyrir norðann í bekkpressu... þetta kom útfrá því að á æfingunni í dag vorum við aðeins að leika okkur og ég náði að lyfta 50kg. þrisvar... sem mér skilst að sé bara mjög gott hvað þá 2dögum eftir fyllerí... hehe.. og líka því að æfingarnar hafa ekkert snúist um bekkinn... en allavega þá er það opinberlegt að ég tók þessari áskorun, bara svona til að hafa gaman að ...

Ég er annas að reyna að fá mig til að hætta að horfa á myndavélina  og koma huganum í það að skrifa ritgerð... hehehe.. sem er ervitt akkúrat núna.. en það kemur.. ég veit það.

Annað hef ég svosem ekki mikið að segja því að sonur minn er að taka smá kast á mér núna og það bendir til þess að honum vantar athygli... sem ég ætla að veita honum...

Guð geymi ykkur öll... Kv. Magga "massi"Cool


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband