Færsluflokkur: Bloggar

Baráttan við líkaman...

Góðan daginn...

Síðustu 10 mánuði hef ég verið að berjast við lúmskan og leiðinlega sjúkdóm sem heitir Colitis Ulcerosa eða Sáraristilbólgur. Hann lýsir sér þannig að ristillinn verður útataður í litlum blæðandisárum og líkaminn nær ekki að melta eða taka inn næringarefni. Þessu fylgja miklir verkir og ristilkrampar, fyrir utan svo það kvimleita mál að geta ekki farið fjær klósetti nema í svona 10 skrefa fjarðlægð. Þessi sjúkdómur er mjög líkur Crons nema hann legst bara á ristilinn. Þetta er meðfæddur galli og í raun ekki almennilega vitað hvað veldur því að sjúkdómurinn liggur vanalega í dvala framm undir 25-30 árin. Streita og áföll geta haft mikil áhrif á framvindu sjúkdómsinns en ekki er vitað til þess að sérstakur matur valdi veikindunum. Þótt það sé vitað að vissar matvörur íta undir veikindin. Til þess að ná tökum á mínum sjúkdómi hef ég þurft að vera síðustu mánuði á miklum og löngum sterakúrum sem eru sömu kúrar og eru notaðir fyrir krabbameins sjúka einstaklinga og það er rosalega mikið og ervitt fyrir líkaman vera á svona langvarandi kúrum. Það skal viðurkennt að ég er orðin frekar framlá bæði á sál og líkama eftir síðustu 10 mánuði og þrái það heitast að losna við steranan og ná virkum og heilbrigðum risli... Í dag er ég á 12 viku á sterakúr sem ég er að trappa mig niður af... á 3 vikur eftir EF görnin verður til friðs, sem ég vona auðvitað en ég vaknaði í nótt alveg í keing af verkjum og hugsaði "óó.. nei þá hefst ferlið aftur.." ;o( ég sem var farin að hlakka til að vera laus í sumar við þennan viðbjóð... en kannski næ ég að snúa þessu á einhvern hátt mér í hag.. það er vonandi. Ég er að fara að prófa ný vítamín og bætiefni sem ég bind soldrar vonir við. Ég er í þeirri stöðu núna að ég hef ekki leyfi til að segja nei við einhverju sem gæti hjálpað... því í raun er ég komin langleiðina á endastöð og þá er það stómi sem eru lokin. Þangað til ætla ég að derjast eins og villiköttur í því að prófa og skoða allt sem mér dettur í hug og gæti hjálpað. Því þótt stómi sé lausnin við sjúkdómnum, þá er það ekki lausnin núna... ég vil þá geta litið til baka og sagt ég gerði allt sem ég gat... 

Svona miklum lyfjum og veseni fylgja svo auðvitað miklar hliðar og aukaverkanir sem ég ætla ekki svosem að fara náið útí núna... Það sem skiptir máli fyrir mig núna er að missa ekki fókusinn á það sem ég vil í lífinu og halda þrátt fyrir mögulega tafir áfram frammávið og missa ekki sjónar að markmiðinu... Smile Það er ekki alltaf auðvelt en ég ræð við þetta eins og allt annað sem mér hefur áunnist síðustu árin... Smile

Jæja ... þá er þessu fræðsluhorin lokið í bili ég þurftir aðeins og ná fókus aftur og með svona smáskrifum næ ég því ... það er svo gott.. Smile

Kv. M

 


Vetrardofinn í dag..

Halló...

Mikið væri ég til í að sumarið fengi leifi til að koma... það er svo kalt og á einhvern hátt svona doði yfir öllu í dag... Mér líður eins og stóru bjarndýri sem er að ranka við mér úr dvala en langar að sofa lengur. Þetta er í rauninni mjög skrítin tilfinning en svo bankar á kollinn á manni að "hey... þú ert á 12 viku á sterum" og það er ekkert skrítið að líkaminn sé eitthvað brenglaður... Grin þannig að ég sný mér þá bara að næsta verkefni og hætti að hugsa um þetta...

En ég vil meina að þetta sé eitthvað í loftinu því að Hetjan mín Fagra lennti í útistöðum í skólanum í dag og var eitthvað dapur og vankaður eftir lætin, þessi elska... hann er svo skapstór og réttlætiskenndin er svo rík að það þar mjög lítið til að minn maður springi og svo er hann svo dapur eftir á... InLove mamman getur ekki fengið að sér að skamma hann þegar hann kemur með hvolpaaugun og segir... "mamma.. Það varð árekstur í skólanumu og MÉR finnst það SVO leiðinlegt, ég er búin að segja fyrirgefðu en... snökt... " elsku Hetjan mín er að læra svo mikið um mannleg samskipti þessi misserin hlutir sem hann átti að læra ef allt hefði verið eðlilegt hjá honum í 1-2 bekk... ÆÆii mömmu hjartað vildi svo innilega að ég gæti keypt handa honum vin / vini... en þannig virkar þetta víst ekki... Frown Vonandi verður sumarið hjá honum gott.. hann er að fara í Nökkva siglinganámskeið í 2 vikur og svo í 10 daga á Ástjörn í sumarbúðir... Mín heistasta ósk er að hann kynnist einhverjum flottum strák sem verður vinur hans ... hann á það svo skilið að finna hvað sönn vinátta er... 

 Jæja... best að gera eitthvað af viti... heheheee... það eru fundir uppá hvern dag núna um Krabúðina sem ég er með í að opna niðri í Gránufélagshúsinu ( gamla Vélsmiðjan) .. ég hef eingan tíma í að framleiða vörur til að selja.. en... það kemur í vikunni. Magga alltaf dugleg að koma sér í allskonar verkefni... og helst pro pónó... Tounge svo ég geti haldið áfram að berjast við kerfið um að eiga í mig og á... ég ætla ekki að byrja á þeirri umræðu hér núna... er ekki í nógu reið eða pirruð útaf því núna... hehehee.. eins gott.. EN maður er þó úti á meðal fólks og að búa sér til grunn að því sem tekur við og framhaldið snýst um... að vera hönnuður fyrir sjálfan sig ekki aðra... en auðvitað verð ég að hugsa fyrst og frems að ná bata sjálf til að geta unnið í framtíðinni. Smile

Jæja... fundur.. 

Kveðja... M


29. maí 2011... byrjun en löng saga að baki...

Halló... Smile

Ég ákvað að fara hér inn og líta smá til baka, svona til að sjá líka hversu langt maður hefur komist á síðustu árunum. Ég byjaði að blogga hér inn þann 31.mars 2006 og á þeim tíma liggja 646 færslur sem ég er búin að fela núna... því það tilheirir fortíðinn. Í þessum 646 færslum er tala um skilnaði, flutninga, alvarleg veikindi sonar mína, skólagöngu, sigra , dimma dali og Evrópuverlaun svona svo eitthvað sé nefnt. Það var mér í sannleika sagt soldið ervitt að lesa sum að þeim skrifum sem ég hef sett hér inn síðustu árin, en þau segja manni líka hversu langt við erum komin í dag og var það í rauninni tilgangur þess að fara í smá tímaflagg þennan annas fallega sunnudagsmorguninn... InLove

Það sem ég hef ekki skrifað um hér eru mín veikindi og móður minnar sem tóku við af veikindum sonarinns á sínum tíma. Ástæða þess að ég hætti að blogga á sínum tíma var að sjálfri fannst mér saga okkar farin að lýkjast lygasöga og ákvað að halda þeirri sögu til hliðar því að í raun var komið nóg af sjúkrahús sögum... Pouty En svona til að gera langa sög stutta þá erum við búin að taka á við hjartaáfall, krabbamein, ofsakvíða, þunglyndi, sárabólguristi, sykursýki, bílsslys og svona sitt lítið að öðru líka.. þannig að þið sem þekkið sögu okkar skiljið hvað ég á við að lífið hljómar eins og lygasaga... og það er líka ágætt að taka þessu með vissum húmor því annað hefðum við ekki lifað þessi ár af... 

En núna eftir 3 ára baráttu við sjúkdóma og kerfið erum við komin á slóða sem liggur uppá við og við erum farin að sjá vissan árangur erviðisinns og það er svo gott. 

Þeir sem fylgdust með syninum og hans baráttu þá er það að frétta að Hetjunni að hann er kominn í almennan skóla og er með þeim hæðstu í sínum bekk, fjarveran þessi fyrstu 2 ár virðast ekki hafa stoppað minn mann, hann brillerar í skólanum en berst enn við félagslega vandan en hann er með svo frábæran kennara og var hún himnasending fyrir okkur og hefur henni tekist að finna námshestinn og nært hann roaslega. Ragnar er mjög heyrnaskertur á báðum eyrum eftir veikindin og það vottar fyrir taugaskemdum í fótunum en hann hleyður um eins og einginn sé morgundagurinn... Hann blómstar og er ljósið í lífi míns og mömmu... hann er sannkölluð HETJA...InLove

Núna er bara málið að horfa framm á veginn og nýta þau tækifæri sem byrtast, svo er málið að maður getur líka búið sét til tækifæri ef maður bara er með opin huga... Cool ofur bjartsýni í gangi...hehehee... nei, í rauninni ekki. Málið er að þótt samfélagið sé búin að ganga í gegnum hakkavél kreppunar þá er það alltaf manneskjan sem stendur eftir og það er manneskjan sem getur byggt upp aftur og mér finnst við í rauninni standa með visst fækifæri í höndunum líka... Wink ég á eftir að skrifa meira um þessar pælingar mína ... því ég er stöðugt að leitast við að verða betri í dag en í gær... breykka sjónsvið mitt og fræðast til þess að hafa sem víðustu sýnina á lífið og tilveruna. 

Jæja... Nú ætla ég að láta hér við sitja í bili. 

Kær kveðja... 


Ég er á lífi...

Sælt veri fólkið...

Já ég er á lífi en er búinn að vera að skila af mér þessa dagana... Skilaði einu í dag  í Photoshop áfanganum okkar ... selfportretinu... sem varð að svokölluðu Triptick... sem eru 3 myndir sem segja sömu söguna.  þær eru hér fyrir neðann...

 

svart-selfportret
 

 

 

 

 

 

 

 

Svo á morgun eru skil í öðrum áfanga hjá okkur og geði ég lágmynd... sem er form sem ég gerði í keramik og hengi uppá vegg... þá kemur svona eins og veggurinn sé upphleiptur.

Ég steig mín fyrstu skref sem kennari um daginn og fannst mér það bara ganga vonum frama... krakkarnir eru frábær og á ég örugglega eftir að læra helling af þeim líka.

Þið verðið að fyrirgefa en ég er ekkert i miklu blogg stuði núna eigilega bara urvinda úr þreytu og er að pæla að fara beint í háttinn... 


Einn dag í einu ... staðan í dag...

Góðann daginn kæra fólk...

Ég veit nú ekki alveg hvað ég hafði hugsað mér að skrifa hér ... Það er sosem af helling að taka en eins og alltaf þarf ég að passa mig á því hvað ég set hér inn á vefinn... því hér eru vanalega allskonar mál að koma upp... bæði jákvæð og neikvæð... uppbyggileg og niðurrifandi... 

Ég er að reyna að skipuleggja sumarið hjá okkur mæðginunum svona eftir minni bestu getu... en vegna þess að ég er enn ekki komin með fasta liðveislu, stuðningsfjölskyldu hvað þá barnsföður þá á er pínu ervitt með að láta hlutina ganga upp því að mér eru settar miklar skorður vegna minnar heilsu... Staðan á mér líkamlega er víst þannig að jú ég gæti séð barnið mitt verða að manni en þá þarf mikið að breitast... Lifrin í mér er svo illa farin eftir álagið síðustu 1 1/2 árið að ég á víst að fara niður í 1 gír með ekkert álag... og maður gerir það nú víst ekki sem einstæð móðir með frábærlegt kraftaverka 8 ára strák... :o) en einhvern neginn verð ég að láta þetta allt ganga upp... 


Hugar að endurkomu í bloggheima...

Sæll bloggheimur... !!!

Ég er búin að var í 8 mánaða  fríi héðan... og í raun lítið skrifað í helt ár... en ég er að hugleiða hvort maður eigi að koma aftur inní þennan heim eða ekki... Maður breitist svo á einu ári og mergt hefur breist... en það er einmitt það heillandi við lífið... ég æktlð að halda áfram að íhuga combak... Joyful


Von og friður...

aramot-von-fridur.jpg

Hátíðarkveja 

Margrét og Ragnar...Heart


Halló ... Mig langar að segja ykkur pínu af okkur hér... :o)

Jæja ... það er nú langt um liðið að ég hafi fengið þá þörf að skrifa hér inn... en ég í rauninni svo margar góða að hér inni þannig að mig langar að segja ykkur smá af okkur gegninu hér... Smile

Héðan er allt mjög gott að frétta... hellingur búin að gerast síðan síðast. Hetjan mín er úrskrifuð og stendur sig eins og hetja auðvitað...!!! LoL Hann er fyrirmynd mín í svo mörgu... Hann er ljós mitt og ég á ekki til nógu sterk orð yfir það hvað hann er yndislegur. Mamma er öll að koma til eftir sitt áfall og breitingar en þetta tekur tíma og hann vinnur með henni eins og okkur hinum líka. Ég er að fara inná Kristnes í endurhæfingu (loksinns) og ég hlakka svo til...LoL Þetta verða 5 vikur bara að hugsa um eigið rassgat... hehehheee... LoLLoL Hetjan er komin með frábæra stuðningsfjölskyldu sem hann verður hjá á meðann svo ég geti einbeitt mér að því sem ég þarf að gera til að geta haldið í við hann í framtíðinni... Hann er svo sáttur hjá þeim og kemur svo glaður og flottur frá þeim og það finnst mér svo yndislegt... hann er loksinns búinn að fá innsýn í fjölskyldu mynstur sem er eðlilegt og þroskandi ... "föður og systkyni" ég vil meina að ég sé mamman.. hehehe... en þetta er allt svo æðislegt og hann er svo glaður... þótt honum finnist alltaf best að vera heima eins og hann segir... LoL gerir mömmuna stolta... 

Þannig að við erum á réttu leiðinni inní heilbrygt og gott líf eftir lærdóm síðustu ára... 

Knús og klemm til allra sem okkur þykir vænt um og hugsa til okkar... Heart


Ég hef ákveðið að gera hlé á skrifum mínum hér...

Það er nokkuð síðan við komum heim úr ferðinni frægu... Hetjan mín vara í hæðstu hæðum eftir hana og tölum við endalasut um hana. Hetjan er byrjaður í skólanum og farinn að æfa karate og sund eftir skóla. Hann er bara flottastu og lætur ekkert stoppa sig... þannig að hann er kominn útí lífið frískur og glaður aftur... :o) Jæja.. ég vona að þetta hafi ekki alvarlega áhrif á ykkur en núna er lífið okkar bara svo breitt og þessvegna hef ég ekki þörf fyrir þá útrás sem ég fékk hér , hvað þá stuðninginn og hlújas hugsanir... Ég hugsa ennþá til ykkkar og vona að þið hafið það óendanlega gott...

KNÚS til allra... :o)


Ferðin langþráða...

Halló kæra fólk...

Á morgun hefst langþráða ferð Hetjunnar minnar... Við erum á leið í LEGÓ-land... :o) ég læt inn myndir þegar við komum heim... bæbæ... takk allir sem hafa hjálpað okkur að láta þetta verða að veruleika fyrir hetjuna...:o)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband